Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 41

Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 21 Evrópumót á Grafarholt Það var ákveðið á alþjóða golfþinginu á Spáni um helgina. að Evrópumeistaramót unglinga í golfi skuli haldið á Grafarholtsvelli. Er þetta í fyrsta skiptið sem svo mikið mót fer fram hérlendis. Hér voru á ferðinni í sumar forráðamenn alþjo^ ðagolfsambands og skoðuðu þeir aðbúnað allan á Grafarholti. Líkaði þeim vel og þegar golfsamband ísiands bar fram ósk um að halda mótið var ekkert því til fyrirstöðu og það samþykkt. Konráð Bjarna- son, forseti golfsambands íslands sat þingið fyrir íslands hönd. Dregið í riðla í HM í knattspyrnu Island með sterkum þjóðum EINS og íram kemur á blaðsíðu 22, drógust íslendingar í riðil með Tékkum, Sovétmönnum, Tyrkjum og Wales í undan- keppni fyrir HM sem fram fer á Spáni 1982. Varla er ástæða til að kætast mikið yfir mótherjunum, mikil og erfið ferðalög bíða landsliðs- mannanna. Sigtryggur Sig- tryggsson blaðamaður Mbl. í Belgíu tjáði Mbl. að viðbrögð þeirra leikmanna íslenska lands- liðsins sem leika í Niðurlöndum hefðu verið á þá leið, að menn hefðu verið allt annað en ánægð- ir með dráttinn. Tékkar eru sigurstranglegast- ir í riðlinum, en þeir hafa nú á að skipa einu sterkasta liði í heiminum. Þjálfari liðsins, dr. Jozef Venglos, var eftir atvikum ánægður með dráttinn. Hann sagði: „Við vitum hvar við stönd- um gegn Rússum og Wales. En Tyrkir og íslendingar eru óút- reiknanlegir og hafa oftar en einu sinni komið á óvart. Ég er samt bjartsýnn á að lið mitt sigri í riðlinum". • „Ég pant næst“. Biðröð undir körfunni og að sjá komast færri að en vilja, hvort heldur er Framari eða Valsari. Heil umferð fór fram í úrslitadeildinni um helgina og nánar má lesa um leikina á blaðsíðum 24 og 25. Ljósm. Emilía. Hart barist i leik íslendinga og Tékka í Laugardalshöllinni i gærkvöldi. borbergur Aðalsteinsson á miðri myndini með boltann skoraði þrjú síðustu mörk íslands í leiknum. Þorbjörn Guðmunds- son sést í baráttu á linunni. Siðari leikurin fer fram í kvöld kl. 20.30. Sjá bls. 23. Ljósmynd Kristján Einarsson. Tvær breytingar TVÆR breytingar hefur Jóhann Ingi Gunnarsson gert á landsliðshópnum sem mætir Tékkum í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20.30. Þeir Hörður Harðarson, Haukum, og Sigurður Gunnarsson, Vikingi, koma inn, en út fara Steinar Birgisson og einhver annar, sem Jóhann hefur enn ekki gefið upp hver verður. Tékkar sigruðu íslendinga i landsleiknum i gærkvöldi með 17 mörkum gegn 15 í leik sem var æsispennandi undir lokin og oft mjög bærilega leikinn af hálfu islenska liðsins. Nánar er sagt frá landsleiknum á blaðsíðu 22. 3 með 11 rétta í 8. leikviku getrauna komu fram 3 seðlar með 11 réttum og var vinningur á hvern kr. 528.000.- Með 10 rétta voru 52 raðir og vinningshlutinn kr. 13.000.- Þátttaka i getraunum hefur vaxið jafnt og þétt í haust og á laugardaginn var metþátttaka í krónutölu frá upphafi. Alls seldu iþróttafélögin 90 þúsund raðir og sölulaun þeirra námu samtals um 1,1 millj. kr. Alls mun þetta vera sem svarar V3 úr röð á íbúa, en í Noregi er þátttakan 25 sinnum meiri að meðaltali yfir árið, rúmlega 8 raðir á ibúa á viku hverri. Fjárhagsskellur ÍBK mikill: Kunna bara eitt orð: „VIÐ töpuðum 3 miiljónum á leikjum okkar gegn Kalmar, það er dýrt að vera góður," sagði Hafsteinn Guðmundsson formaður knattspyrnuráðs ÍBK í samtali við Mbl. i gær. „Og við sjáum ekki fram á annað en annan skell samhliða þátttöku okkar i 2. umferðinni gegn tékkneska liðinu Zbrojovka Brno.