Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
13
Sigurður Óskarsson á Hellu:
Mmni Verðbólgu-
stjórnarinnar
Allt annað
líf
Er Jóhannes loks sagði skilið við
Vatnajökul, tók hann við stýri-
mennsku og skipstjórn á Hofs-
jökli, og varð síðar fastur skip-
stjóri á Langjökli og Drangajökli.
í siglingunum hefur Jóhannes
komið víða við, var m.a. í langan
tíma í ávaxtaflutningum milli
Marseilles í Frakklandi og Casa-
blanca í Marokkó fyrir franska
fyrirtækið Company Paquet. „Það
gáfust flestir upp á þessum flutn-
ingum þar sem menn voru lang-
tímum saman fjarri heimaland-
inu. Eitt sinn liðu níu mánuðir
áður en við komumst heim, og þá
varð mælirinn fullur. Það er allt
annað líf að vera skipstjóri á
Magna, og raunar ekki hægt að
bera það saman við að vera í
siglingum. Þetta er það sem allir
sækjast eftir, að komast í starf í
landi sem tengt er skipstjóranám-
inu. Þau eru fá og umsetin," sagði
Jóhannes.
Fjölskyldan með
Jóhannes sagði að fjölskyldan
hefði stundum verið um borð hjá
honum í langferðum á sumrin.
Þannig var hún um borð í Lang-
jökli í þrjá mánuði sumarið 1966,
kom um borð í Helsingborg í
Svíþjóð um vorið og fór heim frá
New York eftir fimm ferðir yfir
Atlantshaf. Og hvað erfingjana
snertir, þá hefur gamla máltækið
að eplið falli sjaldan langt frá
eikinni enn einu sinni verið stað-
fest, þar sem Ingólfur sonur Jó-
hannesar lauk í vor prófi úr
Stýrimannaskólanum, og er nú
stýrimaður á Skógarfossi.
365 daga í
viðbragðsstöðu
Við fræddumst einnig um hlut-
verk „tímamótaskipsins" meðan
staldrað var við í Hvalfirði.
Jóhannes sagði að fjórir væru á
hvorri vakt á skipinu, og um
helgar væri önnur vaktin á svo-
kallaðri gæzluvakt, þannig að 365
daga á ári væri Magni til reiðu til
að sinna ýmsum þjónustustörfum.
„Það er boðið upp á örugga þjón-
ustu fyrir skip og báta með svo til
engum fyrirvara, eins og málum
er háttað. Auk þess að aðstoða
skip upp að hafnarbakkanum er
talsvert um að við flytjum vatn í
skip, og á sumrin höfum við flutt
fólk í land af farþegaskipum sem
hafa viðdvöl hér. Þannig fluttum
við eitt sinn í sumar um 270
manns í ferð.
Þá önnumst við viðhald og
umsjón allra bauja á hafnarsvæð-
inu, en þær eru teknar í land einu
sinni á ári hverju til skoðunar.
Stærsta skipið sem Magni hefur
aðstoðað var 60.000 tonna súrál-
skip, er kom til landsins sumarið
1977, en til samanburðar má geta
þess að Magni er 184 tonn.“
Símon fer ekki
troðnar slóðir
Eins og að framan segir eru
fjórir á hvorri vakt á Magna, en í
áhöfn Jóhannesar eru stundum
fimm, ef með er talinn skipshund-
urinn Bangsi. Bangsi fór ekki í
þessa 16 klukkustunda ferð, senni-
lega þótt hún of löng, eða að
honum hafi ekkert verið gefið um
hermenn og blaðamenn.
Elzta kempan um borð var
Símon vélstjóri. Honum varð tíð-
rætt um landbúnaðinn og í þeim
efnum fór hann ekki troðnar
slóðir. Var hann þeirrar skoðunar
að íslendingar ættu að borða
vandamálið, eins og hann orðaði
það, en ekki fisk, sem væri út-
flutningsvara er gæfi beinharðan
gjaldeyri í aðra hönd og þyrfti
ekki útflutningsmeðlag. Símon
sagði að það væri liðin tíð að
bændur, einkum bændasynir,
flykktust til verstöðvanna og ynnu
fyrir peningum til að létta undir
við búreksturinn. Nú þætti bænd-
um, sem sumir hverjir væru
skussar og þúsundum of margir,
það hins vegar sjálfsagt að hið
opinbera og landsmenn fram-
fleyttu þeim, og að þeim yrði lagt
allt upp í hendurnar.
