Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979
19
Flóamarkadur
FEF um helgina
FÉLAG einstæðra foreldra held-
ur sinn árlega flóamarkað um
helgina laugardag og sunnudag
13. og 14. október og hefst hann
kl. 2 báða dagana. Markaðurinn
verður nú í húsnæði FEF i
Skeljanesi 6, en þar tekur senn til
starfa neyðarhúsnæði fyrir ein-
stæða foreldra og börn sem eiga i
timabundnum erfiðleikum.
Á flóamarkaðnum verður fjöl-
breytt úrval af öllum mögulegum
varningi, fatnaður nýr og notaður,
búsáhöld, silfurmunir, vaskar,
baðkör, eldavélar og sjónvörp,
teppi og húsgögn af öllu tagi,
matvara, gler og skrautmunir,
lukkupakkar og margt fleira.
Einnig má nefna að platti FEF
verður seldur á markaðnum.
Hinn 29. október heldur svo
Félag einstæðra foreldra aðalfund
sinn, hinn tíunda í röðinni og
verður ýmislegt gert til hátíða-
brigða vegna afmælis félagsins, en
það var stofnað í nóvember 1969.
Auk aðalfundarstarfa verða
skemmtiatriði og happdrætti og
veglegar hnallþórur bornar fram í
tilefni afmælisins.
Tekið skal fram fólki til glöggv-
unar að strætisvagn nr. 5 stað-
næmist rétt við Skeljaneshúsið.
(Fréttatilkynning).
Skeljanes 6. — Hús FEF.
Leika á celló
og píanó
á Akranesi
Akrane.si. 10. okt.
GUNNAR Kvaran sellóleikari og
Gísli Magnússon píanóleikari
halda tónleika í Fjölbrautaskól-
anum hér á Akranesi laugardag-
inn 13. okt. n.k. kl. 15.
Á efnisskrá eru verk eftir Chop-
in, Bach, Þorkel Sigurbjörnsson og
Sjostakovits. Þeir félagar eru ný-
komnir úr tónleikaferð til Norður-
landa og hlutu þar mikið lof
gagnrýnenda. Þeir munu halda'
tónleika í Carnegie Hall í New
York í októberlok.
— Júlíus.
Bílnúmerahappdrætti:
Heildarverd-
mæti vinninga
30 millj. kr. í ár
ÚTSENDING happdrættismiða í
hinu árlega bílnúmerahappdrætti
Styrktarfélags vangefinna stend-
ur yfir þessa dagana. Vinningar
eru 10 og heildarverðmæti þeirra
rúmar 30 milljónir króna. Fyrsti
vinningur er að þessu sinni Mazda
929 L. árgerð 1980, og annar
vinningur Honda Accord, árgerð
1980. Aðrir vinningar eru bifreið-
ar að eigin vali hver að upphæð 2,4
milljónir. Vinningar happdrættis-
ins eru skattfrjálsir.
Öllum ágóða happdrættisins
verður varið til áframhaldandi
framkvæmda við heimili það, sem
félagið hefur í smíðum við Stjörnu-
gróf í Reykjavík en það mun rúma
25—30 vistmenn. Unnið er nú að
frágangi innanhúss og stefnt að því
að taka húsið í notkun á næsta ári.
Bygging þessi hefur að miklu leyti
verið reist fyrir ágóða af happ-
drættinu, svo og framlög frá
Styrktarsjóði vangefinna og Hjálp-
arstofnun kirkjunnar. Þá hefur
félagið nýverið fest kaup á húseign
í borginni og hyggst koma þar upp
öðru sambýli (pensionati) fyrir
10—12 vangefna einstaklinga, sem
að nokkru leyti eru færir um að
bjarga sér sjálfir með aðstoð sér-
þjálfaðs starfsliðs.
frískandi
iógurtdrykkur
hollur
Mjólkursamsalan i
Luxemboiy
Hvort heldur þú kýst ys og þys
stórborgarinnar eöa kyrrö og
fridsæld sveitahéraöanna - þá
finnur þú hvort tveggja í
Luxemborg, þessu litla landi sem
liggur í hjarta Evrópu.
seilingar. 7/7 dæmis er stutt
á vfgaslóöir tveggja
heimsstyrjalda, Verdun og
Ardennafjöll.
Efþú feröast til Luxemborgar, þá
ferö þú í sumarfrí á eigin spýtur-
ræöur feröinni sjálfur-slakar á
og sleikir sólskiniö og skoöarþig
um á söguslóöum.
n
Næstu nágrannar eru Frakkland,
Þýskaland og Belgía - og fjær
Holland, Sviss og Ítalía.
Því er þaö aö margir helstu
sögustaöir Evrópu eru innan
LUXEMBORGARDAGAR
Á HÓTEL LOFTLEIÐUM 11.-14. okt.
Matur, drykkur og skemmtikraftar frá
Luxemborg í Víkingasal.
Kvikmyndasýningar í Ráðstefnusal
FLUGLEIÐIR