Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979
MOR&dhl-
kaffinu
Sem sálfræðingur á ég ekki við nein vandamál að striða, meðan
aðrir hafa þau!
Vissulega var gaman að sitja á
heimilisbarnum þeirra. — En
nokkuð þótti mér það hart að
þurfa að borga þar búðarverð
fyrir gosið.
E
Flýttu þér — að fylla ’ann
áður en verðið hækkar!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Þrátt fyrir verkfall starfs-
manna sinna hélt enska blaðið
Sunday Times sína árlegu
tvimenningskeppni í London á
síðastliðnum vetri. Jafnan þykir
sérstakur heiður, að fá boð til
þátttöku í keppni þessari og
tvisvar hefur mörlandinn hlotið
hnossið og staðið sig með ágætum
í bæði skiptin.
Spilið í dag sýnir sannkallaða
glæsivörn Brasilíumannanna
Chagas og Assupaco og átti hún
sinn þátt í yfirburða sigri þeirra í
keppninni í fyrra.
Norður
S. G65
H. D9
T. ÁG872
L. G102
COSPER
Hugleidingar
um st jórnmálin
Velvakandi góður.
Hér eru nokkrar hálf-sundur-
lausar hugleiðingar um pólitíkina,
eða um stjórnmálin, svo að þokka-
leg íslenzka sé notuð.
Líklega kæmist það aldrei í
kring, að stjórnmálaflokkarnir
hér yrðu aðeins tveir. Þá þyrfti þó
hinn almenni kjósandi síður að
velkjast í vafa, þegar aðeins væri
um að ræða annan flokkinn, þann
sem haft hefur völdin undanfarin,
eða þá hinn, sem hefur verið í
minnihluta, lofað öllu fögru og
fundið stjórnarflokknum allt til
foráttu. En bíðum nú við. Ef
styrkleikamunur þessara tveggja
flokka væri ekki því meiri, færi
minnkandi hættan á því að mál-
flutningur stjórnarandstöðunnar
einkenndist af innantómum glam-
uryrðum og öfgakenndum fyrir-
heitum. Þetta er einfaldlega vegna
þess, að við eða eftir hverjar
kosningar ætti áðurnefnd and-
stæða það „á hættu" að komast til
valda og þurfa að standa við stóru
orðin. En hér á landi og víðar
hefur það orðið svo, að þegar sá
flokkur sem hefur beitt hvað
öfgakenndustu andstöðunni, hefur
komist til valda, hafa aðrir flokk-
ar orðið þar í samfloti. Þetta eru
hinar þekktu vinstri stjórnir
þriggja flokka hér. Þessir flokkar
hafa lofað öllu fögru, ekki sízt því
LXausnargjald í
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
Vestur
S. KD974
H. 432
T. 95
L. D93
Suður
S. Á108
H. KG86
T. D103
L. Á54
Tilhögun keppninnar er
tvímenningur og í spili þessu urðu
4 grönd spiluð í suður Vinsæll
samningur. Og eftir spaða út í
upphafi reyndist það auðunnið.
Gegn Evrópumeisturum Svía,
Flodquist og Sundelin, spilaði
Assumpaco ekki aldeilis út spaða.
Hann reyndi laufþristinn! Svíinn
bað um gosann úr blindum en þá
lét Chagas lágt! En í næsta slag
tók hann hjartadrottninguna með
ásnum og skipti í spaðaþrist.
Sagnhafi varð að gefa, vestur fékk
slaginn og hélt áfram, þar sem frá
var horfið, spilaði laufdrottningu.
Sagnhafi gerði sitt besta þegar
hann gaf aftur en Assumpaco
spilaði þriðja laufinu og eftir það
gat Chagas beðið rólegur. Og
þegar tígulsvíningin mistókst
hirti hann fimmta slag varnarinn-
ar á lauf.
Furðulega hugmyndarík vörn og
engum þótti skrítið, að þessir
herramenn skyldu vinna keppn-
ina.
