Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 44

Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979 vlíP MORö'dN-^ KAFr/NO \ (0 Því ætti ég að reiðast — þér eigið ekki heima hérna? Vandamálið er að maðurinn minn hugsar ekki um annað en rafmagnsbrautina sína. 99 Niður með 99 osomann BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í dag lítum við á varnarþraut frá sjónarhóli keppnisspilarans og höfum því hugfast og miðum vörnina við þá tölu, sem við áttum sjálf í spilinu. Suður gefur, allir utan hættu. Norður S. G1076 H. 853 T. G9 L. K1084 Austur S. 32 H. KD6 T. 10763 L. ÁDG7 Vestur spilar út lauffimmi gegn fjórum spöðum eftir þessar sagn- ir: Suður Vestur Norður Austur lSp. 2 Hj. 2 Sp. 4 Hj. i Sp. dobl tlllr p&88. Sagnhafi biður um lágt frá blindum og þú færð slaginn á gosann en suður lætur tvistinn. Næst spilar þú hjartakóng, suður lætur tvistinn og vestur fjarkann. Hvað gerir þú næst? Það fyrsta, sem þér dettur í hug er, að suður virðist hafa fundið fórnina yfir ykkar game, sem sennilega stendur. Það þýðir, að þið áttuð 420 fyrir spilið og verðið því að ná sagnhafa þrjá niður, sem gefa 500 svo að ekki tapist á spilinu. Útspilið getur verið einspil eða frá 5—3. Og seinni möguleikann má útiloka því með tvíspil í laufinu hefði vestur örugglega drepið hjartakónginn til að spila aftur laufi. Vestur átti því einspil og til að koma í veg fyrir, að sagnhafi fái slag á lauf spilar þú næst laufsjöi. Norður S. G1076 H. 853 T. G9 L. K1084 Vestur Austur S. Á4 S. 32 H. ÁG10974 H. KD6 T. D852 T. 10763 L. 5 0 A L. ÁDG7 Suður S. KD985 H. 2 T. ÁK4 L. 9632 Og eins og sjá má var þetta besta leiðin til að tapa ekki á spilinu. COSPER C0SPER ... og ofan á allt er hann byrjaður að rigna. Eins og mörg hundruð annarra Reykvíkinga, ætlaði ég að fá mér sundsprett í Sundlaugunum í Laugardal sunnudaginn 23. sept. s.l. En má brá heldur ekki í brún, þegar dömurnar í afgreiðslunni kváðu Sundlaugarnar lokaðar. „Hvers vegna?" spurði ég undr- andi „Nú, það er þetta garnla," svör- uðu dömurnar, kaldar og rólegar. Ég skildi strax, hvað þær voru að fara. Einhverjum þorpurum hafði, eins og raunar oft áður, dottið í hug að gera samborgurum sínum þann bjarnargreiða að klifra að næturlagi yfir girðingun, sem er umhverfis Sunlaugarnar, og ganga til álfreka í þessari heilsu- lind Reykvíkinga. Ég sagði við dömurnar í af- greiðslunni, að auðvelt væri að venja þessa pörupilta af skamm- arstrikum sínum. En þær voru mjög vantrúaðar á, að slíkt mundi takast. Virtust þær líta á þetta fyrirbæri sem sjálf- sagðan og óviðráðanlega hlut, eins og t.a.m. gang himintungla eða flóð og fjöru. Liggur þó í augum uppi, að með sterkum ljóskösturum að nætur- lagi og einum eða tveimur nætur- vörðum yrði þessi ósómi og hneyksli kveðin niður í eitt skipti fyrir öll. Þar að auki mætti koma fyrir sjálfvirkum kvikmyndavélum á góðum stöðum. Þá hefðum við kvikmynd af þessum fyrirlitlegu og brjóstumkennanlegu þorpurum og verknaði þeirra. Væri sjálfsagt að sýna þá kvik- mynd afsjónvarpsskerminum, svo að þjóðinni gæfist kostur á að sjá þessa „efnilegu" syni sína ganga til álfreka í heilsulind samborgara sinna. Skora ég nú hér með á borgar- stjórn, sem lofaði kjósendum svo mörgu fögru um röggsamlega stjórn málefna borgarinnar, að láta þetta mál til sín taka hið bráðasta. Kostnað, sem af nauðsynlegum ráðstöfunum hlytust, yrðu hinir fjölmörgu unnendur Sundlaug- anna fúsir til að greiða með lítið eitt hækkuðum aðgangseyri, svo að þeir þyrftu aldrei framar að snúa vonsviknir heim af þessum sökum, eins og sneyptir hundar. Sundlaugagestur Velvakandi góður Ég vil hér með koma á framfæri þakklæti til sjónvarpsins fyrir þáttinn „Seðlaspil.