Morgunblaðið - 29.09.1979, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
Minning:
Margrét Stefánsdóttir
Vestmannaeyjum
Fædd 10. febrúar 1898.
Dáin 18. september 1979.
Hún verður jarðsungin frá
Landakirkju í dag, kona sem
öllum mun Ijúft að minnast.
Margrét Stefánsdóttir var fædd á
Hofi í Norðfirði 10. febrár 1898,
yngsta barn hjónanna Jónínu Sig-
urbjargar Jónsdóttur og Stefáns
Þorkelssonar. Hin börnin voru
Þórður sem enn er á lífi, búsettur
í Vík í Mýrdak, og systirin Guð-
finna sem látin er fyrir nokkrum
árum. Þau hjón hafa sjálfsagt
haft heldur lítið fyrir sig að
leggja. Stefán var skaftfellingur
og aldamótaárið flyzt hann með
fjöldkylduna í sína heimasveit;
þar deyr hann svo þetta sama ár,
og þá er fjölskyldan leyst upp.
Eldri börnunum var komið í fóst-
ur til vandalausra, en Margréti
litlu sem þá var tveggja ára hafði
móðirin hjá sér og réðst með hana
í vistir sem oft vildu verða misj-
afnar og kom það stundum illa
niður á barninu. Þó minntist
Margrét ávallt með þakklæti veru
sinnar á sumum bæjum, eins og
t.d. í Garðakoti hjá Jónatan og
Guðfinnu og á Hvoli hjá þeim
Eyjólfi og Arnþrúði. En þótt
systkinin færu svona hvert í sína
áttina, héldu þau þó sambandi sín
á milli og var alla tíð síðan
einstaklega kært með þeim, jafn-
vel svo að til þess var tekið.
Einkum urðu þó Margrét og Guð-
finna samrýmdar, enda eignuðust
þær seinna sinn bróðurinn hvor.
Þegar Margrét óx upp, fór hún
sjálf í vistir og var vinnukona á
ýmsum bæjum í Mýrdalnum. Um
tvítugt réðst hún svo að Neðra-
Dal og giftist einum syninum þar,
öðlingsmanninum Sigurði Þórðar-
syni. Þau Margrét og Sigurður
hófu búskap sinn í Vík í Mýrdal,
en fluttust svo fljótlega til Vest-
mannaeyja, þar sem þau áttu
heima æ síðan, lengst af á Boða-
slóð 2. Sigurður var harðduglegur,
vann aðallega við fiskvinnu og
tókst vel að sjá heimili sínu
farborða, þótt oft væru erfiðir
tímar. Þar naut hann líka Mar-
grétar, sem alltaf stóð vel fyrir
sínu sem húsmóðir á stóru heimili.
Oft bætti hún því á sig að taka
börn til lengri eða skemmri dvalar
og öllum nágrönnum sínum var
hún sérlega hjálpleg, enda oft til
hennar leitað, bæði með sauma-
skap og annað. Henni var mjög
sýnt um alla handavinnu og greip
gjarnan í eitthvað slíkt sér til
afþreyignar fram á síðustu ár.
Annað sem hún hafði sér til
gamans voru stofublóm, enda átti
hún oftast mörg og falleg og
hugsaði frábærlega vel um þau.
Fáum hefði virzt svo, að Mar-
grét Stefánsdóttir hefði miklum
manni að má. Hún var lítil kona
og veikbyggð og ekki alltaf heilsu-
hraust, en seiglan var ótrúleg og
viljinn að láta ekki standa upp á
sig.Hún var létt í skapi og ekki
þannig, að hún kynni að hlífa sér,
allra sízt þegar hennar nánustu
áttu í hlut, þá „vóg hún upp björg
á sinn veika arm.“ Þannig tók hún
dóttur sína til sín, nýorðna ekkju
með tvö ung börn, og hafði hana
hjá sér og börnin fram að fer-
mingaraldri — og var þó ekki
húsplássið mikið á Boðaslóðinni.
Þau Margrét og Sigurður eign-
uðust fimm börn, og eru þau þessi,
talin í aldursröð: Margrét sem dó
ungbarn, Sigurgeir, símverkstjóri,
Magnús, sjómaður, Sigurbjörg,
Frænka mín,
SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR STEFFENSEN,
Ijósmyndari,
Grattisgötu 55,
lézt f Landspítaianum 14. september. Utförin hefur fariö fram í
kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu.
Anna St. Siguröardóttir.
Dóttir mín og systir okkar
INGIBJÖRG ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lindargötu 6,
Reykjavík
andaöist 27. september.
Geirþóra Astróösdóttir,
Gunnhildur Guömundsdóttir,
Ingvi Guömundsson,
Áslaug Guömundsdóttir.
t
HARALDUR S. GUÐMUNDSSON,
stórkaupmaöur,
Spítalastíg 8,
Reykjavfk,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 1.
október kl. 15.
