Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 46

Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 Frjálsíþrótta- sambandi íslands berst góð gjöf LítiEI skylminga- áhugi meðal Dana DANIR undrandi á þeim litla áhuga sem almenningur hafði á opna danska meistaramótinu i skylmingum sem fram fór eigi alls fyrir löngu. Kom fram, að áhorfendur á mótinu voru aðeins fjórir, „kun tre tilskuere!“ Er að sjá, að ekki einu sinni vinir og vandamenn keppenda geri þeim þann greiða að mæta með hvatningaróp sín. Ahorfendur að íþrótt þessari eru svo fáir að jafnaði í Danmörku, að það væri ekki einu sinni hægt að fá áhorfanda til að hlaupa í skarðið ef dómari tæki upp á því að skrópa. Húsvíkingurinn fékk verðlaunin í mfl. Víkings Frjálsiþróttasambandi íslands barst fyrir skömmu góð gjöf frá Austur-Þýska alþýðulýðveldinu. Var það íþróttakvikmynd sem tekin var á minningarmóti í frjálsum iþróttum sem haldið er árlega um þýska heimsmethaf- ann Rudolf Harbig. Kvikmynd þessi er tekin árið 1957, en það ár vann islenskur íþróttamaður Svavar heitinn Markússon það frækilega afrek að sigra í aðal- grein mótsins 800 metra hlaup- inu. í kvikmyndinni er hlaupið sýnt frá upphafi til enda, og geymir því vel minninguna um þennan frækna íþróttamann. Það var formaður FRÍ Örn Eiðsson sem veitti gjöfinni móttöku, en viðstaddir voru meðal annarra forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, og fleiri stjórnarmenn. Við skulum rifja lítillega upp feril Svavars á hlaupabrautinni. Vorið 1950 tók 15 ára KR-ingur þátt í drengjahlaupi Ármanns í fyrsta skipti. Hann varð þriðji í því hlaupi og fyllti sigursveit KR í hlaupinu. Þessi ungi maður hét Svavar Markússon, og hann átti eftir að verða glæsilegasti hlaup- ari félagsins á millivegalengdum, sem varpaði ljóma á félag sitt bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hann tók hraðstígum framför- um undir handleiðslu Benedikts Jakobssonar þjálfara, sem hann mat mikils, og átján ára gamall setti hann íslenskt drengjamet í 1500 m hlaupi, nítján ára varð hann íslandsmeistari á sömu vegalengd, tvítugur setti hann 2 • Svavar Markússon, íslandsmet í 800 m hlaupi á meistaramóti í Búkarest í Rúm- eníu, komst þar í úrslit og sannaði, að hann var orðinn gjaldgengur í keppni með bestu hlaupurum Evr- ópu á þessari vegalengd. Næsta ár, 1956, setti hann fyrstu Islandsmet sín í 1500 m hlaupi, auk meta í 1000 m hlaupi, míluhlaupi og 2000 m hlaupi. Á árunum 1955—60 setti hann alls 19 íslandsmet á vegalengdum frá 800 til 2000 m, en átti auk þess hlutdeild í 5 metum í boðhlaupum, þar á meðal landssveitarmeti í 4x400 m boðhlaupi, sem enn er óslegið, en það var sett í frægri landskeppni við Dani í Kaup- mannahöfn 1956. Fyrsta landskeppni sem hann tók þátt í, var gegn Hollendingum í Reykjavík 1955, og þar sigraði hann í 1500 m hlaupi. í landsliði átti hann síðan fastan sess, þar til hann hætti keppni eftir sumarið 1961. Islandsmeistari varð hann 5 sinnum í 800 m hlaupi, 7 sinnum í 1500 m hlaupi, einu sinni í 5000 m hlaupi