Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 3 Samræming á vægi atkvæða til Alþingis: Afnám reglna um uppbótarþingsæti? MORGUNBLAÐIÐ innti Gunn- ar G. Schram próíessor að því í gær hverjir væru helztu mögu- leikar í sambandi við breytingu á vægi atkvæða í þingkosning- um t.d. miðað við þéttbýlustu svæðin og þau strjálbýlu. Gunn- ar nefndi tvo möguleika sem hann taldi einfaldasta. í fyrsta lagi að fjölga þing- mönnum á þéttbýlustu svæð- unum þannig að þingmenn yrðu alls t.d 68 eða 70, en til þess þarf stjórnarskrárbreytingu. í öðru lagi kvað hann unnt að breyta reglunum um uppbótar- sæti þannig að hlutfallsreglan yrði afnumin og það yrði einnig fellt niður að einn flokkur mætti ekki hafa meira en einn uppbót- arþingmann í hverju kjördæmi. Þessa breytingu er unnt að gera með breytingu á lögum og þarf ekki stjórnarskrárbreytingu til. Nefndi prófessorinn sem dæmi að ef hlutfallsreglan hefði verið afnumin í síðustu kosningum og uppbótarþingsætum úthlutað eftir kjósendafjölda þá hefðu 7 af 11 uppbótarþingmönnum far- ið til Reykjavíkur í stað þriggja og 4 af 11 uppbótarþingmönnum til Reykjaness í stað þriggja. jf ^ j Sovétnjósn- ari hjá Waldheim WaMhebn U Thant New York, 11. október. AP. EINN helzti ráðgjafi Kurt Wald- heims, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, er sovézkur njósnari, en nær ógerlegt er hægt að koma í veg fyrir aðgang hans að leynilegum upplýsingum, að sögn Daily News í dag, samkvæmt heimildum í bandarísku leyniþjón- ustunni. Blaðið segir að njósnarinn sé Victor Lessiovsky, sem hafi aflað leynilegra upplýsinga fyrir Sov- étríkin i tvö ár. Blaðið segir að eitt af störfum Lessiovskys sé að ráða diplómata hjá SÞ til starfa í þágu sovézku leyniþjónustunnar, KGB. Lessiovsky hlaut stöðu hjá Sþ árið 1961 fyrir tilstuðlan U Thants, þáverandi framkvæmdastjóra samtakanna. Hann sagði upp störfum árið 1973, en sneri aftur nokkrum árum síðar. Sovézki flóttamaðurinn Arkady Shevchenko, er starfaði hjá Sþ fyrir flóttann, sagði nýlega í við- tali við BBC að Lessiovsky væri einn af um 150 sovézkum njósnur- um í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sigurður RE með yfir tíu þús. tonn — ÉG VAR nú að enda við að færa inn i bækurnar litlar 1400 lestir, það munar um það, sagði Andrés Finnbogason hjá loðnu- nefnd þegar haft var samband við hann i gær. Góður afli hefur verið síðustu daga og „veiðarnar gengið eins og i lygasögu siðustu vikurnar“ eins og Andrés orðaði það i gær. Samtals er loðnuaflinn á vertíð- inni orðinn um 270 þúsund tonn og aflahæsta skipið er Sigurður RE með liðlega 10 þúsund tonn. Eftirtalin skip tilkynntu um afla frá því síðdegis á miðvikudag þar til síðdegis í gær: Miðvikudagur: Þórshamar 590, Jón Kjartansson 1100, Skarðsvík 630, Hrafn 650, Sigurfari 850. Alls 10 skip með 7540 lestir. Fimmtudagur:Gísli Árni 650, Náttfari 520, Hákon 820, Seley 440, Hilmir 540, Dagfari 530, Helga Guðmundsdóttir, 730, Svan- ur 650, Þórður Jónasson 480, Bergur 510, Sigurður 1400. Alls 11 skip með 7250 lestir. JanMayen- viðrœðum frestað SAMKVÆMT upplýsingum Bene- dikts Gröndals utanríkisráðherra var á ríkisstjórnarfundi í gær ákveðið að óska eftir frestun viðræðna við Norðmenn vegna Jan Mayen um óákveðinn tíma, vegna stjórnmálaástandsins hér. Þessari beiðni var komið á framfæri um sendiráð íslands í Ósló og sendi- ráð Norðmanna í Reykjavík. Svar hafði ekki borizt í gærkveldi, en samkvæmt ummælum Eivinds Bolle sjávarútvegsráðherra Norð- manna í fjölmiðlum nýlega mun þessi málaleitan verða auðsótt. Ágætt verð í Fleetwood SKUTTOGARI Grundfirðinga, Runólfur, landaði í Fleetwood í gær og fékk ágætt verð fyrir aflann, sem þótti góður. Alls landaði Runólfur 93,6 lestum og fékk 55,7 milljónir kr. fyrir, með- alverð 595 krónur. í næstu viku er allmikið um landanir erlendis, 5 skip landa í Bretlandi og 2 í V-Þýzkalandi. Dagleg notkun Palmolive með olivuolíu heldurhúðinni mjúkri og ferskri. Olivuolían gengur inn í húðina og kemur í veg fyrir að hún þorni. Palmolive með ljúfri angan er svo mild, að hún hæfir jafnvel viðkvæmustu barnshúð. Láttu Palmolive verða hluta af daglegri snyrtingu þinni. Palmolive er annað og meira en venjuleg sápa. Ný óþekkt tilfinning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.