Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.06.1965, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 26. júní 196S 8 TÍMINN Sextíu ára í dag: Arnfríður Karlsdóttir Arnfríður Karlsdóttir húsfreyja á Sólbakka er sextíu ára í dag, 26. júní. Sextíu ár eru skammur tímí í sögu lands og þjóðar. „Söm er hún Esja og á Ingólfsdögum.“ Á sextíu árunum hennar Arn- fríðar hafa hins vegar orðið meiri breytingar á landinu sjálfu og þjóðlífinu, en áður á Þúsund árum, Fólkinu fækkar í sveitum, þó teygjast túnin saman yfir mýrar og mela og móa með lögðum veg- um. í stað lágra bæja rísa nú hvít stórhýsi. Meiri hlut iþjóðar um. í stað lágra bæja rísa nú Lífsönnin er nú öll önnur en áður var, allt vélrænna, það er hrað streymi frá gömlum þjóðháttum og frjálsri náttúru sem hélt fast um alla. Glötum við ekki ein- hverjum dýrmætum þjóðarverð- mætum í þessu hraðstreymi tím- ans? Skáldin hafa margsinnis lýst þróun íslenzkra þorpa, þar sem var eínn drottinn og aumur lýður. Húsavík við Skjálfanda byggðist og óx með öðrum hætti Fólkinu fjölgaði ört í héraðinu á 19. öld. Sumir byggðu nýbýli til heiða og afdala. Margt nýbýla var einnig byggt í Húsavík um aldamótin nítján hundruð. Hinir nýju þorps búar urðu bændur. Þeir ræktuðu sér tún, áttu kýr og kindur, fengu að nytja engjaslægjur fram um sveitir. Þeir áttu sjálfir bæi sína og báta og sóttu margbreyttan sjáv arafla alla tíma ársins. Bú Þeirra urðu sjálfstæð og flest heimafeng ið til neyzlu af landi og sjó. Húsa vík var þéttbýli sjálfstæðra bænda sem héldu siðum og venjum ofan úr sveitum. Anna Árnadóttir og Karl Einars son reistu nýbýlið Túnsberg í Húsavík rétt eftir aldamótin. Þétta var tvíbýiishús og þó eigi stórt. Steingrímur Hallgrímsson og Kristín Jónsdóttir áttu annan helm ing hússins. Túnsberg stendur of arlega á sléttlendinu á norður bakka Búðarár. Norðan við húsið breiddust víðlend tún ýmissa býla milli fjalls og fjöru. Skammt sunn an við húsið niðar Búðaráin milli gróinna bakka. Umhverfið var allt sveitalegt og frjósamlegt. ICarl og Anna í Túnsbergi voru gjörvuleg hjón, sem vöktu hvar- vetna athygli, enda af góðum stofn um. Langafi Karls var Einar hreppstjóri í Saltvík. Frá Einari er komið margt kunnra manna, má þar á meðai nefna Þórhall biskup og börn hans, Tryggva for sætisráðherra og Dóru forsetafrú, Jóhann Skaptason sýslumann o. fl. Anna átti margt frændlið í upp- sveitum Þirigéyjarsýsi'ú, vei'gér't fólk, greint og skáldmælt. Þau hjónin Karl og Anna ráku búskap til lands og sjávar með mikilli risnu. Karl átti kýr og kind ur og aflaði heyja og sótti sjó. Hann átti bát, var formaður og BRÉF TIL BLAÐSINS Heilsuhælið í Jónas Kristjánsson læknir var lengi dáður sem vínsæll maður og góður læknir. Þegar kom að leiðar lokum hans, stofnsetti hann eina af beztu stofnunum þessa lands, en það er Heilsuhælið í Hveragerði. Á síðastliðnu ári dvaldi ég Þar um tíma, og að honum loknum skrif pði ég dálitla þakkargreín um hælið í Tímann, sem ég varð var túð að margir tóku eftir. Þó reis þar á móti