Sigurbjörg Bjarnadóttir,
Harald G. Haraldsson, Elísabet Gunnarsdóttir,
Sólveig Haraldsdóttir Hart, Neil Hart,
Sigrföur Haraldsdóttir, Sigurjón Sigurösson,
Grfmur Haraldsson, Svava Axelsdóttir,
Sigríöur G. Benjamin
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför
KRISTJÁNS BJÖRNSSONAR
fré Kirkjulandi Vestmannaeyjum,
Petrónella Ársælsdóttir, Léra Guöjónsdóttir,
Laufey Kristjánsdóttir, Birgir Hannesson,
Birna Kristjénsdóttir, Jón Hannesson,
Kristjén Kristjénsson, Sigríður Árnadóttir,
Ásta Gunna Kristjénsdóttir, Steinarr Steinarrsson,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins létna.
Sigríður Þórðardóttir
Steffensen —Minning
talsímavörður, og Háarður, yfir-
verkstjóri hjá Vestmannaeyjabæ.
Barnabörnin og barnabarnabörn-
in munu nú orðin um tuttugu.
Fyrir nokkrum árum fluttust
þau Margrét og Sigurður til Há-
varðar sonar síns í nýtt og fallegt
hús við Bröttugötu og seldu þá
fljótlega hús sitt á Boðaslóðinni.
Þetta þýddi þó ekki það, að
Margrét væri að setjast í helgan
stein, því hún sá um heimilið eftir
sem áður fyrir Sigurð og Hávarð
son sinn — og gerði það af mestu
prýði eins og hennar var von og
vísa. Þarna kunnu gömlu hjónin
einstaklega vel við sig, en fyrir
rúmu ári missti hún Sigurð sinn,
og þá varð allt einmannalegra, að
minnsta kosti fyrst í stað. Há-
varður var mikið úti við vinnu
sína og henni fannst fáir koma,
miðað við það sem áður var á
Boðaslóð. Ég held að hún hafi ekki
fyllilega gert sér grein fyrir því,
hve jafnöidrunum fækkaði og að
gömlu nágrannakonurnar voru nú
flestar farnar burt eða horfnar úr
þessum heimi. Þótt Margrét væri
komin á níræðisaldur, fór því
fjarri að hún væri orðin södd
lífdaga. Starfsgleði átti hún enn
og fann sér alltaf verkefni, eftir
því sem kraftarnir leyfðu. Hún
var ánægð hjá Hávarði sínum í
húsinu við Bröttugötu, þar leið
henni vel og hefði viljað lifa sem
allra lengst, en þá kom til hennar
sá sem ekki spyr um vilja manna.
í vor sem leið var hún lögð inn á
spítala með alvarlega meinsemd í
lunga, og
síðan tók við langt og þjáninga-
fullt dauðastríð sem hún háði af
miklum hetjuskap og æðruleysi,
unz yfirlauk 18. þ.m.
Þegar ég enda þessar línur sé ég
hana fyrir mér, bjarta á svip og
hressa í máli, brosið dálítið
kankvíslegt. Betri tengdamóður
hefði ég varla geta eignast, og veri
hún blessuð fyrir það.
Geir Kristjánsson
Fædd 1. janúar 1894.
Dáin 14. sept. 1979.
Hún hét fullu nafni Sigríður
Guðfinna Kristjana og fæddist á
nýársdag árið 1894 að Kjarans-
stöðum í Dýrafirði.
Foreldrar hennar voru Jónína
Þórðardóttir og Þórður Páll
Kristjánsson bóndi að Kjarans-
stöðum. Þórður var hagleiksmað-
ur hinn mesti og smíðaði meðal
annars báta sína sjálfur, þá er
hann notaði til að afla sér og
sínum bjargar í bú. Hann vær
ættaður úr Arnarfirði og bar nafn
afa síns, Þórðar sonar Guðrúnar,
skáldkonu frá Stapadal. Móðir
Sigríðar var Jónína Þórðardóttir,
hæglát og dagfarsprúð kona.
Sinnti hún oft ljósmóðurstörfum,
tók á móti fjölda barna og heppn-
aðist vel.
Sigríður eignaðist einn albróð-
ur, en hann dó á fyrsta ári, en
hálfsystkini átti hún. Móðir henn-
ar er hafði misst mann sinn, áður
en hún kom sem ráðskona að
Kjaransstöðum, hafði eignast þrjú
börn Jakob Margeir, Valgerði
Maríu og Kristján, og komu tvö
þau fyrst nefndu með henni til
Kjaransstaða. Þórður, faðir
Sigríðar var búinn að missa eigin-
konu sína, Sigríði Árnadóttur, en
með henni hafði hann eignast tólf
börn, en aðeins eitt þeirra, Frið-
finnur síðar bóndi á Kjaransstöð-
um komst úr æsku. Það lýsir vel
hörmungum þeim sem stundum
gengu yfir íslenzka alþýðu á fyrri
tíð, að Þórður þurfti á 17 dögum,
sjálfur mjög sjúkur, að horfa á
bak konu sinni og sex börnum
snemma árs 1889.
