Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 31

Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979 39 Ársfundur Alþ jóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Svartsýni á framtíðina vegna vaxandi verðbólgu — sagði Davíð Olafsson NÝLEGA var haldinn ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, en systurstofnanir þessar halda ársfundi sina saman. tvö ár af hverjum þremur í Washington, en þriðja árið í einhverju meðlimalandanna, nú i Júgóslavíu. Eru Júgóslavía og Rúmenía einu Austur-Evrópurík- in, sem eru meðlimir i báðum stofnununum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hef- ur það hlutverk að vaka yfir þróun gjaldeyris- og gengismála með- limaþjóðanna og setja þeim leik- reglur í viðskiptum þeirra og veita þeim fjárhagslegan stuðning til skamms tíma til að auðvelda þeim að mæta erfiðleikum á sviði greiðslujafnaðar við útlönd án þess að gripið sé til ráðstafana sem geta skaðað eigin hag og annarra. Al- þjóðabankinn hafði fyrst í stað það hlutverk að styðja meðlimalöndin í uppbyggingu eftir styrjöldina en hefur á seinni árum eftir að þeirri uppbyggingu var lokið, snúið sér í sívaxandi mæli að stuðningi við þróunarlöndin í atvinnuuppbygg- ingu þeirri, sem er í raun miklu stærra hlutverk, að því er Davíð Ólafsson seðlabankastjóri tjáði Mbl. en þessi þáttur hefur einkum aukist eftir að Robert McNamara tók við forstöðu hans fyrir 12 árum. stjóri fyrir Norðurlöndin og Gísli Blöndal varaforstjóri fyrir Norður- löndin, sem sat fund Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Að venju ávarpaði þjóðhöfðingi þess lands, sem fundirnir eru haldnir í, fulltrúana á opnunar- fundinum og nú var það Tító forseti, sem það gerði. Ræddi hann mikið um vandamál þróunarríkj- anna og þá erfiðleika, sem einmitt nú steðjuðu að þeim, m.a. vegna minnkandi hagvaxtar í iðnaðarl- öndunum og ræddi einnig í því sambandi hversu löndin væru hvert öðru háð í vaxandi mæli. Orðrétt sagði hann um þetta: Enginn getur lengur tryggt sína eigin velferð nema hún sé hluti af almennum framförum og velferð allrar heimsbyggðarinnar. Mbl. innti Davíð Ólafsson seðla- bankastjóra eftir því hver hefðu verið helstu mál fundarins að þessu — Efnahagsþróunin í heimin- um, það sem af er þessu ári, setti mjög mark sitt á ræður manna og fór ekki hjá því, að nokkurrar svartsýni gætti á framtíðina. Und- irrót þeirrar svartsýni var fyrst og fremst óttinn við vaxandi verð- bólgu í mörgum ríkjum. Það kom mjög greinilega fram, að verðbólg- an er helzta áhyggjuefni manna, einkum í iðnaðarríkjunum, og sú skoðun var almenn, að ríkin ættu nú að einbeita sér að því að ráða niðurlögum hennar með öllum til- tækum ráðum. Minnkandi hagvöxt- ur olli mönnum einnig áhyggjum, ekki sízt þegar á það er litið, að víða skortir á, að framleiðslugeta sé fullnýtt, sem kemur fram í tiltölulega miklu atvinnuleysi all- víða. Davíð sagði ekki hafa farið hjá því að orkumál hefðu verið ofar- lega á baugi, enda hefði stefna olíuútflutningsríkja í verðlagsmál- um aukið mjög á þann efnahags- vanda sem nú væri við að stríða í heiminum. Var í því sambandi lögð áherzla á að hækkun á orkuverði sem af þessu leiddi mætti ekki verða til þess að settar yrðu fram kröfur um síauknar tekjur til að mæta slíkri hækkun, þar sem það gæti aðeins leitt til aukinnar verð- bólgu, en mæta yrði henni með niðurskurði útgjalda til annarra þarfa. — Óttinn við verndarráðstafan- ir gekk eins og rauður þráður í gegnum ræður manna. Eggjuðu menn mjög hvern annan til að forðast slíkar ráðstafanir. Því er ekki að neita að þessi ótti er ekki Fulltrúar íslands á ársfundunum voru ráðherrarnir Svavar Gestsson og Tómas Árnason, sem sátu fund Alþjóðabankans, og Davíð ólafs- son, Jón Sigurðsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar og Sigurgeir Jóns- son aðstoðarbankastjóri, sem sátu fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en auk þeirra sat fund Alþjóðabank- ans Valgeir Ársælsson varafor- Davið Ólafsson seðlabankastjóri og Svavar Gestsson viðskiptaráðherra voru meðal þeirra fulltrúa frá islandi er sátu ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. (Sfmamynd AP) ástæðulaus, sagði Davíð. — Erfið- leikar þeir sem spruttu upp úr olíukreppunni 1973—1974 og afleið- ingar þeirra voru í ýmsum löndum notaðir sem átylla til að gera ýmiss konar ráðstafanir til verndar inn- lendri framleiðslu og eru sum iðnaðarríkjanna ekki þar undan- skilin. Reynslan frá kreppuárunum fyrir styrjöldina átti þó að hafa kennt mönnum að slík viðbrögð eru ekki aðeins tilgangslaus heldur beinlínis hættuleg þeim sem beita slíkum verndarráðstöfunum og velta þar með sínum erfiðleikum yfir á nágranna sína eða viðskipta- lönd og neyða þau til gagnráðstaf- ana og þannig koll af kolli þar til allt er reyrt í haftakerfi með þeim afleiðingum, sem við þekkjum svo mæta vel, sagði Davíð. Sagði hann að einmitt hér væri ljós sú mikla þýðing sem starfsemi stofnunar eins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins hefði haft undanfarna áratugi, með ráðgiöf og fjárhags- stuðningi hefði stofnunin átt sinn mikla þátt í að auka og viðhalda frelsi í milliríkjaviðskiptum, sem aftur hefði leitt til aukinnar verka- skiptingar milli þjóða, sem verið hefði ein meginforsendan fyrir þeim stórkostlegu efnahagsfram- förum, sem orðið hefðu á undan- förnum áratugum í öl|um heims- hlutum. Sagði Davíð Ólafsson að menn settu von sína á það alþjóða- samstarf sjóðsins sem tryggingu fyrir áframhaldandi frjálsum milliríkjaviðskiptum og væri það athyglisvert fyrir okkur íslendinga með svo tiltölulega einhæfan út- flutning. Að lokum sagði Davíð Ólafsson: Gengis- og gjaldeyrismál voru að sjálfsögðu mjög ofarlega í hugum manna á þessum fundi, svo mjög sem atburðir á gjaldeyrismörkuð- um heimsins hafa verið í sviðsljós- inu nú um langt skeið. Innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa þau mál verið til stöðugrar meðferðar um árabil og sífellt leitað leiða til að skapa meiri stöðugleika á mörk- uðunum. Segja má, að ýmislegt hafi áunnist í því efni, en mikið er þar óunnið, enda ekki að búast við neinum patentlausnum heldur verður að setja vonir á þrotlaust starf sérfræðinga og stjórnmála- manna á vettvangi sjóðsins, á þessu óhemju flókna sviði. Bridge Umsjón« ARNÓR RAGNARSSON Sveit Þórarins Bikarmeistari 1979 Sveit Þórarins Sigþórssonar sigraði sveit Hjalta Élíassonar í úrslitaleik um bikarmeistaratit- ilinn sem fram fór á Hótel Loftleiðum sl. laugardag. í sveit Þórarins eru ásamt honum: Óli Már Guðmundsson, Stefán Guð- johnsen og Egill Guðjohnsen. Leikurinn sl. laugardag var spennandi en ekki að sama skapi vel spilaður. Sveit Hjalta byrjaði mjög vel og var komin með yfir 30 punkta forystu eftir 9 spil á meðan Þórarinn hafði ekki feng- ið neinn punkt. Eftir 16 spil hafði Þórarinn náð að rétta sinn hlut og var staðan þá orðin 38—36 fyrir Þórarin. Sýna þess- ar tölur vel sviptingarriar í leiknum. Þegar upp var staðið hafði Þórarinn 20 punkta yfir og var þar með sigurvegari. Leikurinn var sýndur á töflu í ráðstefnusalnum og voru áhorf- endur frekar fáir. Bridgeklúbbur Akraness Aðalfundur klúbbsins var haldinn 27. sept. sl. í Röst. Þar var kosin ný stjórn og er hún þannig skipuð: Einar Gunnarsson formaður, Guðjón Guðmundsson gjaldkeri og Ingi Steinar Gunnlaugsson ritari. Vetrarstarfið hófst 4. október með tveggja kvölda einmenn- ingskeppni sem jafnframt er firmakeppni félagsins. 