Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
33
Ferðum
íslendinga
hefur f ækk-
að það sem
af er árinu
í september komu til landsins
16.663 ferðamenn með skipum og
flugvélum og er það tæpum 3
þúsund ferðamönnum færra en i
september á síðasta ári þegar
komu til landsins 19.512 ferða-
menn skv. upplýsingum frá Út-
lendingaeftirlitinu. Útlendingum
fækkaði úr 6.526 i 6.258, en
íslcndingum úr 12.986 í 10.405.
Það sem af er árinu þ.e. til
septemberloka hefur ferðamönn-
um fækkað nokkuð eða úr 130.868
í 128.196 miðað við sama tíma í
fyrra. Hefur útlendingum fjölgað
úr 65.573 í fyrra í 67.353 í ár, en
ferðum íslendinga hefur fækkað
úr 65.295 í fyrra í 60.843 það sem
af er þessu ári. í september komu
flestir ferðamenn frá Bandaríkj-
unum 2.232, frá Vestur-Þýska-
landi 608, Sviss 440, 414 frá
Svíþjóð og 394 frá Danmörku.
Einn ferðamaður kom frá hverju
eftirtalinna ríkja: Equador, Fil-
ippseyjum, Guyana, íran, Jór-
daníu, Kuweit, Pakistan, Panama,
Portúgal, Rúmeníu, Singapore,
Súdan og Úruguay.
Þá komu á þessu sumri fleiri
ferðamenn en nokkru sinni með
skemmtiferðaskipum eða 16.351 í
25 ferðum skipa hingað. í fyrra-
sumar komu rúmlega 10 þúsund
ferðamenn með 20 skipaferðum,
sem er svipuð tala og nokkur
síðustu ár. Árin 1972 og 1973 komu
hingað skip í 26 ferðum, en þá var
fjöldi ferðamanna nokkru minni
en í sumar eða milli 11 og 13
þúsund.
Fatamóttaka
Hjálpræðis-
hersins
HJÁLPRÆÐISHERINN hefur
beðið blaðið að birta eftirfarandi:
Hjálpræðisherinn setti fyrr á
þessu ári tilkynningu í blöðin um
að takmarka yrði fatamóttöku við
eina viku vor og haust. Ætlunin
var að hafa fatamóttöku í eina
viku í október. Af þessu getur því
miður ekki orðið þar sem svo
mikill fatnaður hefur komið inn í
sumar og haust að geymslur eru
fullar.
Nokkrir hafa hringt að undan-
förnu og fengið það svar að við
tækjum við fötum í október. Við
viljum benda þeim á að hafa
samband við okkur aftur og mun-
um við taka við fötum frá þeim út
þessa viku.
Eftir það verður alls ekki tekið
við fatnaði fyrr en í vor.
Við viljum nota tækifærið og
þakka þeim sem styðja starf okkar
á þennan hátt.
(Fréttatilk.)
Ljósm. Sig.SÍKm.
Nýja brúin yfir Sandá.
BRÚUÐ hefur verið Sandá á Kjalvegi sunnan við Bláfellsháls og
lauk brúarsmíðinni nú fyrir nokkru, en verkið tók um það bil
þrjár vikur.
Brúin er stálbitabrú með timburgólfi á steyptum undirstöðum
og er hún 30 metra löng með tveimur höfum. Er hún rétt neðan við
gamla vaðið á Sandá og verður með tilkomu hennar öruggara að
komast upp á Kjalveg, en Sandá hefur stundum verið farartálmi
þrátt fyrir að lítið vatn hafi verið í henni seinustu tvö árin.
Samkvæmt upplýsingum vegagerðarinnar átti brúarsmiðin að
kosta um 27 milljónir og er búizt við að sú áætlun standist nokkurn
veginn.
Vegagerðin lætur um þessar mundir smíða nokkrar brýr i
nágrenni Reykjavikur, m.a. yfir Seljadalsá við Hafravatn og yfir
Ártúnsá og einnig er verið að vinna við brú á Eyrarbakkavegi rétt
utan við kauptúnið og senn lýkur brúarsmiði yfir Tungnaá við
Hrauneyjarfoss.
