Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
Hópferðabílar
8—50 farþega
Kjartan Ingimarsson
sími 86155, 32716.
vandaðaðar vörur
Verkfæra-
kassar
Eins, þriggja og fimm holfa
Afar hagstætt verð.
Shell
Heildsölubirqðir:
Smavorudeild Simi: 81722
Myndkynning
Olíumálverk eftir:
Guömund Karl
Ásbjörnsson
Grafik eftir:
Erró
Braga Ásgeirsson
Kristinn Pétursson
Ingunni Eydal
Jón Reykdal
Vasarely
Raysse
Dossi
Lauser
Hausner
Böttner
o.fl.
Lágmyndir úr gifsi
eftir:
Helga Gíslason
Opið 11—18 virka daga.
MYNDKYNNING
Ármúli 1
Pósthólf 1151
121 Reykjavík
Simi 82420
Þokkaleg
síldveiði
ÞOKKALEG veiði hefur ver-
ið hjá sildarbátunum á Höfn
á Hornafirði að sögn Einars
Gunnlaugssonar fréttaritara
Mbl. og sagði hann að söltun-
arstöðvarnar tvær hefðu tek-
ið á móti milli 1.000 og 1.300
tunnum hvor.
Unnið var því við söltun í
gær, en helgarfrí framundan
og því ekki unnið í dag. Sagði
Einar að afli bátanna hefði
verið mjög misjafn eða allt
upp í 450 tunnur, en síldin
stór og falleg og blíðuveður
hefur verið, sem búist er við
að haldist fram yfir helgi.
Búið er að flaka í 200 tunnur
af kryddsíld, en mikill mark-
aður mun nú vera fyrir hana
og hefur Sölumiðstöð hraö-
frystihúsanna þegar samið
um sölu á 1.000 tunnum.
Sjónvarp í kvöld klukkan 21.45:
málanna: Stjórnmálaástandið í landinu
Stjórnmálaástandið í landinu
verður til umræði í sjónvarpi í
kvöld, þar sem kosningar til
Alþingis mun meðal annars
bera á góma. en þessi mynd var
tekin við þingsetningu í siðustu
viku.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Stjórnmálaástandið í land-
inu og kosningar í desem-
ber eru nú á hvers manns
vörum, og um þetta efni
verður f jallað í sjónvarpi í
kvöld í umræðuþætti í
beinni útsendingu. Um-
ræðunum stýrir Ómar
Ragnarsson fréttamaður,
en stjórn útsendingar ann-
ast Þrándur Thoroddsen!
Er blaðamaður Morgun-
blaðsins ræddi við ómar í
gær sagði hann að ætlunin
væri að skipta þættinum í
tvennt. í fyrsta lagi yrði
Einar Karl Haraldsson.
rætt við þá Guðmund J.
Guðmundsson formann
V er kamannasam bands
íslands og Þorstein Páls-
son framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambands
íslands um þann þátt
stjórnmálaástandsins sem
lýtur að vinnumarkaðn-
um.
í síðari hluta ræðast
þeir síðan við, fulltrúar
fjögurra dagblaða, þeir
Einar Karl Haraldsson frá
Þjóðviljanum, Halldór
Blöndal frá Morgunblað-
Ómar Ragnarsson.
inu, Jón Baldvin Hanni-
balsson frá Alþýðublaðinu
og Jón Sigurðsson frá
Tímanum.
Ekki er að efa að þessir
aðilar muni hafa ýmislegt
til málanna að leggja, f jör-
ugt hefur verið á vettvangi
stjórnmálanna síðustu
daga, og kosningabarátt-
an verður senn í algleymi.
Umræðuþátturinn verð-
ur sem fyrr segir í beinni
útsendingu, og hefst hann
klukkan 21.45 í sjónvarpi í
kvöld, þriðjudagskvöld.
ðtvarp Reykjavlk
ÞRIÐJUDKGUR
16. október
MORGUNNINN
7.00 Veðuríregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikíimi. 7.20 Bæn
7.25 Morgunpósturinn. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Þröstur Karlsson les frum-
samda smásögu: „Litla apa-
köttinn“.
