Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
Brunaö um é spegilsléttum Hvalfiröinum.
Dölaö undir Þyrli, sem rís tignarlega til móts viö Magna.
Texti og myndir:
Agiíst Ásgeirsson
Þegar minnst er á Magna,
kviknar samstundis á perunni hjá
hálfri þjóðinni og ríflega það. Það
vita flestir að verið er að tala um
dráttarbát Reykjavíkurhafnar, en
segja má að Magni sé tákn alls
þess lífs og þeirra umsvifa sem
daglega eru við höfnina, auk þess
sem hann er táknrænn fyrir hag-
leik íslenzkra handverksmanna
þar sem hann er fyrsta stálskipið
sem smíðað var á Islandi. Blm.
Mbl. brá sér í ferð með Magna og
kynnti sér störf áhafnar „tíma-
mótaskipsins", eins og Jóhannes
Ingólfsson skipstjóri réttilega
kallaði fleyið, er Magni aðstoðaði
skip úr fastaflota Nato á fyrsta
degi kurteisisheimsóknar flotans
á dögunum.
I þessari ferð aflaði Magni
gjaldeyris fyrir þjóðarbúið. „Þetta
er allt á kostnað Nato. Þeir borga
fyrir daginn í grænu," sagði Jó-
hannes er við lögðum upp í ferðina
frá bryggjunni, sem búin var til
handa ríkisskip en komið hefur að
litlum notum ennþá. „Ætli það
kosti ekki bandalagið um eina
milljón að leigja Magna í þetta
sinn. Við verðum skipunum sem
taka olíu í Hvalfirði til aðstoðar er
þau leggjast að bryggju, ef á þarf
að halda, og dagurinn fer allur á
reikning bandalagsins, eða þar til
við bindum festar í Reykjavík í
kvöld.“
Er Magni stefndi út Engeyjar-
sund mátti sjá fastaflotann bera
við sjóndeildarhringinn í norð-
vestri. Á radarnum virtust skipin
sigla í beinni línu og með jöfnu
millibiii milli skipa. En þarna var
og skip sem á radarskerminum
virtist í skipalestinni, en var það
þó ekki þegar til kom. Þetta var
rússneskur „togari" og á daginn
átti eftir að koma að Rússar
fylgjast vandlega með ferðum
fastaflotans.
Þegar skipin færðust nær hófst
mikil lota í talstöðinni þar sem
rússneski togarinn og Nato-skipin
spurðust fyrir um siglinguna inn
sundin, viðlegupláss o.fl. Sá loft-
skeytamaður sem byrjaði talaði
með áberandi skozkum hreim, eins
og innfæddum skotum einum er
lagið, en Jóhannes sagði að þetta
væri loftskeytamaður Rússa. Eftir
því sem nær dró virtist skipulag
heimsóknar Nato-skipanna breyt-
ast, því stöðugt var verið að
breyta hvar hvert skipanna legðist
við bólfestar, hvaða skip legðust
að bryggju, hvert þeirra fengi
lóðs, o.s.frv. Eftir um það bil
klukkustund mátti heyra að yfir-
mönnum skipanna var farið að
leiðast þófið þar sem þeir voru
engu nær.
„Þetta er nú meiri kjaftavaðall-
inn,“ sagði Jóhannes er talstöðin
hafði ekki þagnað í um klukku-
stund. „Já, það kjaftar á þeim
hver tuska,“ sagði Símon Guðjóns-
son vélstjóri og tók undir orð
Jóhannesar um leið og hann sneri
stýrinu í stjór og sveigði fyrir
ljósbaujuna við Brekkuboða, en
Símon stóð stýrisvaktina á sigl-
ingunni upp í Hvalfjörð.
Á stíminu að Brekkuboðabauju
sagði Jóhannes að oft væri streng-
ur út Hvalfjörðinn sem gerði það
að verkum að sjó ýfði talsvert, og
væri siglingin þá ekki sérstaklega
skemmtileg þar sem Magni léti
ekki vel í öldugangi. En að þessu
sinni var sléttur sjór að kalla,
örlítill strengur þó í mynni Hval-
fjarðar og þar slettist sjórinn upp
á stýrishúsið er öidupusið barði
kinnunga Magna.
