Morgunblaðið - 29.09.1979, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
47
r,
KKÍ reynir að vera
í takt við tímann
KKÍ HEFUR á prjónunum að
auka menntun innlendra körfu-
knattleiksþjálfara. Uppgangur
íþróttarinnar hefur verið svo
mikill og ör á undanförnum
árum, að KKÍ hefur ekki gert
betur en að halda naumlega i við
þróunina. Körfuboltinn hefur
heldur betur komið undir sig
fótunum hérlendis, þannig að
komið hefur í ljós, að þjálfarar
eru mjög af skornum skammti.
KKÍ hefur nú samið áætlun sem
miðar að því að kippa málum
þessum i lag, eða a.m.k. að bæta
ástandið.
Það er einkum tvennt sem KKÍ
ætlar sér. í fyrsta lagi að þjálfa
leiðbeinendur í íþróttinni. Til
stendur að halda námskeið, svo-
kölluð A-D stigs námskeið.
A-stigs námskeiðin kenna aðeins
grundvallarnámsefni, sem allir
íþróttaþjálfarar verða að nema,
hver sem íþrótt þeirra kann að
vera.
B-stigs námskeiðið veitir síðan
réttindi til unglingaþjálfunar. C-
og D-stig eru einnig áformuð.
Þegar C-stigið verður haldið, er
áformað að fá bandarískan kunn-
áttumann til starfa, en allur
verður skóli þessi sniðinn að
bandarískri fyrirmynd. D-stigið
felst síðan í að starfa við þjálfun
og skila síðan verkefni.
Allt er þetta að fara af stað,
þannig hefst fyrsta A-stigs nám-
skeiðið af fjórum, sem eiga að vera
í vetur. 6.-7. október og fer fram
í Vörðuskóla. Ætlar KKI að reyna
að halda tvö slík námskeið í
Reykjavík og önnur tvö úti á landi.
Fyrsta B-stigs námskeiðið á síðan
að reyna að halda næsta haust.
Á meðan verður að reyna að
hafa ofan af fyrir upprennandi
körfuboltamönnum, núverandi
leikmönnum hins svokallaða
minnibolta. Mikill áhugi er í þeim
aldurshópi og þó að góðir og
áhugasamir menn sjái þar um
þjálfun, kemur ekkert í stað kunn-
áttunnar, en fæstir eru minni-
boltaþjálfararnir menntaðir
körfuþjálfarar. T.d. hafa aðeins
tveir hinna mörgu bandarísku
leikmanna, sem hingað hafa kom-
ið, búið yfir einhverri menntun í
íþróttinni, en það eru þeir Andrew
Piazza, sem lék um tíma með KR,
og Mark Christensen, sem leikur
nú með ÍR, en áður með Þór.
Þá berst talið að hinum svokall-
aða körfuboltaskóla KKÍ, sem
unglingalandsliðsþjálfarinn
Gunnar Gunnarsson og landsliðs-
þjálfarinn Einar Bollason hafa
verið að drífa á fætur að undan-
förnu. Þeir fengu Mark Christen-
sen til liðs við sig og Mark var á
fleygiferð í Kársnesskóla í gær.
Áður hafði skólinn verið haldinn í
Vestmannaeyjum og síðan á
Akranesi, á báðum stöðum við
góðar undirtektir. Munu þeir fé-
lagar ætla sér að halda fleiri slík
eins dags námskeið í vetur.
Eitthvað hefur heyrst að félögin
sjálf ætli sér út í svipaðar aðgerð-
ir, þannig hefur heyrst, að
KR-ingar ætli sér með kennslu-
námskeið í 12 ára bekk Melaskól-
ans. Fleiri félög láta hugsanlega
til sín taka á þessum vettvangi,
þeirra er hagurinn, að undirbúa
eigin framtíð sem körfuboltafélag.
I sambandi við þessar umræður
um körfuboltamenntun tilvonandi
þjálfara, má geta þess, að víst
hafa áður verið haldin þjálfara-
námskeið, en þau hafa verið til-
viljunarkennd og ekkert sérstakt
námsefni 'verið útbúið. Nú hefur
verið samið námsefni fyrir A-stig
og næsta skrefið er að semja
námsefni fyrir B-stig, og síðan
koll af kolli. Þeir Einar og Gunnar
sömdu A-stigs námsefnið og verð-
ur það fellt inn í námsefni
Grunnskóla ÍSÍ.
KKI-menn vonast eftir miklum
áhuga á námskeiðunum og segjast
vita um mörg félög sem bíða þess
eins að slík námskeið verði aug-
lýst. Hægt verður að fá nánari
upplýsingar um námskeiðið á
skrifstofu KKÍ.
Komst ekki hnífur
milli ÍR og Ármanns
ÍR OG Ármann skildu jöfn í
Reykjavíkurmótinu í handbolta i
gærkvöldi, bæði lið skoruðu 15
mörk. ÍR-ingar voru þó duglegri
að skora i fyrri hálfleik, sendu þá
knöttinn ellefu sinnum í net
Ármanns, sem skoraði aðeins sjö
sinnum.