Þrjú uppeldissystkini átti
Sigríður, því að foreldrar hennar
tóku í fóstur Sigríði og Kristján
Nóa börn Kristjáns bróður Þórð-
ar. Sigríður dó í æsku en Kristján
Nói var kunnur skipasmiður á
Akureyri. Þá tóku þau einnig í
fóstur Valgerði Maríu dóttur Her-
manns bróður Þórðar, sem búsett
er í Reykjavík.
Sigríður ólst upp á Kjaransstöð-
um og kom snemma í ljós að hún
var vel gefin og hafði löngun til
lærdóms. Hún hlaut menntun í
Núpsskóla í Dýrafirði, en fór síðan
til Reykjavíkur til að nema ljós-
myndasmíði hjá Carii Ólafssyni,
er þótti mjög fær í sinni iðn. Með
myndasmíðinni lagði hún stund á
margslags nám. Þar á meðal
útskurð og teikningu, en hún var
listhneigð mjög. Útskurð nam hún
hjá Stefáni Eiríkssyni, hinum
oddhaga.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og
heiöruöu minningu
ÖNNU S. ZIMSEN.
Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunar- og starfsfólki sjúkradeildar
Hrafnistu fyrir kærleiksríka umönnun.
Guö blessi ykkur öll.
Jóhanna Zimsen, Hilmar B. Þórhallsson og börn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma
HULDA INGIMARSDÓTTIR,
fré Akureyri,
Teigaseli 9,
veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. okt. kl. 1.30
e.h.
Daatur, tengdasynir
og barnabörn.
+
Þökkum auösýnda samúö og vinarhua við andlát og jaröarför
I JÓNSDOT
ÖNNU .
)TTUR
og
EIRÍKS JÓHANNSSONAR
Lönguhlíö 12, Bfldudal.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Sjúkrahúsi Patreks-
fjaröar og á deild 4C Landspítalanum, fyrir góöa hjúkrun og
umhyggju.
Aöstandendur.
Sigríður sem var glæsileg ung
stúlka giftist 24. júlí 1920 norsk-
um pípulagningarmanni, Peder
Jakob Steffensen. Hugðust þau
setjast að í Noregi og fór Peder
utan til að undirbúa komu konu
sinnar. Á meðan leigði Sigríður í
húsi Carls Lárussonar við Spítala-
stíg, stóru timburhúsi.
15. febrúar 1921 skeði sá atburð-
ur er átti eftir að valda straum-
hvörfum í lífi hennar. Á einni
morgunstund brann húsið og
missti aleigu sína. Sjálf slasaðist
hún illa er hún neyddist til að
henda sér niður af efstu hæð hins
brennandi húss. Hún átti lengi við
vanheilsu að stríða vegna slyssins
og berklaveiki er fylgdi í kjölfarið.
Er óvíst að hún hafi nokkurn tíma
til fulls á heilli sér tekið eftir það.
Atburður þessi varð til þess að
maður hennar kom aftur hingað
til lands og hættu þau hjónin við
að flytja búferlum til Noregs.
Peder gjörðist íslenzkur ríkisborg-
ari og settist að í Reykjavík. Þau
keyptu lítið timburhús á Grettis-
götu 55. Peder vann við pípulagnir
en Sigríður við ljósmyndun ásamt
heimilisstörfum. Þau hjónin voru
barnlaus. Sigríður varð ekkja árið
1952 og eftir það bjó hún ein í íbúð
sinni á Grettisgötu 55.
Hún var alla tíð mikill dýravin-
ur og sýndi það í verki. Síðustu
árin voru það fuglar er áttu hug
hennar allan. Þær voru fjölmarg-
ar dúfurnar sem hún annaðist um.
Fólk kom stundum með sjúka
fugla eða særða til hennar og
reyndi hún að hlúa að þeim og
hjúkra eftir bestu getu. Þeir voru
ófáir kornsekkirnir sem fóru til
fuglanna.
Síðustu æviárin átti hún við
mikla vanheilsu að stríða, þótt
vilji hennar til að standa óstudd á
eigin fótum væri í hvívetna óbilað-
ur. Svo kom að lokum að Sigríður
var tvívegis með skömmu millibili
flutt á Landspítalann í Reykjavík
og þar andaðist hún 14. september
1979 södd lífdaga.
Sjónarsviptir er að þessari
harðgeru hæfileikakonu, sem um
langan aldur og fram til síðasta
dags hafði meiri áhyggjur af
sjúkum dýrum en heilsu sinni og
örlögum.
Friður fylgi frænku minni yfir á
ný tilverustig.
Anna St. Sigurðard.
AIT.LYSINGA-
SÍMINN ER: