Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 2 7
J 1 á(3 lami snn 1 haf a; aldrei
sl (ili ð gi íldií þrc íti ta
fv TÍI ■ lar id oi « gÞ ■ / JO< ð“
Óhætt er að fullyrða að annað stærsta sérsambandið
innan ÍSÍ er Handknattleikssamband íslands. Nú er
keppnistímabil handknattleiksmanna að hefjast, kapp-
leikir eru fjölmargir í hinum ýmsu aldursflokkum, og
þátttakendur skipta hundruðum víðsvegar um landið.
Þá er landsliðið í handknattleik í sviðsljósinu þessa
daga.
Það er því vel við hæfi að spjalla við íormann HSI
Júlíus Ilafstein og grennslast fyrir um hvað framundan
er hjá sambandinu, og forvitnast um leið um það mikla
starf sem unnið er. Við fengum því Júlíus til að svara
nokkrum spurningum okkar varðandi HSÍ, og fara svör
hans hér á eftir.
• Júlíus Hafstein formaður HSÍ, með verðlaun þau er sambandið
veitir siííurvesurunum i bikarkeppni IISÍ.
Hvert er megin starfssvið
H.S.f. í dag og hversu umíangs-
mikil er starfsemin?
Starfssvið H.S.Í. er margþætt
en þó má skipta störfum stjórnar-
innar í tvo megin þætti, í fyrsta
lagi er varðar handknattleiki inn-
anlands og í öðru lagi erlend
samskipti. Ef við skoðum fyrst
starfið við íþróttina innaniands,
þ.e.a.s., án þess að taka allt er
heyrir til landsliðanna með í
myndina þá er þar um mjög
umfangsmikið starf að ræða. í því
sambandi er helzt að geta undir-
búnings og skipulagningu á lands-
mótum en störf mótanefndar
H.S.I. verða tröllslegri með hverju
árinu sem líður. Þá eru störf
dómaranefndar í svipuðum farveg,
niðurröðun dómara á leiki, boðun
dómara í keppni, dómaranámskeið
bæði fyrir héraðsdómara og lands-
dómara allt störf sem taka mikinn
tíma. Þá er í þriðja lagi starfsemi
Tækni- og fræðslunefndar H.S.Í.
en hún hefur með höndum allt er
varðar fræðslumál, svo sem þjálf-
aranámskeið, útgáfu á námsefni
og annað því skylt en starf
þessarar nefndar hefur vaxið
mjög mikið síðustu misserin enda
þáttur sem er hvað nauðsynlegast-
ur í öllu uppbyggingarstarfi.
A hinn bóginn eru það erlendu
samskiptin, samningar um lands-
leiki, keppnisferðir erlendis, verk-
efni fyrir dómara erlendis, fundir
og þing allt atriði sem krefjast
góðs undirbúnings, bréfaskrifta og
þess háttar. Mest eru þetta störf
er fara í verkefni fyrir landsliðin
okkar, en á vegum H.S.Í. verða
væntanlega fjögur landsliðí
sviðsljósinu, A-landslið karla,
A-landslið kvenna, landslið karla
skipað leikmönnum 21 árs og
yngri en þeir taka þátt í heims-
meistarakeppni eftir 2 vikur og í
fjórða lagi unglingalandslið karla.
Og að lokum mætti nefna fjár-
málin en þau eru alltaf mjög
umfangsmikil og erfið en ég geri
ráð fyrir að við munum ræða um
þau síðar.
Nú stjórnin sjálf hefur reglu-
legan fundartíma í hverri viku
allan ársins hring, oftar ef að þörf
krefur og satt að segja líður vart
sá dagur að ekki sé eitthvað verið
að „stússast" fyrir H.S.Í.
I rauninni er mjög erfitt að
segja til um hve umfangsmikið
starfið er, hitt er víst að verkefnin
eru næstum óþrjótandi.
Hafa umsvif H.S.Í. aukist á
undanförnum árum eða hafa fjár-
magnsvandræði hamlað eðlilegu
starfi?
