Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
19
Ráðherrar vinstri stjórnarinnar, sem hverfa nú úr ráðherrastólum. Talið frá vinstri: Ragnar Arnalds,
Steingrimur Hermannsson, Tómas Árnason, ólafur Jóhannesson, Svavar Gestsson og Hjörleifur
Guttormsson. Lj6sm. Mbl. Kristján.
Gervistjórn — höfuó-
andstæóingur okkar er
Sjálfstæðisflokkurinn
— sagði Ragnar Arnalds eftir st jórnarskiptin í gær
VINSTRI stjórnin sat sinn
siðasta ríkisráðsfund að Bessa-
stöðum í gær. Er fundinum lauk
yfirgáfu fráfarandi ráðherrar
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins staðinn. Stuttu
siðar renndu i hlað nýju
ráðherraefni Alþýðuflokksins og
minnihlutastjórn Aiþýðuflokks
var skipuð á nýjum ríkisráðs-
fundi. Ragnar Arnalds lét þau
orð falla er hann yfirgaf Bessa-
staði, að nýja stórnin vaæri
aðeins gervistjórn og Alþýðu-
bandalagið myndi einbeita sér i
baráttunni gegn höfuðandstæð-
ingi sínum, Sjálfstæðisflokknum,
i næstu kosningabaráttu.
Ólafur Jóhannesson fráfarandi
forsætisráðherra stóð stutt við í
hlaði Bessastaða eftir fundinn.
Hann þakkaði viðstöddum frétta-
mönnum samfylgdina og hvarf af
vettvangi.
Ragnar Arnalds, fráfarandi
menntamálaráðherra, sagði í við-
tali við blm. Mbl., að hann væri að
mörgu leyti ánægður með störf
fyrri ríkisstjórnar. Hún hefði
komið nokkru áleiðis en við margt
hefði orðið að hætta í miðjum
klíðum. Hann var spurður að því,
hvort Alþýðubandalagið hygðist
veita nýju ríkisstjórninni harða
stjórnarandstöðu. Það gerum við,
en þetta er aðeins gervistjórn og
verður því aðgerðalítil, sagði
hann. Höfuðandstæðingur okkar
er Sjálfstæðisflokkurinn og mun-
um við einbeita okkur að barátt-
unni gegn því að hann nái meiri-
hluta í næstu kosningum, eins og
hann hefur í hyggju, sagði hann í
lokin.
■: 1 f|« «* ™ i
Æm
Fráfarandi ríkisstjórn á sinum síðasta rikisráðsfundi i gær. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon.
Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins á sinum fyrsta rikisráðsfundi í gær. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon
Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra:
„Munum reyna að
halda í horfinu”
„HLUTVERK okkar í þessari
ríkisstjórn er fyrst og fremst að
reyna að halda í horfinu og
verja þjóðarskútuna frekari
áföllum. Sú víglína liggur fyrst
og fremst í gegnum tvö ráðu-
neyti, þ.e. viðskiptaráðuneytið
og fjármálaráðuneytið,“ sagði
Sighvatur Björgvinsson í sam-
tali við Mbl. í gær.
„Ég mun gera mitt bezta til
þess að þjóðarskútan verði ekki
fyrir frekari áföllum, þótt ég
geri mér auðvitað grein fyrir því
að um mjög erfitt verk er að
ræða, ekki sízt þegar jafnframt
þarf að heyja kosningabaráttu,"
sagði Sighvatur ennfremur.
Aðspurður hvernig innheimtu
tekju- og eignaskatta á næsta
ári yrði háttað þar sem engin lög
væru til um það sagði Sighvatur
að það yrði eitt af höfuðverkefn-
um þeirra í fjármálaráðuneytinu
að undirbúa lög eða reglugerðir
til þess að hægt væri að fram-
kvæma einhvers konar af-
„Mun reyna að
sveigja dómskerf-
ið til opnunar”
— sagði Vilmundur Gylfason dóms-,
kirkju- og menntamálaráðherra
„ÉG MUN reyna á þessum tíma að
sveigja dómskerfið nokkuð tii
opnunar og hef hugsað mér að
láta á þessum tíma undirbúa gerð
frumvarpa og flcira, sem getur
orðið til bóta,“ sagði Vilmundur
Gylfason nýskipaður dóms- og
kirkjumálaráðherra í lok ríkis-
ráðsfundar í gær. Vilmundur
gegnir cinnig embætti mennta-
málaráðherra.
Vilmundur sagði einnig, að hann
teldi helsta hlutverk þessarar
stjórnar vera það að rjúfa þing og
boða til nýrra kosninga. Ég mun á
þessum stutta tíma þó einbeita
mér að dómsmálunum, sem ég tel
þurfa mestrar lagfæringar við í
stjórnkerfinu og þó mér gefist ekki
svigrúm til að breyta miklu, þá tel
ég að hægt sé að sveigja þetta
nokkuð til opnunar. Hann var
spurður að því, hvort hann hygðist
sækja það fast að fá að gegna
dómsmálaráðherraembættinu
áfram, ef Alþýðuflokkurinn mynd-
aði aftur ríkisstjórn að afloknum
kosningum. Hann sagðist ekki
„Munum afgreiða þau
mál sem til okkar koma”
— segir Bragi Sigurjónsson landbúnaðar-,
iðnaðar- og orkuráðherra
„ÞAÐ ER augljóst mál að erfitt er
að svara þessari spurningu,“
sagði Bragi Sigurjónsson land-
búnaðar- iðnaðar- og orkuráð-
herra er hann var spurður að því
hvað hann myndi leggja áherslu á
í starfi sínu sem ráðherra.
„Þessi ríkisstjórn verður fyrst og
fremst starfsstjórn, kosin til að
rjúfa þing og boða til nýrra
kosninga. Við reiknum þess vegna
ekki með að vera í aðstöðu til að
framkvæma einhverjar breyt-
ingar. Við munum því aðeins
afgreiða þau mál sem til okkar
koma.“
Aðspurður sagði Bragi, að hið
nýja starf legðist mjög vel í sig.
hafa hugleitt það og ekki tekið
neinar slíkar ákvarðanir, verkefnið
væri það að rjúfa þing og boða til
nýrra kosninga. Hvað tæki við
eftir kosningar færi eftir niður-
stöðum þeirra.
greiðslu á greiðsluskuldbinding-
um ríkissjóðs. Þá sagðist Sig-
hvatur ekki eiga von á að ráðist
yrði í stórvægilegar breytingar á
fjárlagafrumvarpi því sem Tóm-
as Árnason fráfarandi fjármála-
ráðherra lagði fram.