“ Sem kunnugt er. sló ÍBK sænska liðið Kalmar út úr 1. umferð UEFA-keppninnar og dróst gegn tékkneska liðinu frá Brno í 2. umferð. „Við erum orðnir æði þreyttir á að reyna að semja við Tékkana. Fyrst vildum við fá að skipta við þá, að fá að leika heimaleik okkar á undan, vegna hrakandi birtu á íslandi á þessum árs- tíma. Þá vildum við semja um leikdag hér heima um helgi til þess að geta leikið fyrr um daginn. Loks buðum við þeim að leika báða leikina ytra, en þeir virðast aðeins kunna eitt orð, „impossible" — ómögulegt. Það er ekki einu sinni hægt að gera þeim skiljanlegt að þeir græða á því að fá báða leikina á eigin heimavöll, bætti Hafsteinn við. ÍBK sendi UEFA skeyti með umsókn um að leika báða leikina ytra en allt kom fyrir ekki, Tékkarnir hirða ekki um aðra en sjálfa sig þannig að ÍBK fær óhjákvæmilega annan fjárhags- legan rassskell." Fyrirfram ákveðnir leikdagar standa því óhreyfðir, leikið verð- ur undir flóðljósum á Melavell- inum í nóvember, gaman, gam- an. Þrátt fyrir það er ljóst, að flóðljósin á Melavellinum eru ekki eins sterk og reglur UEFA segja til um. gg. Pétur skorar PÉTUR Pétursson skoraði tvlvegis, er lið hans Feye- noord sló áhugamannaliðið Fortuna Sittard út úr holl- ensku bikarkeppninni um helgina. Feyenoord lenti í hinu mesta basli með áhuga- mennina. sem jöfnuðu tvívegis. Pétur skoraði ann- að og þriðja mark Feye- noord. fyrra markið úr vítaspyrnu. Nánar er greint frá úrslitum í hollensku knattspyrnunni á blaðsiðu 22. ________ Finnar heppnir ÍSLENSKA unglingalandsl- iðið í knattspyrnu sigraði það finnska i siðari leik liðanna sem fram fór í Finnlandi um helgina. Skor- uðu íslensku piltarnir tvívegis. en Finnar ekkert. Þrátt fyrir þennan góða sigur. lauk þar með þáttöku íslands í Evrópukeppni unglingalandsliða, þar sem Finnarnir sigruðu í Reykjavík 3—1 og komust þvi áfram á útimarkinu, markatalan annars jöfn, 3-3. Benedikt Guðmundsson skoraði fyrsta mark íslands um miðjan fyrri hálfleik og þegar sá síðari var hálfnaður bætti Ásbjörn Björnsson öðru marki við. Fleiri færi buðust, en markið sem hefði fleytt landsliðinu i loka- keppnina lét á sér standa. ----» ■»--- Öruggt hjá Fram KVENNALIÐ Fram i hand- knattleik lék um helgina báða leiki sina við færeyska liðið Neistan í Evrópu- keppni meistaraliða i hand- knattleik. Báðir leikirnir fóru fram í Færeyjum og sigruðu islensku dömurnar af miklu öryggi eins og vænta mátti, 13—6 og 18—9, eða samanlagt 31—15. Sigurður í UEFA- bann ÞAÐ ER jafnan nóg að gera hjá aganefnd UEFA eftir hverja umíerð í Evrópu- keppnum félagsliða og landsliða. Fjöldi leikmanna er dæmdur í lengra eða skemmra bann. heilu leik- vellirnir eru settir á svartan lista. Fjársektum er dreift eins og dagbiöðum. Oftast fara islcnzk félðg og leikmenn þeirra varhluta af hamförum þessum. enda Frónbúar einstaklega prúð- ir mótherjar. Undantekn- ingar eru þó frá þessu eins og öðru. Þannig hefur Sig- urður Lárusson, leikmaður með ÍA Akranesee Akranes eins og fréttaskeyti titlaði A) verið dæmdur í eins leiks bann i Evrópukeppni fyrir „itrekuð brot og áminningar“. Bann þetta verður Sigurður að taka út í næstu UEFA-keppni. 1 W, Æ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.