Það var töluverður kraftur í
ÍR-ingum í fyrri hálfleik, a.m.k.
meiri kraftur heldur en í mótherj-
um þeirra. Handboltinn var þó
langt frá því að vera burðugur og
sendingar út í bláinn voru ekki
síður mættar til leiks, heldur en
sendingar til samherja. Segja má,
að ÍR-ingar hafi gert heldur færri
mistök í fyrri hálfleiknum.
í síðari hálfleik snerist dæmið
gersamlega við og aðeins fjórum
sinnum tókst IR-ingum að skora.
Ármenningarnir gengu á lagiö og
þurftu ekki að sýna snilldartakta
til að vinna upp muninn. Það
gerðu þeir heldur ekki, þ.e.a.s. að
sýna snilldartakta. En muninn
unnu þeir upp og kræktu loks í
stig sem þeir fyllilega verðskuld-
uðu miðað við hrun ÍR í síðari
hálfleik.
Guðjón Marteinsson var mark-
hæstur ÍR-inga með 6 mörk, en
Björn Jóhannesson var markhæst-
ur Ármenninga að sinni með 5
mörk.
NICKI Lauda, einhver frægasti
kappakstursmaður fyrr og siðar,
tilkynnti öllum sem heyra vildu í
gærkvöldi, að hann hefði ákveðið
að leggja kappaksturinn á hill-
una.
Lauda varð oft heimsmeistari í
kappakstri, lengst af á Ferrari-
bifreiðum, en síðan hóf hann að
aka Brabham, eftir ógnarslys sem
hann lenti í. Var hann milli heims
og helju um tíma eftir það og það
þurfti því sem næst að líma á
hann nýtt andlit.
Verr gekk að hala inn stigin á
Barbham-bifreiðunum og aldrei
gekk kappanum verr en í fyrstu
keppnunum í haust. Lauda sagði
Þá léku einnig í gærkvöldi Fram
og KR og lauk leiknum með sigri
KR sem skoraði 19 mörk gegn 17,
en staðan í hálfleik var 19—9 fyrir
Fram.
síðan á biaðamannafundi í Vínar-
borg í gær, að hann væri búinn að
fá nóg af þeirri geðbilun að aka
eins og vitleysingur hring eftir
hring og storka þannig örlögunum
óhóflega mikið.
Lauda hættir!
Stórleikir
í 1. umferð
BÍIIÐ er að leggja drög að mótaskrá fyrir úrvalsdeildina í
körfuknattleik. Samkvæmt henni, hefst keppnin í úrvalsdeildinni,
laugardaginn 13. október með leikjum Njarðvík og ÍR suður frá
annars vegar og leik Fram og Vals hins vegar.
Á sunnudeginum eigast síðan við KR og IS. Ur því rekur síðan hver
leikurinn annan, en þess má geta, að mótabók með svipuðu sniði og • Nicki Lauda hefur fengið sig
mótabók KSÍ mun vera í undirbúningi hjá KKÍ. fullsaddan af þessu öllu saman.
• Reykjavikurmótið í handbolta heldur áfram um helgina. Valur og
Víkingur, sem hér sjást i hörkuviðureign, þykja bæði sigurstrangleg-
ust í riðlum sinum. Vikingar mæta KR, en Valsmenn fá Armann til að
glíma við.
Handbolti
um helgina
FJÓRIR LEIKIR fara fram í Reykjavikurmótinu í handbolta um
helgina, allir á sunnudaginn.
Valur og Ármann eigast við klukkan 13.30, Víkingur og KR síðan
klukkan 14.45, þá Þróttur og ÍR klukkan 16.00 og loks Fylkir og
Fram klukkan 17.15.
Körfubolti
um helgina
SEX LEIKIR verða keyrðir í gegn í Reykjavikurmótinu i körfuknatt-
leik um helgina. Fara allir leikirnir fram í Hagaskólanum.
Keppni á laugardaginn hefst klukkan 14.00 og leika þá KR og ÍS,
þá Valur og Ármann og loks Fram og ÍR.
Á sunnudaginn hefst fyrsti leikurinn klukkan 13.30 og er það
viðureign Armanns og ÍS. Síðan leika ÍR og Valur og loks Fram og
Fjórir íslenskir
júdómenn keppa
í Svíþjóð
FJÓRIR islenzkir júdómenn
keppa á Opna skandinavíska
meistaramótinu i júdó laugar-
daginn 29. september. Mótið er
að þessu sinni háð i Lundi i
Svíþjóð.
og verða þátttakendur frá all-
mörgum Evrópulöndum. Mótið er
haldið árlega til skiptis á ýmsum
Norðurlandanna. Það er venjulega
haldið í nóvember og er því
óvenjulega snemma í ár.
Islenzku keppendurnir eru þess-
ir: Bjarni Friðriksson sem keppir í
95 kg flokki, Sigurður Hauksson
sem keppir í 86 kg flokki, Halldór
Guðbjörnsson í 78 kg flokki og
Rúnar Guðjónsson í 60 kg flokki.
Þetta er alþjóðlegt meistaramót
r
s
t
BADMINT0N
Innritun í unglingatíma hefst í dag kl. 1—3.
Badmintondeild K.R.