einn gamall vistmaður, og vildi draga úr hlýyrðum minum til hælisíns. Mun hann hafa orðið fyrir ónotalegum óhöppum í hælisvist sinni, en sjaldan munu hafa gerzt svipuð dæmi. En mér er nú I ný endaðri dvalarvist minni í hælinu, ljúft að endurtaka hlýyrði mín til þessa staðar. Sama ágæta starfsfólkið er að mestu leyti hér ennþá. Árni Ásbjarnar son, hinn viðfeldnasti maður, er hér enn forstjóri. Matráðskona er hin sama ágæta ungfreyja og í fyrra, úr siveit Gauks Trandilsson- ar. Fæðið er gott, nema heldur leiðinleg miðdagshressíngin um 3 —4 leytið. Finnst mér þá væri betra að hafa gott kaffi og sæmi legt með því. Við íslendingar bú- um til yfirleitt gott kaffi. Og því þá að sneíða algerlega fram hjá því á þessu góða heimili, sem samanstendur mest af rosknu fólki. Hverageröi Það er lítilsverð sérvizka, sem ætti að losna við. Margt í fæðinu er lystugt og gott. Það sem mér þykir bezt er hinn góði hafragraut ur á morgnana iheð nógu af rús ínum og appelsínum, og fjallagrasa mjólkin á kvöldin. Húsakynnín eru stór og vistleg. Komin mörg ágæt eins manns svefnherbergi síðan í fyrra. Reglusemi ágæt, og allt Þrifa legt og snyrtilegt. Hælið rúmar um 100 manns og er alltaf full* skipað. Félagsandi góður, oft spilað mik íð og sungið og stundum ,,kvöld vökur“, þar sem ýmsir skemmta. Margir fá innilegan hlýhug til hæl isins, sem kynnast því af veru sinni þar. Sundlaugarnar eru tvær utan við veggi húsanna og eru þær mjög vinsælar og mikið not aðar af mörgum vistmönnum, en ekki öðrum. Svo er nudd mikið vinsælt, vatnsnudd og þurranudd. Þá eru leirböðin vinsæl. en .ekki talið, að allir megi njóta þeirra, sem hafa eitthvað að blóðrás. Þessi hressingar- og dvalarstöð er holl mörgu rosknu fólki að dvelja á. Hún er samt ekki eins góð ennþá og beztu heilsustöðvarnar við heitu lindirnar á Nýja Sjálandi, en stefnir í þá áttina að verða það. Vigfús Guðmundsson. sótti .margbreyttan feng úr sjó alla árstíma, þorsk á sumrum, sel, há- karl og hrognkelsi á vetrum og vorum. Eftir 1920 var um nokkurt ára- bil ekkert gistihús í Húsavík. Nokkrir Húsvíkingar voru þá fengnir til þess að lána gestum náttstað í húsum sínum og veita beina, þegar með þurfti. Eg varð á þeim árum fastur gestur hjá þeim Önnu og Karlí í Túnsbergi og kynntist heimili þeirra. Það heimili líktist á engan hátt kaup- staðarheimili frumbýlings: Þar var risna svo sem bezt gerðist með al góðbænda og allt í fornum sveitastíl: Húsbúnaður og fatnað ur bar vitni snilldarhöndum hús- freyjunnar. Þar var jafnan ös gesta fjölmenns frændliðs og vina ofan úr sveitum. Allt er heimilið mér minnis- stætt, en ekki sízt heimasætumar Hansína og Arnfríður, sem báðar voru Þá milli fermingar og tvít- ugs. Báðar voru þær fríðar sýn um, þrekmiklar og gjörvulegar, neistandi af æskugleði og lífs fjöri. Frá þesum æskudögum hefur Arnfríður ritað minningar, sem dóttir hennar las í útvarp í vet- ur. I þætti þessum getur hún þess að hún hafi dvalið í kaupa vinnu frammi í Köldukinn og lætur í það skína að í þeirri visj, hafi örlög