Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 23 Herslumunin vantaðl! ÞÆR voru æsispenndandi lokaminúturnar í leik íslands og Tékka í landsleik þjóðanna í handknattleik í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þegar aðeins sex minútur voru eftir af leiknum jafnar Þorbergur Aðalsteinsson leikinn 15—15 með ofsaföstu skoti efst í markvinkilinn. Hafði Þorbergur þá skorað þrjú mörk i röð, hvert öðru fallegra. Mikil spenna hljóp í áhorfendur enda var þetta í fyrsta skiptið sem Islendingum tókst að jafna metin. Siðustu minúturnar voru hróp þeirra slik að engu likara var en að þakið ætlaði af höllinni. Þessi spenna smitaði líka út frá sér. íslensku leikmennirnir léku mjög óyfirvegað síðustu minútur leiksins og þá var einstaklingsframtakið látið ráða i stað þess að leika yfirvegað og bíða lengur eftir góðu marktækifæri. Þetta öðru fremur varð til þess að Tékkum tókst að skora tvö síðustu mörkin í leiknum og sigra 17—15. Þá höfðu Þorbergur Aðalsteinsson og Ólafur Jónsson báðir átt ágætis tækifæri á að skora en mistekist. Tékkar höfðu frumkvæðið Tékkneska liðið hafði frum- kvæðið í fyrri hálfleiknum og var ávallt fyrra til að skora. Það voru þó Islendingar sem skoruðu fyrsta markið í leiknum. Páll Björgvins- son skoraði úr víti eftir að brotið hafði verið á Steinari nýliða. Bæði liðin tóku nokkuð mikla áhættu í leiknum og léku nokkuð hratt. Jafnt var á næstu tölum og sérstaklega var glæsilegt mark Bjarna Guðmundssonar er hann jafnaði úr hraðaupphlaupi, 4—4. Tékkarnir léku mjög fasta vörn og hrintu mikið, og virtist það koma íslensku leikmönnunum nokkuð úr jafnvægi í byrjun leiksins. Það átti þó eftir að lagast, er líða tók á. Staðan í Handknattlelkur V-.....................V hálfleik var 10—9 Tékkum í hag. íslenska liðið lék oft vel í fyrri hálfleiknum, en leikmenn gerðu sig þó seka um slæm mistök. Góð tækifæri voru misnotuð og æði oft glataðist boltinn vegna mistaka í sendingum. Æsispennandi síðari hálfleikur Það blés ekki byrlega fyrir landanum í upphafi síðari hálf- leiksins. Tékkar skoruðu tvö fyrstu mörkin og breyttu stöðunni í 12—9. íslenska liðið barðist þó mjög vel og'gaf ekkert eftir. Um miðbik hálfleiksins leiða Tékkar með aðeins einu marki, 13—12, og íslenska liðið er með boltann en Páll Björgvinsson er óheppinn og þrumuskot hans fer í þverslá og Tékkar ná boltanum. Um þetta leyti breytir Jóhann Ingi um leikaðferð í vörninni og lætur Bjarna Guðmundsson taka Pap- iernic úr umferð, en hann hafði skorað mikið af mörkum og var lykilmaðurinn í leik Tékkanna. Nú lentu Tékkarnir í hinum mestu vandræðum í sókninni og leikur þeirra var vandræðalegur. A 54. mínútu jafnar svo Þorbergur Aðalsteinsson leikinn 15—15. Sex mínútur eftir og allt gat gerst. Næstu tvær sóknir Tékka renna út í sandinn. Jens varði tvívegis glæsilega. En nú vantaði rósemi og yfirvegun. Þarna fór bráðlætið illa með íslenska liðið. Lofar góðu Leikur íslenska landsliðsins lof- ar virkilega góðu fyrir veturinn. Leikmenn eru greinilega allir í góðri, líkamlegri æfingu. Kom það best fram í varnarleiknum sem var mjög ákveðinn og nokkuð vel leikinn. Þó hefði gjarnan mátt reyna að taka Papiernic fyrr úr umferð. Þá dugar ekki neitt annað en að leika geysifast og allt að því gróft á móti liði eins og Tékkum sem eru geysilega fastir fyrir og harðir og reyna mikið af hrinding- um með höndunum. Sóknarleikur- inn var á köflum góður, en vantar þógreinilega meiri samæfingu. En hún kemur þegar líða tekur á. Þá vantar meiri aga í sóknarleikinn. Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og í lok leiksins. Þá verður einhver að taka af skarið og róa leik liðsins. Bestu menn íslenska liðsins voru Páll Björg- vinsson, Þorbjörn Guðmundsson og Jens Einarsson markvörður sem varði sérlega vel í síðari hálfleiknum. I heildina var íslenska liðið gott. Og með smá heppni á sigur að vinnast í síðari leiknum. Dómararnir mislukkaðir Dómararnir í leiknum voru norskir. Það er víst nokkuð vægt tekið til orða að segja að þeir hafi verið slakir. Var lítið samræmi í dómum þeirra og svo rammt kvað að í lokin að þeir misstu öll tök á leiknum og vissu varla hvað snéri upp eða niður. I stuttu máli: Laugardalshöll. Landsleikur