Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 Norðmenn með allt að 20 skip á miðum Kólombíuíll ár SAMTÖK útgerðarmanna í Ála- sundi í Noregi hafa gert samkomulag við fyrirtæki í eigu ríkis og einstaklinga í Kolomhiu og samkvæmt þvi hafa allt að 20 norsk skip rétt til að veiða á kólombísku hafsvæði næstu 11 árin og selja afla sinn i Kól- ombíu. Samningar þessir taka gildi um miðjan þennan mánuð og til reynslu verður rækjutogari frá Tromsö á miðum Kólombíumanna næstu 6 árin. Síðar bætast fleiri skip við, en þau mega flest vera 20 talsins næstu 11 árin. Skipin verða mönnuð Norðmönnum og undir norskum fána, en á tímabilinu er einnig reiknað með að Norðmenn sinni þjálfun Kólombíumanna að einhverju leyti. Fyrir þetta sam- komulag þurftu Norðmenn ekkert að greiða til stjórnvalda í Kól- ombíu að undanskildum leyfis- gjöldum, sem námu ekki háum upphæðum. Hugmyndasamkeppni ÁLAFOSS hf. hefur efnt til verð- launasamkeppni um gerð hluta sem að uppistöðu til eru gerðir úr þeim bandtegundum sem fyrir- tækið framleiðir. Að því er segir í frétt frá fyrirtækinu, er aðaltilgangurinn með þessari samkeppni að ná fram nýjum hugmyndum þar sem notagildi bandsins kemur fram. Hlutirnir mega vera prjónaðir, heklaðir eða gerðir á hvern þann hátt er fólki kann að detta í hug. I boði eru fimm verðlaun. Fyrstu verðlaun eru 200 þúsund krónur, önnur verðlaun 100 þús- und krónur, þriðju verðlaun 70 þúsund krónur, fjórðu verðlaun 60 þúsund krónur og fimmtu verð- laun 50 þúsund krónur. Hugmyndirnar eiga að hafa borist Álafoss hf. fyrir 1. desem- ber 1979. Ur Medallandi Hnausum 10. okt. NÚ ER slátrun meira en hálfnuð á Kirkjubæjarklaustri. Munu dilkar vera rýrari hjá flestum en venjulega. Voru hér sem annars staðar óvenjuleg harðindi í vor og hlutu að hafa áhrif á fall þunga fjár. Sláttur gekk víða heldur stirð- lega vegna lélegra þurrka og gras var seinsprottið. Mun nýtt hey víða vera minna en í fyrra og fyrningar óvíða. I vor ætluðu a.m.k. fjórir bænd- ur hér eystra að sá korni, en farmannaverkfall og harðindi komu í veg fyrir það. Var það illa farið því kornræktun á Þorvalds- eyri er eitt af því merkilegasta, sem gerzt hefur í íslenzkum land- búnaði. Þyrfti víðar að gera slíkar tilraunir. í fyrra lauk 10 ára leigu á Eldvatni í Meðallandi, en Tungu- lax h.f. hafði ána það tímabil. Höfðu bændur ána sjálfir í sumar. Var ekki veitt að vori og aðeins þrjá daga í viku yfir sumarið. Rúmlega 50 laxar veiddust Nokk- uð veiddist einnig af sjóbirtingi og allvel um miðjan ágúst. Af sjó- bleikju veiddist lítið. Laxaseiði, sem sleppt hefur verið, hafa skilað nokkrum árangri, sem hefur dreifst alljafnt um allt Skaftár- svæðið. Hefur lax veiðst í Kúða- fljóti í líkum mæli og Eldvatni og Skaftá. Tvö íbúðarhús eru í byggingu í Meðallandi, á Langholti og Lyng- um, en þar er nú tvíbýli. Ný brú á Eldvatn var fullgerð í fyrra og vegagerðin í sumar. Orn var hér við Eldvatnið frá 1967 til 1977, mjög stór og spakur fugl. Á þessu tímabili var hann stundum allan veturinn. En síðustu árin styttist alltaf vera hans hér og mun hann ekki hafa verið nema um viku síðasta vetur- inn. Vilhjálmur Aflinn meiri en í fyrra þó seinna væri byr jad nú VEÐRÁTTAN á haustvertíðinni hefur verið einstök og sárasjald- an sem nokkrar frátafir hafa verið á veiðum á loðnumiðum norður af iandinu frá þvi að vertið hófst. Aflinn var siðdegis í gær orðinn um 310 þúsund tonn og er það heldur meira en á sama tíma i fyrra, en þá hófust veið- arnar þó mánuði fyrr en í ár. Mokveiði var um helgina og bátarnir svo fljótir að fylla sig að á stundum voru engir á miðun- um. Sigurður RE 4 er aflahæsta skipið sem fyrr. en skipstjórar eru þeir Haraldur Ágústsson og Kristbjörn Árnason. Mestu hefur verið landað í Siglufirði, en verksmiðjur allt í kringum íand- ið hafa tekið á móti afia á vertíðinni. Frá því á hádegi á laugardag þar til síðdegis í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla til loðn- unefndar. Laugardagur. Húnaröst 600, Pétur Jónsson 690, Ársæll 430, Börkur 1050, Gísli Árni 620, Sæ- berg 650, Arnarnes 600, Skarðsvík 630, Hrafn 650, Loftur Baldvins- son 800, Súlan 770. Samtals á laugardag 19 skip með 13900 lestir. Sunnudagur. Jón Kjartansson 1100, Hilmir 540, Þórshamar 580, Sigurfari 870, Þórður Jónasson 470, Seley 420, Bergur 510, Örn 580, Dagfari 530. Samtals á sunnu- dag 9 skip með 5600 lestir. Mánudagur. Sigurður 1400, Svanur 680, Huginn 560, Hákon 820, Ljósfari 