Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 13 N óbelsverdlaun fyrir undratæki Stokkhólmi. 11. október. Reuter. AP. Bretlandi og AUan Cormack sem náðst á rannsóknum á höfuðkúp- Nóbelsverðlaununum i læknis- fræði var i dag skipt milli Breta og Bandaríkjamanns, sem hvorugur er menntaður í fræðunum, fyrir brautryðjendastörf að smíði tölvu- væddra röntgen-leitartækja. Slík geislaleitartæki hafa valdið byltingu í sjúkdómsgreiningum og með þessari tækni hafa læknar fengið þrividdarsýn inn i mannslikamann án þess að þurfa að notast við skurðhnif. Verðlaunin sem eru 800.000 sænskar krónur skiptast milli dr. Godfrey Hounsfield. sem er verk- fræðingur i EMI-fyrirtækinu i er prófessor í eðlisfræði við Tufts- háskóla i Medford, Massachusetts. Um veitinguna sagði sænska Karolinska-stofnunin að engin önn- ur aðferð á sviði sjúkdómsgreininga með röntgengeislum hefði á eins stuttum tíma leitt til eins athyglis- verðra framfara í læknisfræðir- annsóknum og á sviðum aðferða til að beita þeim. Tæknin sem verðlau- nahafarnir eru sérfræðingar í heitir tomografi, sem er dregið af gríska orðinu „tom“(skera) og „grafo" (skrifa). Róttækasti árangurinn hefur unni þar sem hægt er með leitara að sýna hárfínan mun á heilasjúkdóm- um sem sýna svipuð einkenni en kalla á ólíka læknismeðferð. Líka er hægt að finna æxli sem áður fundust aðeins með háskalegri heilaskurðaðgerð. Læknar geta fundið æxli nánast upp á milli- metra, geislameðferð verður ná- kvæmari og nálægum vefjum er hlíft. Prófessor Cormack fluttist til Bandaríkjanna frá Suður-Afríku 1956 og varð bandarískur ríkisborg- ari 1956. Hann birti ritgerðir þar sem hann lýsti aðferðinni og áhrifum hennar 1963—1964. Talsmaður sænsku akademíunn- ar segir að hann hafi ekki getað fundið upp hagnýta aðferð ef til vill vegna þess að tölvutækni var ekki nógu langt komin þá. Dr. Hounsfield fann upp slíkt kerfi fyrir tíu árum, að því er virðist án þess að vita um starf prófessorsins, og hefur nú einka- leyfi á því. Leitararnir eru dýrir, kosta milli 480.000 og eina milljón dollara og hafa aðeins verið á markaðnum í um sex ár. Þeir eru þó orðnir algengir í stórum sjúkrahúsum til að sjúkdómsgreina krabbamein og heilasjúkdóma. Þeir hafa líka orðið undirstaða alþjóðlegs stórgróða iðnaðar og valdið deilum um hvort þeir séu viturleg fjárfesting fyrir lítil eða meðalstór sjúkrahús. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar sagði: „Við veitum ekki verðlaunin fyrir vélar heldur fyrir rannsóknaraðferðir, sem gerðu þær að veruleika." Spenna hlaup- in í skákmótið Ríó de Janeiró, 11. okt. AP. Reuter. SPENNA er hlaupin i baráttuna um fyrstu sætin á millisvæðamótinu i Ríó. þar sem aðeins hálfur vinning- ur skilur efstu þrjá menn að, og þrir til viðbótar eru skammt undan. Portisch sat hjá i 13. umferðinni en er enn i efsta sæti með átta vinninga. Hiibner varðist mjög vel þungri og kraftmikilii sókn Timmans og tryggði sér jafntefli, og þar með sama stigafjölda og Portisch hefur. Brazilíumaðurinn Jaime Sunye kemur skammt á eftir Portisch og Húbner með 7,5 vinninga, en hann gerði jafntefli við Shamkovic í 13. umferðinni. í fjórða sæti er Vaganiafi með sjö vinninga og biðskák. Þá koma Petrosian og Sax með sjö vinninga. Alls verða leiknar 17 umferðir á mótinu og komast efstu þrír menn áfram. Verðhrun í New York New York, 11. október. Reuter. ALLS skiptu 