sín ráðizt, því þar kynntist hún Þóri Friðgeirssyni á Þórodds stað og bundust þau heitum. Veturinn 1925—1926 var Arn fríður við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og sat Þá í festum. Þau Arnfríður og Þórir giftust 26. júní 1927 og dvöldu á Þórodds stað þar til í janúar 1928, að Anna móðír Arnfríðar andaðist, þá. fluttu þau í Túnsberg til Karls föður Arnfríðar og stóð hún fyrir búi föður síns til haustsins 1934, að þau Þórir keyptu húsið Sól- bakka og fluttu þangað. Sólbakki stendur á suðvestur horni Beina- bakka norðan víkurinnar og hlær vel við sól. Þórír hefur verið starfsmaður Kaupfél. Þingeyinga í 37 ár og gjaldkeri þess í 30 ár. Það er erilsamt og ábyrgðar mikið starf. Þó hefur honum tek izt að sinna ýmsum hugðarefnum. Hann hefur nú í 10 ár verið bóka- vörður hins fræga bókasafns Bene díkts frá Auðnum. sem nú er orð ið héraðsbókasafn. Með frístunda- elju hefur honum tekizt að koma á það góðri skipan. Gaman hefur hann af að drepa niður penna og hefur skrifað ýmislegt, þýtt og frumsamið. Arnfríður hefur verið virkur þátttakandi í ýmsum félögum og hvergi legið á liði sínu. í stjórn Kvenfélagasambands S.-Þingeyinga hefur hún átt sæti í 10 ár og verið gjaldkeri þess. f stjórn Kvenfélags Húsavíkur hefur hún verið í 17 ár og síðustu átta árin formaður Þess. í stjóm Slysavarna félags kvenna í Húsavík var hún í fimmtán ár. Á landsfundum kvenna hefur hún einnig mætt fyrír hérað sitt. Heimili sitt og húsfreyjustörfin hefur hún rækt með ágætum, mun leitun á jafn mikilli reglusemi i háttum öllum og störfum og hún hefur þar sýnt. Vinsæl er hún i bezta lagí og mun hún ekki hafa óvingazt um ævina við neitt nema óhreinindi í orðum, athöfnum og hýbýlum manna. Arnfríður hefur aldrei hlíft sér við störfum hvorki fyrir heímili sitt, vandamenn né félög þau og málefni, sem hún hefur haft á- huga á að leggja lið. Dagsverk hennar er því orðið mikið og gott, Framhald á 12. síðu GRÓÐUR OG GARÐAR Landnámsjurt og sjöblaðasmárínn I. Fjörukál (Cakile edentula) varð fyrst jurta til að nema land í Surtsey. Fann Sturla Frið riksson o. fl. íslenzkir náttúru fráeðingar snemma í júní, um 20 eintök af fjörukáli, vöxnu upp af fræi í sand- eða malar- fjöru Surtseyjar. Fjaran er sæmilega föst þarna og leifar af rotnuðum þara _ auka frjósemi „jarðvegsins”. Ýmsum jurium hefur áður skolað á land í Surtsey, en engar hafa áður náð að festa rætur. Margir hafa síðan spurt, hvers konar jurt fjörukálið eíginlega væri og skal Því farið um það nokkr um orðum. Reykvíkingar geta skoðað breiður af því úti í Ör firisey, úti á Seltjarnarnesi og víðar. Það vex yfirleitt í fjör um ofan við flæðarmálið — víða víð ströndina frá Hornafirði vestur og norður um til Dýra fjarðar, en er sjaldgæft annars staðar. Færeyingar lýsa því þannig: Öll urtin blágrön. sevjumikil og holdug. Leggur in er ekki beinur, men stór- buktaður. — Verður í Götu Tvö smárablöð — 6 og 7 laufa. nevnd Klandursurt.