Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
37
Garðar Sigurgeirsson Rakarastofu Garðars með „fórnardýr" sín á hárgreiöslusýningunni, en eins og
sjá má er það einvala lið. *
Landsliðið
í klippingu og
greiðslu á Sögu
SAMBAND hárgreiðslu- og hárskerameistara hélt
sýningu á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. Aðal-
atriði sýningarinnar var að landslið sambandsins
sýndi listir sinar, en s.l. þriðjudag var einnig
sýning.
Inn á milli sýndu stofur vetrarhártískuna ásamt
ýmsum helstu tískuverslunum í Reykjavík, Borgar-
nesi og fleirum. Forskólanemar úr háriðnaðardeild
Iðnskólans í Reykjavík sýndu tískufatnað frá Stúdíó
og nýjustu hártískuna fyrir ungt fólk. Þeir sem
lengra eru komnir í námi í skólanum sáu um
hársnyrtingu sýningarfólksins.
Torfi Geirmundsson sá um atriði varðandi hárlos
karlmanna.
Húsfyllir var á sýningunni og margir urðu frá að
hverfa.
Þessi
sérkenni-
lega
kðrfu-
greiðsla
er unnin
af Brósa,
en snyrti-
stúlka
leggur
síöustu
höndá
andlits-
verkið.
Torfi Geirmundsson setur hártopp á einn af eldri kynslóðinni.
Þessar ungu stúlkur skarta nýjustu tízku í hárgreiöslu, en greiðslurnar voru unnar af Björk
Hreiðarsdóttur og Láru Davíösdóttur hjá Hárgreiðslustofunni Aþenu.
Ráðstefna um blikk-
smíði í byggingariðnaði
FÉLÖG blikksmiða og blikk-
smiðjueigenda efna til sameigin-
legs fundar að Hótel Esju á
morgun, miðvikudag, kl. 20.30,
þar sem Gunnar Sigurðsson bygg-
ingarfulltrúi kynnir nýju bygg-
ingarreglugerðina, Ásmundur
Jóhannsson fulltrúi nýja reglu-
gerð um brunavarnir og bruna-
mál og Rafn Jensson verkfræðing-
ur fjallar um, hvað sé „bruna-
Ioka“.
I viðtali við Morgunblaðið sagði
Kristján Ottósson, form. Félags
blikksmiða og undirbúningsnefnd-
ar þessa fundar, um tildrög hans:
— Ástæðan fyrir því, að þessi
ráðstefna er haldin, er sú, að
maður verður var við það í starfi
sínu og utan starfs, að menn hafa
ekki hugmynd um þær reglugerðir,
sem hafa verið samdar og sam-
þykktar af opinberum aðilum. Þeg-
ar þær ber á góma, segja menn: Ég
hafði ekki hugmynd um, að þessi
reglugerð hefur verið gefin út.
I einni reglugerð er ekki hægt að
koma fyrir í stuttu máli því efni,
sem þar þyrfti að vera, og þess
vegna er nauðsynlegt að kynna
reglugerðirnar og hvað í þeim felst.
Þannig er ekki, svo að ég viti, talað
um styrkleika „brunaloku" í bruna-
varna- og brunamálareglugerðinni,
svo að menn setja hana af handa-
hófi í dag. Komið hefur fram í
umræðum um fundinn á morgun,
að það hefur hreinlega gleymzt að
skilgreina „brunaloku".
Hvað varðar byggingarreglu-
gerðina þá hefur náðst þar stór
áfangi, hvað varðar blikksmiða-
stéttina. 2. maí sl. var haldinn
fjölmennur fundur i stéttinni, þar
sem lögð var rík áherzla á, að tekið
yrði meira tillit til blikksmíðafags-
ins í byggingariðnaðinum en verið
hefur hingað til. í megindráttum
náðust fram þær sanngirniskröfur,
sem settar voru fram.
Loftræsti- og hitakerfi eru orðin
stór þáttur í byggingarkostnaði, en
þrátt fyrir það hafa menn lokað
augunum fyrir þeirri miklu þörf, að
gengið sé frá kerfunum þannig, að
hægt sé að taka við þeim til eðlilegs
reksturs. Þarna eiga allir sök:
verkfræðingar, iðnaðarmenn og
verkkaupar. Við höfum ekki til
skamms tíma verið viðbúnir þeirri
miklu tækniþróun, sem verið hefur
í öllum stýribúnaði. Við höfum
hlaðið á loftræsti- og hitakerfi alls
konar stjórnkerfum, sem menn
hafa vart vitað, hvernig ætti að
tengja til að ná þeirri virkni, sem
ætlazt var til.
Að lokum lagði Kristján Ottós-
son áherzlu á, að menn hefðu með
sér viðkomandi reglugerðir á fund-
inn. Hann vildi hvetja blikksmiði,
blikksmíðanema og ekki sízt hönn-
uði loftræsti- og hitakerfa til að
koma á fundinn.
Atle Kittang.
Sven-Eric Liedeman.
2 norrænir prófessorar
með námskeið og fyrirlestra
PRÓFESSORARNIR Sven Eric
Liedeman frá Gautaborg og Atle
Kittang frá Bergen munu halda
námskeið i Háskóla íslands laug-
ardaginn 20. október. Auk þess
halda þeir hvor sinn fyrirlestur-
inn í Norræna húsinu. Liedeman
og Kittler koma hingað til lands í
boði Háskólans og Norræna hús-
sins.
Sven-Eric Liedeman er fæddur
1939. Hann lauk doktorsprófi í
hugmyndasögu 1966 og varð dós-
ent við haskólann í Gautaborg
sama ár. í haust tók hann við
stöðu prófessors í hugmynda- og
lærdómssögu ýþ sama skóla.
Hann hefur skrifað nokkrar bæk-
ur m.a. „Frán Platon till Mao
Zedong." Fyrirlestur sinn hér á
landi nefnir Liedeman „Marxism-
en i Sverige" og hefst hann
miðvikudaginn 17. október kl.
20.30. í Norræna húsinu.
Atle Kittang er fæddur 1941.
Hann lauk doktorsprófi 1973 og
varð prófessor í bókmenntasögu
við háskólann í Bergen árið 1974.
Hann hefur m.a. skrifað bækur
um Rimbaud og Éluard. Fyrirlest-
ur Kittang í Norræna húsinu
nefnist „Nyare realistiske forfatt-
arar i Norge i dag“. Fyrirlesturinn
hefst í Norræna húsinu fimmtu-
daginn 18. október kl. 20.30.