Tómas Árnason:
Athugasemd við ummæli
um framlög til iðnaðar
Manuela
Wiesler
á hádegis-
tónleikum
Söngskókuis
AÐRIR hádegistónleikar
Söngskólans í Reykjavík
verða á morgun miðviku-
daginn 17. október kl.
12.10 til 12.50 í Tónleika-
sal Söngskólans að
Hverfisgötu 45.
A tónleikunum mun
Manuela Wiesler leika á
flautu sónötu í a-moll
eftir Carl Philipp Em-
manuel Bach, sónötu per
Manuela eftir Leif Þórar-
insson og Suite eftir Jean
Francaix.
Hjörleifur Guttormsson o.fl.
hafa sagt frá því í fjölmiðlum að
framlög til iðnaðar hafi verið
skert í fjárlagafrumvarpi, og svo
djúpt hefur verið tekið í árinni, að
þau hafi verið lækkuð um 2
milljarða. Ef borin eru saman
framlög til iðnaðarráðuneytisins í
fjárlögum fyrir árið 1979 og í
fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1980
kemur í ljós, að þau eru 7.395
milljarðar á fjárlögum 1979 en
12.516 milljarðar í fjárlagafrum-
varpi fyrir árið 1980 og nemur
hækkunin 69%. Ef framlögum til
orkusjóðs er sleppt úr samanburð-
inum verða tölurnar 2.300 millj-
arðar 1979, en 4.417 milljarðar
1980 en þar er 92% hækkun.
Þess ber að geta, að fjármagn til
iðnaðarins ákvarðast ekki ein-
göngu af framlögum úr ríkissjóði,
heldur er fjármagn einnig ætlað
til iðnaðarmála á fjárfestingar- og
lánsfjáráætlun, en þar er gert ráð
fyrir verulegri aukningu fjár-
magns til iðnlánasjóðs.
Tilefni til blaðaskrifa um þessi
mál er ráðstöfun tekna af jöfnun-
argjaldi og af sérstöku tíma-
bundnu aðlögunargjaldi skal ráð-
stafa í fjárlögum ár hvert að hluta
til eflingar iðnþróunar". í fjárlög-
um fyrir árið 1979 er fyrrnefndur
hluti 167 m. kr. og ráðstafað til
Iðntæknistofnunar íslands 91 m.
kr. og á liðinn til iðnþróunar 76 m.
kr. Þess má geta, að í iögum um
Iðntæknistofnun íslands segir
m.a. í 9. gr. að einn af tekjustofn-
um Iðntæknistofnunar skuli vera
hluti af jöfnunargjaldi. í fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 1980 koma
389 m. kr. til skipta til eftirtaldra
verkefna.
Iðntæknistofnun íslands
125,0 m.kr.
Til iðnþróunar 76,0 m.kr.
Efling iðnaðar
og tækninýjungar 30,0 m.kr
Utflutningsmiðstöð iðnaðarins
67,4 m.kr.
Iðnrekstrarsjóður 63,6 m.kr.
Athugun á orkufrekum iðnaði
15,0 m.kr.
Ullar- og skinnaverkefni 12,0 m.kr.
389,0 m.kr.
Á hliðstæðan hátt og á síðasta
ári er framlag til iðnþróunar og
hluti af framlagi til Iðntækni-
stofnunar íslands fjármagnað
með jöfnunargjaldi. Þess ber einn-
ig að geta, að framlög til Útflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarins og
Iðnrekstrarsjóðs hækka í fjár-
lagafrumvarpinu um 90 milljónir
króna umfram verðlagsbreyt-
ingar.