“ Fjörukál er einær jurt, blágræn og safa mikil með sepótt eða flipótt blöð (sjá mynd). Blómln Ijós fjólublá eða stundum hvít, fal- leg og ilmandi. Aldinið er sér kennilegt tvíliðað liðaldin. (Sjá mynd). Fræ eru í báðum liðum, en fremri liðurinn verður venju lega lengri við þroskunina og auk þess er í honum loft, svo hann flýtur vel og lengi. Þessi fremri liður losnar einmitt af og ef hann lendir í sjó, geta straumar borið hann langt. Neðri liðurinn situr kyrr á jurt inni, sem deyr á haustin. Storm ar feykja honum oft spöl eftir fjörunni. Menn hafa lengi vitað að fremri, loftmikli aldínliðurinn getur borizt langar leiðir með hafstraumum; er það t. d. kunn ugt í Norður-Noregi — og nú hér í Surisey. Athugið angandi fjörukálsbreiðumar í sumar. Stönglarnir eru oft mjög grein óttir og skríða að nokkru við jörð. Getur hver jurt orðið all umfangsmikil ef skilyrði eru góð, t. d. nóg af rotnuðum þara í fjörunni. Stönglar harðna með aldrinum, en eru stökkir í greinaöxlunum. f blómi eru hvítar fjörukálsbreiðurnar hin ar fegurstu og leggur af þeim þægilegan hunangsilm. Sums setaðar var jurtin söxuð í hænsnafóður í gamla daga. Fjörukál. Fjörukál vex víða á ströndum Evrópu, Vestur-Asíu og Norð- ur-Afríku. Hefur slæðzt til N.-Ameríku og Ástralíu. Og nú er það landnemi í Surtsey! II. Smári er mesta gæðajurt, ágæt til fóðurs og renglur eða smœrur hvítsmárans voru og hafðar til manneldis fyrr á tímum. Á rótum smárans lifa bakteríur, sem mynda þar hnúða og vinna köfnunarefni úr loftinu. Er smárínn Þannig einskonar áburðarverksmiðja! Smári er sérkennilegur á fleiri vegu. Hann „sefur“ á nóttunni, þ. e. hreyfir blöðin á kvöldin. þannig að smáblaðið i miðjunní hvolfir sér eins og flatt þak yfir hin tvö sem leggjast sam an og rísa á rönd. Þess vegna er smárabreiða ljósgrænni á nóttunni en á daginn. Allir þekkja hvít9mára, enda er hann algengur á túnum, þurr um flæðiengjum, valllendisflesj um, fram með lækjum og víðar Vex oft í stórum, ílmandi breið um, fallegum á að líta. Smár inn þrífst auðsjáanlega bezt í steinefnaríkum jarðvegi, en mikill köfnunarefnisáburður getur dregið úr þroska hans, eða aukið meir grózku grasanna svo þau vaxa honum yfir höf uð. — Smáblöð smárans eru venjulega þrjú, en alloft finnst hann samt með fjórum smá- blöðum. Er forn trú á fjögra laufa smára og má sá sem hann finnur bera fram eina ósk. Stöku sínnum finnst 5—7 laufa smári. Fékk undirritaður ný- lega sendan slíkan vestan frá Ytri-Bug í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Skrifar þaðan Ár mann Bjarnfr. á þessa leið: 6 og 7 blaða smáramir uxu í runna við túnið, þar sem voru fjölda margir 4—5—6 og sjö blaða smárar! (Sjá mynd af 6 og 7 blaða smára frá Ytri- Bug). Gaman væri að frétta hvort óvenju mi'kið sé um fjölblaða smára í sumar — hvítsmára eða rauðsmára? Juriir ná oft sérkennilegum vexti innan um runna. T. d. fann Sturla Friðriksson í garði sínum í fyrrasumar húsapunt, sem teygði sig upp úr ribs- mnna — hvorki meira. né minna en rúmir 2 metrar á hæð! Býður nokkur betur? Ingólfur Davíðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.