823 milljónir hluta- bréfa um eigendur í viðskiptum í kauphöllinni 1 New York í gær, og er þar um met að ræða. Helzt var hægt að bera þessi viðskipti, sem ein- kenndust af taugaveiklun og æsingi, saman við hlutabréfasöluna i hrun- inu mikla 1929. Hlutabréfasalan í gær var afleiðing tilkynninga yfirvalda um nýjar að- gerðir um viðnám við verðbólgu og til styrktar dollarnum. Þeir sem gagn- rýnt hafa aðgerðirnar hafa látið í ljós ótta um að þær kynnu að valda fyrirtækjum erfiðleikum í rekstri og þar með auka efnahagsvanda Banda- ríkjanna enn meir. Paul Volcker bankastjóri banda- ríska Seðlabankans varði aðgerðir stjórnarinnar í gær og sagði að þegar fram í sækti myndu hlutabréf á ný hækka í verði. Þetta gerðist 12. október 1976 — Hua Kuo-feng skipaður formaður kínverska kommúnista- flokksins. 1969 — Þremur sovézkum geimför- um skotið með Soyuzi VII til móts við tvo í Soyuzi VI. 1964 — Herinn tekur völdin í Suður-Víetnam eftir byltingu gegn Khanh hershöfðingja. 1960 — Nikita Krúsjeff ber í borðið með skó sínum á Allsherjarþinginu. 1955 — Brezki froskmaðurinn Crabbe sjóliðsforingi hverfur í Portsmouth þar sem rússnesk her- skip eru í heimsókn. 1942 — Bandaríkjamenn sigra Jap- ani í orrustunni um Esperance-höfða á Guadalcanal. 1934 — Pétur II konungur í Júgóslavíu eftir morðið á Alexander konungi. 1914 — Þjóðverjar taka Ghent og Lille. 1908 — Stjórnlagaráðstefna Suður- Afríku hefst. 1822 — Brazilía fær sjálfstæði frá Portúgölum. 1492 — Kristófer Kólumbus finnur Ameríku. * Afmæli — Játvarður VI Englands- konungur (1537—1553) = Ramsay Macdonald, brezkur stjórnmálaleið- togi (1865—1937) = Ralph Vaughan Williams, brezkt tónskáld (1872— 1958). Andlát — Maximilian keisari II1576 = Elizabeth Fry, umbótafrömuður, 1845 = Robert Stephenson, verkfræð- ingur, 1859 = Robert E. Lee, her- maður, 1878 = Anatole France, rit- höfundur, 1924. Innlent — Kötlugos hefst 1918 = Vopnadómur 1581 = f. Hannes Step- hensen 1799 = d. dr. Jón Finsen 1885 = Konungur velur fulltrúa íslands á stjórnlagaþing 1848 = Þjóðfrelsisfél- agið stofnað 1884 = Landsyfirréttur dæmir Fensmark bæjarfógeta á ísa- firði í átta mánaða betrunarhús- vinnu 1885 = „Herópið" hefur göngu sína 1895 = Kvikmyndin „79 af stöðinni" frumsýnd 1962 = f. Guð- mundur Björnsson 1864 = dr. Páll ísólfsson 1893 = Sverrir Júlíusson 1912. Orð dagsins — Velgengni margra bóka stafar af skyldleika meðal- mennsku hugmynda höfundarins og almennings, franskur rithöfundur = Nicholas Chamfort (1741—1794). Það er staðreynd að sjónvarpstækin eru hagstæðustu kaup sem gerð eru í dag á sjónvörpum. Hvers vegna? Því: 1. Skýr og góð mynd sem hin frábæri og þróaöi „LINYTRON PLUS“ W- lampi sér um. 2. Mjög næmur „ELEKTRÓNÍSKUR" tónstillir meö LED stöövarteljara. 3. Sjáandi myndstillir. Skýrleiki, litur og skarpleiki aölaga sig aö birtu herbergisins sjálfvirkt. 4. 10 cm breiður hljómmikill hátal- ari. Hin nýja hönnun SHARP á hátalarakerfi á engan sinn líkan, hvaö varðar skýran tón. 5. Mynd og tal birtast á fjórum sekúndum og þar meö sparast dýrmæt orka. 6. 3ja ára ábyrgö á myndlampa. 7. Síðast en ekki síst. — Vegna mjög ■ hagstæöra innkaupa, eitt allra besta verö á markaönum 14“ 364.500.-, 18“ 457.000.-, 20“ 532.000.-. Greiðsluskilmálar. Takið eftir! HVER BÝÐUR BETUR? Ný sending flö PIOIMŒER hljómtækja. __

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.