Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
Oddur Ólafsson kjörinn
forseti Sameinaðs Alþingis
Þorvaldur Garðar Kristjánsson ogÁmi Gunnarsson forsetar þingdeilda
Oddur ólafsson, 4. þingmaður Reyknesinga, var í gær kjörinn forseti
Sameinaðs Alþingis, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, 5. þingmaður Vestfirðinga,
forseti efri deildar, og Árni Gunnarsson, 11. landskjörinn þingmaður, forseti
neðri deildar. Kjörið var í fastanefndir Sameinaðs þings en kjöri nefnda í
þingdeildum frestað til dagsins í dag. Gert var ráð fyrir að Alþingi yrði rofið í
dag eða á morgun.
Forseti Sameinaðs þings
Oddur Ólafsson (S) var kjör-
inn forseti Sameinaðs Alþingis
með 34 atkvæðum en Gils Guð-
mundsson (Abl) fékk 25 atkvæði.
Fyrri varaforseti var kjörinn
Karl Steinar Guðnason (A) með
32 atkvæðum en 27 seðlar voru
auðir. Annar varaforseti var
kjörinn Friðjón Þórðarson (S)
með 31 atkvæði en 27 seðlar voru
auðir. Skrifarar Sameinaðs
þings voru kjörnir: Friðrik
Sophusson (S) og Páll Pétursson
(F).
Forsetar þingdeilda.
Forseti neðri deildar Alþingis
var kjörinn Árni Gunnarsson
(A) með 22 atkvæðum, Ingvar
Gíslason (F) hlaut 14 atkvæði en
2 seðlar voru auðir. Fyrri vara-
forseti var kjörinn Sverrir
Hermannsson (S) með 22 at-
kvæðum en 15 seðlar voru auðir.
Annar varaforseti var kjörinn
Jóhanna Sigurðardóttir (A) með
20 atkvæðum, Vilmundur Gylfa-
son (A) hlaut 1 atkv. en 16 seðlar
voru auðir. Skrifarar þingdeild-
arinnar voru kjörnir Jósep Þor-
geirsson (S) og Eiður Guðnason
(A).
Forseti efri deildar var kjör-
inn Þorvaldur Garðar Krist-
jansson (S) með 14 atkvæðum en
5 seðlar voru auðir. Fyrri vara-
forseti var kjörinn Bragi Níels-
son (A) með 11 atkvæðum en 9
seðlar voru auðir. Annar vara-
forseti var kjörinn Eyjólfur
Konráð Jónsson (S) með 11
atkvæðum en 7 seðlar voru
auðir.
Hlutað um sæti
Þá var hlutað um sæti í efri
deild, þ.e. þingmenn drógu um
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, forseti efri deildar Alþing-
is.
sæti, eins og mælt er fyrir um í
þingsköpum. í neðrideild var
sætaúthlutun frestað. í báðum
þingdeildum komu frá ábend-
ingar um, að þingmenn sætu í
sömu sætum og á liðnu þingi.
Efasemdir voru uppi um, hvort
það samræmdist ákvæðum þing-
skapa að hluta ekki til um sæti
og andmæli á lofti gegn því, að
hverfa frá gamalli þinghefð.
í neðri deild krafðist Sverrir
Hermannsson (S) þess, að farið
yrði að þingsköpum og hefð
haldin. Ef forseti treysti sér ekki
til stjórnar á þeirri athöfn væri
staðgengiil til staðar (en Sverrir
er 1. varaforseti deildarinnar).
Sighvatur Björgvinsson (A) taldi
ekki óeðlilegt að þingmenn sætu
sem á fyrra þingi, utan þá
óhjákvæmilegu breytingu sem
ekki yrði um flúin (og mun hafa
átt við ráðgerða flutninga úr og í
ráðherrastóla). Albert Guð-
Árni Gunnarsson.
Oddur ólafsson, forseti Sameinaðs þings. Til'vinstri Ellert B.
Schram og til hægri Jón Helgason.
mundsson (S) Sagðist geta fall-
ist á sömu sætaskipan og áður —
enda sætu þá allir í fyrri sætum!
Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði
m.a. að forseti gæti komizt út úr
mestum vanda með því að fresta
dagskrárliðnum til morguns,
hvað var gert. Einar Águátsson
(F) taldi hér strax upp komið
„gat“ í nýjum stjórnarsáttmála
en kvaðst þó ekki hafa í hyggju
að leggja þar við bót. Þannig
slógu þingmenn á hina léttari
strengi, þó að ekki væru allir
þingmenn (eða ráðherrar) með
jafn hýrri há á þessum væntan-
lega næst síðasta starfsdegi ný-
byrjaðs Alþingis.
Fastaneíndir
Sameinaðs þings
Kjör í fastanefndir fór sem
hér segir:
Fjárveitinganefnd: Ellert B.