570, Óskar Hall- dórsson 440, Náttfari 520, Helga Guðmundsdóttir740, ísleifur 430. INNLENT Stykkishólmur: Bygging heilsugæslustöovar strönduð í ríkiskerfinu? St. Fransiskusystur i Stykk- ishólmi hafa eins og alþjóð veit rekið hér sjúkrahús í 40 ár með miklum myndarbrag. Þær hafa nú undirbúið endurbætur á sjúkrahúsinu en gamla húsið stenst ekki lengur þær kröfur sem i dag eru settar um slíkt húsnæði og skortir þar aðallega rannsóknaraðstöðu. Skv. lögum um heilbrigðis- þjónustu á að rísa heilsugæslu- stöð í tengslum við sjúkrahúsið og hafa systurnar samþykkt þá tilhögun, sem að tilhögun heil- brigðisráðuneytisins. Öllum undirbúningi og hönnun þessara fyrirhuguðu framkvæmda er nú lokið og var það von systranna að framkvæmdin gæti hafist á þessu ári og höfðu í því skyni aflað nauðsynlegra fjármuna. Engu að síður strandar málið einhvers staðar í ríkiskerfinu, þrátt fyrir það að tveir heil- brigðisráðherrar hafa samþykkt áætlun um endurbætur sjúkra- hússins og nú síðast kom Magn- ús H. Magnússon og skoðaði starfsaðstöðu systranna og hét stuðningi sínum í málinu. Nú fyrir stuttu var haldinn fundur heimaðila um þetta mál. Til þess fundar mættu þeir Haraldur Hannesson hagfræð- ingur fulltrúi systranna og Frið- jón Þórðarson alþm., en þeir hafa unnið hvað mest að undir- búningi málsins. Á fundi þessum kom fram mikil óánægja manna með afgreiðslu þessa máls sem allir segjast vera sammála um að eigi að afgreiða en kerfið kemur ekki frá sér. Þess má geta að sjúkrahúsið sinnir heilbrigðisþjónustu í Snæfells- og Hnappadalssýslu og öðrum Breiðafjarðarbyggðum. Fréttaritari. Húsmæðrafélag Reykjavíkur: Stjórnvöld endurskoði verðlagning- arkerfi land- búnaðarvara BLAÐINU hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Húsmæðrafélagi Reykja- víkur: „Fundur haldinn í Hús- mæðrafélagi Reykjavíkur 3. október, skorar á húsmæður að vera vel á verði gegn verðhækkunum neysluvara og hvetur til samstöðu í þá átt að sporna við sífelldum hækkun- um á nauðsynjavörum. Óeðli- lega hátt verðlag einstakra nauðsynjavara er bæði fram- leiðendum og neytendum í óhag, þar sem neysla hlýtur að dragast saman. Jafnframt hvetur fundurinn stjórnvöld til að taka til end- urskoðunar nú þegar það verð- lagningarkerfi sem ríkt hefur varðandi innlendar landbún- aðarafurðir Fundurinn styður þær yfir- lýsingar sem fram hafa komið frá ýmsum hagsmunasamtök- um varðandi síðustu verð- hækkanir." Hreinn Lindal. Hreinivel fagnað á kveðju- tónleikum LAUGARDAGINN 6. október hélt Hreinn Líndal söngtónleika í Félagsbiói í Keflavík. Undirleik- ari á píanó var Ólafur Vignir Albertsson. Hreinn Líndal er sem kunnugt er á förum til Austurríkis til að syngja þar við Vínaróperuna og voru tónleikar þessir kveðjutón- leikar hans hér á landi. Hreinn er Suðurnesjabúum vel kunnur þar sem hann hefur kennt söng bæði við Tónlistarskólann og Barna- skólann í Keflavík undanfarin ár. Fjölmenni var á tónleikunum og var Hreini vel fagnað og er óhætt að segja að hann hafi unnið hugi og hjörtu áheyrenda. Ég vil óska honum til hamingju með tónleik- ana og þennan glæsilega árangur, við vonum að honum gangi sem allra best við það stóra viðfangs- efni sem hann tekst nú á hendur. Örn óskarsson. Verðbætur launa 1. desember: Frumvarp gegn skerðing- arákvæðum LÚÐVÍK Jósepsson og 8 aðrir þingmenn Alþýðubandalagsins hafa lagt fram i neðri deild Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 13/1979 (Ólafslögum) um stjórn efna- hagsmála, sem þingmenn Al- þýðubandalagsins samþykktu á siðasta þingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þrátt fyrir ákvæði til bráða- birgða II við VIII. kafla laganna skuli 1. desember nk. greiða óskertar verðbætur á laun, sem voru 210.000 krónur og lægri 1. marz 1979. Samkvæmt lögunum óbreyttum, eins og stjórnarflokk- arnir samþykktu þau á sl. voru, skerðast verðbætur á lægri laun um 2% frá 1. desember nk. vegna skerðingar viðskiptakjara. Eldur í bíl og eldavél ÞRJÚ útköll voru hjá Slökkvilið- inu í Reykjavík sl. laugardag. Auk brunans við Laugaveg, sem sagt er frá annars staðar í blaðinu, var slökkviliðið kallað að Bragagötu 30 um kl. 18.54 á laugardag og var þar eldur í eldavél, en ekki urðu mjög miklar skemmdir. Þá var slökkviliðið á laugardag kallað að bíl þar sem hann var staddur í Ártúnsbrekkunni og logaði þar eldur undir vélarhlíf bílsins og urðu nokkuð miklar skemmdir á bílnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.