Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
Lélegt
hjá
Oppsal
Finnska handknattleiks-
iiðið Karjaa sigraði Oppsal
írá Noregi 26 - 24 (15-12) i
fyrri leik iiðanna í Evrópu-
keppni féiagsiiða. Leikurinn
fór fram á heimavelli
finnska iiðsins og er líklegt
að sigur lisins sé ekki nógu
stór. Samt sem áður segir
það margt um norskan
handknattleik, að eitt af
toppliðum landsins tapar
fyrir finnsku liði.
Leikurinn
ÞEGAR aðeins tvær umferð-
ir eru eftir aí sænsku deild-
arkeppninni i knattspyrnu.
er allt að komast á suðup-
unkt, einkum keppnin mikla
milli Haimstad, Gautaborg-
ar og Maimö FF, sem heist
koma til greina sem væntan-
legur sigurvegari. Lítum á
úrsiit heigarinnar.
Hammarby—Malmo FFÖ—1
Elfsborg—IIK 0-1
Halmstad—öster 0—0
Sundsvall —Atvidaberg 2—0
Kalmar—Gautaborg 2—0
Norrköping—Halmia 1 — 1
Dhurgarden—Landskrona
2-1
Teitur bórðarson og féiag-
ar hans hjá öster gerðu
Halmstad-liðinu mikinn
grikk með þvi að krækja í
jafntefli. Á sama tíma si-
gruðu bæði Malmö FF og
Gautaborbg í leikjum sinum.
þannig að forysta Halmstad
er nú aðeins eitt stig, en Iiðið
hefur hlotið 32 stig. Maimö
og Gautaborg hafa bæði
hlotið 31 stig.
Feyenoord
sigraði
Holland, bikarkeppnin.
Dovo Veenedahl — Pec Zwolle 1 —4
Den Haa* — Fnc Den Haa>f 5—1
Den Bœch — FC litrecht 0—3
Nac Hreda — FC Amsterdam 1—2
Nec Nijmegen — Volendam 4 — 1
SW Sehiedam — AZ67 Alkmaar 0—6
Haarlem — Ajax 2—1
Roda JC — Heerenveen 3—0
Feyenoord — Fortuna Sittard 3—2
Cambuur — PSV Eindhoven 1—4
Excelsior — Sparta 0—1
Kindhoven — DS'79 Dordrecht 1—2
Telatar Velsen — Go Ahead 0—4
De Grafschap — SV Amersvoort 2 — 2
W'illem Tilburit — Tvente 2—4
Vitesse Arnhem — Maaatrirht 3—1
Watson til
Southampton?
Aliar horfur eru nú á því,
að Dave Watson, miðvörður
enska landsliðsins, gangi til
liðs við Southampton. Wat-
son hefur leikið með vestur-
þýska 1. deiidar liðinu Wer-
der Bremen það sem af er
þessu keppnistímabili. Það
væri kannski réttara að
segja að hann sé meðal
félagsmanna Werder, því að
ekki hefur hann leikið mik-
ið. Hann var nefnilega
dæmdur i umfangsmikið
leikbann snemma á keppn-
istímabilinu og hefur lítið
leikið síðan. Kaupverð Wat-
son, sem er 32 ára gamall, er
um 200.000 sterlingspund,
en i vikunni verður endan-
lega gengið frá kaupunum.
Eru ekki taldar líkur á
strandi úr þessu.
Dregið í riðla HM í knattspyrnu:
Sannkallað heimshornaflakk
framundan hjá landsliði Islands
BÚIÐ ER að draga i riðla í undankeppni HM í knattspyrnu. ísland
skipar fjórða riðil ásamt Sovétmönnum, Tékkum, Tyrkjum og
Walesbúum. Hvort landinn hafi verið heppinn með drátt, er best að
láta knattspyrnumennina sjálfa segja til um. Hitt er svo annaö mál, að
það verða gífurleg ferðalög samhliða þátttöku á IIM að þessu sinni.
Eiga íslendingar einhverja möguleika á stigi eða stigum að þessu
sinni? Varla gegn austantjaldsrisunum, Sovét og Tékkóslóvakíu. Hins
vegar ætti að vera góður möguleiki í leikjunum við Tyrki, einkum á
heimavelli. Walesbúar eru spurningarmerki, þeir eiga það til að
standa sig best gegn sér sterkari þjóðum, en fá skelli gegn hornsílum
eins og íslandi.
