Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 1
32 SÍÐUR
224. tbl. 66. árg.
FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Reynt ad bjarga
Saltsamningnum
Washington. 11. október. Reuter. AP.
FORMAÐUR utanríkisnefndar öldungadeildarinnar. Frank Church, bar í dag fram tilloKU sem talið er að geti
bjargað bandarisku stjórninni i erfiðleikum hennar í deilunni um sovézku hermennina á Kúbu og
SaltsamninKnum um leið.
Church vill að samninKurinn taki ekki KÍldi fyrr en forsetinn fái vissu fyrir því að sovézku hermennirnir á
Kúbu Kegni ekki bardana- og árásarhlutverki.
Ráðstefna
í tvísýnu
London. 11. október. Reuter.
HLÉ VAR gert á Rhódesíu-ráð-
stefnunni í dag og brezki utanrikis-
ráðherrann Carrington lávarður
hyggst ekki kalla hana aftur saman
fyrr en skæruliðaleiðtogarnir Ro-
bert Mugabe og Joshua Nkomo gefa
„viðhlítandi svör“ við stjórnar-
skrártillögum Breta.
Talsmaður skæruliða sagði að-
spurður, að þeir mundu ekki end-
urskoða afstöðu sína. Carrington
lávarður vill ákveðið svar áður en
viðræður hefjast um bráðabirgða-
fyrirkomulag mála áður en fram
fara kosningar og Zimbawe-Rhó-
desía fær sjálfstæði.
Skæruliðar höfnuðu í raun og veru
kröfu Carrington lávarðar um að
þeir samþykktu stjórnarskrána í
heild í tvíræðri yfirlýsingu í dag og
settu fyrirvara um afstöðu sína til
hers hins nýja ríkis, embættis-
mannakerfis, lögreglu og dómskerfis
og í öðrum málum.
Kúbulid
í írak?
Ncw York, 11. október. AP. Reuter.
BANDARÍSKI öldungadeildar-
maðurinn Richard Stone sagði i
viðtali við fréttastofuna ABC í dag
að kúbanskar hersveitir hefðu verið
fluttar með leynd til traks.
Ekki kvaðst þingmaðurinn vita
hve margir hermennirnir væru, né
hve lengi þeir hefðu verið í landinu.
Ekki vildi hann tjá sig um hvort
tilvist sveitanna ögraði öryggi
ísraels.
Bandarísk yfirvöld hafa ekkert
viljað um málið segja enn sem komið
er, en haft var eftir embættismanni
að kúbanskir flugmenn kynnu að
vera íIrak.
Fálldin
kjörinn
Stokkhólmi. 11. okt. Reuter. AP.
THORBJÖRN Fálldin. leiðtogi Mið-
flokksins, er tapaði mestu fylgi í
þingkosningunum í siðasta mánuði,
var með naumindum kosinn forsæt-
isráðherra Svíþjóðar á þingi í dag.
Fálldin fékk 170 atkvæði borgara-
flokkanna gegn 174 atkvæðum sósía-
listísku flokkanna sem þurftu 175
atkvæði eða meirihluta 349 fulltrúa
þingsins til þess að fella hann.
Einn af þingmönnum stjórnar-
andstöðunnar var kallaður heim frá
Ástralíu til að ver^ við atkvæða-
greiðsluna og aðrir frá Allsherjar-
þinginu í New York. Fjórir þing-
menn borgaraflokkanna voru fjar-
staddir og Fálldin sat hjá.
Úrslitin eru talin vísbending um
þá erfiðleika sem Fálldin og sam-
starfsflokkarnir kunna að eiga í
vændurm___ _ _____
Uppreisn
í Bólivíu
La l’az. 11. október. Reuter.
HERSVEITIR í norðaustanverðri
Bólivíu gerðu uppreisn í dag og
kröfðust þess að þing yrði leyst upp
og að hermaður yrði skipaður
forseti í stað Walters Guevara
Arze.
Uppreisnarmennirnir tóku ráð-
húsið í fylkishöfuðborginni Trinidad
þar sem þeir hafa mikinn viðbúnað.
Foringjar uppreisnarinnar eru hátt-
settir yfirmenn í sjötta herfylkinu
sem hefur bækistöð í bænum og þeir
hafa fengið stuðning hersveita í
nágrannabæjunum Riberalta og
Guayaramerin.
Castro í
New York
New York, 11. okt. Reuter.
VERÐIR gráir fyrir járnum
umkringdu í dag skrifstofu
sendinefndar Kúbu hjá Samein-
uðu þjóðunum á fyrsta degi
fyrstu heimsóknar Fidel Castros
forseta til New York í 19 ár.
Lögregla lokaði öllum götum
umhverfis skrifstofuna og sér-
þjálfaðar sveitir. sumar búnar
vélbyssum. voru til taks ef til
vandræða kæmi af hálfu kúb-
anskra útlaga.
Dr. Castro kom til Kennedy-
flugvallar árdegis og mun ávarpa
Allsherjarþingið á morgun og
hitta að máli Kurt Waldheim
framkvæmdastjóra S.Þ.