Iðkendafjöldi í handknattleik
hefur vaxið jafrit og þétt á s.l.
árum og samhliða því hefur starf-
ið vaxið ekki aðeins hjá H.S.Í.,
heldur líka og ekki síður hjá
hinum ýmsu handknattleiksráð-
um og félögum. Fjárhagsvandræð-
in hafa að sönnu sett á okkur
bremsu, en menn hafa reynt að
leysa þau eftir fremsta megni þó
það sé í raun nokkuð erfitt á
tímum.
Hefur verið gert nægilega
stórt átak í fræðslu-. dómara- og
þjálfaramálum?
Eg gat um það hér áðan að
fræðslumál væru grundvallaratr-
iði í þessari íþrótt sem öðrum og
það er því rétt að það kom hér
fram að síðan Jóhann Ingi kom til
starfa hjá okkur haustið 1978 hafa
verið gerðir góðir hlutir í fræðslu-
og þjálfunarmáium sem hann hef-
ur haft forgöngu um. Það má
segja að í þessum málum hafi
verið gert stórátak, og við í stjórn
H.S.Í. erum ákveðnir í að fylgja
því fast eftir. Það sama má segja
um dómaramálin, við erum nú á
næstum vikum að fara af stað með
dómaranámskeið þar sem leið-
beinandi er erlendis frá, m.a.
menn sem hafa með höndum
alþjóðleg dómaranámskeið á veg-
um Alþjóðasambandsins. Þetta er
vettvangur sem við höfum ekki
haslað okkur nægilegan völl á
hingað til en ætlum nú að lagfæra.
Er afstaða til handknattleiks-
iðkunar nægilega góð að mati
stjórnar H.S.Í., hvað um lands-
byggðina?
Aðstaða til íþróttaiðkunar al-
mennt hefur breyst gífurlega mik-
ið á síðustu árum, vellir hafa verið
lagðir og hús hafa risið og er það í
sjálfu sér ágætt mál. En okkur
handknattleiksforystumönnunum
hefur fundist, að full lítið tillit sé
tekið til íþróttar okkar en við
þurfum stærri velli en aðrar
inniíþróttir. Það er rétt eins og
einhvers staðar í kerfinu séu
hemlar á þessu, og að við byggingu
íþróttahúsa sé reynt að halda sér
einhvers staðar utanvið okkar
alþjóðlega löglegan keppnisvöll
sem er 20x40 metr., íþróttahús
með áhorfendasvæðum hafa fram
til þessa átt feikilega erfitt upp-
dráttar og er það frekar vægilega
til orða tekið. í þessu sambandi
má benda á að í Reykjavík er
aðeins eitt keppnishús og þessu til
sönnunar er rétt að fram komi, að
um þetta eina hús er nú rifist,
jafnvel á síðum dagblaðanna,
hverjir og hvenær eigi að keppa í
því.
Ertu ánægður með árangur
A-landsliðs karia á s.l. keppnis-
timabili og áttu von á betri
árangri á komandi keppnis-
tímabili?
Já, ég var ánægður með árang-
urinn s.l. vetur. Þá unnum við
Dani í fyrsta skipti á útivelli, sem
var langþráður draumur, og í
forkeppni OL. á Spáni lentum við í
4. sæti sem var betri árangur en
við áttum von á. Vonandi verður
rétt framhald á þessu en eins og
þú veist þá eru fyrstu landsleik-
irnir 15. og 16. október hér heima
við Tékkóslóvakíu.
Er ekki tímabært að fara að
greiða fyrir æfingar og leiki en
ekki aðeins vinnutap?
Spurningin er ekki hvort það sé
tímabært eða rétt, heldur hvort
við höfum bolmagn til þess, sem
við höfum ekki. Fjárhagsvandi
okkar er miklu stærri en svo að
þetta geti raunverulega komist
inn í umræðuna. Lítið dæmi þessu
til sönnunar er að fyrir 3—4 árum
fengum við u.þ.b. 1 millj. kr. í
styrk frá ríkissjóði sem var svipað
og ein ferð fyrir landsliðið til
Kaupmannahafnar og til baka.
