Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.10.1979, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 Bárður Jakobsson: Heiður þeim, sem heiður ber Árið 1944 boðaði Náttúrulækn- ingafélag íslands fréttamenn til fundar í „Næpunni" (Skálholtsstíg 7) í Reykjavík, en þar var félagið að opna matstofu, og vildi kynna fræði sín og starfsemi. Flutt voru erindi og ávörp um hollt matar- æði, og þar voru á borðum ýmsir einkennilegir réttir. Þar sá eg í fyrsta sinn mauk, sem mér leist ekki sérlega lystugt þá, og hét „Krúska". Sigurjón á Álafossi gekk um og skálaði drjúgum við viðstadda — í mjólkursýru. Erind- in þóttu nokkuð sérstæð og allt að því brosleg, en ádrykkja Sigurjóns glímukappa áhrifalítil. Það var einhver munur þegar Þorvaldur opnaði „Síld og fisk“. &á varð fréttamaður að fá „frí“ til þess að skjótast frá og skrifa fréttina meðan hann sæi á ritvél. Hann kom aftur til þess að bæta á sig — síld og fiski! Þessa er ekki minnst hér að ástæðulausu, því eg held ekki ofsagt að mataræðiskenningar náttúrulækningamanna hafi þótt kyndugar og ekki hlotið almennar undirtektir. Starfinu var haldið áfram, og þótt hægt hafi gengið, þá hefur náöst mikill árangur í þessu efni og fer vaxandi. Nú er svo komið að margar kenningar náttúrulækningamanna njóta vin- sælda hjá alþýðu manna, enda hafa ýmsir læknar tekið í sama streng, og voru þó flestir fáorðir í fyrstu. Þeir, sem þótti sérvitrir utangarðsmenn fyrir fáum ára- tugum, geta nú setið fundi með læknum, og hlustað brosleitir á sérfróða menn mæla með ýmsu því, sem N.L.F.Í. hefur barist fyrir áratugum saman. Hér með er ekki sagt að allir taki allt gott og gilt, sem náttúrulækningamenn halda fram. Svo dæmi sé tekið þá hefi eg allt að því ofnæmi fyrir einstökum fæðutegundum, sem náttúrulækn- ingamenn mæla með, enda stein- bítsmorðingi og fiskæta vestan af fjörðum, „alinn upp á trosi í lífsins ólgusjó". (Tilvitnun án leyfis höfundar). Af heilsuhæli N.L.F.Í. í Hvera- gerði hefi eg haft mikil kynni rúman áratug. Eg veit því að þessi stofnun hefur haft mikil áhrif á skoðanir og matarvenjur tugþús- unda manna um land allt, og það hefur „smitað" út frá sér, ef eg má orða það svo. Heilsuhælið hefur unnið kenningum náttúrulækn- ingamanna meira og almennara fylgi, heldur en nokkuð annað þótt fremur hljótt hafi verið um það' starf. Það er eðli volæðismanna á heilsuhælum að kveina og kvabba, en furðu lítið hefur farið fyrir marktækri gagnrýni m.a. vegna þess að raunhæfar tillögur til úrbóta hafa ekki komið fram. Vinsældir heilsuhælis N.L.F.Í. í Hveragerði má nokkuð marka af því, að aðsókn að hælisvist fer sívaxandi, og því miður fram yfir það, sem hælið getur annað þrátt fyrir miklar endurbætur og aukn- ingu húsnæðis fyrir hælisgesti. Orgeltón- leikaríLanda- kotskirkju DAVID Pizarro orgelleikari frá New York heldur tónleika í Landakotskirkju (ekki Lang- holtskirkju eins og misritaðist i fyrirsögn i blaðinu s.l. laugar- dag.) í kvöld ki. 8.30. Á efnisskrá er prelúdía og fúga í H-moll eftir Bach, svíta eftir Johan Ludvig Kreds og verk eftir franska, tékkneska og bandaríska höfunda. Tónleikarinir eru á vegum Nýja tónlistarskólans. Ágreiningur og gagnrýni um stofnun eins og heilsuhæli N.L.F.Í. er og hefur alltaf verið algengur (elliheimili, dvalarheimili, sjúkra- hús o.fl.), en það breytir engu um almenna nytsemi stofnunarinnar, né heldur hið mikla gagn, sem hún gerir og áhrifa hennar um allar byggðir landsins. Eg hefi séð og heyrt frásagnir um dvöl á heilsuhælinu, og nær allar einróma loflegar. Mér hefur þó fundist skorta á það, hve lítið er getið um það hvað gerir dvöl á heilsuhælinu bærilega, að ekki sé sagt ánægjulega. Að baki ánægju- legra minninga um dvöl á hælinu getur ekki legið nema í tvennu: Bárftur Jakobsson. Vistarverur á hælinu og annar aðbúnaður, og