Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
3
Óguðlega langur tími
frásíðustu skáldsögu
„ÞESSI saga er með viss-
um hætti um tvíþætt við-
horfsgildi; annars vegar
milli fólks, sem þegar
hefur lifað sinn gleðitíma
og snýr sér að því að
rækta gömul minni, og
hins vegar milli ungs
fólks, sem er að byrja lífið
og hugsar fyrst og fremst
um gleði sína og ást. En
það er ekkert sem heitir
kynslóðabil í þessari
sögu,“ sagði Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur,
er Mbl. spurði hann um
nýja skáldsögu hans,
Unglingsvetur, sem kem-
ur út hjá Almenna bóka-
félaginu innan skamms.
Mbl. spurði Indriða, hvernig
hann tímasetti efni þessarar
skáldsögu: „Hún gerist í nútím-
anum,“ sagði Indriði. „Það er
mjög stutt í þá fortíð, sem sagan
gerist í.“
Þá spurði Mbl. hvort hann
væri nú byrjaður á nýrri ritröð í
líkingu við Land og syni, Norðan
við stríð og 79 af stöðinni.
„Þetta er fyrsta skáldsagan
sem ég skrifa eftir að ég lauk
þessum hring um aldaskiptin í
þjóðfélaginu, sem byrjar með
Landi og sonum og endar á 79 af
stöðinni. En þessi skáldsaga er
— segir Indriði
G. Þorsteinsson
í stuttu samtali
um nýja skáld-
sögu hans,
Unglingsvetur
ekki hugsuð sem annað en það
sem hún er. Ég ætla henni ekki
að vera í neinni ritröð. Hún
stendur ein og sér.
Þessi saga fjallar líka um það,
hvað lífið getur verið ruddalegt í
garð ungs fólks, sem ætlar að
heyja sér vettvang meðal þeirra
sem fyrir eru. Hún heitir Ungl-
ingsvetur. Ég er ánægður með
það nafn. Mér finnst það eiga vel
heima við efnið. Það eru nú
alltaf erfiðleikar að skíra og
þessi saga er búin að heita
mörgum nöfnum. Einhvern tíma
í handriti hét hún til dæmis:
Ævinnar óvissu tími. Það þótti
mér svo hins vegar of loftmikill
titill. Og ég breytti nafninu."
Mbl. spurði Indriða, hvort
hægt væri að tala um ný eða
breytt efnistök frá fyrri skáld-
sögum hans.
„Ég fer meira inn á það en
áður að taka inn í skáldsöguna
lifandi fólk, eða fólk, sem hefur
verið til og er alþekkt," sagði
Indriði. „Þetta fólk er sett inn í
skáldsöguna og lifir svona og
hrærist í vissum ákveðnum
leiftrum.
Þetta geri ég meðal annars til
að undirstrika það, að af því að
þetta fólk er á sínum stað í
sögunni, þá er hitt skáldskapur.
Ég læt það fólk, sem eru fyrir-
myndir, koma fram undir fullu
og réttu nafni og þá þurfa
lesendur ekki að vera með neina
spádóma um það, að ég sé með
einhverjar ákveðnar fyrirmynd-
ir í sögunni.
Það eru nú aðallega filmumál
á borðinu hjá mér núna,“ sagði
Indriði, er Mbl. spurði að hverju
hann væri nú að vinna. „Það er
að byrja klipping á Land og
synir og mér sýnist þetta ætla að
takast nokkuð vel.
Svo er framundan að skrifa
aðra skáldsögu. Nú hef ég meiri
tíma en oft áður til að sinna
skáldsögunni og ég er með efni í
aðra skáldsögu svona alveg á
handleggnum. Það hefur reynd-
ar liðið óguðlega langur tími
milli Norðan við stríð og Ungl-
ingsvetrar. Ég hef svona þvælst
út í alls konar hluti, sem út af
fyrir sig eru ágætir, en þeir hafa
ekki gefið mér mikinn tíma eða
næði til að sinna skáldsögunni.
Svo er ég alltaf að vinna í
Kjarval inn í milli og ég þarf víst
að fara að herða mig við hann.
Mér skilst að það eigi að gefa
hann út 1985. Þetta hefur verið
mikil gagnasöfnun. Mér finnst
svolítið gaman að því, að Kjarval
skuli hafa gert meira en að mála
Island. Hann eignaðist hluta af
því líka. Var jarðeigandi vestur
á Snæfellsnesi, átti Einarslón,
rétt hjá Dritvík. Hann málaði
jökulinn mikið af þessu svæði,
sem er vestur undan jöklinum.
Svo held ég að Kjarval hafi gefið
jörðina aftur fyrri eigendum,
þegar hann fann að vesturferðir
hans yrðu ekki öllu fleiri.
Þannig er nú ýmislegt á skrif-
borðinu hjá mér þessa dagana.
Mér finnst gott að hafa nóg að
gera. Nóg að skrifa."
Taflfélag-
ið hans
Nóa fékk
ekki inn-
göngu
í S.Í.
NÝLEGA var stofnað tafl-
félag í Reykjavík sem hlaut
nafnið Taflfélagið hans
Nóa. Að stofnun þess
standa nokkrir skákmenn
og eru í þeim hópi t.d. þeir
Júlíus L. Friðjónsson,
Jónas P. Erlingsson, Ómar
Jónsson og Björn Halldórs-
son.
Hið nýja félag sótti um
inngöngu í Skáksamband
íslands og jafnframt óskaði
það eftir því að fá að taka
þátt í deildakeppni Skák-
sambandsinsr sem er
nýhafin.
Stjórn Skáksambandsins ákvað
að neita félaginu un inngöngu í
sambandið að svo stöddu og vísaði
beiðninni til næsta aðalfundar.
Einar S. Einarsson forseti SÍ
sagði í gær, að í fyrsta lagi væri
nafn félagsins til þess fallið að
gera skákhreyfinguna hlægilega
og í öðru lagi væri vafasamt að
veita nýstofnuðum félögum þátt-
tökurétt í deildakeppni alveg
strax. Varð niðurstaðan sú að vísa
málinu til næsta aðalfundar.
Kanaríeyjar
Brottför; 27. október, 25. nóvember, 16. desember, 6.
og 27. janúar, 17. febrúar, 9. og 30. mars og
20. apríl.
VERÐ FRÁ KR. 251.000
Miami Beach,
Florida
Brottför: 11. október 1. og 22. nóvember, 13. desember,
3. og 24. janúar, 14. febrúar, 6. og 27. mars
VERÐ FRÁ KR. 281.000
LONDON
hinar sívinsælu Útsýnar-
feröir nú fáanlegar
tvisvar í viku á lækkuðum
fargjöldum.
Það er ekki sama með hverjum þú
ferðast.
Örugg þjónusta vegna hagstæðra
samninga í fjölda ára.
5 DAGA HELGARFERÐIR
Fimmtudagur til þriðjudags. Verð meö gistingu á þekktu
hóteli í hjarta borgarinnar, enskur morgunverður og
flugvallarskattur, kr. 164.200
VIKUFERÐIR
7 nætur á einu eftirsóttasta hóteli Lundúna, Cumberland viö
Oxfordstræti. Bezta staösetning með tilliti til verzlana,
veitinga- og skemmtistaða. Verö frá kr. 195.800.