Núna fáum við 2.6 millj. í styrk en
það kostar 5 milljónir fram og til
baka sömu leið. Og þegar við
þurfum að greiða þetta 5—6 ferðir
á ári fyrir utan allt annað þá
verður ekki mikið afgangs. Nei,
skilningur landsfeðranna er í lág-
marki og ef heldur áfram sem
horfir þá leggjast erlend sam-
skipti íþróttaflokka almennt niður
og afreksíþróttir þá um leið.
Ráðamenn hafa aldrei skilið gildi
íþrótta fyrir land og þjóð, hverjir
þeirra sem í hlut hafa átt.
Telur þú möguleika á einhvers
konar atvinnumennsku i iþrótt-
um hérlendis í einhverjum mæli?
Það er tómt mál að tala um
slíkt. Það í sjálfu sér er ekkert
markmið að hafa atvinnumenn
hérlendis heldur hitt að það væri
ánægjulegt að geta gert eitthvað
lítilræði fyrir þá íþróttamenn okk-
ar, sem skara fram úr, menn sem
hafa eytt miklum og dýrmætum
tíma ekki bara af frístundum,
heldur líka frá fjölskyldu og vinnu
sinni til þess eins að geta borið
hróður þjóðar sinnar og fóstur-
jarðar um önnur lönd. Mér sýnist
að þetta sé alls ekki í neinum
forvegi til breytinga. Því miður.
Þó það væri ekki í nema litlum
mæli.
Hver eru stærstu vcrkefni
H.S.Í. varðandi A-Iandslið karla
á næstu árum?
Stærsta verkefnið á þessum
vetri verður Balti-cup keppnin, en
þetta er einhver sterkasta „turn-
ering" sem haldin er ár hvert.
Stærsta verkefnið á næsta keppn-
istímabili verður forkeppni heims-
meistarakeppninnar 1982. Ekki er
búið að ákveða hvar hún verður en
þar verðum við að vera með sex
efstu liða til að komast áfram í
lokakeppninni 1982 og að því
stefnum við.
Ertu bjartsýnn á framtíð hand-
knattlciksins hér á landi?
Já, ég er bjartsýnn á handbolt-
ann okkar. Stór aukning iðkenda,
markviss fræðslustarfsemi, betri
þjálfarar og síðast en ekki síst
leikmenn sem vilja leggja meira á
sig, allt þetta leiðir til harðari
keppni, sterkari liða og fyrir
okkur sem störfum að íþrótt, sem
er hátt skrifuð erlendis, hvatning
til að halda þessu áfram. Já, það
er óhætt að vera bjartsýnn, þetta
gengur vel núna.
Hafa íslenzk handknattleiks-
félög sem misst hafa leikmenn til
erlendra liða á einn eða annan
hátt verið hlunnfarin þegar um
dulbúna atvinnumennsku er að
ræða? Nú hafa knattspyrnufélög
fengið greitt fyrir leikmenn?
Alþjóðahandknattleikssam-
bandið viðurkennir ekki atvinnu-
handknattleik, sem er að sjálf-
sögðu eins og hver önnur fjar-
stæða þar sem það er vitað mál að
hjá öllum toppþjóðunum og vel
það er íþróttin atvinnuíþrótt að
meira eða minna leyti. Austan-
tjaldslöndin hafa ekki viljað við-
urkenna handknattleik sem at-
vinnuíþrótt þó svo að þeirra menn
geri ekkert eða lítið annað en að
æfa og keppa og meðan þessi
sjónarmið ráða ferðinni er áhuga-
leikmaðurinn frjáls ferða sinna að
ganga úr einu áhugamannaliði í
annað þó vitað sé að um dulbúna
atvinnumennsku sé að ræða. í
þessum efnum er lítið hægt að
gera. Um leið og þessir hlutir
breytast sem hlýtur að verða fyrr
en síðar koma önnur sjónarmið
inn í myndina en því fylgir að
alþjóðasambandið eða réttara
sagt alþjóðaþing verður að sam-
þykkja reglugerð þar að lútandi.
