Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 227. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Við komuna til Parisar — Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, og Hua Kuo Feng, forsætisráðherra Kína, skoða hciðursvörð. AP-simamynd. Carrington ætlar að semja við Muzorewa Tilræði viðMintoff Valetta, 15. okt. — AP, Reuter MAÐUR reyndi í dag að komast inn á skrifstofu Dom Mintoffs, forsætisráðherra Möltu, í Val- etta. Hann var stöðvaður af ritara forsætisráðherrans sem var á fundi á skrifstofu sinni. Þegar honum var meinuð inn- ganga i skrifstofu Mintoffs hóf maðurinn skothríð að ritaranum en hitti ekki. Öryggisverðir komu þegar í stað inn og skutu að skotmanninum og særðu hann. Hann var fluttur á sjúkra- hús. Að sögn lögreglunnar í Valetta skaut maðurinn, Carmelo Grima, fimm skotum. Litið er á atburðinn af hálfu lögreglunnar í Valetta sem tilræði við Mintoff. Mann- fjöldi safnaðist saman fyrir utan skrifstofu Mintoffs þegar skothríðin heyrðist um nágrennið. Dom Mintoff kom skömmu síðar út og ók til heimilis síns. Mann- fjöldinn fagnaði honum þegar hann birtist. Lundúnum. 15. október. — AP. Reuter. CARRINGTON lávarður, utanríkisráðherra Breta, sagði í Lundúnum í dag, að hann væri reiðubúinn að semja einungis við stjórn Abels Muzorewa í Zimbabwe-Ródesiu án þátttöku skæruliðafylkinga Joshua Nkomo og Roberts Mugabe. Fyrir troðfullum sal fréttamanna í Lundúnum viðurkenndi Carrington lávarður. að mun erfiðara yrði að ná friði í landinu án þátttöku skæruliða en „við vonumst til að ná fram alþjóðlegum stuðningi og stuðningi ríkja brczka samve'disins,“ sagði hann. og ná réttlátu samkomulagi," eins og hann orðaði það. „Carrington hefur engan rétt til að kasta okkur út úr ráðstefnu- salnum. Þegar hefur náðst mikill árangur hér í Lundúnum," sagði Joshua Nkomo, annar helsti leið- togi skæruliða, í Lundúnum í kvöld. Talsmaður Roberts Mugab- es kallaði Carrington fífl. „Án þátttöku okkar í friðarsamningum verður enginn friður," sagði hann. Muzorewa féllst á stjórnlaga- tillögur Breta fyrir tíu dögum. Fækkun í her Sovét- ríkjanna breytir engu Sú von Carringtons virðist dæmd til að fara út um þúfur. Framkvæmdastjóri brezka sam- veldisins, Shridath Raphal, lýsti því yfir að samveldisríkin ætluð- ust til þess að samningar um Rhódesíudeiluna yrðu gerðir af öllum deiluaðilum.„Það væru mistök að ætlast til stuðnings frá ríkjum samveldisins við annað en samkomulag allra deiluaðila," sagði hann. Carrington lávarður tók ákvörð- un um að semja aðeins við Muzor- ewa eftir að stormasömum fundi með leiðtogum skæruliða lauk í Lundúnum í morgun. Þegar eftir þann fund lýsti Carrington því yfir, að hann ætlaði að hefja viðræður við stjórn Abel Muzor- ewa þegar á morgun. Carrington fékk stuðning við ákvörðun sína frá Washington þegar talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins lýsti yfir stuðn- ingi við ákvörðun Breta, jafnframt því sem hann hvatti alla deilu- aðila til að „setjast að sáttaborði Joseph Luns Ncw York. 15. október. — Reuter. AP. JOSEPII Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í dag í viðtali við bandaríska tímaritið Newsweek. að fækkun sovéskra hermanna í A-Þýzkalandi hefði engin áhrif í valdajafnvægi í Evrópu. „Sovétmenn munu alltaf hafa yfirburði i hefðbundnum vopnabúnaði,“ sagði Luns. Aðspurður úm þá ákvörðun Sovét- manna að fækka hermönnum um 20 þúsund sagði Luns það vera, „fremur vinsamlegt og við metum það. En það breytir raunverulega engu. Sovét- menn halda yfirburðum sínum í hefð- bundnum vopnabúnaði í Evrópu". Luns sagði helsta ókost