Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
i Morgunblaðið á Verkamannasambandsþingi
LIÐLEGA hundrað fulltrúar verkaljðsfélaga landsins
sátu 9. þinK Verkamannasambands Islands á Akureyri
um helgina. Mestar umræður urðu um kjaramálin, en
einnig komu ýmis önnur hagsmunamál verkamanna til
umræðu. Fram kom hjá öllum ræðumönnum að illa hefði
til tekizt varðandi kjaramálin hjá hinni fráfarandi
verðbólgustjórn. eins og einn þingfulltrúinn kallaði
vinstri stjórnina. Fjölmargir ræðumenn úr öllum
stjórnmálaflokkum fjölluðu um verndun láglauna, en
afgerandi ályktun um það mál kom fram fyrir skömmu
hjá Verkalýðsráði Sjálfstæðisflokksins. Undirtónn þing-
haldsins markaðist mjög af óánægjuöldum vegna
stjórnarslitanna og klofnuðu fylkingar alþýðuflokks-
manna og Alþýðubandalagsins um kjör varaformanns,
en alþýðubandalagsmenn höfðu unnið markvisst að því
að fella Karl Steinar Guðnason sem varaformann
Verkamannasambandsins. Var þeirri atlögu hrundið.
Formaður Verkamannasambandsins, Guðmundur J.
Guðmundsson, var endurkjörinn. Morgunblaðið sat
þing Verkamannasambandsins og segir hér frá almenn-
um umræðum um kjaramál og fleira:
aö aðeins vantaði orgelið til þess að
heildarsvipur væri á meðferð máls-
ins. „Við eigum ekkert að vera
ánægð hér, ekki hrópa halleljúja
um að allt sé í lagi þegar því fer
fjarri að svo sé,“ sagði hann, „ég
harma hvernig fór hjá hinu skil-
getna afkvæmi verkalýðsins. Þetta
ríkisvald ætlaði að vera sverð og
skjöldur okkar verkamanna, en það
hefur hins vegar staðið að launa-
hækkunum hálaunahópa.
Það er lágmarkskrafa að verka-
maður geti framfleytt fjölskyldu
sinni án þrælahalds, við eigum ekki
að senda neitt klapp héðan um að
allt sé í lagi, það er ekkert í lagi.
Skattar, okurlán og allt í vitleysu
og við erum alltaf undir við hverja
hækkun.“
„Svo margt mistekist
hjá vinstri stjórninni“
Eðvarð Sigurðsson, formaður
Dagsbrúnar, Reykjavík, kvað
marga velta því fyrir sér hver væri
Harðari stefnu-
mörkun í kjara-
baráttunni
Hilmar Jónasson frá Hellu for-
maður Verkalýðsfélagsins Rang-
æings tók fyrstur til máls í al-
mennu umræðunum um kjaramál
og taldi að það kæmi ekki nógu
skýrt fram hjá verkamönnum hvað
þeir vildu leggja mesta áherzlu á í
kjaramálabaráttunni. Hann kvað
nauðsynlegt fyrir Verkamannasam-
bandið að setja fram harðari
stefnumörkun í kjaramálabarátt-
unni og þá hvað hann brýna
nauðsyn til að mótmæla kjara-
skerðingunni á tímabili fráfarandi
vinstri stjórnar þar sem kaup-
gjaldsmál hefðu legið undir hamri
húsbóndaréttarins með sífelldum
skömmtunum úr hnefa. Þá lagði
Hilmar fram tillögu um skipan 5
manna vinnumálanefndar því hann
kvað það brýnt viðfangsefni fyrir
verkamannasamtökin að hafa
Jón Karlsson
Eðvarð Sigurðsson
Gaðaundur Hallvarðaaon
Slgurður Oskarsson
Scmundur Valdimarsaon
Gunnar Mór Kristófersson
Jóhann G. Mðller
Bragi Haraldsson
Kolbeinn Friðbjarnarson
Þorlákur Kristinsson
frumkvæði að könnun og þróun
þeirra mála. Hilmar minnti einnig
á að forysta verkamanna ætti að
gæta hagsmuna umbjóðenda sinna
gagnvart iðnaðarmönnum, sem
sífellt tryggðu stöðu sína í kjara-
málum oft á kostnað verkamanna.