og sex sinnum í boðhlaup- um á árunum 1954—1961. Frægasta sigur sinn á erlendri grund vann hann haustið 1957, þegar hann sigraði í 800 m hlaupi á minningarmóti um þýska heims- methafann Rudolf Harbig, en það mót er árlega haldið í Dresden. Árið eftir átti hann fimmta besta tima í undanrásum 800 m hlaups- ins á Evrópumeistaramótinu í Stokkhólmi og setti íslandsmet, 1:50,5 mín., en í milliriðli gekk honum ekki eins vel. Enn verður að geta þátttöku hans í Olympíu- leikunum í Róm 1960, en þar setti hann síðasta Islandsmet sitt í 1500 m hlaupi, 3:47,1 mín., sem stóð sem met í 16 ár. Það gefur auga leið að slíkum árangri nær enginn, nema saman fari mikið upplag og þrotlaus ástundun. Svavar æfði líka allra manna mest og best á þessum árum, en engu að síður lét hann ekki sitt eftir liggja við félags- störfin, átti sæti í stjórn Frjáls- íþróttadeildar KR um margra ára skeið. Eftir að hann hætti keppn- isþjálfun og keppni, tók hann upp þráðinn sem forystumaður á vettvangi frjálsíþrótta, og hafði setið í stjórn Frjálsíþróttasam- bands Islands á annan tug ára, þegar hann lést aðfaranótt 28. október 1976, langt um aldur fram og harmdauði öllum, sem þekktu hann. KNATTSPYRNUMENN í Víkingi héldu fyrir nokkru upp- skeruhátíð fyrir yngri sem eldri leikmenn félagsins. Á þessari hátíð var meðal annars veitt verðlaun þeim leikmönnum, sem i sumar hafa að mati þjálfara og knattspyrnuráðs skarað fram úr í sinum flokki, sýnt mestar fram- farir eða áhuga við æfingar. Af leikmönnum meistaraflokks varð Helgi Helgason fyrir valinu, en þessi eitilharði Húsvikingur hef- ur mætt á hverja einustu æfingu síðan hann gekk til liðs við Vikinga, sýnt miklar framfarir og verið jákvæður sama á hverju hefur gengið. Í 2. flokki varð Aðalsteinn Aðalsteinsson fyrir valinu, en þessi bráðefnilegi leikmaður varð þessa heiðurs aðnjótandi i 3. flokki í fyrra. Valdimar Jónsson var valinn i 3. flokki, Agnar Rúnar Agnarsson i 4. flokki og i 5. flokki var Pétur Ólafur Pét- ursson valinn leikmaður sins flokks. Iþróttabandalag Reykjavíkur svarar KKI VEGNA greinar í heiðruðu blaði yðar hinn 10. október varðandi niðurröðun leikja í væntanlegu íslandsmóti i körfuknattleik i Reykjavík, viljum vér vekja at- hygli á eftirfarandi: Þegar íþróttahús Ilagaskólans tók til starfa í janúar 1976 voru allir leikir iþróttafélaganna i Reykjavik i körfuknattleik flutt- ir i það hús. Þar var einnig komið fyrir æfingum velflestra meist- araflokksliða félaganna i körfu- knattleik, að Í.R. undanskildu, þar sem það félag vildi halda sig við Breiðholtið. Eftir fyrsta vet- urinn var af skólans hálfu Iagt blátt bann við æfingum og keppni í handknattleik í húsinu, sem vegna stærðar gólfflatarins tók við nokkrum fjölda leik- kvölda í yngri flokka mótum handknattleiksins. Þá var farið að gæta nokkurra þrengsla varð- andi mót í Laugardalshöllinni. Þessi ráðstöfun varðandi körfuknattleikinn stafaði af þrennskonar orsökum: 1. Stærð salar er 18x33 m en keppnisvöllur í körfuknattleik er 14x28 m. 2. Áhorfendarými var vel við hæfi, þar sem meðalaðsókn að 1. deildinni í körfuknattleik var 1976-1977: 40.3 og 1977-1978: 89.2 greiðandi áhorfendur. 