$.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. 10.25 Tónleikar.
11.00 Sjávarútvegur og sigling-
ar
Guðmundur Hallvarðsson
talar við Guðmund Einars-
son forstjóra Skipaútgerðar
ríkisins.
I 11.15 Morguntónleikar
IHljómlistarflokkurinn „The
Music Party“ Jeikur á gömul
hljóðfæri K larínett ukvartett
nr. 2 í c-moll op. 4 eftir
Crusell / Felicja Blumental
og Mozarteum-hljómsveitin í
Salzburg leika Píanókonsert
í B-dúr eftir Manfredini;
Inou stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SÍÐDEGIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Á frivaktinni
Sigrún Sigurðardóttir kynn-
ir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Fiski-
menn“ eftir Martin Joensen
Hjálmar Árnason les þýð-
ingu sina (7).
15.00 Miðdegistónleikar
Fílharmoníusveit Berlínar
leikur ballettmúsik eftir
Verdi og Ponchielli; Herbert
von Karajan stj. / Montserr-
at Caballé og Shirley Verrett
syngja dúetta úr óperum
eftir Rossini, Donizetti og
Bellini.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.05 Atriði úr morgunpósti
endurtekin
17.20 Sagan: „Grösin í glugg-
húsinu“ eftir Hreiðar Stef-
ánsson
Höfundurinn heldur áfram
lestri sögu sinnar (3).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Alþjóðleg viðhorf í orku-
málum
Magnús Torfi ólafsson
blaðafulltrúi flytur erindi.
20.00 Píanókonsert nr. 3 eftir
Béla Bartók
Pascal Devoyen og Sinfóníu-
hljómsveit útvarpsins í
Stuttgart leika. Stjórnandi:
Hans Drewanz. (Hljóðritun
frá Stuttgart).
20.30 Útvarpssagan: Ævi Elen-
óru Marx eftir Chushichi
Tsuzuki,
Sveinn Ásgeirsson hagfræð-
ingur les valda kafla bókar-
innar (2).
21.00 Þættir úr „Meistara-
söngvurunum“ eftir Richard
Wagner
Söngvarar: Helge Roswánge,
Paula Yoder, Lydia Kind-
ermann, Max Kuttner og
Heinz Reimar. Eugen Joch-
um, Franz Alfred Schmitt og
Selmar Meyerovitsj stjórna
Fílharmoníusveitinni og
Ríkishljómsveitinni í Berlín.
21.20 Sumarvaka
a. í Kennaraskóla íslands
fyrir 30 árum. Auðunn Bragi
Sveinsson kennari segir frá;
— þriðji og síðasti hluti.
b. Þáttur af Erlendi klóka.
Rósa Gísladóttir les úr þjóð-
sagnasafni Sigfúsar Sigfús-
sonar.
c. Þrjú kvæði eftir Matthías
Jochumsson. Úlfar Þor-
steinsson les.
d. Kórsöngur: Karlakórinn
Geysir á Akureyri syngur
íslenzk lög. Söngstjóri: Ing-
imundur Árnason.
22.30 Fréttir. Veðurfregnir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Harmonikulög
John Molinari leikur.
23.10 Á hljóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson
listfræðingur.
Peter Ustinov endursegir
dagsannar sögur eftir
Munchauscn barón.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
16. október
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og
dagskrá
20.35 Orka. Fjailað verður
um aðferðir til að bæta
einangrun húsa og draga
þannig úr upphitunar-
kostnaði. úmsjónarmaðui'
Magnús Bjarnfreðsson.
20.55 Dýrlingurinn. Vitni eða
vinagull? Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
21.45 Stjórnmálaástandið í
landinu. Umræðuþáttur í
beinni útsendingu. Umræð-
um stýrir Ómar Ragnars-
son fréttamaður. Stjórn út-
sendingar Þrándur Thor-
oddsen.
22.45 Dagskrárlok.