fólkið, sem starfar þarna og framkoma þess og við- mót. Um „heimavistina" get eg að- eins sagt að sitthvað er þar farið að fyrnast, næstum úrelt að nú- tíma kröfum. Viðhald er þó mjög gott og hirðing öll, eftir því sem við verður komið, auk þess sem stöðugt er unnið að því að stækka og fulikomna hælið, og er þar átt við alla aðstöðu, enda nær ótrúleg breyting orðin síðan eg kynntist því fyrst fyrir 12 árum. Ágrein- ingur um það hverju skuli sinna fyrst er matsatriði, og það vita þeir gerst um, sem sjá um rekstur hælisins, hvar skórinn kreppir, en að auki er þar eins og víðar um fjárhagserfiðleika að ræða. Þess- um málum er eg ekki svo kunnug- ur að eg geti rætt af þekkingu. Um starfsfólk hælisins átti eg nokkra gamla minnispúnkta, en það voru heldur staglsöm en að vísu lofleg ummæli um marga einstaklinga. Það var of langt og ekki nothæft, því þegar eg athug- aði þetta, komst eg að því, að þótt eg hefði þekkt margt af starfsfólki heilsuhælisins svo árum skipti, þá var það eingöngu um að ræða það, sem að mér sneri. Eg þekkti ekki „kerfið" eystra, og er ekki skyldur né tengdur nokkrum starfsmanni hælisins það eg viti. Það sem hér fer á eftir er því almenns eðlis og einskorðað við það, sem eg veit af reynslu. Þó skal þess getið, að eg hefi nokkuð lagt eyra við skrafi dvalargesta og spurt um skoðanir manna, sem eg vissi kunnuga og íhugula. Sitthvað heyrði eg nefnt, sem talið var að betur mætti fara, en við athugun kom í ljós, að þar var undantekningarlítið um persónu- leg viðhorf einstaklinga að ræða. Er þetta eðlilegt því ástæður manna fyrir vist á heilsuhæli eru næstum eins margar og dvalar- gestirnir. Gagnrýni var nær alltaf lítilfjörleg, og einatt ótæk vegna þess, að það sem einum þótti betur henta féll flestum öðrum vel, en úrbætur þótt reyndar hefðu verið fjárfrekaar og stundum alveg óframkvæmanlegar. Almenn regla getur aldrei átt að fullu við alla einstaklinga, en það hefur þótt fljótræði ef ekki fásinna að hagga við ákvæði, sem hentar mörgum til að þóknast fáum. Með einstakl- ingum sem af einhverjum ástæð- um verða utangarðs, ef svo má orða það, er hægt að hafa samúð og liðsinna sérstaklega ef unnt er. Þetta gildir á öllum sviðum þjóð- félagsins, en alveg sérstaklega á sjúkrahúsum og heilsuhælum, þar sem reglur eru oft strangar og fortakalausar og hlífðarlausar, jafnvel þótt hugmyndin að baki sé að lækna og gera gott. Heilsuhæli N.F.L.Í. hefur verið rekið svo af stjórnendum og starfsliði, að þar hefur mér sýnst allir vinna af einstökum dugnaði, samviskusemi og alhug. Öðruvísi gæti þessi rekstur heldur ekki gengið, því að starfsliðið er með ólikindum fátt, miðað við stærð og umsvif stofnunarinnar og þann fjölda fólks á öllum aldri og hvaðanæfa af landinu, sem sinna þarf og á í margháttuðum erfið- leikum andlegum og líkamlegum, nema hvorttveggja sé. Það er þessi framkoma og vift mót starfsmanna heilsuhælis N.F.L.Í., sem fyrst og fremst gerir hælisdvöl eins bærilega og efni standa til, er til hvildar og hressingar og lækninga, og getur jafnvel orðift ánægjuleg ef vel tekst. Um aðalmenn hælis N.F.L.Í. eystra, lækni og forstjóra, get eeg fátt sagt. Til þess skortir mig þekkingu. Eg veit að þeir eru hugsjónamenn, reglusamir og sér- lega ötulir í starfi. Þeir hafa unnið lengi að áhugamálum sínum með festu og stillingu, jafnaðargeði og vingjarnlegri framkomu. Það hef- ur fremur verið beitt fortölum og fræðslu fremur en þeim reglingi og hlífðarleysi, sem því miður einkennir hugsjónamenn oft, en er sjaldan vænlegt til árangurs, skapar ósjaldan andstöðu, jafnvel andúð. Það má ekki skilja þetta svo, að reglum heilsuhælisins sé ekki beitt af festu þegar svo ber undir, þótt ekki sé verið að rexa í smámunum, sem litlu skipta. „í maga vorum býr mestur dugur og mannvit í görnum líka,“ segir í fornu