3. Minnsta afnotagjald var 50% af lágmarksgjaldi Laugar- dalshallar. Á hinn bóginn er Laugardals- höllin með 20x40 m keppnisgólfi, sem er lögleg vallarstærð fyrir handknattleik og er eina íþrótta- húsið í Reykjavík með þeirri stærð. Þar hafa meistaraflokkar Reykjavíkurfélaganna í hand- knattleik fengið inni með 50% sinna æfingastunda miðað við stundaskrá, en í reynd hefur þessi úthlutun æfingastunda verið skor- in niður með keppniskvöldum um ca. 35—70% eftir dögum. T.d. síðasta vetur 1978—1979 féllu niður æfingar 10 föstudagskvöld af 28, en í 17 skipti varð að fella niður æfingar á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Alla laugardaga kl. 15.30—19.30 og alla sunnudaga frá kl. 14.00— 23.00 var keppni í ýmsum íþrótta- greinum í Laugardalshöll, að verulegu leyti á vegum hand- knattleiksins. Á síðasta keppnistímabili sótti stjórn Körfuknattleikssambands íslands um alla heimaleiki Í.R., K.R. og Vals í íþróttahúsi Haga- skólans, og tók jafnframt fram, að hún mæltist til þess, að þessir leikir „hefðú algeran forgang", þá líklega fram yfir blakíþróttina, sem er eini sambýlisaðili körfu- knattleiksins í íþróttahúsi Haga- skólans. Aðsókn að leikjum í úrvalsdeild K.K.Í. framan af vetr- inum 1978—1979 var sæmileg, en jókst stöðugt og er húsið fylltist á leik hinn 28. janúar 1979 milli K.R. og Vals, voru 4 leikir fluttir í Laugardalshöll, enda þá komin mikil baráttustemmning í úrvals- deildinni milli K.R., Vals og U.M.F.N. Aðsókn að leikjum Úrvalsdeild- ar K.K.Í. í Reykjavík s.l. vetur: Valur — Þór, Ak manns 94 K.R. — Stúdentar 278 Valur - l.R. 53 K.R. - U.M.F.N. 364 I.R. — í. Stúdenta 104 l.R. — Þór, Ak. 34 Valur - K.R. 288 K.R. - t.R. 234 Í.R. - U.M.F.N. 238 I.R. - Valur 107 K.R. - Valur 318 Valur - U.M.F.N. 229 K.R. - Þór, Ak. 109 K.R. - l.R. 177 K.R. — í. Stúdenta 100 Valur - I.R. 79 Í.R. Stúdentar 69 Valur — Stúdentar 82 Í.R. - Þór, Ak. 33 Valur - K.R. 469 K.lt. - Í.R. 132 K.R. - U.M.F.N. 712 (Höllln) l.R. - U.M.F.N. 111 Í.R. - K.R. 186 Valur — Stúdentar 103 Í.R. - Valur 129 K.R. - Valur 688 (Höllinni) K.R. - Þór. Ak. 118 Valur - U.M.F.N. 1195 (Höllinni) Valur — Þór, Ak. 74 K.R. - Valur 2488 (Húllinni) Það skal tekið fram, að Laugar- dalshöllin rúmar upp undir 3000 manns, en í öll þessi skipti má bæta við óþekktum fjölda fríkorta. Þegar gengið var frá skiptingu leikkvölda fyrir körfuknattleiks- mót íslands 1979—1980, bar niður- röðúnaraðili K.K.Í. á milli þá ósk frá K.R. og Val, að fá alla 20 heimaleiki þeirra færða í Laugar- dalshöll, en þessi tala lækkaði vegna hagræðingar hans í niður- röðun í 17 leiki. Við athugun á þróun aðsóknar á síðasta vetri, var ákveðið, að allir leikir inn- byrðis milli K.R. og Vals færu í Höllina og einnig 4 leikir þessara félaga gegn U.M.F.N. Þá var það undirstrikað, að yrði þróun að- sóknar svipuð og á síðasta vetri, yrði óhjákvæmilegt að endurskoða þessa niðurröðun, enda engum greiði