Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 2

Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 Baldvin Belgíukon- ungur tekur á móti forsetahjónunum FORSETI íslands og forsetaírú halda i dag í opinbera heimsókn til Belgiu, en þar munu þau dvelja fram á fimmtudag. Áætlað er að Baldvin Belgiukonungur og Fabiola drottning muni taka á móti forsetahjónunum á Zavent- emflugvelli klukkan 11,15 að staðartima, segir í frétt frá skrifstofu forseta íslands. Frá flugvellinum verður ekið til konungshallarinnar í Brússel, þar sem forsetahjónin munu búa með- an á hinni opinberu heimsókn stendur. Að loknum hádegisverði í Laek- enhöll verður móttaka í ráðhúsi Brusselborgar. Síðan verður myndlistasýning skoðuð, en að því loknu ekið aftur til konungshall- arinnar, í kvöld halda konungs- hjónin veislu til heiðurs forseta Islands og konu hans. Á morgun vérður farið til borg- arinnar Tournai, sem heitir á 'flæmsku Doornik, í suðurhluta landsins. Þetta er gömul, sögu- fræg borg með mörgum minjum, þar á meðal dómkirkju í gotnesk- um stíl. Um kvöldið sitja forseta- hjónin veislu belgísku ríkisstjórn- arinnar. Árdegis á fimmtudag heimsæk- ir forsetinn Joseph Luns aðalrit- ara Atlantshafsbandalagsins, NATO, á skrifstofu hans. Þá verður haldið til borgarinnar Tongres, eða Tongern á flæmsku, kirkjan þar skoðuð og minjar frá dögum Rómverja. Um kvöldið halda forsetahjónin konungshjón- unum veislu í St. Anne-höll í útjáðri Brússel að undangengnum tónleikum strengjakvartetts undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur og lýk- ur þar með opinberri heimsókn forsetahjónanna. I fylgdarliði forseta verða Hörð- ur Helgason ráðuneytisstjóri og Birgir Möller forsetaritari og kon- ur þeirra. Guðmundur J. endur- kjörinn formaður Verka- mannasambandsins STJÓRN Verkamannasambands íslands var einróma kjörin á þingi sambandsins á Akureyri s.1. sunnudag, utan þess að kosn- ing fór fram um varaformann. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands- ins var endurkjörinn og Karl Steinar Guðnason varaformaður einnig þar sem hann hlaut 59 atkvæði gegn 47 atkvæðum er Þórður Ólafsson fékk. 4 sátu hjá. Ritari var kjörinn Þórunn Valdi- marsdóttir og gjaldkeri Jón Kjartansson, en aðrir í stjórn eru: 5. Meðstjórnendur: Halldór Björnsson, Vmf. Dagsbrún, Rvík. Björgvin Sigurðsson, Vlf.sjóm. Bréf yf irskoð- unarmanna MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær- kvöldi samband við Odd Ólafsson, forseta Sameinaðs þings, og spurðist fyrir um það, hvort hann hefði tekið til athugunar bréf það, sem yfirskoðunarmenn ríkisreikn- inga afhentu honum sl. föstudag. Oddur Ólafsson sagði að sér hefði ekki enn gefizt tími til þess. Bjarmi, Stokkseyri. Einar Karls- son, Vlf. Stykkishólms. Eiríkur Ágústsson, Vlf. Eining, Dalvík. Gunnar Már Kristófersson, Vlf. Afturelding, Helliss. Hallgrímur Pétursson, Vmf. Hlíf, Hafnarfirði. Hallsteinn Friðþjófsson, Vmf. Fram, Seyðisfirði. Herdís Ólafs- dóttir, Vlf. Akraness. Jón Helga- son, Vlf. Eining, Akureyri. Kol- beinn Friðbjarnarson, Vlf. Vaka, Sigl. Kristján Ásgeirsson, Vlf. Húsavíkur. Pétur Sigurðsson, Vkf. Framsókn, Rvík. Sigfinnur Karlsson, Vlf. Norðfjarðar, Nesk. Þorsteinn Þorsteinsson, Vlf. Jök- ull, Höfn. Varamenn í stjórn: Guðríður Elíasdóttir, Vkf. Framtíðin, Hafn. Kristvin Kristinsson, Vmf. Dags- brún, Rvík. Skúli Þórðarson, Vlf. Akraness. Guðrún Ólafsdóttir, Vkf. Keflavíkur og Njarðvíkur. Jón Karlsson, Vmf. Fram, Sauð- árkróki. Jóhann G. Möller, Vlf. Vaka, Siglufirði. Dagný Jónsdótt- ir, Vlf. Þór, Selfossi. Endurskoðendur: Benedikt Franklínsson, Vlf. Þór, Selfossi. Snjólaug Kristjánsdóttir, Vkf. Framsókn, Rvík. Varaendurskoðandi: Sæmundur Valdimarsson, Vmf. Dagsbrún, Rvík. Eldurinn kom upp i eidhúsi i risibúð og urðu mestar skemmdir á henni, en skcmmdir af vatni og reyk á hæð og kjallara. „Sjávar- útvegs- og viðskipta- ráðherra verða nú sammála” — sagði Kjartan Jóhannsson í gær „ÞAÐ er allavega á hreinu, að sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra verða sammála um aðgerðir“ sagði Kjartan Jóhannsson, er blaðamaður Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvort hann hyggði á frekari að- gerðir í skipakaupamálum Neskaupstaðarbúa. En eins og komið hefur fram tók Kjartan við viðskiptaráð- herradómi í gær. Fyrrver- andi viðskiptaráðherra, Svavar Gestsson, leyfði lánveitingar til skipakaupa þessara þrátt fyrir and- mæli Kjartans. Kvaðst Kjartan myndu athuga mál þetta í dag og taka síðan ákvarðanir að því loknu. Tvennt fórst í eldsvoða í Rvík SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kl. 18.50 á laugardag kvatt að Laugavegi nr. 163 í Reykjavík og þegar að var komið logaði rnikilí eldur í risíbúð hússins, sem er timburhús, kjallari, hæð og ris. Reykkafarar voru þegar sendir inn og sóttu þeir að eldinum og bárust þá um leið upplýsingar um að fólk væri i húsinu. Var reykköfúrunum gert við- vart með talstöðvum og náðu þeir fólkinu út og var það þegar sent á slysadeild en mun hafa verið látið. Voru þau gestkomendur í húsinu, en aðrir voru ekki þar inni við er eldurinn kom upp. Á íbúðarhæð- inni bjó ein kona og var hún flutt á slysdeild, en hana mun ekki hafa sakað. Þau sem fórust voru. Halldóra Bára Halldórsdóttir fertug, búsett í Garði, ekkja og lætur eftir sig fimm börn á aldrinum 7—19 ára, og Erlendur Guðmundsson, 52 ára, búsettur í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Samkvæmt upplýsingum Slökkviliðsins gekk greiðlega að slökkva eldinn og var öllu slökkvi- starfi lokið eftir tæpa klukku- stund. Að sögn Rannsóknarlög- reglunnar kom eldurinn upp í eldhúsinu og beinist rannsóknin einkum að eldavélinni, sem talið er að kviknað hafi í út frá. Skemmdir urðu mestar í risíbúð- inni. Eldhúsið er í henni miðri, stigagangurinn vestan við og her- bergi austan við. Þá urðu allmikl- ar skemmdir á íbúð á hæð vegna reyks og vatns svo og í kjallara hússins þar sem einnig er ibúð. Kona sem er húsráðandi í risíbúð- inni var fjarstödd er eldsins varð vart, en hún var nýlega flutt í húsið sem er í eigu Reykjavíkur- borgar og missti hún þar allt innbú sitt. Fjögurraára telpa lézt af völd- um brunasára Atöká Verkamannasambandsþingi: Alþýðubandalaginu mistókst atlaga gegn Karli Steinari ALÞÝÐUBANDALAGIÐ gerði mjög harða atlögu að Karli Steinari Guðnasyni varaformanni Vekamannasambands íslands þegar Alþýðubandalagsmenn reyndu með markvissum ráðum að fella varaformanninn í kosningu til stjórnar. Guðmundur J. Guðmundsson formaður sambandsins stóð hins vegar með varaformanninum og var að því leyti einangraður frá flokksfélög- um sínum í Alþýðubandalaginu. Úrslit kosninganna urðu þau, að Karl Steinar hlaut 59 atkvæði en Þórður ólafsson 47 atkvæði og 4 sátu hjá. Alþýðubandalagsmenn sendu m.a. starfsmann sinn, Baldur Óskarsson, um landið til þess að hvetja þingfulltrúa á móti Karli Steinari og einnig vann Einar Karl Haraldsson ritstjóri Þjóð- viljans að því ásamt þingmönn- um og ráðherrum Aiþýðubanda- lagsins og framsóknarmennirnir Steingrímur Hermannsson og Halldór E. Sigurðsson tóku einn- ig þátt í þessum skipulögðu aðgerðum. Hver einasti þing- fulltrúi sem var talinn hafa óákveðna afstöðu til varafor- mannsins var tekinn fyrir og þótt allt væri tiltölulega rólegt á yfirborðinu á Vekamannasam- bandsþinginu, var ólgusjór undir með boðaföllum og símalínur glóandi úr öllum áttum til Akur- eyrar. Sem fyrr segir var Guð- mundur J. Guðmundsson á móti flokksfélögum sínum í þessu máli og hvatti reyndar til þess að Karl Steinar yrði endurkjör- inn. „Jú, það er rétt,“ sagði hann, „og ég naut ekki svefns sem skyldi." Hörðust í atlögunni á þinginu voru Bjarnfríður Leósdóttir, Kolbeinn Friðbjarnarson og Jón Kjartansson. Andstæðingar varaformannsins reyndu að fá annan Alþýðuflokksmann á móti honum, en þeir neituðu allir og þá var stungið upp á Þórði Ólafssyni formanni Verkalýðs- félags Hveragerðis og nágrennis, en hann mun teljast til vinstri framsóknarmanna. Alþýðu- bandalagsmenn munu ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrr en þeir komu til þings að þeir voru í minnihluta þar og reyndu því allt hvað af tók að ná inn í raðir annarra flokka. Litla stúlkan er brenndist í eldsvoða hinn 19. september sl. í húsi við Veghúsastíg 3 í Reykja- vík lést á Borgarspítalanum nú fyrir helgina. Stúlkan var ásamt móður sinni flutt á slysadeild eftir að reyk- kafarar höfðu náð þeim út úr brennandi íbúðinni. Brenndust þær báðar og komst stúlkan ekki til meðvitundar. Stúlkan hét Brimrún Rögnvaldsdóttir og var fjögurra ára. Varðhald vegna myndatöku SAKADÓMUR Kópavogs hefur úr- skurðað mann í varðhald til mánaðamóta, en hann er talinn hafa stundað ósiðlegar myndatökur af dóttur sambýliskonu sinnar. Að sögn Þóris Oddssonar vara- rannsóknarlögreglustj óra hefur maður þessi játað að hafa tekið ósiðlegar myndir af dóttur sambýl- iskonu sinnar sem er 12 ára og jafnframt er , hann grunaður um frekari afskipti af stúlkunni og beinist rannsóknin nú að því hvort um frekari afbrot hans geti verið að ræða gegn henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.