Drátturinn lítur þannig
út:
1. riðill:
Vestur-Þýskaland, Austurríki,
Búlgaría, Finnland og Albanía.
2. riöill:
Holland, Frakkland, Belgía, írska
lýðveldið og Kýpur.
3. riðill:
Tékkóslóvakía, Sovétríkin, Wales,
Tyrkland og ísland.
Fjárhagslega
erffitt ffyrir
stjórn KSÍ
segir Helgi Dan
— Þetta er vissulega spenn-
andi verkefni sagði Helgi Daní-
elsson formaður landsliðsnefnd-
ar KSÍ er Mbl. spurði hann álits
á mótherjum ísiands í riðlum
HM-keppninnar. — Þarna lent-
um við á móti þremur þjóðum
sem við höfum ekki leikið opin-
bera landsleiki við áður. En öll
þessi lönd eru mjög sterk. Sér-
staklega landslið Rússa, Tékka
og Sovétmanna. En ég er samt
sem áður ekki svartsýnn, við
erum méð gott lið í mótun, sem
við getum verið stoltir af. Von-
andi fáum við bara nógu marga
áhorfendur á völlinn hér heima
til þess að standa straum af
kostnaði við ferðir til þessara
landa.
4. riðiil:
England, Ungverjaland, Sviss,
Rúmenía og Noregur.
5. riðill:
Ítalía, Júgóslavía, Grikkland,
Danmörk og Luxemburg.
6. riðill:
Skotland, Svíþjóð, Portúgal og
Norður-írland.
7. riðill:
Pólland, Austur-Þýskaland og
Malta.
Tvö efstu liðin úr riðlum 1—6
komast í lokakeppnina á Spáni
1982 og efsta liðið í 7. riðli. Tvö lið
eru sjálfsögð í úrslitin, meistar-
arnir sjáfir Argentína og gestgjaf-
arnir Spánverjar. Auk þeirra
munu 13 lið frá Evrópu leika í
úrslitunum, fjögur lið frá Suður-
Ameríku með Argentínumönnum.
Tvö lið munu síðan taka þátt frá
Afríku, önnur tvö úr riðli sem
skipa lið frá Asíu og Eyjaálfu og
loks verða tvö lið frá Mið- og
Norður-Ameríku.
ísraelar taka í fyrsta skipti þátt
í Evrópuriðlunum, en til þessa,
eða þar til Arabar spörkuðu þeim
burt, hafa ísraelar leikið í Asíu-
riðlunum. Ekki er búið að ákveða
hvort ísraelar leiki í 6 eða 7. riðli.
Ef rennt er í gegn um Evrópu-
riðlana, má ætla, að Vestur-
Þjóðverjar og Austurríkismenn
muni verða efstu lið 1. riðils.
Nokkuð ljóst ætti að vera, að
Holland komist áfram úr öðrum
riðli, en Frakkland og Belgía
berjist um lausa sætið.
Tékkar og Sovétmenn eru
líklegir sigurvegarar í 3. riðli,
Wales gæti sett strik í reikning-
inn. Hvað ísland gerir skal ekki
rætt um að siruii.
Margt gæti gerst í 4. riðli, en
líklega vinna Englendingar þann
riðil, en Rúmenar og Ungverjar
berjast líklega um lausa sætið.
ítalir og Júgóslavar eru sigur-
stranglegastir í 5. riðli, en bæði
Grikkir og Danir geta verið
skeinuhættir hvaða liði sem er.
6. riðillinn er líklega í fljótu
bragði sá opnasti. Þar getur allt
gerst og ekkert liðanna er sigur-
stranglegra en hitt.
7. riðillinn er auðvitað ekkert
annað en uppgjör Pólverja og
Austur-Þjóðverja. Báðar þjóðirn-
ar hafa á að skipa geysilega
öflugum landsliðum þessa dagana,
þannig að engin leið er að spá um
úrslitin. Aðeins önnur þjóðin
kemst til Spánar.
Sem fyrr segir verða fjögur lið
frá Suður-Ameríku meðal úrslita-
liöanna á Spáni. Argentína er
sjálfkjörin, en hin þrjú liðin verða
sigurliðin úr þremur Suður-
Ameríkuliðum. 1. riðil skipa Bras-
ilía, Bólivía og Venezuela, 2. riðil
Colombía, Perú og Uruguay og
loks skipa 3. riðil Chile, Equador
og Paraguay.