36 spilar- ar komu til leiks og urðu úrslit þessi: H.B. og Co. (Spilari Bjarni Viktorsson) 85 Sjóvá (Spilari Ólafur G. Ólafsson) 84 S.F.A. (Spilari Baldur Ólafsson) 83 Heimaskagi (Spilari Hjalti Hrólfsson) 80 Röst (Spilari Guðjón Finnbogason) 78 í einmenningskeppninni urðu úrslit þessi: Bjarni Guðmundsson 156 Ólafur G. Ólafsson 154 Björn Viktorsson 151 Hörður Jóhannesson 150 Baldur Ólafsson 149 Halldór Sigurbjörnsson 147 Björgvin Bjarnason 142 Hermann Guðmundsson 142 Ingi Steinar Gunnlaugsson 141 Jósef Fransson 140 Meðalárangur 132. 18. október hefst fjögurra kvölda tvímenningskeppni. Spil- að verður eins og áður í Röst og hefst spilamennskan kl. 19.45. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Tafl- og bridge- klúbburinn Eftir tvær umferðir í tvímenn- ingskeppninni er staða efstu para þessi: Hjörtur — Guðjón 371 Hannes — Páll 363 Þórhallur — Kristján 359 Sigurleifur — Gísli 349 Sigfús — Valur 348 Gunnlaugur — Sigurður 342 Spilað er i tveimur riðlum og urðu úrslit þessi sl. fimmtudag. A-riðill: Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 206 Þórhallur Þorsteinsson — Kristján Jónsson 186 Sigurður Ámundason — Ragnar Óskarsson 179 Sigfús Örn Árnason — Valur Sigurðsson 178 B-riðill: Hannes Jónsson — Páli Valdimarsson 203 Gunnlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 187 Hjörtur Elíasson — Guðjón 176 Orwelle Utlay — Ingvar Hauksson 173 Bridgefélag Vestmannaeyja Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega. í stjórn fyrir næsta starfsár voru kosnir: Sig- urgeir Jónsson formaður, Gunn- ar Kristinsson varaformaður, Leifur Ársælsson ritari, Haukur Guðjónsson gjaldkeri og Sveinn Magnússon áhaldavörður. Þriggja kvölda tvímennings- keppni hófst s.l. miðvikudag. 14 pör taka þátt í henni og eftir fyrsta kvöldið er röð þeirra efstu þannig: stig Guðlaugur Gíslason — Jóhannes Gíslason 210 Anton Bjarnason — Gunnar Kristinsson 181 Baldur Sigurlásson — Jónatan Aðalsteinsson 174 Helgi Bergvins — Oddur Sigurjónsson 167 Magnús Grímsson — Sigurgeir Jónsson 159 Benedikt Ragnarsson — Sveinn Magnússon 157 Hilmar Rósmundsson — Jakobína Guðlaugsdóttir 157 Bridgefélag Akureyrar Þegar tveimur umferðum af þremur er lokið í tvímennings- keppninni er staða efstu para þessi: Magnús Aðalbjörnsson — Gunnlaugur Guðmundsson 507 Gunnar Sólnes — Ragnar Steinbergsson Ármann Helgason — 489 Jóhann Helgason Júlíus Thorarensen — 484 Sveinn Sigurgeirsson Jóhann Andersen — 471 Pétur Antonsson 469 Soffía.Guðmundsdóttir — Ævar Karlsson 467 Páll Jónsson — Þórarinn B. Jónsson 462 Adam Ingólfsson — Baldur Árnason 452 Meðalárangur 420. Hæstu skor í síðustu umferð fengu Júlíus og Sveinn 287 en þeir spiluðu í B-riðli. Síðasta umferðin verður spil- uð í kvöld en annan þriðjudag hefst aðalsveitakeppni félagsins. Undankeppni Reykjavíkurmóts. Undankeppni Reykjavíkur- mótsins í tvímenningi, sem jafn- framt er undankeppni fyrir íslandsmótið hófst sl. sunnudag í Hreyfilshúsinu. 52 pör mættu til leiks og er spilað í fjórum 14 para riðlum og er ein yfirseta í öllum riðlum. Staða efstu para: Kristján Kristjánsson — Óskar Friðþjófsson 186 Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 185 Bragi Hauksson — Sigríður Kristjánsdóttir 180 Ásgeir Stefánsson — Hermann Tómasson 180 Ingvar Hauksson — Orwelle Utlay 176 Hannes Jónsson — Ágúst Helgason 175 Egill Guðjóhnsen — Stefán J. Guðjohnesen 175 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 173 Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjörnsson 172 Guðlaugur Jóhannsson — Örn Arnþórsson 172 Georg Sverrisson — Kristján Blöndal 172 Jón Ásbjörnsson — Ríkarður Steinbergsson 170 27 efstu pörin keppa ásamt núverandi Reykjavíkurmeistur- um Hjalta Elíassyni og Ásmundi Pálssyni til úrslita um Reykja- víkurmeistaratitilinn. Um 20 pör komast áfram í íslandsmótið. Næst verður spilað á laugar- daginn í Hreyfilshúsinu og hefst keppnin stundvíslega kl. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.