í handknattleik ísland—Tékkóslavkía: 15—17 (9-10).. Mörk Islands: Páll Björgvinsson 5 (3v), Þorbjörn Guðmundsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Bjarni Guðmundsson 2, Ólafur H. Jóns- son 1. Mörk Tékka: Papiernic 9 (5v), Simek 2, Polivka 2, Salivar 1, Hamolka 1, Gruca 1, Cerny 1. Brottrekstur af velli: Steinþór Gunnarsson og Stefán Gunnars- son báðir í 2 mín. Hamolka í 4 mínútur og Sinek í 2 mínútur. — þr. Haukar Reykja- nesmeistarar? LIÐ HAUKA var ekki í vandræð- um með að tryggja sér Reykja- nesmeistaratitilinn í handknatt- leik með því að leggja FH örugg- lega að velli 21 — 16. Haukar höfðu ávallt yfirhöndina í leikn- um og mesti munur á liðunum var sex mörk. Nú hefur lið Hauka sigrað FH í þremur siðustu leikj- um liöanna, og má lið FH muna sinn fífil fegri. Bestu menn i liði Hauka voru Gunnar Einarsson markvörður sem varði eins og berserkur allan tímann og Stefán Jónsson, sem enn er á fullri ferð. 1 liði FH stóð enginn upp úr, Geir Hallsteinsson var tekinn úr umferð og enginn gat haldið merki hans á lofti og skorað utan af vellinum, eða ógnað svo að vit væri í. Mörk Hauka: Stefán 6, Guð- mundur 4, Þórir 3, Hörður 3, Ingimar 2, Árni Hermannsson, Árni Sverrisson og Þorgeir gerðu eitt mark hver. Mörk FH: Valgarður 3, Sæ- mundur 3, Geir 2, Pétur 2, Sveinn 2, Magnús, Tryggvi, Hans og Guðmundur eitt mark hver. • Steindór Gunnarsson svífur inn í vítateig Tékka með einn mótherjann lafandi í sér, Markvörðurinn Marian Hirner sá við Steindóri að þessu sinni. Ljfcm. mw. Kristján. „Gátum alveg eins unnið“ “ÉG VERÐ að segja eins og er. að ég átti jafnvel von á enn verri skelli en eins og leikurinn spilað- ist, þá hefðum við átt að ná a.m.k. öðru stiginu og jafnvel báðum. Það vantaði yfirvegun og still- ingu þegar tekist hafði að jafna 15—15,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari íslands í leikslok. „Ég var orðinn frekar svarts- ýnn, samæfing liðsins var lítil og í æfingaleik vann unglingal- andsliðið öruggan sigur á lands- liðinu. En dagsskipunin var bar- átta og aftur barátta og ég tel að það hafi verið sterkur punktur hjá liðinu. Ef sama baráttan og sama markvarslan næst i síðari leiknum, er virkileg vinningsvon, ekki síst ef dálitil yfirvegun fylgir í sókninni.“ „Tékkneska liðið er mjög sterkt, bæði sem heild og eins maður á mann. það er erfitt að leika gegn slíkum körlum, en þeir eru ekki ósigrandi," sagði Jóhann Ingi að lokum. Síðari leikurinn fer fram í kvöld klukkan 20.30 og víst er að fyrri leikurinn lofaði góðu fyrir þann síðari, langt er síðan íslenskt landslið hefur verið í jafn góðu formi að hausti og nú, kannski aldrei. Þó þarf margt að laga. Jóhann Ingi segir: „Það eru nokkr- ir í liðinu sem eru enn ekki í nógu góðri likamlegri æfingu, liðið get- ur varla annað en orðið betra þegar því verður kippt í lag.“ 15 mörk í 39 sóknarlotum EF LITIÐ er á frammistöðu einstakra leikmanna i fslenska landsliðinu, kemur margt athyglisvert i Ijós. En fyrst skulum við líta á nýt- ingu sóknarlota islenska liðsins i fyrri hálfleik. Þá átti islenska liðið 22 sókn- arlotur, en aðeins 9 sinnum hafnaði knötturinn i netinu hjá Tékkum. frekar slæleg nýting það. en íslensku leik- mennirnir voru oft komnir í dauðafæri, en létu Hirner markvörð verja frá sér. Hirner hirti 18 skot i leikn- um. í siðari hálfleik komu 6 mörk í 17 sóknarlotum og er það ekki betri nýting. Þarna er rótin að tapinu grafin. Jens stóð í markinu allan leikinn og varði vel, einkum í síðari hálfleik, hann varði 14 skot í leiknum. Páll Björgvinsson skoraði fimm mörk fyrir Í9lenska liðið, en lét þrívegis verja frá sér. Hann átti eitt skot i þverslá og glataði knettinum auk þess einu sinni. Þorbjörn Guðmundsson skoraði 4 mörk úr 6 skotum. Kemur nú listi yfir ieikmenn íslands. Fyrsta talan er fyrir skor- uð mörk, önnur talan fyrir skot sem gáfu ekki mörk og þriðja talan stendur fyrir hversu oft viðkomandi leik- menn glötuðu knettinum. Þorbergur Aðalst.son 3—2—1 Steinar Birgisson 0—2—2 Steindór Gunnarsson 0—0—0 Stefán Gunnarsson 0—0—3 Bjarni Guðmundsson 2—1—2 Erlendur Hermannss.0—2—0 Ólafur H. Jónsson 1—2—3 Ólafur Jónsson 0—2—0 gg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.