ræðu Brezh- nevs í A-Berlín hafa verið, að hann ræddi aldrei um SS-20 eldflaugarnar. „Það eru vopn sem verulega ógna öryggi V-Evrópu, og Brezhnev ætti að viðurkenna að SS-20 eldflaugarnar hafa verulega breytt valdajafnvæginu í Evrópu," sagði Luns. I viðtali við v-þýzka útvarpsstöð í dag sagði Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, að tilboð Sovétmanna um fækkun í herliði sínu hefði bæði vakið vonir og tortryggni í V-Evrópu. Hann sagði, að NATO þyrfti að vinna að uppbyggingu kjarnorkubúnaðar síns, jafnframt því að samið væri um takmörkun vopnabúnaðar. Varnar- málaráðherrar Breta, Frakklands og V-Þýzkalands komu í dag saman til fundar í Hamborg til viðræðna um öryggismál NATO-ríkjanna og áfram- haldandi samvinnu ríkjanna í vopna- framleiðslu. A-Þýzkaland: Havemann hindrað- ur í að hitta Bahro Berlín, 15. október. AP. A-ÞÝZKIR lögreglumenn tóku sér stöðu í kringum hús a-þýzka andófsmannsins Roberts Ha- vemann og hindruðu hann þannig i þvi að fara til fundar við Rudolf Bahro um helgina. Bahro var einnig hindraður i að fara til fundar við Havemann. Rudolf Bahro var sleppt úr fangelsi síðastliðinn fimmtudag i tilefni 30 ára afmælis alþýðu- lýðveldisins. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi i júní 1978 fyrir að gefa út bók á Vestur- löndum þar sem hann gagn- rýndi a-þýzka efnahagskerfið. Robert Havemann hefur síðustu tvö árin verið í stofu- fangelsi á heimili sínu í Grunheilde. Honum var meinað að hafa samband við vini og ættingja. A-þýzk yfirvöld slepptu Havemann úr stofufang- elsi í maí eftir að blöð á Vesturlöndum skýrðu frá hrak- andi heilsu hans. Þykir nú sýnt að a-þýzk yfirvöld hyggist hneppa Havemann á ný í stofu- fangelsi. Ecevit fer frá Ankara, 15. áKÚst. AP. Reuter. BULENT Ecevit, forsætisráð- herra Tyrklands, tilkynnti í Ankara i kvöld, að hann myndi segja af sér í kjölfar ósigurs flokks hans í þingkosningunum um helgina. Hann fer á fund Fahri Koruturk. forseta Tyrk- lands, í fyrramálið og tilkynnir formlega afsögn sína. Sjá frétt um kosningarnar í Tyrk- landi bls. 46. Hua Kuo gagnrýnir Sovétmenn óspart París, 15. október. AP. Reuter. HUA Kuo Feng, forsætis- ráðherra Kína, kom í dag í opinbera heimsókn til Frakklands. Valery Gisc- ard d’Estaing, forseti Frakklands, tók á móti Hua á flugvellinum með mikilli viðhöfn. Giscard d’Estaing hélt Hua veizlu í Elyseehöll í kvöld. í ræðu, sem Hua hélt, gagnrýndi hann Sovétríkin óspart. Hann sakaði Sovétríkin um útþenslustefnu og að skapa óróa víðs vegar um heiminn til framdráttar útþenslustefnu sinni. Hann hvatti allar þjóðir heims til að berjast gegn útþenslustefnu Sovétríkj- anna. „Kjarninn í utanríkisstefnu Kína er að koma í veg fyrir útþenslustefnu og varðveita frið í heiminum. Hins vegar blasa blá- kaldar staðreyndir við. Hugsan- leg átök í Evrópu eru möguleiki. Sovétríkin hafa skapað sér að- stöðu í Mið-Austurlöndum, Indó- kína, Afríku og S-Asíu,“ sagði hann. „Við munum ávallt líta á sterka og sameinaða Evrópu sem mikilvægan hlekk til að viðhalda heimsfriði. Við vonumst til þess að sameining og máttur Evrópu eigi eftir að vaxa,“ sagði Hua ennfremur. Hua Kuo Feng var klæddur í hefðbundin grá Maóföt við kom- una til Parísar. Óvenjulangur rauður dregill var lagður við landganginn á flugvél forsætis- ráðherrans. Hua brosti og virtist afslappaður þegar hann faðmaði Giscard d’Estaing að sér á flug- vellinum. Frakkland er fyrsta landið í V-Evrópu, sem Hua heimsækir. Hann mun dvelja sex daga í Frakklandi og síðan halda til V-Þýzkalands, Bretlands og Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.