Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
5
Guðný Guðmundsdótt- Einar Jóhannesson Philip Jenkins píanól-
ir fiðluleikari. klarinettleikari. eikari.
Tónleikar
Hljóðfæraleikararnir Guðný
Guðmundsdóttir, Einar Jó-
hannesson og Philip Jenkins
halda tónleika í Reykjavík og úti
á landi á næstu dögum.
A efnisskrá verða þrjú tríó fyrir
fiðlu, klarinett og píanó eftir
Vanhall, Ives og Kachaturjan og
tvær sónötur, a-moll sónata
Schumanns fyrir fiðlu og píanó og
f-moll sónata Brahms fyrir klari-
nett og píanó.
Fyrstu tónleikarnir verða í
Safnhúsinu á Sauðárkróki,
fimmtudaginn 18. október kl. 21.
Laugardaginn 20. október leika
þau í Borgarbíói á Akureyri og
hefjast tónleikarnir kl. 17.
Fyrir Reykvíkinga leika þau
þriðjudaginn 23. október kl. 20.30
að Kjarvalsstöðum en það er á
vegum Kammermúsikklúbbs
Reykjavíkur. Síðustu tónleikarnir
verða á Isafirði, föstudaginn 26.
október í Alþýðuhúsinu og hefjast
þeir kl. 21.00.
Gísli Amason skrifstofu-
st jóri forsætisráðuneytis
Á FUNDI ríkisráðs í gær féllst
forseti íslands á að veita Gísla
Árnasyni embætti skrifstofu-
stjóra forsætisráðuneytisins. Á
fundinum féllst hann einnig á
tillögur um veitingu eftirtalinna
embætta:
Guðrún Sigurðardóttir verði
skipuð deildarstjóri í forsætis-
ráðuneytinu, Ingibjörg Björns-
dóttir, Gunnlaugur M. Sigmunds-
son og Einar Sverrisson verði
skipuð deildarstjórar í fjármála-
ráðuneytinu, Skafti Benediktsson
verði skipaður deildarstjóri í land-
búnaðarráðuneytinu, Sveinn Aðal-
steinsson verði skipaður deildar-
stjóri í viðskiptaráðuneytinu og
Jafet S. Ólafsson verði skipaður
deildarstjóri í iðnaðarráðuneyt-
inu.
Þá féllst forseti íslands á að
eftirtalin frumvörp til laga yrðu
lögð fyrir Alþingi: Frumvarp til
laga um lagningu sjálfvirks síma,
frumvarp til laga um breytingu á
Gísli Árnason.
lögum nr. 101/’66 um Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins, verðskrán-
ingu, verðmiðlun og sölu á land-
búnaðarafurðum o.fl.
Stærsta sjávanítvegssýningin í Bandaríkjunum:
Átta íslenzk fyrirtæki
kynna framleiðslu sma
ÁTTA íslenzk fyrirtæki taka þátt
í mikilli sjávarútvegssýningu i
Seattle í Bandaríkjunum dagana
24. — 27. október næstkomandi.
íslenzku fyrirtækin verða í 5
básum á sýningunni, en mynda
þó eina heild.
Stolið raf-
geymum,
sætum og
hjólbörðum
BROTIST var inn í port skipafélags-
ins Bifrastar við Óseyrarbraut í
Hafnarfirði og stolið þar ýmsum
hílhlutum svo sem hjólbörðum, raf-
geymum og sætum.
Að sögn Högna Einarssonar hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins eru nú í
portinu á þriðja hundrað bílar og var
seinni part föstudags tilkynnt um að
stolið hefði verið úr nokkrum þeirra.
Voru tekin framsæti úr tveimur
nýjum Mustang-bílum, fjórir jeppa-
hjólbarðar, þ.e. einum undan jeppa og
þremur varahjólbörðum, framsæti úr
Fordsendibíl og rafgeymar voru tekn-
ir úr þremur bílum. Ekki hafa enn
komið í ljós stuldir úr fleiri bílum og
er mál þetta nú í rannsókn.
Gunnar Kjartansson hjá Ut-
flutningsmiðstöð tðnaðarins hefur
annast undirbúning sýningarinn-
ar af hálfu íslenzku sýnendanna
og sagði hann í gær, að kostnaður
samfara þátttökunni næmi 2,6
milljónum króna, þ.e. þátttakan
og aðstaðan á sýningarsvæðinu,
en að auki er kostnaður vegna
flutnings á tækjum, kynningar-
starfsemi o.fl.
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins
hefur látið gera sérstakan bækling
til að kynna þessi íslenzku fyrir-
tæki, en einnig önnur fyrirtæki,
sem eru með framleiðslu fyrir
sjávarútveg og fiskvinnslu. Þessi
sýning í Seattle er stærsta sýning
þessarar tegundar, sem sett hefur
verið upp í Bandaríkjunum.
Fyrirtækin, sem kynna fram-
leiðslu sína á sýningunni eru
eftirtalin.
Electra hf. í Garðabæ sýnir
handfæravindur o.fl. J. Hinriks-
son sýnir toghlera, blakkir o.fl.
Plasteinangrun á Akureyri verður
með netahringi og trollkúlur.
Stálvinnslan í Reykjavík sýnir
síldarflokkunarvél. Véltak í Hafn-
arfirði kynnir tunnuvaltara og
reknetahristara. Vélsmiðjan Oddi
á Akureyri sýnir bobbinga. Vél-
smiðjan Völundur sýnir rafeinda-
stýrða fiskflokkunarvél, vigtar og
nýtingarvakt. Loks sýnir Traust
hf. í Reykjavík loðnuskiljara,
hausunarvél og fleira.
^tyrsso^
J.Hinriksson hf
Véhverkstœbi
SÍMI 84677
Súðarvogi 4