,Samt myndi halla á
bykkjunni ef hengt yrði upp”
„Frekar rýr
í roðinu“
Guðmundur Hallvarðsson frá
Reykjavík kvað þingfulltrúa
smjúga lævíslega í umræðum fram
hjá þeirri pólitísku stöðu sem upp
væri komin. „Það fer ekki vel á því,
á barnaári," sagði Guðmundur, „að
aðalfeður ríkisstjórnarinnar skuli
þegja um þetta þunnu hljóði eins og
nú væri ástatt fyrir króganum."
Þá gagnrýndi Guðmundur að
kjaramálaályktunin væri lögð fram
á öðrum degi þingsins og „þá frekar
rýr í roðinu." Kvað hann ályktunina
fremur hafa sögulegt gildi en að
hún setti fram markmið. „Ef við
ætlum að taka okkur alvarlega,"
sagði Guðmundur, „verðum við að
marka stefnu sem á að vera leið-
andi fyrir kjaramálaráðstefnu ASI“
og taldi hann að stefna bæri að því
að endurheimta þann kaupmátt
sem sólstöðusamningarnir hefðu
hljóðað upp á. Gagnrýndi hann
almennt orðalag kjaramálaályktun-
arinnar sem aðeins gæfi tækifæri
til undanbragða og bellibragða.
„Það liggur hins vegar fyrir," sagði
Guðmundur, „að það verður ekki
aðeins heilt helvíti að ná þessum
kaupmætti, það verður eitt og hálft
helvíti."
„Sverðið og
skjöldurinn stóðu
að launahækkun
hálaunahópanna“
Sigurður Óskarsson, formaður
verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins,
frá Hellu kvaðst telja umræðu um
kjaramál á ráðstefnunni á því stigi
vígstaða verkamanna. Kvað hann
ekki raunhæft að leggja fram óska-
lista, því inn í dæmið kæmu ytri
skilyrði, efnahagsleg og pólitísk
staða og út frá því yrðu menn að
meta það hvernig stakk þeir vildu
sníða sér. „Staða okkar verður
varnarbarátta," sagði Eðvarð, „eins
og hún hefur verið frá 1977. Við
þurfum að endurheimta þá samn-
inga auk félagslegra þátta. Við
þurfum að samfylkja öllu Alþýðu-
sambandinu til baráttu."
Eðvarð brýndi menn til þess að
gera sér grein fyrir því hver
stjórnmálaþróunin væri og kvaðst
óttast mjög að hægri öflin fengju
byr undir báða vængi þar sem svo
margt hefði mistekist hjá vinstri
stjórninni á einu ári. „Tiltrúin er
því ekki mikil í landinu," sagði
þingmaðurinn. Þá kvað hann það
ljóst að allt s.l. ár hefðu verið sterk
öfl í fráfarandi ríkisstjórn sem
hefðu unnið að skerðingu á kjörum
launafólks til þess að ná tökum á
verðbólgunni í landinu.
„Við höfum reynslu af því,“ sagði
Eðvarð, „að það sem Vinnuveit-
endasambandið segir í vísitölumál-
um hefur verið stefna Sjalfstæðis-
flokksins. Við getum ekki sett
traust okkar á forystu stjórnmála-
manna eins og fram hefur komið.
Sameinuð verkalýðshreyfing er það
eina sem getur komið í veg fyrir
meiri kjararýrnun. Til varnar verð-
ur að snúast án tillits til
stjórnmálaskoðana, aðalatriðið er
að sameinast um kjarabaráttu okk-
ar.“
Má ekki gleyma
höfuðóvininum
Bjarnfríður Leósdóttir varafor-
maður Verkaðlýsfélags Akraness
veittist að Karii Steinari Guðna-
syni og kvaðst heimta svör við því
hvort hann hefði slitið stjórnar-
samstarfinu í samráði við verka-
lýðshreyfinguna.
Bjarnfríður spurði hvort ekki
væri um neina stefnu að ræða í
launamálunum, hvort aðeins væri
um varnarstöðu að ræða. Þá fjallaði
hún um verðtryggingu lífeyrissjóða
og gagnrýndi harðlega að launafólk
sæti ekki við sama borð í vöxtum af
lífeyrissjóðslánum eins og opinber-
ir starfsmenn sem greiddu 18—19%
vexti.