85
Ardalan skildi það á keisaran-
um, að 8yo fremi ákveðnum
skilmáium yrði framfylgt,
myndi Imperiaioliufélagið fá
það æm það vildi. Og þó var
sérfræðingalið Rússanna af ein-
hverjum ástæðum enn í Teher-
an. Þess vegna hlaut þeim að
vera haldið volgum. Og það
benti á Khorvan. Ekkert af
þessu var þó á trúverðugan hátt
hægt að setja i samband við
þennan sérstæða fund Homsi og
Logan Fields. Sýrlendingar
áttu ekki nein tengsl í Imperiai-
oliufélaginu.
Svo að hvers vegna hafði
Sýrlendingurinn þá sett sig í
samband við Logan Fieid? Og
hvers vegna hafði Sýrlending-
urinn verið f heimsókn hjá
þessum bandariska áhuga-
manni um fornleifarannsóknir
en simanúmer hans hafði fund-
ist í vasabók myrta mannsins.
Litilsigldur maður sem iítt lét
að sér kveða, en sat oft á
kaffihúsum og hafði af tilviljun
verið að vinna i samkvæminu
sem Logan Fieid hélt ráðherr-
anum. Ef það var þá tilviljun...
Það sem hafði byrjað eins og
rammi utan um púsluspil án
þess að nokkur púsl væru kom-
in inn i myndina fór að taka á
sig sköpulag. Eitt var að
minnsta kosti öruggt. Hver svo
sem ástæðan var sem lá til
grundvallar, var víst að Sýr-
iendingar höfðu aldrei borið
hagsmuni írans fyrir brjósti.
Þar af leiðandi var engin
ástæða til að ætla að þar hefði
orðið breyting á. Hefðu Sýr-
lendingarnir fundið sig knúna
til að setja sig i samband við
Logan Fieid var það á einhvern
hátt tii þess að vaida keisaran-
um og írönsku þjóðinni tjóni i
einni mynd eða annarri.
Ardalan sendi eftir Sabet
aðstoðarmanni sinum. Hann
bauð honum sigarettu og sýndi
honum skýrsíurnar. Þegar
hann hafði lokið iestri þeirra
spurði hann Sabet álits. Sabet
hikaði. Hann fýsti ekki að gera
mistök. Hershöfðinginn myndi
ekki fyrirgefa fljótfærni í
þessu.
— Ég held, sagði hann — að
Homsi beiti Logan Field ein-
hverjum kúgunum. Hvort það
er persónulegt eða í sambandi
við fyrirtækið get ég ekki séð í
bili.
Ardalan kinkaði kolli.
- Ég held það lika. En það
er ótrúlegt að það sé persónu-
legs eðlis. Homsi er ekki að
vinna upp á eigin spýtur. Hann
hlýtur að ganga erinda stjórnar
sinnar. Ef Homsi beitir Field
kúgun í einhverri mynd leikur
ekki vafi á því að hann gerir
það með tilstyrk Sýrlendinga.
Við verðum að vita hvert málið
er, ef vera kynni að það kæmi
eitthvað inn á okkar hagsmuni.
— Og þér haldið að svo sé?
- Já.
Ardalan kinkaði kolli og end-
urtók jáyrði sitt.
— Homsi hefur einnig átt
samskipti við Bandarikjamann,
sem aftur hafði eitthvert sam-
band við þjóninn sem var myrt-
ur á dögunum. Bandaríkjamað-
urinn veldur mér ekki síður
heilabrotum en Homsi. Við höf-
um látið Interpol rannsaka
máiið. Það veit enginn neitt um
hann. Hann kom um Miinchen
um sama leyti og hryðjuverka-
menn voru með leynifund þar í
borginni. Við höfum engar
sannanir fyrir því að hann
komi inn i málið. Hann bjó á
hóteli, fór i skoðunarferð, hélt
til Teheran, fór til PersepoJis og
vann þar öðru hverju.
Hann leit á Sabet og kipraði
saman augun.
— En ég veit að hann var á
þessum leynifundi í Miinchen.
Ég finn það hér. — Ardalan
barði sér á brjóst. — Ég get
ekki sagt þetta öðrum, vegna
þess að ég hef ekkert fyrir mér i
þessu annað en hugboð. Ekki
enn. Ég vcrð að bæta nokkrum
púslustykkjum inn í myndina,
svo að ég fái eitthvað að sjá. Ég
verð að reyna að sýna þoiin-
mæði um hríð og vona að málin
skýrist. Mig vantar ekki ýkja
Austur
S. 32
H. Á1075
T. K64
L. K876