• Tékkar og Englendingar eigast við á Wembley og er það Miroslav Gajdusek sem reynir markskot úr
góðu færi án árangurs. Tékkar eru meðal annarra mótherja íslands í komandi riðlakeppni. Þeir hafa á að
skipa einu sterkasta landsliði Evrópu og landinn má þakka fyrir ef tapið verður ekki stórt.
Austur-Þjóðverjar
rasskelltu Sviss
Austur-Þjóðverjar sigruðu
Svisslendinga 5—2 í landsleik í
knattspyrnu sem fram fór í Aust-
ur Berlin á laugardaginn. Leikur-
inn var liður í 4. riðli Evrópu-
keppni landsliða, sama riðli og
Islendingar léku í. Austur Þjóð-
verjar lyftu sér upp i annað sæti
riðilsins með sigri sinum, en bæði
Pólland og ekki síst Holland eru
þó enn sigurstranglegri.
Þýska liðið fékk sannkallaða
óskabyrjun,- þegar Weber skoraði
strax á fyrstu mínútu leiksins og
Martin Hoffman bætti öðru við á
10. mínútu. Barberis minnkaði
muninn fyrir Sviss á 19. mínútu, en
Schnupase skoraði þriðja mark
Austur Þjóðverja fyrir leikhlé.
Pfister skoraði annað mark Sviss á
72. mínútu, en allar vonir Sviss-
lendinga um að hreppa stig urðu að
engu þegar Hoffman skoraði annað
mark sitt og fjórða mark Þjóðverja
þremur mínútum síðar. Og hann lét
ekki þar við sitja, heldur bætti sínu
þriðja marki við á 80. mínútu.
Tveir mikilvægustu leikir riðilj-
ins eru á næstunni. Á morgun leika
Hollendingar og Pólverjar í Hol-
landi og 21. nóvember eigast við
Austur Þjóðverjar og Hollendingar.
Allar eiga þjóðirnar þrjár mikla
möguleika á að sigra í riðlinum og
því mikil spenna.
Staðan í riðlinum er nú þessi.
PóJland 7 5 11 12-3 11
A-Þýskaland 7 5 11 16—8 11
Holland 6 5 0 1 16-3 10
Sviss 8 2 0 6 7-18 4
Island 8 0 0 8 2-21 0
• Martin Hoffman var á skotskón-
um gegn Sviss á laugardaginn,
skoraöi þrívegis er lið hans vann
5—2.
Norsku Víkingarn-
ir urðu meistarar!!
VÍKINGUR frá Stavangri varð
undir stjórn Tony Knapp, norskur
meistari í knattspyrnu um helgina.
Víkingur sigraði Rosenborg með
miklum yfirburðum, 3—0, í síðasta
leik sinum í deildinni og það nægði
til sigurs. Ekki sist þar sem helsti
keppinauturinn Moss glopraði stigi
á heimavelli sínum. Víkingur hefði
sigrað þrátt fyrir að Moss hefði
unnið leik sinn.
Miðað við hve miklilvægur leikur
Víkings og Rosenborg var, sætti
furðu hversu vel Víkingur lék, en
leikmenn liðsins náðu þegar í stað
tökum á taugum sínum og um leið
leiknum. Tryggve Johansen skoraði
fyrir Víking í fyrri hálfleik og
varnarmennirnir Per Henriksen og
Tonning Hammer bættu sitt hvoru
merkinu við í síðari hálfleik. Úrslit
leikja um helgina urðu þessi.
Brann—Hamkain 1—2
Lilleström—Start 2—0
Mjöndalen—Bryne 2-4
Mosh—Bodö Glint 2-2
V íkingur—Rosenborg 3-0
Vaalerengen—Skeid 2-3
Vikingur hlaut 32 stig i 22
leikjum, Moss hafnaði í öðru sæti
með 30 stig. Start endaði í þriðja
sætinu með 27 stig.
Brann, Mjödalen og Ilamkam
féllu í 2. deild, en Lynn og Fred-
rikstad hafa þegar tryggt sér sæti i
1. deildinni í þeirra stað. Um þriðja
lausa sætið berjast Molde og Pors.
Á sunnudaginn leika Víkingarnir
siðan til úrslita um norska bikar-
inn og mæta þá 2. deildarliði
Haugen. Unglingalið Vikings hefur
einnig komist í úrslitaleik bikar-
keppni unglingaliða, þvi gæti svo
farið að Tony Knapp og strákarnir
hans innbyrði þrjá helstu knatt-
spyrnutitla Noregs. Bærilegur ár-
angur það.
V