kvæði. Er þetta kórrétt, enda ekki meira um annað ritað og rætt heldur en mat. Þessa hefi eg orðið var á heilsu- hælinu í Hveragerði. Það er jafnan heldur misþakkað verk að matselda fyrir marga svo öllum líki, hvað þegar um hundruð manna er að ræða daglega allan ársins hring og ár eftir ár, og ekki bætir þar um að aðeins má nota vissar matartegundir. Það verður að fylgja föstum reglum, næstum lyfseðli um það hvað má elda og hvernig, og hér við bætist að á heilsuhæli verður oft að taka sérstakt tillit til sérstaks matar- æðis sjúklings. Smekkur manna á mat er næstum eins margbrotinn og magar eru margir, og fólk getur verið furðulega vandætt og erfitt að gera svo því líki. Sjúklingar og allir dvalargestir á heilsuhælinu koma úr öllum byggðum landsins, margir fullorðnir og hafa vanist ákveðnum mat mestan hluta æfi og nú verða þeir allt í einu að taka upp nýja og jafnvel óþekkta matarhætti. Það er því að vonum að sitthvað er talað um mataræði á heilsuhæli N.F.L.Í. Samt er það svo að eg hefi sjaldan séð að dvalargestir hafi ekki matarlyst og yfirleitt orðið gott af. Annað mál er það, að menn verða stund- um að læra átið eins og lömbin, og svo fór mér í fyrsta skipti. Eg komst að því að réttur, sem mér leist vel á hæfði mér ekki, mér varð blátt áfram illt, en eg hefi látið þennan rétt í friði síðan, og hann ekkert ónáðað mig. Um þetta geti eg nefn dæmi, sem eg hefi séð og verið sagt frá. Það má fylgja með, að stundum þegar eg hefi horft á fólk næla sér í mat á disk, þá hefur mér stundum dottið í hug ljóðlína (Örn Arnarson), „Líf hans var til fárra fiska metið. Furðan- legt, hvað strákurinn gat étið.“ Fátt veit eg um matarhollustu fyrir sjálfan mig hvað þá aðra. Áftur á móti veit eg það og hefi oft heyrt talað um, að konan, sem hefir stjórnað matseld á heilsuhælinu svo lengi, sem eg man, er snjöll í starfi, stjórnsöm, ötul og elskuleg. Þrátt fyrir laMaust annríki hefur henni í engu brugðið frá því eg sá hana fyrst, og svo mikið er víst að hún nýtur almenra vinsælda og hylli. Eg hefi nefnt matinn sérstak- lega, af því að ekkert snertir alla dvalargesti jafn almennt. Læknir heilsuhælisins og hjúkrunarlið gegna vitanlega miklu og oft afgerandi hlutverki, en það er sérhæfðara. Á þeim vettvangi er mikið álag og margháttað, og það leiðir af sjálfu sér, þegar litið er á þann grúa sjúklinga, sem leita lækninga á heilsuhælinu og til þess að fá bót á mörgum meinum og misjöfnum, að það getur ekki tekist að gera því nákvæm skil, ef það er^ þá hægt. Þegar eg hugsa um þaá, sem eg hefi reynt og heyrt frá stórum sjúkrahúsum með full- komnum tækjum, hálaunuðum læknum og sérfróðum, aðstoðar- læknum og fjölmennu og þraut- þjálfuðu hjúkrunarliði, þá furðar mig á því hve fátt og léttvægt eg hefi heyrt af gagnrýni um heilsu- gæslu á Hveragerðishælinu. Eg verð að stikla á stóru. Mér hefur virst allt starfslið heilsuhl- isins undantekningarlítið vera hjálpfúst og viljað og reynt að leysa þann vanda dvalargesta, sem er í verkahring þess. Eg get ekki sleppt því að minna sérstak- lega á mann, sem um langt skeið hefur stytt dvalargestum stundir og glatt þá með söng sínum og fleiru, sem hann hefur staðið að, og gert þetta með glaðværð og prúðmennsku. Hann er lands- kunnur. Skrifstofustúlkurnar leysa af greiðvirkni úr fleiri vandamálum heldur en að færa tölur í bækur og rukka hælisdvalarkostnað, en það er eins og þær séu nokkuð afsíðis og beri minna á hjálpfýsi þeirra og viðmótsgæðum. Eg veit ekki hvaða einkunn eg á að gefa símaþjónustunni á heilsu- hælinu, en hún afbragðs góð, og er þó starfið argsamt og svo bind- andi að símastúlkur hafa ekki ráðrúm til þess að hreyfa sig úr sæti eða rétta úr sér langtímum saman. Auk 7ess er þarna næstum upplýsingamiðstöð, sem allir tala við og þekkja, og ofan á það má næstum segja að þarna sé líka taugamiðstöð hælisins. Eg get Gjaldskránni er skipt í fimm flokka: 1. flokkur: Gjald kr. 18.000 - Handverkfæri, handvagnar, brýnsluvélar. 