gerður með því að yfirfylla Hagaskólahúsið. Á hinn bóginn er ekki unnt að sjá nokkra sanngirni í því að staðsetja strax leiki K.R. og Vals gegn Í.R. og Fram í Laugardalshöllinni, en láta heimaleiki Í.R. og Fram gegn K.R. og Val sitja eftir í Hagaskólanum, þótt allt bendi til þess að það skipti ekki hinu minnsta máli varðandi aðsókn, hvaða lið er talið á undan í innbyrðis leikjum Reykj avíkurfélaganna. Á þessu hausti höfum vér rætt um möguleika þess að taka Laug- ardalshöllina úr notkun sem æf- ingahús og koma öllum mótum og leikjum í handknattleik, körfu- knattleik, blaki og innanhúss- knattspyrnu þar fyrir og fylla allar helgar í íþróttahúsi Haga- skólans með æfingum eins og gert er í öðrum æfingasölum af sömu stærð. Þetta myndi þýða, að hand- knattleiksdeildir félaganna í Reykjavík yrðu að leita að Brúar- landi eða suður í Hafnarfjörð eftir æfingasölum af sömu stærð, síðan yrðu einstaka tímar lausir í Laug- ardalshöll auglýstir fyrir tilfall- andi æfingar. Þá mundu að sjálf- sögðu körfuknattleiksdeildirnar hafa frið með sínar æfingastundir í Hagaskóla, en hverjir mundu hugsanlega skipa sér aftast í biðröðina eftir lausum æfinga- stundum í Laugardalshöll, þ.e. þeir hefðu eigin æfingahús? í Laugardalshöll eru öll virk kvöld, sem kæmu til greina til afnota fyrir leiki úrvalsdeildar í körfuknattleik, áskipuð með æf- ingum, eingöngu eða að langmestu leyti á vegum handknattleiksins. Ef reynslan sýnir, að það er rétt sem stjórn K.K.Í. gerir ráð fyrir, sem sé að aðsókn muni verða miklu meiri að íslandsmótinu en áður, verður nauðsynlegt að grípa til sömu ráða og gert var s.l. vetur, að flytja fyrirsjáanlega stórleiki inn í Laugardalshöll. Mun það gert, ef þessar forsendur haldast. Það er hinsvegar óhjákvæmilegt að nota þá tíma, sem þannig falla niður í Hagaskóla undir æfingar þeirra handknattleiksdeilda, sem missa æfingar í Laugardalshöll- inni. Þar kemur til kasta fræðslu- yfirvalda Reykjavíkur en ekki I.B.R. enda hefur stjórn Í.B.R. aldrei fallist á þær röksemdir, sem leiddu til þess að handknattleikn- um var úthýst úr íþróttahúsi Hagaskólans. í hvert sinn, sem nýtt íþrótta- hús hefur verið tekið í notkun hér í Reykjavík, hefur heyrzt, að nú væru leyst vandamál félaganna varðandi æfingar, en nærri jafn- óðum hafa íþróttafélögin vegna aukinnar þátttöku verið í sömu vandræðum aftur vegna skorts á aðstöðu til æfinga og keppni. Með tilkomu íþróttahúss Hagaskóla var talið að vel væri fyrir körfu- knattleiknum séð, a.m.k. um nokk- urn tíma, en núverandi umræður sanna áþreifanlega, að vegur þess- arar ágætu íþróttagreinar hefur vaxið miklu hraðar en nokkurn gat grunað eða gert ráð fyrir. Nú liggja á teikniborðum borgarinnar drög að nýju íþróttahúsi í Breið- holti II, 20x40 m með áhorfendarými fyrir 1000—1200 manns. Það er ljóst, að þessi salur þarf að komast í gagnið sem fyrst, en fyrirsjáanlegt er, að nú þegar væri hægt að fylla hann með verkefnum hvert kvöld. Virðingarfyllst, íþróttabandalag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.