Þá vék Bjarnfríður að starfi
Vinnuveitendasambandsins og kvað
þá búa yfir öllum kúnstum sem til
þyrfti, allt frá auglýsingakúnstum
upp í reikningskúnstir. Þá minnti
hún á að verkafólk mætti aldrei
gleyma því hver væri þeirra höfuð-
óvinur, „embættismenn í góðu stöð-
unum hafa með kjaradómi afhent
yfirmönnum margföld laun miðað
við verkafólk". Þá spáði Bjarnfríður
í stjórn landsins og sagði. „Ég held
að það verði fljótgert að íhalds-
stjórn lækkar mjög fljótt laun
þegar hún tekur við völdum, við
þurfum að átta okkur á því, jafnvel
meira en nú hefur verið gert.“
„Láglaunafólkið situr
ávallt eftir“
Kolbeinn Friðbjarnarson formað-
ur Vöku á Siglufirði kvaðst telja tvö
viðfangsefni mikilvægust. í fyrsta
lagi kvaðst hann vænta nýrra
heildarkjarasamninga um áramót-
in og í öðru lagi kvað hann brýnt að
tryggja launajöfnunarstefnu og í
því sambandi nefndi hann það sem
skilyrði að verðbætur yrðu í jafnri
krónutölu á öll laun í stað prósenta.
Kolbeinn fjallaði um það að lág-
launafólkið sæti ávallt eftir í því
launakerfi sem byggt væri á í
landinu. Kolbeinn taldi að þar sem
vinstri stjórnin væri nú fallin yrði
glíman við ríkisstjórn þar sem
hægri öflin í landinu réðu ferðinni
og hann kvað það blekkingu að
ræða ekki á þinginu hvers væri að
vænta af slíkri stjórn.
Taldi hann að slík stjórn myndi
ganga allharkalega á kaupmátt
launa ekki síðar en í maí 1980, og að
dregið yrði úr þeirri miklu atvinnu
sem nú hefur verið og þar með
skapað hæfilégt atvinnuleysi í land-
inu. Taldi hann að það yrði notað
sem vörn gegn verðbólgu að færa
niður launin. „Ef við eigum að geta
varist þessum stjórnvöldum verð-
um við að standa saman," sagði
hann.
Sótt á hina
lægst launuðu
Jóhann G. Möller frá Siglufirði
fjallaði nokkuð um það að þing
Verkamannasambandsins væri
haldið á tímamótum þar sem sótt
væri á hina lægst launuðu. Þá
fjallaði hann nokkuð um mismun-
inn á launum milli iðnaðarmanna í
ASI og verkamanna.
Ákveðin stefna í
vinnuverndarmálum
Sæmundur Valdimarsson frá
Reykjavík ræddi um tillögu sem
hann flutti um vinnuverndarmál.
Taldi hann brýnt að Verkamanna-
sambandið og verkalýðshreyfingin
mótaði ákveðna stefnu í vinnu-
verndarmálum og framfylgdi
henni, svo þeirri óhæfu linijti að
verkafólk yrði að vinna lengstan
vinnudag allra þegna þjóðfélagsins.
„Glíma við draug“
Jón Karlsson formaður verka-
mannafélagsins, Fram á Sauðár-
króki fjallaði um fall fráfarandi
vinstri stjórnar og sagði að menn
hefðu gert sér vonir en þær hefðu
ekki rætzt. Kvað hann því brýnt að
samstaðan yrði treyst, kannski
meira en oft áður. Kvaðst Jón telja
að launajöfnun ætti að framkvæma
á þann hátt að fá inn í samninga
ýmis atriði sem aðrir hafa náð fram
auk margvíslegra félagsbóta. Þá
fjallaði hann um það að erfitt væri
fyrir kjarabaráttu þar sem litlir
hópar sigldu einskipa og þannig
væri þessi barátta oft eins og glíma
við draug. Kvað hann Ijóst að
verðbólguþjóðfélagið skapaði verri
lífskjör fyrir launafólk.
„Þið klappið,
en ekki meir“
Þorlákur Kristinsson fulltrúi
farandverkafólks taldi aðkomufólk
í bæjum gleymda stétt verkafólks.
Þarna væri um að ræða 2000—3000
manns. „Þið klappið fyrir fulltrúa
farandverkafólks,“ saðgi hann, „en
ekki meir. Að því loknu er þetta
útkljáð mál, þið gætuð eins hafa
látið blómaræktarmann flytja ykk-
ur ávarp.“
Þá fjallaði Þorlákur um það að í
frumvarpi til laga um aðbúnað á
vinnustöðum væri ekki stafkrókur
um verbúðir. „Hvað er orðið um
samhyggjuhugsjón verkamanna og
samstöðu? Hvers vegna fáum við
engan hljómgrunn? Er það vegna