2. flokkur: Gjald kr. 36.000 - Jarðvinnslutæki, tengivagnar, hálfbelti og keðjur, sláttuvélar, snúningsvélar, múgavélar, færi- bönd, súgþurrkunarblásarar, raf- girðingar, garðsláttuvélar, drykkjarker. 3. flokkur: Gjald kr. 54.000 - áburðardreifarar, talíur, dælur, sniglar, ámokstur- og hleðslutæki, aðeins sagt það, að raddir þessara stúlkna eru landskunnar, og eg veit að fjölmargir hugsa til þeirra með hlýju, að ekki sé fastar að orði kveðið. Þá er ekki síst að minnast hinnar rösku og glaðværu konu, sem sinnir innritun sjúklinga, afgreiðir á bókasafninu, og gerir máske fleira, þó eg viti ekki hvernig það mætti vera. Eg hefði viljað hæla henni, en það gæti líkst skjalli, svo að eg læt nægja að segja að eg dáist að dugnaði hennar og hjálpsemi, og eg veit að þar tala eg fyrir marga. Þessi elska verður að sætta sig við það hvort sem henni líkar betur eða verr. Fyrir nokkrum árum sat eg sunnan við heilsuhælisbygging- una. Hlýtt var enda sól á lofti, en skýjafar þó nokkuð. Þar sem eg glápi hugsunarlítið á ský, sem dró fyrir sóli, o var næstum eins og þríhöfðaði kálfurinn, sem ríkisút- varpið fann í Stykkishólmi hérna á árunum, þá gengur hjá 10 eða 12 ára piltur. „Góðan dag,“ segir hann skýrt, en ,eg tek undir og segi: „Geturðu ekki fengið þér hrífu og krakað frá sólinni?" „Næ ekki upp,“ segir hann, „ekki þótt ég væri kvenmaður." „Heldurðu að þær næðu hærra?" „Nei, en þær eru svo frekar." Pilturinn hvarf fyrir húshornið og eg hefi ekki séð hann síðan og veit á honum engin deili. Eg gapti soldið, fór inn og skrifaði þetta orðrétt niður.Eg velti því fyrir mér hvaðan piltinum hefði komið svo stórkostleg viska. Eg læt þessa sögu flakka af því, að eg vissi að þessa frekjuhugmynd hefur hann eklti fengið af kynnum við starfs- fólkið á heilsuhælinu í Hvera- gerði. Festu þekki eg á þessari stofnun, frekju ekki. Eg er illa að mér í „fræðunum", en mig minnir þó að einhversstað- ar sé skráð. „Það, sem þér gerið mínum minnstu bræðrum, gerið þér og mér.“ Oft hefur mér þótt þetta geta átt við heilsuhælið í Hveragerði, og reyndar mættu þessi orð vera einkunn allra stofnana, sem reyna að greiða götu þeirra, sem bágt og erfitt eiga í brösóttu jarðlífi. Fátt eitt er sagt hér að framan, sem mér er þó ofarlega í huga. Eg vona að vilji sé tekinn fyrir verk, og jafnframt að það skiljist hvað fyrir mér vakir. Eg vildi láta í ljós það, sem fyrirsögn þessa greinar- korna segir: Heiður þeim, sem heiður ber. Á Höfuðdag 1979 (Grein þessi hefur ekki birzt fyrr vegna mistaka. en hún barst blaðinu íyrir lát Björns L. Jóns- sonar læknis). sláttutætarar, heyhleðsluvagnar, heybindivélar, heyflutningsblás- arar, flokkunarvélar, sáð- og plöntunarvélar, hitunartæki til þurrkunar. 4. flokkur: Gjald kr. 72.000 - Gröfuvélar, úðunartæki, upptöku- vélar, heyþurrkunarkerfi. 5. flokkur: Gjald kr. 90.000 - Traktorar, vélþurrkunartæki fyrir hey, kornþreskivélar. Um önnur verkfæri en tilgreind eru hér að ofan skal prófunargjald ákvarðað af Rannsóknastofnun landbúnaðarins hverju sinni. Ný gjaldskrá fyr- ir prófun búvéla LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst nýja gjaldskrá fyrir prófun búvéla. Prófun þessa ber að framkvæma á öllum tækjum og vélum er nota á til landbúnaðar og fyrirtæki hyggjast setja á markað hérlendis. Fer hún íram á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. sem síðan gefur umsögn um tækin og geta bændur þá leitað til ráðunauta eftir upplýsingum. Sagði Guðmundur Sigþórsson hjá landbúnaðaráðuneyt- inu að með þessu væri verið að tryggja að ekki væru sett á markað önnur tæki en þau er stæðust fyllstu kröfur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.