“ Þátturinn er mjög góður sem afþreyingarefni, viðburðaríkur og spennandi. Ég held það hljóti að vera eitt af hlutverkum sjónvarpsins að sjá þeim mörgu sem heima sitja um helgar fyrir skemmtiefni. Nú sýn- ist það nokkuð ljóst að það efni 1_Xausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islenzku 74 — Farðu. Farðu í hvelli. Ég tala við þig seinna. Hann ýtti henni til dyra og rak hana út. Hún gegndi honum og skellti dyrunum harkaiega á eftir sér. Hann lagði blýant og blað frá sér á borðið. — Gerið lista yfir það sem þér þurfið að fá, sagði hann — en bara það alira nauðsyn- iegasta. Ég skal sjá til þess að hún útvegi það. Og verið ekki að skeyta um hvað hún segir. — Hann hefur sem sagt ekki svarað? sagði Eiieen. — Nú eru liðnar tvær vikur og enn er ég hér. — Ég sagði yður að leggja ekki eyrun við því sem hún segði, hreytti hann út úr sér. — Hún hatar yður og hún myndi segja hvaða þvælu scm er. Hún leit á hann. — Er það Frakkinn sem á að vera böðullinn? — Reynið að gera þennan Jista, hrópaði hann í bræði. Hann gekk út að glugganum og stóð þar og horfði út meðan hún varð að skrifa niður það sem hana vantaði helzt. Hann var f júkandi vondur út i Madeleine. Hún minnti hann á viiit og ótamið dýr þegar hún hrækti ógnuninni yfir Eileen Field. Það hafði verið argt og viður- styggilegt og hann hataði þessa eiginleika i konu. Honum bauð við framkomu hennar. Af kon- unum tveimur sem þarna höfðu átzt við var það fanginn sem hafði komið út úr viðureigninni með reisn. Hann óskaði þess heitt að Madeieine hefði ekki minnzt á Resnais. Hann heyrði hana koma til sin. — Hérna er listinn. Hann rakst á hana þegar hann sneri sér við. Hún veik undan í snatri. — Látið hana ekki koma hingað aftur, sagði hún biðj- andi. — Viljið þér ekki gera það fyrir mig. Hann gekk út án þess að svara. Hann fann Madeleine á ver- öndinni. Hún var með glas i hendi og fýlan og illskan iýstu af henni langar leiðir. Hann rétti henni miðann. — Útvegaði þetta í Nizza á morgun, sagði hann. Hún hvarflaði augum á mið- ann og kastaði honum siðan á góifið. — Föt, tannbursti, sápa. Nei, heyrðu mig nú. Hvers konar er þetta. Ertu orðinn vitlaus. Ég skal sjá hana stikna i viti áður en ég útvega henni nokkuð af þessu. — Ég berábyrgðá henni. Þú kaupir þetta, sagði Péters — og það er skipun. — ó, nei, ekki aldeiiis, sagði Madeieine ofsalega. — Þú ert bara veikur fyrir henni. Henni er fært allt upp á bakka — þú segir hún bragði ekki á matn- um — og hvern skrattann gerði það til þótt hún dræpist úr hungri. Hún verður að hafa fataskipti. — Mér er spurn, er þetta híxushótei? Hvaö heidur þú að sé gert fyrir okkar konur i ísraelskum fangelsum. Hvað er eiginlega komið yfir þig, Peters? Þú lézt það viðgangast að hún móðgaði mig — þú hefðir átt að lumbra hressilega á henni til að kenna henni mannasiði. Ertu orðinn skotinn í henni? Er það ástæðan fyrir þessari undanlátssemi? Hann sló hana roknahögg i andlitið. Hún deplaði ekki og engin tár komu fram i augu hennar. Hún hreytti i hann fúkyrðum á arabisku. — Ég geri það ekki, sagði hún. — Og þú getur ekki þvingað mig til þess. Gerðu það sjáifur! Um kvöldið flutti hann úr herbergi hennar. Hún hafði ekki trúað eigin augum, þegar hún kom upp og sá að hann hafði farið með pjönkur sinar frá henni. Hún eiskaði hann og hún var ær af afbrýðisemi vegna þess að eðlisávisun henn- ar sagði henni að hann væri að missa áhugann á henni og þó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.