Lög um aðlögunargjald nr. 58/
1979 7. gr. hljóðar þannig. „Tekj-
um af aðlögunargjaldi á árinu
1979 skal varið til sérstakra iðn-
þróunaraðgerða samkvæmt nán-
ari ákvörðun ríkisstjórnar, að
fengnum tillögum iðnaðarráð-
herra. Á sama hátt skal tekjum af
gjaldinu á árinu 1980 varið til
eflingar iðnþróunar samkvæmt
ákvæðum fjárlaga". Eins og getið
er um í greininni skal aðlögun-
argjaldinu varið til sérstakra
iðnrþóunaraðgerða. Tillögur iðn-
aðarráðuneytisins um ákveðnar
iðnþróunaraðgerðir hafa ekki leg-
ið fyrir við fjárlagagerð vegna
ársins 1980. Það var fyrst á
ríkisstjórnarfundi 11. október s.l.,
sama dag og fjárlagafrumvarpið
var lagt fram, sem iðnaðarráð-
herra lagði fram tillögu um ráð-
stöfun aðlögunargjalds fyrir árið
1979. Ákvörðun um ráðstöfunina
var ekki tekin á þeim fundi. Þar
sem tillögur um ákveðnar iðn-
þróunaraðgerðir lágu ekki fyrir
við gerð fjárlagafrumvarps fyrir-
hugaði ég að taka fram í fjárlaga-
ræðu, að það væri algjörlega opið
mál af minni hálfu að ráðstafa
gjaldinu þegar á næsta ári. Eng-
inn ágreiningur er um að gjaldið
gangi til iðnþróunar. Til þess að
svo geti orðið er nægilegt svigrúm
til í fjárlagafrumvarpi að auka
lántökur, á næsta ári til þess að
greiða gjaldið. Ég hefi verið reiðu-
búinn til þess, í fjárlagafrumvarpi
er t.d. gert ráð fyrir að greiða
Seðlabankanum 9,6 milljarða. Þá
kemur einnig til greina niður-
skurður að einhverju leyti, en
iðnaðarráðherra hefur lagt
áherslu á orkumál sem for-
gangsmál. Ég vil geta þess, að ég
tel óeðlilegt, að iðnaðarráðherra
hafi frjálsar hendur um ráðstöfun
þessa gjalds, enda hefur slíkt
aldrei hvarflað að mér og lögin
gera ekki ráð fyrir slíku.
Ég vil að lokum vekja athygli á
því, að Hjörleifur Guttormsson og
flokkur hans hafa viljað leggja
stórfellda skatta á fyrirtæki í
landinu og þar meö iðnaðinn og
aldrei fengist til þess að sam-
þykkja rekstrargrundvöll fyrir
iðnaðinn, sem tryggi honum eðli-
legan vöxt og viðgang.
Leiðrétting
í frétt MBL. sl. sunnudag af
skipverja á ísafold sem tók út en
náðist inn aftur varð það rang-
hermi að hann var sagður skip-
stjóri. Hið rétta er að hann er
háseti og er beðist velvirðingar á
missögn þessari.
| smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáaugiýsingar
Hilmar Foss
Lögg. skjalaþýö. dómt. Hatnar-
strætl 11, sími 14824, Freyju-
götu 37, sími 12105.
í~tiúsnæöi:
tós/casf^j
Ensk fjölskylga
óskar ettir 4ra- tierb. íbúö á
leigu í Reykjavík — Kópavogi.
Sími 53669.
Seljum lopapeysur
hnepptar og öhnepptar i
hagstæöu veröi. Getum annast
aö senda tll útlanda. Síml 26757
ettlr kl. 7.
v^h
L---«a4 .A__a-/1—A_.mul I
Keflavík Tll sölu góö etri
hæö. Allt sér. Bilskúr. Góö lán
áhvílandi. Laus strax.
Eigna- og veröbrétasalan,
Hringbraut 90, Ketlavlk.
Sími 92-3222.
Almennar samkomur í dag kl. 17
og 20.30. Dr. Tompson talar.
□ Hamar 5979 10167 MF
K.F.U.K.
Fundur í umsjá basarnefndar
verður í kvöld kl. 8.30 aö
Amtmannsstíg 2b.
Allar konur velkomnar.
Nefndin.
□ EDDA 597910167 = 2
IOOF Rb. 4 = 12910168'^ —
IOOF = Ob. 1P- 16110168'/i-F1.
RÓSARKROSSREGLAN
A M e R C
l i•• -~t
V ATLANTIS PRONAOS
16103332820
%i\\^
Sálarrannsóknafélag
Suöurnesja
heldur félagsfund í félagsheimll-
inu Vík (kvöld kl. 20:30.
Guömundur Einarsson kemur á
fundinn og sýnir málverk sem
máluö eru í transi.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
*
Al (iLVSIN'GA-
SIMINN ER:
22480
JUetflunbUiíiib