Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
Sigurðurl. Guðmunds
son —Minningarorð
Fæddur 4. júlí 1899
Dáinn 7. október 1979
í dag er kvaddur Sigurður
Ingimar Guðmundsson verslunar-
maður, en hann lést á Landspítal-
anum 7. október s.l., áttræður að
aldri.
Sigurður var fæddur á Flateyri í
Önundarfirði 4. júlí 1899, sonur
Guðmundar Snorra Björnssonar
trésmiðs og konu hans Ingunnar
Sigríðar Jónsdóttur. Guðmundur
Snorri var sonur Björns Guð-
mundssonar bónda á Refsteins-
stöðum í Víðidal og konu hans
Rannveigar Snorradóttur frá
Klömbrum í Vesturhópi. Ingunn
var dóttir Jóns Jónssonar prests,
síðast á Stað á Reykjanesi, og
konu hans Sigríðar Snorradóttur,
systur áðurnefndrar Rannveigar.
Sr. Jón var sonur sr. Jóns Jónsson-
ar á Barði í Fljótum, hann aftur
sonur sr. Jóns Jónssonar á Auð-
kúlu. Móðir sr. Jóns á Stað var
Guðrún Björnsdóttir Ólsen um-
boðsmanns á Þingeyrum. Var Sig-
urður samkvæmt þessu nánast
hreinræktaður Húnvetningur í
báðar ættir, þótt leiðir hans lægju
aðeins um þær sveitir sem að-
komumanns.
Systkini Sigurðar voru Jón
sjómaður, sem fórst með Leifi
heppna í Halaveðrinu 1925, Björn
Ágúst yfirvélstjóri hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og Sigríður
kaupkona, en þau eru bæði einnig
löngu látin.
Ungur fluttist Sigurður með
foreldrum sínum til Isafjarðar og
átti þar sín bernskuár, en 1913
fluttust þau öll saman til Reykja-
víkur. Ári síðar lést Ingunn, móðir
Sigurðar, og var hann eftir það
um árabil við loðandi heimili
Ágústs bróður síns og ágætrar
konu hans, Sigríðar Pálsdóttur.
Hefur vinátta þeirra Sigríðar enst
báðum til hárrar elli og mikill
samgangur ætiíð verið milli heim-
ila þeirra.
Ungur settist Sigurður í
Menntaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan gagnfræðaprófi 1916.
Hóf hann síðan nám í Verslun-
Móöir okkar lést 14. október s.l. + BRYNDÍS E. BIRNIR
Guðrún, Björn og Einar Birnir.
+
Maöurinn minn og faðir okkar
BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON
Minna Knarrarneai
Vatnsleysuströnd
lést í St. Jósefsspítala Hafnarfiröi aö morgni sunnudagsins 14.
október.
Margrét Þórarinsdóttir
og börn.
+ Móöir okkar
SIGRÍDUR SIGGEIRSDÓTTIR
Hverfisgötu 28
Reykjavík
lést í Landspftalanum aö kvöldi 13. október. Börnin.
t
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR,
frá Fossi á Síöu,
Vestur-Skaftafellssýslu
andaöist hinn 13. október 1979 að Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund, Reykjavík.
Ólafía Árnadóttir, Brynjólfur H. Þorsteinsson.
+
Fósturmóöir okkar,
GUDBJORG GUNNARSDÓTTIR,
andaöist 14. október í Landspítalanum.
Freyja Helgadóttir,
Óskar Steindórs.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma
KRISTÍN EINARSDÓTTIR
Frakkastíg 24
er lést 10. október s.l., veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju
miövikudaginn 17. október kl. 13.30.
Ósk Guómundsdóttir
Einar Guömundsson Gunnþórunn Erlingsdóttir
Gunnar Guómundsson Ólöf Gísladóttir
Hilmar Guömundsson Sigrún Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
arskóla íslands 1917 og lauk þaðan
burtfararprófi 1. maí 1920. Sam-
dægurs hóf hann störf hjá Nathan
& Olsen, fyrst á skrifstofu í
Reykjavík en síðan sem útibús-
stjóri á Seyðisfirði 1925—1932.