Er við höfðum beygt hjá
Brekkuboðabauju og tekið stefnu
á Hnausaskersbauju opnaði Sig-
urður Petersen stýrimaður lúgu á
gólfinu í kortaklefanum og kallaði
upp í stýrishús að rjúkandi kjöt-
súpa hefði verið framreidd í mat-
sal, létu Jóhannes og Símon ekki
segja sér það tvisvar og ruku niður
en Sigurður tók við stjórninni. í
matsal var mættur Birgir Olgeirs-
son vélstjóri og meðan skipshöfn-
in gæddi sér á ljúffengri súpunni
JóhannM Ingólfason skipatjóri á
Magna.
var hlaupið á helzta sem ljóst var
að framundan var þann daginn.
Meistarar í
matargerð
Súpan var sælgæti, en auk
hennar báru saltkjötsrétturinn í
hádeginu og smásteikin um kvöld-
ið þess merki, að Magnamenn eru
snillingar í matargerð. Á milli
máltíða var séð til þess að nóg
væri jafnan á könnunni. Blm. var
boðið upp á kaffi í einu herskip-
anna við bryggju í Hvalfirði, en
það fyrsta sem hann gerði er hann
fór frá borði var að fá sér kaffi um
borð í Magna til að bæta upp
glundrið í Nato-skipinu. Og Herði
Þórhallssyni hafsögumanni líkaði
ekki sopinn um borð í birgðaskip-
inu, svo að hann skellti sér yfir í
Magna við Hvalfjarðarbryggjuna
og fékk sér bolla af betri gerðinni.
„Annars er þetta ekkert að marka
með hann Hörð,“ sagði Símon í
spjalli úti við lunninguna. „Hann
vill kaffið svo sterkt að helzt þurfi
að klippa á það þegar því er hellt
úr könnunni."
Hátíð í
olíustöð
Það var líf og fjör við olíu-
bryggju Nato í Hvalfirði þennan
þriðjudagsmorgun, hálfgerður
hátíðisdagur þeirra þrettán
manna er starfa í olíustöð varnar-
liðsins þar. Kanadíska freigátan
Nipigon og hollenzka freigátan
Isaac Sweers voru tiltölulega
fljótar að taka olíu, en öðru máli
gegndi með brezka birgðaskipið
Green Rover sem tók nokkur
þúsund tonn og var því við
bryggju í margar klukkustundir.
Þar sem veðurblíða var svo innar-
lega í firðinum þurftu freigáturn-
ar ekki aðstoðar Magna við, enda
lipur skip, en hins vegar þurfti að
stjaka Green Rover að bryggju og
allt þar til að skipið hafði verið
bundið kyrfilega með rammgerð-
um og digrum landfestum. Og
meðan eitt skipið sigldi frá og
annað að dólaði Magni yfir að
Hvítanesi þar sem var mikil her-
stöð á stríðsárunum. Glöggt mátti
sjá rústir margra bygginga þar og
útveggir tveggja stóðu enn uppi.
En bryggjan, sem eitt sinn var
rammgerð og þjónaði sínu hlut-
verki, er nú hrörleg og lúin, og
ekki lengur til stórræða. Á
bryggjusporði stóðu leifar gamals
flutningavagns, en hann og mikil
víradræsa, sem Jóhannes sagði að
verið hefði kafbátagirðing og var
hálfdregin úr sjó, báru þess merki
að lífið hefði stoppað mjög skyndi-
lega á þessum stað.
Messinn endaði
sem skipstjóri
Meðan staldrað var við í Hval-
firði gafst tóm til að ræða við
Jóhannes skipstjóra. Jóhannes
hefur verið á sjónum í tæpa þrjá
áratugi, þar af verið skipstjóri á
Magna frá 1. janúar 1972. Fyrstu
11 ár sjómennskunnar var Jó-
hannes á Vatnajökli, byrjaði þar
sem messi, var þá viðvaningur,
síðar kokkur, bátsmaður, 2. stýri-
maður, 1. stýrimaður og loks
skipstjóri. Merkilegur og langur
ferill á einu og sama skipinu, og
minnir helzt á sögur af sendlum
sem enduðu sem forstjórar stór-
fyrirtækja.