Erum við að keppa á jafnréttis-
grundvclli þegar við erum slíkir
áhugamenn sem raun ber vitni
um?
Nei, að sjálfsögðu ekki, en við
höfum látið okkur hafa það, þar
sem við vitum, að þetta er staða,
sem lítið er hægt að gera í, við
verðum bara að berjast harðar og
bíta á jaxlinn.
Hefur handknattleiknum al-
mennt farið fram hér á landi að
þinu mati?
Með komu Janusar Cerwinskys
og síðan Botans Kavanzky kom
nýtt blóð í þjálfaramálin sem
gefist hefur vel. Ég er ekki að
segja að við höfum ekki góða
þjálfara. Það eigum við, menn eins
og Karl Benediktsson, Hilmar
í DAG lauk fyrsta opna badmin-
tonmótinu á þessu keppnistíma-
bili. Keppt var í einliðaleik karla
og kvenna. og var mótinu þannig
háttað, að sá sem tapaði fyrsta-
leik, fór i sérstakan aukaflokk,
þar sem áfram var keppt til
úrslita.
45 keppendur tóku þátt i mót-
inu frá 7 félögum, en leikir urðu
samtals um 60.
(Jrslit i einstökum flokkum
urðu sem hér segir.
Karlaflokkur. Jóhann Kjart-
ansson TBR sigraði Brodda Krist-
jánsson TBR, 15/12 og 15/10.
Kvennaflokkur. Kristín Magn-
úsdóttir TBR sigraði Sif Friðleifs-
dóttur KR, 11/5 og 11/1.
Aukaflokkur karla. Helgi
Björnsson og Jóhann Inga Gunn-
arsson og fl. menn sem fylgjast
með, menn sem endurmennta sig,
menn sem fyllilega standa við
hliðina á starfsbræðrum sínum
erlendis. Grundvallaratriðið í
þessu máli er að fræðsla og
þjálfaramenntunin séu í lagi.
Þetta er allt í réttum farvegi hjá
okkur núna, toppliðin okkar eru
sterkari en áður, það segir meira
heldur en nokkuð annað og hefur
og mun hafa góð áhrif fyrir
íþróttina.
Ertu orðinn þreyttur á því
mikla starfi sem er að vera
formaður H.S.Í.?
Nei, nei, þá hefði ég ekki haldið
áfram.
Hvað er þér eftirminnilegast í
starfi þínu sem formanns og
hvaða óskir áttu sjálfur til handa
íslenzkun handknattleik.?
Ég vil nú láta það liggja á milli
hluta hvað mér er eftirminni-
legast en ef ég nefndi eitthvað
sérstakt þá er það í raun eitt
atriði, áður en ég varð formaður
en það voru dagarnir í september
1978 þegar H.S.Í. sá um þing
I.H.F. (alþj. handknattl.samb.)
Það var mjög ánægjulegur og
lærdómsríkur viðburður sem hef-
ur nú þegar og mun í framtíðinni
koma okkur til góða.
Ef ég á einhverja sérstaka ósk
þá er hún fyrst og fremst sú, að
þeir sem í baráttunni standa,
íþróttafólkið, leiðtogarnir — við í
stjórn H.S.Í., í félögunum og
öðrum þeim vettvöngum sem
starfað er við, berum gæfu til að
standa heilshugar og sameinaðir í
verkum til framdráttar þessari
glæsilegu íþrótt sem geymir á
spjöldum sinnar eigin sögu
íþróttamenn sem lengzt allra
íslenzkra flokkaíþróttamanna
hafa náð á erlendri grund. Þ.R.
Magnússon ÍA sigraði Þorgeir
Jóhannsson TBR 15/8, 11/15 og
15/10.
Aukaflokkur kvenna. Sigríður M.
Jónsdóttir TBR sigraði Elínborgu
Guðmundsdóttur BH, 11/0 og 11/3.
• Jóhann Kjartansson.
Rætt við Júlíus Hafstein formann HSÍ
Jóhann sigraði