Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979
Eítir að Brezhnev haíði flutt „friðarboðskapinn'* á afmaeiinu í Austur-Berlin var hann heiðraður með
hersýningu, sem austur-þýskir fréttaskýrendur telja þá tilkomumestu í sögu alþýðuveldisins. Hér sést
eldflaugum á skotpöllum ekið fram hjá stúku heiðursgesta.
Áróðursstríð haf-
Eldfiaugin er ekki síst hættuleg fyrir
þá sök, að henni er unnt að miða
mjög nákvæmlega á skotmörk. Sam-
kvæmt kenningum um beitingu
kjarnorkuvopna eykur það líkurnar á
því, að flauginni verði beitt. Unnt
ætti að vera að senda hana aðeins á
hernaðarmannvirki og komast hjá
eyðingu borga og þéttbyggðra svæða.
Sagt hefur verið, að eftir 3 til 4 ár
geti Sovétmenn með SS-20 eldflaug-
inni og Backfire-sprengjuþotunni
gert varnarkerfi Atlantshafsbanda-
lagsins í Vestur-Evrópu óvirkt í einu
höggi.
Það er engin furða, að Brezhnev sé
annt um, að ekki sé gripið til
gagnráðstafana af hálfu Atlants-
hafsbandalagsins gegn þessu ógnar-
vopni. En staðreynd er, að um þessar
mundir eru engin þau vopn í Vestur-
Evrópu, sem geta staðist SS-20
eldflauginni snúning. í Austur-
Berlín íýsti Brezhnev því hátíðlega
yfir, að síðustu 10 ár hefði meðal-
drægum eldflaugum Sovétríkjanna
ekki fjölgað um eitt stykki. Hann
sagði einnig, að Sovétmenn væru
tilbúnir til að fækka meðaldrægum
kjarnorkueldflaugum í vesturhiuta
Sovétríkjanna frá því sem nú er, en
með því skilyrði, að meðaldrægum
kjarnorkueldflaugum verði ekki
fjölgað í Vestur-Evrópu. Og síðan
sagðist hann vilja staðfesta friðar-
viijann enn frekar með þeirri fækkun
í Rauða hernum i Austur-Þýska-
landi, sem áður er getið.
Þetta er kjarni þess áróðursstríðs,
sem Sovétmenn og talsmenn þeirra
hvarvetna í Evrópu munu hefja nú,
þegar það liggur fyrir, að á fundi
ráðherra Atlantshafsbandalagsríkj-
anna í desember næstkomandi mun
verða tekin ákvörðun um gagnráð-
stafanir gegn SS-20 eldflauginni. Til
umræðu hefur verið að koma fyrir
572 gagneidflaugum í Hollandi,
Belgíu, Bretlandi og Vestur-Þýska-
landi. Um það bil 500 þessara
eldflauga yrðu nýjar stýriflaugar
(cruise missiles), en afgangurinn yrði
endurbætt og langdrægari gerð af
bandarísku Pershing-eldflauginni,
sem er í Vestur-Þýskalandi.
Með ræðunni í Austur-Berlín sýndi
Brezhnev hvernig tónninn í áróðrin-
um verður. Hann hefur gefið línuna.
Sovétríkin eru friðelskandi og vilja
minnka vígbúnað sinn. Bandaríkin
og Vesturlönd eru að efna til nýs
vígbúnaðarkapphlaups. Mönnum er í
fersku minni sú áróðursherferð, sem
hófst í Moskvu, þegar tii umræðu
kom að efla varnir Vesturlanda gegn
skriðdrekaflota Varsjárbandalagsins
með svonefndri nifteindarsprengju.
Sú ráðagerð varð síðan að engu.
Kremlverjar vona nú, að með fagur-
gala takist þeim að koma í veg fyrir
nauðsynlegar gagnráðstafanir gegn
nýjum ógnarvopnum sínum. Flest
bendir til þess enn sem komið er, að
vestrænir leiðtogar muni standa
fastir fyrir — en aróðursstríðið er
rétt að byrja. Bj.Bj.
ið um varnir Vestur-Evrópu
Niels Reumert við vinnu sína.
Danskar litógraf-
íur í Suðurgötu
Á MORGUN, laugardag. verður
opnuð i Galleríi Suðurgötu 7
sýning á litógrafíum eftir danska
listamanninn Niels Reumert.
Reumert er þrítugur að aldri og
stundaði nám við listaakademí-
urnar í Feneyjum og Kaupmanna-
höfn, en hann hefur haldið einka-
sýningar heima og erlendis, auk
þess sem hann hefur tekið þátt í
fjölmörgum samsýningum.
Framan af málaði Niels Reum-
ert mestmegnis olíumyndir, en að
undanförnu hefur hann snúið sér
að grafík í vaxandi mæli. Hann
hefur unnið í tengslum við ýmsa
listamenn, þar á meðal Bjorn
Wiinblad.
Sýningin í Galleríi Suðurgötu 7
verður opin til 21. október, kl.
16—22 virka daga og kl. 14—22 um
helgar.
Á Snerru-lofti, sýningarsal í bókaversluninni Snerru í Mosfellssveit.
stendur nú yfir sýning á verkum Ilrings Jóhannessonar. Sýnir hann 19
teikningar, olíu- og pastelmyndir. Sýningin stendur til 19. október og er
opin alla daga á verslunartíma og laugardaga og sunnudaga kl. 14 — 16.