Eftir nokkur ár við skyld störf á
Seyðisfirði lá leiðin enn til
Reykjavíkur 1935, þar sem hann
síðan var heimilisfastur til ævi-
loka. Starfaði hann, meðan heilsa
entist, við verslunar- og skrif-
stofustörf, lengst hjá Heildversl-
uninni Eddu, síðar sem verslunar-
stjóri í M.R. búðinni og síðast til
75 ára aldurs hjá Skrifstofu
ríkisspítalanna.
Á Seyðisfirði festi Sigurður ráð
sitt og kvæntist Guðleifu Stefaníu
Guðmundsdóttur 16. september
1933. Er hún fædd á Vopnafirði
árið 1900 en ættuð af Héraði og
uppalin að mestu á Seyðisfirði.
Er Guðleif gerðar- og myndar-
kona, rösk til verka og hress í fasi,
þótt aldurinn sé orðinn all-hár.
Ekki hefur þeim orðið barna
auðið, en systkinabörn beggja og
síðar börn þeirra hafa átt hjá
þeim skjól á ýmsu skeiði.
Sigurður var meðalmaður á
hæð, frekar feitlaginn, en fram á
elliár kvikur á fæti og hress í
bragði. Ljúfmennska og alúðlegt
viðmót einkenndu framkomu hans
öðru fremur, notaleg kímni og
glaðværð voru einnig minnisverð
einkenni í fari hans. í öllum
störfum hans kom fram óbilandi
trúmennska og ósérplægni og hef
ég ummæli húsbænda hans og
vinnufélaga fyrir því.
Sjálfur vil ég að leiðarlokum
þakka þessum heiðursmanni lang-
ar og ánægjulegar samvistir, allt
frá því að hann gerðist sjálfsagður
svaramaður konu minnar, að föð-
ur hennar nýlátnum, vegna barna
okkar, sem hafa átt í honum sinn
eina „afa“ og til síðustu ára, en
þau hjónin hafa ætíð verið
sjálfskrifaðir gestir á hátíðum á
heimili okkar.
Fjölskylda okkar sendir Guð-
leifu hugheilar samúðarkveðjur og
þakkar henni farsæla sambúð og
umhyggju við „Sigga frænda",
sem hélst gegnum þykkt og þunnt,
erfiðleika og velgengni og síðast
sjúkdóma og ellihrörnun.
Blessuð sé minning þess ágæta,
ljúfa manns, Sigurðar Guð-
mundssonar.
Björn Árnason
Áslaug Kristinsdótt-
— Minningarorð
ir
Fædd 19. ágúst 1896.
Dáin 9. október 1979.
Hin mæta kona Áslaug Krist-
insdóttir var til moldar borin í
gær, mánudaginn 15. október.
Frú Áslaug var gift Elíasi
Dagfinnssyni, miklum dugnaðar-
og ágætismanni. Hann andaðist
25. mars 1968. Þau giftust 8. des.
1917. Oft hef ég heyrt þess minnst
að hér hafi þá verið vandfundin
glæsilegri hjón.
Þau Áslaug og Elías eignuðust
tvö börn, Halldóru, sem gift er
Halldóri Sigurjónssyni flugvirkja
og Alfreð forstjóra, sem er kvænt-
ur Kistjönu Millu Thorsteinsson.
Frú Áslaug var flestum góð-
kunn undir nafninu „Áslaug í
Perlu" og var hún þannig kennd
við hárgreiðslustofu sína. Munu
margar konur nú minnast hennar
þaðan fyrir frábærlega vel unnin
störf. Áslaug var mjög dugleg
kona og vann mestan hluta ævi
sinnar jafnt á heimili sínu sem
utan þess. Fór henni hvort tveggja
jafn vel úr hendi í hartnær hálfa
öld. Er hennar því eigi síður
minnst sem frábærrar húsmóður
á fallegu heimili en góðs stjórn-
anda á vinnustofu.
Frú Áslaug var skapmikil kona,
hreinskilin, vinaföst og glaðlynd.
Hún var afar gjöful og greiðvikin.
Hún var svo gæfusöm að eignast
stóran vinahóp og góð börn og
ástrík, sem auðsýndu henni jafnan
mikla ástúð og einkum þó síðustu
árin þegar henni lá mest við að fá
að njóta hlýju og nærfærni.