Og fastafloti Nato átti einnig
hug Símonar. Hann sagði flotann
ekki vera nógu stóran. Hernaðar-
máttur vesturveldanna þyrfti að
vera það mikill að þau gætu sett
Rússum st'linn almennilega fyrir
dyrnar, ef þeir hygðust vera með
einhvern derring. „Þessir smábal-
ar eru ekki nóg. Rússar hræðast
þá ekkert," sagði Símon, sem lét
sitt ekki eftir liggja þegar tími
gafst til skrafs, en þá kom hann
gjarnan víða við og hélt sinni línu
til streitu. Varð honum hvergi
haggað.
Velmegun við
beltisstað
Sigurður Pétursson stýrimaður
var yngstur og sennilega léttastur
á sér í áhöfninni, þótt hann
kvartaði undan því að velmegunin
væri farin að setja mörk á sig við
beltisstað. Sigurður hljóp léttilega
um borð í herskipin til að láta
yfirmenn þeirra kvitta fyrir að-
stoðina í sérstaka bók.
Þeir Sigurður og Birgir Olgeirs-
son vélstjóri deildu matargerð-
inni, sem þeim hefur verið hælt
fyrir. Birgir varði miklum hluta
ferðarinnar í vélarrúminu við
1.000 hestafla Deutz-vélina, sem
knýr Magna áfram með 11 sjó-
mílna hraða á klukkustund ef með
þarf. Jóhannes sagði að venjulega
væri hámarksferð þó aðeins átta'
sjómílur, þar sem olíukostnaður
vegna 10 sjómílna keyrslu væri
tvöfalt meiri en ef siglt væri með
átta mílna hraða.
Birgir skartaði splunkunýrri
ljósmyndavél sem hann prangaði
út úr verzlunareiganda á Flórída
er hann sólaði sig þar í sumar.
Með margar linsur að vopni leit
helzt út fyrir að hann væri blaða-
ljósmyndari að atvinnu, og var
ekki laust við að blaðamaður
bliknaði við hlið hans þegar hann
mundaði myndavélina eins og
þaulvanur ljósmyndari.
Flautukonsert
á höfninni
Á stíminu til Reykjavíkur
skömmu eftir kvöldmál var komið
svartamyrkur og værð farin að
færast yfir mannskapinn, sem
annars var eldhress allan túrinn.
Nú varð að stýra eftir ljósmerkj-
um og radar og gekk ferðin vel. Á
útleiðinni sigldi Green Rover fram
úr og í mynni fjarðarins mætti
Magni sanddæluskipinu Sandey,
sem var að sækja byggingarefni á
botn fjarðarins. Og þegar nær dró
Reykjavík komu mörg skip og
bátar fram á radarskerminum.
Stórfenglegt var að sjá Reykjavík
og Seltjarnarnesið frá sundunum.
Ljósahafið mikið og bjarmi yfir
byrgðinni.
Á ytri höfninni lá einn foss
Eimskipafélagsins og beið aðstoð-
ar Magna. Festar voru stáltaugar
milli skipanna og stjakaði Magni
skipinu upp að bryggju. Jóhannes
og Sigurður Þorgrímsson hafn-
sögumaður er „tók“ fossinn inn,
töluðust við með hljóðmerkjum
þegar um var að ræða að setja
vélarnar í afturábak eða áfram, og
af þeim sökum var mikill
flautukonsert síðasta spölinn að
bryggjunni.
Er þessu verki var lokið lá það
eitt fyrir að koma Magna fyrir í
sínu venjulega læri. Þegar land-
festar höfðu verið bundnar var
vatnsslanga tengd á stút vatns-
tanka Magna, sem taka 50 tonn,
þar sem fyrir lá að flytja vatn um
borð í einhver skip Nato að
morgni. Ánægðir með daginn
héldu Magnamenn frá borði, og
hröðuðu sér á vit svefndísanna,
þar sem þeirra beið ný vakt að
morgni. Ánægjulegum degi var
%okið, degi þar sem blm. kynntist
starfi er lætur lítið yfir sér, en er
nauðsynlegur hlekkur í lífkeðju
þjóðarinnar og ekki ómerkari en
önnur störf. En mest þótti þó blm.
koma til sjálfra mannanna um
borð, merkilegra karla sem sæmd
er að.