Castro sagði fréttamönnum að
hann væri ánægður með að vera
kominn til Bandaríkjanna.
Hundruð lögreglumanna og leyni
þjónustustarfsmanna voru á
verði alls staðar meðfram leið-
inni sem 42 bifreiða bílalest
Castros ók um inn í borgina.
Þyrlur búnar sérstökum ljós-
um voru liður í gífurlegum ör-
yggisráðstöfunum og beitt var
lögregluhundum sem þefa upp
sprengiefni.
Þótt tillagan geri ekki ráð fyrir
brottflutningi virðist hún eiga að
grafa undan líklegum tilraunum
andstæðinga samningsins til að
nota Kúbumálið til að fella hann.
Samningurinn mun ekki fást
samþykktur nema með stuðningi
þingmanna, sem hafa áhyggjur af
sovézku hermönnunum og ýmist
vilja aukin herútgjöld eða meiri
niðurskurð hergagna en Salt II
kveður á um og öruggara eftirlit
með því að Rússar haldi samning-
ínn.
Stuðningsmenn samningsins eru
taldir rúmlega 50, en hann þarf tvo
þriðju atkvæða til að fá samþykki.
Atkvæðagreiðsla átti að fara fram
um samninginn seinna í dag og
honum var spáð falli.
Þrjú bandarísk herskip með land-
gönguliða innanborðs fóru til æf-
inga á Karíbahafi í dag í samræmi
við boðaða stefnu Carters forseta
vegna þess að Rússar neita að
viðurkenna nærveru bardagasveita.
550 manna skriðdrekasveit fékk
jafnframt skipun í dag um að vera
við því búin að vera send til
Vestur-Þýzkalands til æfinga fljót-
lega. Það er í samræmi við boðaða
stefnu Carters um aukinn viðbúnað
bandaríska heraflans í heiminum.
Brezk herskip send
gegn dönskum bátum
London, 11. október. AP.
ÞRJÍJ vopnuð herskip og eitt
óvopnað eru nú ýmist komin á
mið danskra spærlingsveiði-
manna við Bretlandseyjar eða eru
á leið þangað, tilbúin til að hrekja
flota danskra togara af miðunum.
Talsmaður landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytisins sagði í
dag að þeir bátar. sem reyndu
veiðar, yrðu teknir og færðir til
hafnar. Alis eru dönsku bátarnir
um 70 talsins. en veiðisvæðið
umdeilda. „Spærlingshólf' er um
150 sjómílur undan austurströnd
Skotlands.
Bretar lokuðu svæðinu frá og
með 1. október af ótta við ofveiði,
en þeirri ákvörðun hafa danskir
sjómenn mótmælt, og dönsk
stjórnvöld hafa skotið málinu til
Evrópudómstólsins. Hafa Bretar á
síðustu misserum gripið til ýmissa
aðgerða til verndunar fiskstofnum
í fiskveiðilögsögunni umhverfis
Bretlandseyjar. Telja þeir sig í
fullum rétti, þar sem sjávarútvegs-
ráðherrar Efnahagsbandalags
ríkja (EBE) hafa ekki getað komið
sér saman um sameiginlega fisk-
veiðistefnu.
Einstök ríki EBE hafa harðlega
mótmælt ýmsum verndunarað-
gerðum Breta og jafnvel skotið
þeim til Evrópudómstólsins. Talið
er að ef brezku gæzluskipin taki
einhverja dönsku spærlingsbát-
anna muni fyrst sjóða upp úr í
fiskveiðimálum bandalagsins.
Brezkir embættismenn hafa lýst
ákvörðun dönsku sjómannanna um
að sigla á miðin grófa ögrun þar
sem samningar um sameiginlega
fiskveiðistefnu EBE séu á mjög
viðkvæmu stigi.
Um það bil 200 danskir togbátar
byKRja afkomu sína svo til ein-
göngu á spærlingsveiðum, en afl-
inn er svo til eingöngu verkaður í
mjöl og lýsi.
Brezku herskipin, sem beitt
verður gegn dönsku bátunum, eru
HMS Orkney, Shetland og Jersey,
en óvopnaða skipið er Westra, sem
er í eigu skozka sjávarútvegsráðu-
neytisins. Nimrod þotur brezka
flughersins verða skipunum til
aðstoðar.
ÓLAFUR Jóhannesson forsætisráðhcrra gekk á fund forseta íslands í
Stjórnarráðshúsinu laust eftir klukkan 10 í gærmorgun og skýrði
honum frá þeirri ákvörðun sinni að biðjast lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt. Fundur þeirra stóð i um hálfa klukkustund og klukkan
11 hófst ríkisstjórnarfundur. þar sem ólafur tilkynnti ráðherrunum
ákvörðunina. Rikisráðsfundur verður haldinn klukkan 10 árdegis í
dag og þar mun ólafur formlega biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt.
Myndina hér að ofan tók Rax í gærmorgun. er forseti íslands, hcrra
Kristján Eldjárn, og ólafur Jóhannesson forsætisráðherra ræddust
við.
Ríkisstjórninni veitt lausn í dag