Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 17 Vel lítur út með haustvertíð vestra haldist tíðin góð Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, flytur ræðu á flokks- ráðsfundinum sl. sunnu- dag. stjórninni meðan hún situr. Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgist á engan hátt dagleg störf stjórnarinnar. Stuðningur flokksins miðast við það eitt að ná fram þingrofi og nýjum kosningum sem allra fyrst. Litið er á stjórnina sem leifar vinstri stjórnarinnar, illa nauðsyn, og Alþýðuflokknum verði ekki veitt nein grið í kosningabaráttunni. Hann verði kallaður til ábyrgðar á verkum síðustu stjórnar eins og hinir flokkarnir. 5) Stjórnin kalli þing saman í síðasta lagi 10 dögum eftir kosningar og segi þá af sér. Þetta skilyrði undirstrikar, að hér er í raun um stjórn að ræða, sem aðeins er til í því skyni að hrinda einu megin- verkefni í framkvæmd. Geir Hallgrímsson sagði, að af hálfu Alþýðuflokksins hefði verið fallist á öll þessi skilyrði. Þar með hefði legið næst fyrir að kalla flokksráð saman til að fjalla um málið, en það hefði samkvæmt skipulagsreglum síðasta orðið í afstöðunni til annarra flokka. Breytingar á kosninga- lögum Undir lok máls síns vék Geir Hallgrímsson að því, að rætt hefði verið um að taka til meðferðar breytingar á kosningalögum og e.t.v. kjördæmamálið fyrir kosn- ingarnar. Hann minnti á, að starfandi stjórnarskrárnefnd hefði tímann fram í desember 1980 til að gera tillögur sínar, samkvæmt ákvörðun Alþingis. Engu að síður hefðu farið fram óformlegar viðræður milli manna úr ólíkum flokkum til að kanna hvort samstaða gæti t.d. tekist um það að breyta úthlutun uppbótar- þingsæta á þann veg, að þeim yrði öllum úthlutað á grundvelli atkvæðamagns. Það leiddi til þess, að hlutur þéttbýlisins batnaði. Ekki væri unnt að ná samstöðu um slíka breytingu og næði hún því ekki fram fyrir kosningar. Þá hefði verið rætt um að fjölga þingmönnum Reykjavíkur og Reykjaness, en um það hefði ekki heldur náðst samstaða. Því væri einsýnt, að ekki yrði breyting á kosningalögum fyrir kosningarnar nú. Geir Hallgrímsson sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á liðnu ári frá síðustu kosningum unnið að endurskoðun og endur- nýjun á stefnu sinni. Málefnalega væri hann vel til kosninga búinn. Flokkurinn hefði nú einstakt tækifæri til að éfla fylgi sitt og möguleikinn á því, að hann kæm- ist einn í meirihluta á Alþingi hefði aldrei verið eins nálægur. XXX Þegar tillaga þingflokksins hafði verið samþykkt og ákvörðun hans staðfest með samhljóða atkvæðum tók Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður, rit- ari þingflokks sjálfstæðismanna til máls og rakti tæknileg atriði varðandi fyrirhugaðar kosningar. En af tæknilegum ástæðum er ekki útlit fyrir að þær verði fyrr en 2.-3. desember. GÆFTIR voru fremur góðar í september, sérstaklega síðari hluta mánaðarins. Byrjuðu stærri línubátarnir margir róðra um það leyti og fengu ágætan afla. Nokkr- ir minni bátar fóru þá einnig á togveiðar og notuðu sér hcimildir. sem þeim haía verið veittar, til veiða innan 12 sjómilnanna, og öfluðu þeir einnig vel. Litur að mörgu leyti vel út með af labrögð á haustvertiðinni, ef tíð verður hag- stæð til sjósóknar. Færabátarnir hættu aftur á móti flestir veiðum um og eftir mánaðamótin og togar- arnir voru margir frá veiðum vegna viðgerða og viðhalds, en afii þeirra, sem voru að veiðum, var lengst af mjög tregur. í september stunduðu 100 (100) bátar botnfiskveiðar frá Vestfjörð- um, 69 (65) með handfæri, 10 (14) reru með línu, 16 (12) með botn- vörpu, 3 (5) með dragnót og 2 (2) með þorskanet. Smokkur fór að Djúpavogi, 15. október. PÉTUR Jónsson R.E. kom með fyrstu loðnuna um 700 lestir á þessu hausti til Djúpavogs í gær. Búið er að salta hér i um 3000 tunnur. Veður hefur verið gott hér siðustu viku og göngur og haust- smölun gengið vel. Um ma- naðam rigndi mikið í heila viku og töfðust göngur nokkuð af þeim sökum. dragast á Arnarfirði og Dýrafirði um miðjan mánuðinn og í Isafjarð- ardjúpi í lok mánaðarins, en smokkur hefir ekki veiðst hér síðan haustið 1966. Frystar voru um 200 lestir af smokk til beitu í mánuðin- um. Heildaraflinn í september var 2.716 lestir, en var 4.134 lestir í september í fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertíðinni þá orðinn 28.818 lestir, sem er nálega sami afli og á síðustu sumarvertíð (28.885 lestir). Á sumarvertíðinni