Með hliðsjón af þeirri hörðu
baráttu sem verkalýðshreyfingin
og þá einkum og sér í lagi
Verkamannasamband íslands
hefur háð til þess að halda hlut
láglaunahópanna í þessu landi og
vernda kaupmátt launa þeirra þá
ber að harma, að sú ríkisstjórn
sem kallast verður skilgetið af-
kvæmi sambandsstjórnar Verka-
mannasambandsins skuli ekki
hafa reynst þess trausts verð sem
henni hefur verið sýnt.
Það ber að harma, að fyrir það
umburðarlyndi, sem ríkisvaldið
hefur notið af hálfu verkalýðs-
hreyfingarinnar síðustu misseri
og veitt var í trausti þess að kjör
verkafólks væru varin , hefur
þetta ríkisvald launað með
óstjórnaraðgerðum sem valdið
hafa kaupmáttarskerðingu launa
þeirra sem minnst mega sín í
þessu landi í efnahagslegu tilliti.
Óðahækkanir
hátekjuhópa
Á sama tíma hefur það ríkis-
vald, sem þóttist vera sverð og
skjöldur lágtekjufólksins í land-
inu látið viðgangast og jafnvel
stuðlað að óðahækkunum há-
launahópa og má í því samb.
nefna alþ.menn, ýmsa embættis-
mannahópa, flugmenn og marga
fleiri hálaunahópa.
Sigurður Óskarsson.
Afkvæmið
launaði með
óstjórnar-
aðgerðum
Á meðan skattahækkunum, bú-
vöruhækkunum og öllum mögu-
legum hækkunum er dembt yfir
láglaunafólk án bóta og í beinni
andstöðu við verkalýðshreyfing-
una myglar innihald félagsmála-
pakkans af óhirðu óstjórnar og
óðaverðbólgu.
Klyf jar og
þrælahöld
Það hlýtur að verða að gera þá
kröfu sem algjöra lágmarkskröfu,
að verkafólk á íslandi geti lifað
sómasamlegu lífi af dagvinnu-
launum sínum og framfleyta
megi fjölskyldu af dagvinnulaun-
um verkamannsins á hverjum
tíma.
Hinn almenni launamaður,
verkamaðurinn og verkakonan fá
því aðeins haldið sjálfsvirðingu
sinni og þjóðin fær því aðeins
haldið virðingu sinni, að þetta
fólk geti lifað eðlilegu lífi sem
efnahagslega sjálfstæðir ein-
staklingar.
Þetta getur hinn almenni
verkamaður ekki í dag nema að
lifa í þrælaböndum óhófslegs
vinnutíma undir klyfjum okur-
vaxta eða okurleigu, lokunarhót-
unum rafmagns og síma og
fógetaaðgerðum vegna skattpín-
ingar. Um margt má deila hvað
varðar leiðir til að ná þeim
markmiðum sem samtök verka-
fólks stefna að, en það er ljóst að
slíkum markmiðum verður ekki
náð undir verðbólgustjórn.
NÝ hverfi rísa í Hólminum og hefur
byggingarlóðum verið úthlutað í Nes-
hverfi og Áshverfi og þegar farið að
byggja þar að réði. Þó eru ekki allir
byrjaðir að byggja þar því tímarnir
gefa ekki lilefni til mikilla étaka eins
og er og með vinstri stjórn yfir höfði
sér og fjérmélaóreiðu er eðlilegt að
margir bíði, þótt það sé ekki svo gott.
En hverfi þessi geta orðið bæöi falleg
og skemmtileg íbúðarhverfi. Raf-
magnsveitur og Póstur og sími eru aö
leggja jarðstrengi í hverfin; þeir sem
lengst eru komnir bíða eftir síma bæði
nýjum og flutningum. — Fréttaritari.
Kærar þakkir
['■
færi ég ykkur börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum, frændfólki,
sveitungum og vinum fyrir gjafir, heimsóknir
og ógleymanlegan dag á áttræöisafmæli
mínu.
Guö blessi ykkur öll.
Margrét Oddný Hjörleifsdóttir.
10 ára afmodi
í 10 daga gefum viö
10—20% afslátt
af öllum vörum í verzluninni.
fíMtiinwh últið
IÐNAÐARHUSINU.