Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979
VE RZLUNIN
GElslP"
Herra
inniskór
Vinsælu dönsku
herra inniskórnir
aftur fáanlegir.
Texas er
hinn eiginlegi
vettvangur
flestra kúrek-
asagnanna,
og þar hafa
menn jafnan
kunnað að
handleika
byssur betur
en annars stað-
ar. Hér er
Gary Cooper
í hlutverki
sínu í föstu-
dagskvik-
myndinni
sem er frá ár-
inu 1931. Kapp-
inn er vel vop-
naður, og
hefur greini-
lega talið ör-
uggara að ha-
fa byssurnar
fremur tvær
en eina.
Sjónvarp í kvöld kl. 22.05:
Texasbúi kem-
ur til New York
FÖSTUDAGSKVIKMYND
sjónvarpsins að þessu sinni
er ekki alveg ný af nálinni,
því hún er gerð árið 1931,
og er því tæplega fimmtug
nú um þessar mundir.
Myndin er svart hvít, og
nefnist á frummálinu City
Streets, sem á ástkæra yl-
hýra málinu útleggst Borg-
arstrætin. Myndin er
bandarísk, byggð á sögu
eftir Dashiell nokkurn
Hammett.
Með aðalhlutverkin fara
þau Sylvia Sidney og Gary
Cooper, en þýðinguna gerði
Jón Thor Haraldsson.
Myndin fjallar um ungan
Texasbúa sem kemur til
New York í atvinnuleit. í
stórborginni kynnist hann
ungri stúlku sem hann verð-
ur ástfanginn af. Stúlkan er
í tygjum við glæpaflokk, og
gengur kúrekinn í lið með
glæpamönnunum til þess að
bjarga stúlkunni.
Sýning myndarinnar
hefst klukkan 22.05 í kvöld,
en dagskrárlok í sjónvarpi
eru klukkan 23.25.
Kastljós í kvöld:
Síðustu atburð-
ir á vettvangi
landsmálanna
KASTLJÓS, þattur inn-
lendra viðburða, er á
dagskrá sjónvarpsins í
kvöld. Er þetta annar þátt-
urinn á þessu hausti. Um-
sjónarmaður þáttarins að
þessu sinni er Helgi E.
Helgason fréttamaður, en
honum til aðstoðar eru þau
Sæmundur Guðvinsson
blaðamaður á Vísi og Álf-
heiður Ingadóttir blaða-
maður á Þjóðviljanum.
Helgi sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins
að þátturinn yrði að sjálf-
sögðu helgaður stjórnarslit-
unum, þingrofi og hugsan-
legum kosningum, og öðr-
um þeim hræringum sem
orðið hafa á vettvangi
landsmála þessa síðustu
daga. Helgi kvaðst hins
vegar ekki geta sagt til um
hvernig hann tæki efnið
fyrir, enda gæti það sem í
dag er efst á baugi orðið
úrelt á morgun.
En hvað um það, Kastljós
fjallar um síðustu atburði á
hinum órannsakanlegu veg-
um stjórnmálanna, og hefst
þátturinn klukkan 21.05.
Helgi E. Helgason fréttamaður
er umsjónarmaður Kastljóss í
kvöld.
Þessi mynd var tekin við setningu Alþingis í fyrradag. en í
Kastljósi í kvöld verður fjallað um síðustu atburði á vettvangi
landsmála.
Ötvarp Reykjavlk
FÖSTUDKGUR
12. október
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfr. Forustugr. dag-
bl. (Útdr.). Dagskrá. Tónleik-
ar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Litla músin Píla Pína“ eftir
Kristján frá Djúpalæk. Heið-
dís Norðfjörð les (10).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. 10.25 Tónleikar.
11.00 Morguntónleikar: Píanó-
tónlist
Magda Tagliaferro leikur
Skerzó-vals og Idyll eftir
Emmanuel Chabrier / Doris
Pines leikur Renaissance
Tambourin eftir Rameau /
Leopold Godowsky leikur
eigin tónsmíðar, þátt úr Són-
ötu í e-moli og tvær Jövu-svít-
ur / Ungverska ríkishljóm-
sveitin leikur Tilbrigði við
vögguljóð eftir Ernst von
Dohnányi; Kornel Zemplény
leikur á píanó. Stjórnandi;
György Lehel.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Fiski-
menn“ eftir Martin Joensen
Hjálmar Árnason les þýð-
ingu sína (5).
15.00 Miðdegistónleikar
Isaac Stern og Fílharmoníu-
sveitin í New York leika tvö
tónverk: Rapsódíu nr. 2 fyrir
fiðlu og hljómsveit eftir Béla
Bartók og Fiðlukonsert eftir
Alban Berg. Stjórnandi:
Leonard Bernstein.
SÍÐDEGIÐ
15.40 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.30 Popphorn. Dóra Jóns-
dóttir kynnir.
17.05 Atriði úr morgunpósti
endurtekin
17.20 Litli barnatíminn
Stjórnandinn, Sigriður Ey-
þórsdóttir, talar um sagna-
meistarann Esóp, og Ágúst
Guðmundsson les úr dæmi-
sögum hans í þýðingu Frey-
steins Gunnarssonar.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tii-
kynningar.
KVÖLDIÐ
19.40 Tónleikar í útvarpssal
Björn Árnason fagottleikari
og Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leika Fagottkonsert
nr. 2 í B-dúr eftir Mozart.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
20.00 „Hetjan“, smásaga eftir
W.W. Jacobs
Óli Hermannsson íslenzkaði.
Jakob S. Jónsson les.
20.30 „Draumlaust verður í
nótt...“
Ljóð eftir Sjón. Höfundurinn
les.
20.45 Frá tónlistarhátið í
Schwetzingen
Kalafusz-tríóið leikur
Strengjatríó op. 9 nr. 1 eftir
Ludwig van Beethoven.
21.15 Staldrað við í Voss
Agnar Guðnason talar við
Norðmenn og íslendinga í
bændaferð í vor.
21.45 Frá tónlistarhátíð í
Björgvin í vor
Konsert fyrir balalajku og
píanó ettir Eduard Tubin.
Nicolaus Zwetnow og Jan
Eyron leika.
22.05 Kvöldsagan: Póstferð á
hestum 1974
Skagafjarðar á 1100 ára af-
mæli íslands byggðar. Helgi
Elíasson byrjar lesturinn.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Eplamauk
Létt spjall Jónasar Jónasson-
ar með lögum á milli.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Sigurgeir Magnússon segir
frá ferðinni frá Reykjavík til
FÖSTUD&GUR
12. október
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og
dairskrá
20.40 Prúðu Icikararnir
Gestur leikbrúðanna í þess-
um þætti er Danny Kaye,
gamanleikarinn góðkunni.
Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
21.05 Kastljós
Þáttur um inniend málefni.
MHMniMHMMMHMMIBÍHH
MMMM
22.05 Borgarstrætin s/h (City
Streets)
Bandarisk bíómynd frá ár-
inu 1931, byggð á sögu eftir
Dashieil Hammett.
Aðalhlutverk Syivia Sidney
og Gary Cooper.
Ungur Texasbúi kemur til
New York i atvinnuleit,
Hann verður ástfanginn af
ungri stúiku, sem er í
tengslum við glæpaflokk,
og hann gengur tii iiðs við
bófana til að bjarga stúlk-