Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 31 Hrafn Sveinbjarnarson er einn þeirra Grindavíkurbáta sem er á hringnót og hefur gengið vel. A þessari mynd er verið að landa síld i'ir Hratni l bíl frá Fiskanesi, en Hrafn Sveinbjarnarson er í eigu Þorbjarnar hf., þannig að segja má að samvinnan sé góð á milli söltunarstöðvanna, en þær eru fjórar i Grindavik. Grindavík, 15. október. MIKIL sild berst nú að landi í Grindavík og t.d. lönduðu 10 bátar hér um helgina. Allir eru bátarnir á hringnót og flestir frá Grindavík, en þó er algengt að aðkomubátar landi hér. Mikil áta er í síldinni og því erfitt að verja hana skemmdum. Aflann hafa bátarnir einkum fengið austur í Meðallandsbugt, en þangað er 14—16 tíma sigling. A þessari síldarvertíð hef- ur Fiskanes í Grindavík tekið í notkun nýja síldar- flökunarvél frá Bader- Pækillinn blandaður eftir kúnstarínnar reglum, hæfilega mikið af ediki og salti og sitt litið a/ hvurju. Mikil síld berst að og ný tækni við vinnsluna verksmiðjunum í Þýzka- landi. Dagbjartur Einarsson forstjóri sagði í samtali við fréttaritara Mbl. að þessar vélar væru hreinasta snilld. Um miklar framfarir væri að ræða, nýting hráefnis væri allt önnur, því að áður hefði mest af smærri síldinni sem ekki var hægt að salta farið í fiskimjöl. Lítill hluti hefði verið fryst- ur, en nú væri hægt að nýta millisíld með því að flaka Það fólk, sem starfar við síldina er að mestu úr Grindavík og þær þrjár sem þarna sjást flokka sildina og henda þvi sem skemmt er, eru allar á heimavelli ef svo má að orði komast. Nokkuð er þó a/ aðkomutólki i sildarvinnunni, en þó mun minna en t.d. á vetrarvertið. hana og súrsalta, en góður markaður væri fyrir síldina í V-Þýzkalandi. Dagbjartur sagði, að vinnsla síldarinnar á þenn- an hátt bætti upp hið lága verð, sem fengist fyrir saltsíld enda borgaði sig ekki lengur að salta síld eingöngu. Við kaup á þess- um vélum, sem voru nokkuð dýrar eða um 50 milljónir króna, væri kominn grund- völlur fyrir síldarvinnslu aftur. Hann sagði að furðu gegndi hversu mjög væri hægt að skattleggja slíka framleiðslu sem síldarsölt- un. Núverandi sjávarútvegs- ráðherra hefði að vísu, fyrstur ráðherra, sýnt þessu vandamáli nokkurn skiln- ing, t.d. með því að reyna að fá útflutningsgjöld af tré- tunnum felld niður eða lækkuð. Mönnum virtist að nóg væri að borga aðflutn- ingsgjöld af trétunnunum, en þær eru nú allar innflutt- ar. Sagði Dagbjartur að menn skildu ekki slíka skattpíningu og þætti hún í hæsta máta óeðlileg, en ein tóm trétunna kostar allt að 10 þúsund krónur í inn- kaupi. Fyrrnefndar flökunarvél- Þær eru hýrar stúikurnar þar sem þær raða síldinni i flökunarvélina, stemmningin er sjálfsagt eins og ávallt í kringum síldina, þó að vinnubrögðin breytist og tæknin verði þróaðri með hverju árinu. (Ljósm. Guðfinnur). V Svona lita körin út full af „súrlöppu tyrir Þjóðverjann, en súrsöltuð síld þykir herra- mannsmatur í Þýzkalandi. ar eru afkastamiklar. Sex konur þarf til að mata vélarnar og 6—8 konur til að flokka og skoða flökin og taka úr ef eitthvað er gallað. Dagbjartur sagði, að svo mikil áta væri í fæðu síldar- innar um þessar mundir, að kviðurinn skemmdist mjög fljótt ef ekki væri hægt að vinna síldina fljótlega eftir að hún veiddist. — Átak þarf þó enn að gera, því að við þurfum að stefna mark- visst að fullvinnslu þessara góðu matvæla til útflutn- ings, sagði Dagbjartur Ein- arsson og bætti því við að hann hefði trú á arðsemi þessarar vinnslu fyrir þjóð- arbúskapinn í framtíðinni. Nýting hráefnis við síldar- flökun er rúmlega 50%, en við súrsöltun rýrna síldar- flökin nokkuð. — Guðfinnur. Þegar kemur tram á veturinn er síldinni slðan skipað um borð i skip til útflutnings, en þessi mynd er trá þvl í fyrravetur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.