Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
41
+ ÞESSI AP-fréttamynd hefur þótt lýsa betur en orð fá lýst þeirri angist og
örvilnan sem greip fjóra litla stráka, sem voru að veiða við á eina við bæinn New
Bedford í Massaschusettsfylki. Allt í einu urðu þeir þess áskynja, að vinur þeirra var
horfinn. — Þeir standa hér við ána. Einn drengjanna bendir á eitthvað, sem hann
heldur að sé hinn týndi vinur, en það var níu ára gamall drengur. Hann drukknaði.
fclk í
fréttum
A
barnaári
+ ÍBÚAR Kambódíu er það
fólk sem verið hefur einna
mest í fréttum heimspress-
unnar undanfarna daga. —
Fregnir þaðan herma, að þar
deyi nú á degi hverjum þús-
undir úr hungri og sjúkdóm-
um. — I texta með þessari
mynd, sem raunar er ekki
frá þessu landi hungurdauð-
ans, segir að sagan muni
dæma leiðtoga landsins
hvort heldur þeir eru leppar
Víetnama eða stjórn Pol
Pots. Leiðtogarnir verði að
gera sér grein fyrir því að
þeir eiga aðeins um það eitt
að velja að þiggja alþjóðlega
hjálp eigi þjóðin ekki að
farast úr hungri og sjúk-
dómum. Þessi mynd er tekin
í flóttamannabúðum í Thai-
landi. Móðir með barn sitt
sjúkt vegna vannæringar
bíður eftir því að röðin komi
að þeim við læknisskoðun í
búðunum.
S j álfstæðisflokkurinn
efnir til ráðstefnu
um sjávarútvegsmál
— Verður haldin í Grindavík 12. og 13. okt.
Sjálfstæðisflokkurinn áformar
að halda ráðstefnu um málefni
sjávarútvegsins föstudaginn 12. og
laugardaginn 13. október n.k. Ráð-
stefnan verður haldin í félags-
heimilinu Festi í Grindavík. Á
ráðstefnu þessari verður fjallað
um stjórnun fiskveiða í ljósi þeirr-
ar reynslu, er fengizt hefur af
stjórnarleiðum þeim, er þegar
hafa verið notaðar, svo sem
svæðalokunum, breytingum á
möskva, tímabundinni stöðvun
þorskveiða og loðnuveiða, breyt-
ingu kvóta o.s.frv. Þá verða rædd-
ar aðrar leiðir svo sem auðlinda-
skattur, almennir aflakvótar og
aflajöfnunarsjóðir svo og aldurs-
lagatryggingar. Á ráðstefnunni
verður ennfremur fjallað um efl-
ingu fiskiðnaðar, fjármögnunar-
leiðir, möguleika á framleiðni-
aukningu og afkastaaukningu með
hliðsjón af þeirri aflaaukningu
sem vænta má á Islandsmiðum í
framtíðinni. Fjallað verður um
ástand og horfur á helztu fisk-
mörkuðum m.a. með hliðsjón af
útfærslu strandríkja í 200 mílur,
orkuerfiðleikum, cflingu rann-
sóknarstarfsemi, fiskmat, fjármál
og sjóði sjávarútvegsins. Á ráð-
stefnunni verða flutt framsöguer-
indi um framangreind málefni
auk þess sem starfshópar munu
starfa. Ráðstefnan í Grindavík
verður opin öllu sjálfstæðisfólki,
en allan undirbúning hennar hef-
ur inálanefnd Sjálfstæðisflokksins
um sjávarútvegsmál annast.
(Fréttatilkynning frá
Sjálfstæðisflokknum.)
Perusala
Lionsklúbbs
Hafnarfjarðar
NU UM helgina gengst Lionsklúbbur
Hafnarfjarðar fyrir árlegri perusölu
í Hafnarfirði. Ágóði af sölunni
rennur allur til líknarmála.
Á undanförnum árum hefur
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar m.a.
haft það verkefni á dagskrá sinni að
koma á og aðstoða heimili þroska-
heftra í Hafnarfirði, auk styrkja til
ýmissa líknarmála. Klúbbfélögum
hefur jafnan verið vel tekið af
Hafnfirðingum og gera þeir sér
vonir um góðar undirtektir nú.
Hressingarleikfimi
Kennsla hefst mánudaginn 1. okt. 1979. Kennslu-
staöur: Leikfimisalur Laugarnesskólans. Byrjenda og
framhaldsflokkar kvenna.
Nýtt: karlaflokkur — mánudags- og fimmtudags-
kvöld kl. 21.45.
Fjölbreyttar æfingar allra flokka — músik-slökun.
Verið með frá byrjun.
Innritun og upplýsingar í síma 33290.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir,
íþróttakennari.
BALLETTSKÓLI
EDDU
SCHEVING
Skúlagötu 34
og félagsheimili
Seltjarnarness
Síðasti innritunardagur í síma 76350.
Afhending skírteina Skúlagötu 34 mánu-
daginn 1. október kl. 5—7 eftir hádegi.
DANSKENNARASAMBAND ISLANDS
Handbók
Skáksamhands íslands
— Það er ekki nóg aö kunna bara mannganginn —
★ Skáklög og keppnisreglur Fide, ásamt túlkunum * sérreglur um
hraöskák ★ Monrad-, svissneska- og norræna kerfið * lög og
skáklög S.i. * keppnistöflur * reglugerðir um deildákeppni,
firmakeppni, skólaskák, stigareikning o.fl. o.fl. ★
Pöntunarseðill
□ óskast send _______ __________
í póstkröfu
O Gr. fylgir.
Verð kr 6000 Útsölustaöir: Skáksambandiö, Pósthólf 674, Rvík
Tímarltlö Skák, Hagamel 67, Skákhúsiö, Laugav. 46.