er öllum fiski landað slægðum og miðast þessar aflatölur því við slægðan fisk. Af skuttogurunum kom Guðbjörg með mestan afla á land eða 381.9 lestir í 3 sjóferðum, en Júlíus Geirmundsson kom með 351.4 lestir í jafn mörgum túrum. (Úr yfirliti yfir sjósókn og afla- brögð í Vestfirðingafjórðungi í september.) í fréttatíma sjónvarpsins hinn 5. þessa mánaðar heyrðum við aðallega rússneskan söng og tal en náðum ekki íslensku fréttunum. Engin mynd kom þó inn á skjáinn en íslenska myndin hvarf að mestu. Það kemur fyrir öðru hvoru að útlenskar sjo- nvarps trufla íslenska sjónvarpið en það er ekki hægt að segja að það sé algengt. Ingimar. Fyrsta loðnan á þessu hausti til Djúpavogs Sinfóníutónleikar Á fimmtudaginn var hægt að velja um þrenna tónleika, þ.e. sinfóníu- tónleika, söngtónleika í Norræna húsinu og gítartónleika. Margoft hefur verið talað um að skipuleggja þurfi af einum aðila niðurröðun tónleika í höfuðborginni, til að koma í veg fyrir skörun á þessu sviði, en það mun bráðlega verða óþarft því ef svo heldur fram sem horfir, verður eftif nokurn tíma ómögulegt að Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON komast hjá slíkri skörun. Sakir ófullkomleika undirritaðs er ómögu- legt að gera öllu þessu efni skil, svo að nægja verður umfjöllun um sinfóníutónleikana. Það verður að segjast eins og er, að varla er hægt að hugsa sér öllu glæsilegra upphaf á vetrarstarfsemi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar en tónleika s.l. fimmtu- dag. Tónleikarnir hófust á forleiknum að Brúðkaupi Figarós og var leikur sveitarinnar með því besta sem heyrst hefur til hennar. Jean-Pierre Jacquillat lætur vel að móta kvikar og nettar tónfléttur Mozarts. Stóra stundin var söngur Hermann Prey og þrátt fyrir að hljómsveitin væri ekki vel undir það búin, að fylgja söngvaranum, var stórkostlegt að heyra Prey syngja bæði aríu Figarós og greifans úr „Brúðkaupinu". Hljómsveitin lék síðan forleikinn að Rakaranum eftir Rossini og þá kvað svolítið við annan tón. Það er spurning hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa námskeið fyrir hljóðfæra- leikarana í sveitinni t.d. blásarana í mismunandi stíltegundum. Leikur þeirra er nær alltaf eins, sama hvers konar tónlist þeir spila. Mannaskipti hafa komið illa niður á hornunum, sem eru mun óvissari í tóntaki en oft áður. Sem framhald af forleiknum söng Prey Kavatínu rakarans og þar hefði mátt vera meiri samstiiling af hálfu hljómsveitarinnar. Eftir hlé voru flutt Haydn til- brigðin eftir Brahms og þar vantaði nokkuð á stíltilfinningu eða getu til að framfylgja henni. Tónleikunum lauk með Söngvum förusveins eftir Mahler og þar, eins og í fyrri viðfangsefnunum söng Hermann Prey meistaralega, sér- staklega niðurlagið, sem er ein fegursta tónsmíð sem rituð hefur verið. Ógetið er eins verks, sem flutt var á þessum tónleikum, en það er Litla næturljóðið eftir Mozart. Þrátt fyrir ýmislegt gott í verkinu var heildarmynd þess of þung, en t.d. í Rómönsunni, vantaði allt sem gerir þann kafla yndislegan. Hermann Prey. Jean-Pierre Jacquilliat. Auglýst eftir framboóum til prófkjörs í Reykjavík Prófkjör um val frambjóöenda við næstu Alþingiskosníngar hefur verið ákveðið. Val frambjóðenda fer fram meö tvennum hætti: 1) Gerö skal tillaga til kjörnefndar innan ákveöins framboðsfrests sem kjörnefnd setur. Tillagan er því aöeins gild, aö hún sé bundin viö einn mann og getur enginn flokksmaöur staöiö aö fleiri en tveim slíkum tillögum. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. 2) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viöbótar frambjóöend- um skv. a-liö eftir því sem þurfa þykir, enda sé þrisvar sinnum fleiri samanlagöur í prófkjörinu sé þrisvar sinnum fleiri samanlagöur en fjöldi kjörinna þingmanna Sjalfstæöisflokksins og uppbótarþingmanna, sem síöast hlutu kosningu fyrir kjördæmiö. Hér meö er auglýst eftir framboöum til prófkjörs sbr. 1. liö hér aö ofan. Skal framboö vera bundiö viö flokksbundinn einstakling, sem kjörgengur verður í næstu Alþingiskosningum og skulu 20 flokksbundnir Sjálfstæöismenn standa aö hverju framboði. Enginn flokksmaöur getur staöiö aö fleiri en 2 framboöum. Framboöum þessum ber aö skila, ásamt mynd af viðkomandi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1 eigi seinna en kl. 17:00 fimmtudaginn 18. október 1979. Yfirkjörstjórn Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.