Schram (S), Pálmi Jónsson (S),
Lárus Jónsson (S), Eiður Guðna-
son (A), Finnur Torfi Stefánsson
(A), Alexander Stefánsson (F)
og Þórarinn Sigurjónsson (F),
Geir Gunnarsson (Abl) og Helgi
F. Seljan (Abl).
Utanrikismálanefnd: Ragn-
hildur Helgadóttir (S), Friðjón
Þórðarson (S), Árni Gunnarsson
(A), Karl Steinar Guðnason (A),
Einar Ágústsson (F), Gils Guð-
mundsson (Abl) og Jónas Árna-
son (Abl). Varamenn: Geir Hall-
grímsson (S), Eyjólfur K. Jóns-
son (S), Finnur T. Stefánsson
(A), Jóhanna Sigurðardóttir (A),
Ingvar Gíslason (F) Kjartan
Ólafsson (Abl) og Svava Jakobs-
dóttir (Abl).
Allsherjarnefnd: Lárus Jóns-
son (S), Ellert B. Schram (S),
Bragi Níelsson (A) Gunnlaugur
Stefánsson (A), Páll Pétursson
(F), Jónas Árnason (Abl) og
Ölafur Ragnar Grímsson (Abl).
Atvinnumálanefnd: Friðrik
Sóphusson (S), Jón G. Sólnes (S),
Björn Jónsson (A), Jóhanna Sig-
urðardóttir (A), Þórarinn Sigur-
jónsson (F), Stefán Valgeirsson
(F), Kjartan ÓLafsson (Abl).
Þingfararkaupsnefnd: Sverr-
ir Hermannsson (S), Friðjón
Þórðarson (S), Árni Gunnarsson
(A), Eiður Guðnason (A), Ingvar
Gíslason (F), Garðar Sigurðsson
(Abl) og Stefán Jónsson (Abl).
Vetrarstarf Skál*
holtsskóla hafið
Sunnudaginn 30. september
hófst vetrarstarf Skálholtsskóla
með guðsþjónustu í Ska-
lholt og skólasetningu í sal. Við
guðsþjónustuna predikaði séra
Eiríkur J. Eiríksson, prófastur í
Árnesprófastsdæmi, en séra
Guðmundur Óli ólafsson, so-'
knarpre í Skálholti, þjónaði fyrir
altari. Organleikari var Glúmur
Gylfason, en hann hefur nú um
nokkurra ára bil annast tæ
nlistarkenns við Skálholtsskóla
og jafnframt verið organleikari
Skálholtskirkju og stjórnandi
Skálholtskórsins.
I skólasetningarræðu drap
rektor Skálholtsskóla, séra
Heimir Steinsson, nokkuð á ny-
afstaði sumarnámskeið í Ska:
lholt en reifaði að öðru leyti
fyrirhugaða starfsemi skólans á
vetrinum. Mun skólinn starfa í
tveimur deildum líkt og undan-
farin ár, og eru innritaðir
nemendur nær fimm tugum.
Fastir kennarar við skólann eru
tveir, auk rektors, en nokkrir
stundakennarar koma þar og við
sögu.
Við skólasetningu flutti frú
Astrid Hannesson ávarp og af-
henti Skálholtsskóla að gjöf
bækur úr safni Jóhannes heitins
Hannessonar professors. Er þar
um að ræða bækur um sundur-
leitustu efni, og auka þær enn það
safn, er á sínum tíma mun saman
koma í fyrirhugaðri Skal:
holts Bókum þessum hefur nú
verið komið fyrir í salarkynnum
skólans.
Ýmsir góðir gestir voru við-
staddir skólasetningu í Skálholti,
eldri nemendur skólans og aðrir
velunnarar hans, þeirra á meðal
biskup íslands, herra Sigurbjörn
Einarsson. Að lokinni kaffi-
drykkju í matsal söfnuðust heima-
menn og gestir til aðalfundar
Skálholtsskólafélagsins. Fundin-
um stýrði Jón Guðmundsson,
bóndi að Fjalli á Skeiðum. Á
fundinum var þess minnst, að nú
eru tíu ár liðin frá því að Ska-'
lholtsskóiafélag tók til starfa, en
stofnfundur þess var haldinn á
Prestastefnu árið 1969. Fundar-
menn færðu félaginu árnaðaróskir
og hylltu Þórarinn Þórarinsson,
fyrrum skólastjóra að Eiðum, en
hann hefur verið formaður Ska-'
lholtsskólafélagsi frá upphafi.
Jafnframt rakti biskup aðdrag-
andann að stofnun Skálholtsskóla
og ræddi þau grundvallarviðhorf,
er borið hafa uppi endurreisn
Skálholts frá öndverðu til þessa
dags.
Síðasti þingfundur ráðherranna
I dag, þegar Alþingi fundar, sitja nýir ráðherrar í þeim sætum, sem hér sjást mönnuð ráðherrum
fráfarandi vinstri stjórnar. Frá vinstri: M"~nús H. Magnússon félagsmálaráðherra, sem heldur stól
sínum í nýrri ríkisstjórn, Ragnar Arnalds menntamálaráðherra raðar skjölum sínum í tösku, Benedikt
Gröndal utanríkisráðherra flytur sig yfir í stól viðmælanda síns, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra,
Tómas Árnason fjármálaráðherra, Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra, Svavar Gestsson
viðskiptaráðherra og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra.
Frá Skálholtsskóla.