Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979
7
Eölilegur
gangur
mála — eða
bolabrögð
Meginstoð lýðræöis og
þingræðis er sú, aö þegn-
arnir annars vegar (viö
kjörborðið) og þjóðkjörn-
ir fulltrúar hins vegar (á
Alþingi) hafi jöfn áhrif á
ákvarðanir og framvindu
mála — og að meirihluti
ráði ferö. Það blasir við
að meirihluti Alþingis vili
þingrof og kosningar
þegar á þessu ári, enda
hrópa allar aðstæður í
þjóöfélaginu á nýja
stefnumörkun almenn-
ings við kjörborðið.
Spurningin er einfaldlega
þessi, hvort meirihluta-
vilji á Alþingi verði virtur
af forsætisráðherra, sem
fer með þingrofsvald, eöa
bolabrögðum beitt til að
sporna gegn kosningum.
Eðlilegur gangur mála,
við núverandi aðstæður,
væri sá, að forsætisráö-
herra, Ólafur Jóhannes-
son, ryfi þing og efndi til
kosninga, til samræmis
við meirihlutavilja á Al-
þingi, enda sætu þá ráð-
herrar Alþýðuflokksins
áfram í stjórninni fram
yfir þær kosningar. Bene-
dikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, sagði í
blaðaviðtali í gær, „að
ráðherrar Alþýðuflokks-
ins væru til viðtals um
fyrirkomulag um stjórn
landsins, ef Framsóknar-
flokkur og Alþýðubanda-
lag, féllust á kosningar á
þessu ári“. Þetta gæti og
gerzt þann veg, að for-
sætisráðherra bæðist
lausnar fyrir sig og ráð-
uneyti sitt, en forsæti fæli
stjórninni að sitja áfram,
til bráðabirgöa, m.a. til að
framkvæma þingrof og
kosningar. Það er lýð-
Ólafui Jóhannesson
ræðisleg skylda forsætis-
ráðherra að virða þing-
meirihluta á þann hátt,
sem hér hefur veriö gerð
grein fyrir.
Ef hins vegar verður
gripið til bolabragða, á
málamyndaforsendum,
til að hindra framgang
þingrofs og kosninga,
verður það að teljast í
meira lagi gróft og and-
lýðræðislegt. Það kemur
að VÍ8U heim og saman
við þróun mála í þeim
ríkjum, sem skoðana-
bræður Alþýðubanda-
lagsins ráða, að fólki sé
meinað aö ganga aö kjör-
borði, en Framsóknar-
flokkurinn er lýðræðis-
flokkur, sem ekki á
heima í slíkum leik. En
verði leiö bolabragðanna
valin verður utanþings-
stjórn eða minnihluta-
stjórn að brúa þaö stjórn-
unarbil, sem veröur frá
afsögn núverandi ríkis-
stjórnar fram yfir kosn-
ingar.
ÓlafurThors
Fordæmi
frá 1956
í fréttaskýringu í Morg-
unblaðinu í gær er bent á
fordæmi þess, að ríkis-
stjórn biðjist lausnar, sé
falið að gegna áfram
störfum til bráðabirgða
og framkvæmi þingrof og
kosningar til samræmis
við meirihlutavilja á Al-
þingi. Þá er vitnað til
þess að Ólafur Thors
baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt 27. marz
1956, en rauf síðan þing
og efndi til nýrra kosn-
inga. í fréttaskýringunni
er og bent á, aö þegar
Ólafur Jóhannesson stóð
frammi fyrir svipuðum
vanda 1974 hafði hann
valiö þann kost aö rjúfa
þing og boða til nýrra
kosninga.
Þegar þessar línur
veröa lesnar kann Ólafur
Jóhannesson að hafa
kunngjört hug sinn í
þessu máli. Vonandi
veröur hann í samræmi
við þingvilja en ekki þá
gjörræðistilburði, sem
talsmenn Alþýðubanda-
lagsins hafa sýnt. Al-
þýðubandalagið hefur
ótvírætt verið sá stjórn-
arflokkurinn, sem mestur
var dragbíturinn á nauð-
synlegar og heilbrigðar
aðgerðir í efnahagsmál-
um og veröbólguhöml-
um. Þaö færi illa á því að
hann kortlegði með
hverjum hætti Ólafur Jó-
hannesson, endaði feril
sinn í íslenzkri pólitík.
^rzlmcŒbctnkim í
Umíeröarmiðstööinni
Útibúí
cdíaraL
12. október breyttíst hin almenna afgreiðsla
Verzlunarbankans í Umferðarmiðstöðinni í úti-
bú með öll innlend bankaviðskipti og sjálfstæða
reikninga.
Verið velkomin til viðskipta við útibú okkar mið-
svæðis í alfaraleið þar sem bQastæði eru þó ætíð
til staðar.
UTIBUIÐ UAIFERÐARMIÐSTÖÐINNl
Völundar-
innihurðir
eru spónlagöar hurðir meö eik, gullálmi, furu,
oregonpine, frönskum álmi, hnotu, teak,
wenge, silkiviö o.fl. viöartegundum, eöa
óspónlagöar tilbúnar undir málningu. 75 ára
reynsla tryggir gæöin. Mjög hagstætt verö.
sSX&' Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTIG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244
Fáksfélagar
Geldinganesiö veröur smalaö, laugardaginn 13.
október n.k. og veröa hestar í rétt kl. 13—14. Þaö er
áríðandi aö hestaeigendur komi og taki þá úr Nesinu.
Bílar veröa til hestaflutninga á staönum.
Þeir, sem ætla aö hafa hesta sína á vetrarfóðri á
Ragnheiðarstööum. geta þá fengiö hesta sína flutta
þangað austur.
Hestamannafélagið Fákur.
Innilegar þakkir til allra þeirra, ættingja og
vina sem minntust mín meö ýmsu móti á nítíu
ára afmælisdaginn.
Guö blessi ykkur öll.
Sigríður Jónsdóttir,
frá Fagurhól,
Sandgeröi.
Eitt fislétt
handtak
Lyng blöndunartæki — Nýjasta tízka —
nýjasta tækni.
Það tilheyrir fortíðinni að skrúfa og skrúfa
til að fá vatn.
Með Lyng blöndunartækjunum barf
aðeins fislétt handtak, annarar handar til að
blanda vatnið og stjórna magni.
LYNG
blöndunartæki.
í fjölbreyttu úrvali.
Jón Loftsson.
Byggingarvörudeild.: Hringbraut 121.