Frú Áslaug var ein af stofnend-
um Meistarafélags hárgreiðslu-
kvenna eins og það var þá nefnt.
Hún var í stjórn félagsins meðan
hún starfaði að iðn sinni og var
svo gerð að heiðursfélaga þess.
Hinir mörgu nemendur hennar
minnast eigi síður hjartahlýjunn-
ar en góðrar stjórnar og öruggrar
handleiðslu. Þegar ég kom í stétt-
arfélag okkar fann ég strax þá
hjartahlýju Áslaugar sem olli því
að ég tengdist henni fljótlega
vináttuböndum, sem rofnuðu
aldrei meðan hún lifði. Ég er
þakklát henni fyrir þær mörgu
unaðsstundir sem ég naut með
henni bæði á hinu fagra heimili
hennar og í sumarbústaðnum, sem
henni þótti svo vænt um. Alltaf og
alls staðar var hún óbrigðul í
rauns sinni, ástúð og hjartahlýju
og verður þess vegna mér og
mörgum öðrum vinum hennar,
ógleymanleg.
Eitt af því marga sem var
eftirtektarvert í fari þessarar
góðu konu var hin einlæga og
örugga trú hennar. Aldrei lagðist
hún til svefns án þess að hafa
fyrst lesið kafla í Biblíunni og alla
tíð lét hún sig málefni kirkjunnar
miklu varða og lagði þeim lið.
Ekki má gleyma að minnast þess
hve athafnasöm hún var í Dýra-
verndunarfélaginu. Hún var góð
öllum málleysingjum og átti þar
áreiðanlega stóran vinahóp, sem
hún hlúði að meðan þrek entist.
Undanfarin 5 ár átti Áslaug við
mikinn heilsubrest að stríða og
síðast liðin 2 ár dvaldist hún í
sjúkrahúsi. Þegar af henni bráði
þar var hún glettin og gamansöm,
rifjaði upp gamla góða daga og
var þá aftur orðin sú indæla
Áslaug í Perlu, sem okkur þótti
öllum svo gott að eiga að vini,
trausta, ljúfa og hjartahlýja.
„Far þú í frirti. frirtur Guðs þig blessi.
Ilafdu þökk fyrir allt og allt.44
Árdís Pálsdóttir.
KRISTIANA GRIM-
SON — MINNING
Hinn 31. ágúst 1979 andaðist í
Vancouverborg B.C., Kanada, frú
Kirstiana Grimson, 85 ára að
aldri.
Hún var snæfellsk að ætterni.
Faðir hennar var Stefán Daníel-
son frá Borg í Miklaholtshreppi en
móðir hennar var Daníelía Krist-
jana Daníelsdóttir frá Hólmlátri á
Skógarströnd. 3ja ára gömul flutt-
ist hún ásamt fjölskyldu sinni til
Vesturheims.
Kristiana eða Jana eins og hún
var kölluð var gift Sigmundi
+
Eiginkona mín, móöir og systir,
VILBORG JÓNASDOTTIR,
Hagamol 53
lézt í Landspítalanum sunnudaginn 14. október.
Guðmundur P. Guðmundsson,
Guðrún Gestsdóttir,
Sigfús Jónasson.
+
MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR
Hæöargaröi 8.
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. október
kl. 3.
Þorbjörg Ottósdóttir
Gyða Tómasdóttir
Hafdfs Þórólfsdóttir.
Grímssyni gullsmið, ættuðum úr
Dalasýslu. Hann andaðist 1973.
Þau eignuðust 2 syni, sem báðir
lærðu gullsmíði. Ráku þeir í sam-
einingu stórt gullsmíðaverkstæði.
Þau hjónin ferðuðust víða, enda
höfðu þau bæði yndi af ferðalög-
um. Til íslands komu þau 4
sinnum. Hittu þau hér fjölda
ættingja, eignuðust nýja vini,
enda með afbrigðum ljúf og kát í
viðmóti.
Jana talaði og skrifaði mjög
góða íslenzku. Bréfin frá henni
voru alltaf kærkomin, enda full
lífsgleði og góðvildar til hins
siðasta.
Blessuð sé minning mætrar
konu.
Aldís Daviðsdóttir.