Morgunblaðið - 16.10.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
45
.fltl/s. jj
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
verðbólguhafsins þar sem hvergi
sér til lands. Þegar svo er komið
þarf dug- og kjarkmikla forystu ef
björgun á að verða möguleg.
Vonandi tekst þjóðinni að rata
rétta leið í desemberkosningunum,
eftir 6—7 vikur, á þessu ári.
.þciíar býður þjúðar sðmi
þá á ísland cina sál.“
Reykjavík, 15. október 1979.
Þorkell Hjaltason.
• Slysahætta
Eru kaupmenn bótaskyldir ef
börn slasast inni í verslunum
þeirra? Tilefni þessarar fyrir-
spurnar minnar er þetta: Ég
versla oft hjá bakara einum í
austurborginni. Eins og í mörgum
brauðsölum eru brauð til sýnis í
glerhillum (til hagræðingar fyrir
viðskiptavini). Við þetta fyrir-
komulag hef ég ekkert annað að
athuga en það, að í viðkomandi
brauðsölu er þetta gler brotið á
tveim stöðum. Brotið er neðarlega
á hillunni og í axlarhæð 5 ára
barns. Ég hef tvisvar bent á
slysahættuna sem af þessu stafar
við afgreiðslufólkið. í fyrra skiptið
var afgreiðslustúlkan hjartanlega
sammála mér og sagði að það væri
„heppni" að enginn hefði skorið
sig á þessu. í gær kom ég síðan
aftur í sömu brauðgerð (u.þ.b.
mánuði seinna), glerið er ennþá
brotið og nú á tveim stöðum,
einmitt á þeim stað sem krakkar
standa venjulega þegar þeir bíða
eftir afgreiðslu. Sonur minn sem
með mér var studdi sig við skáp-
inn og varð þá afgreiðslukonunni
að orði. „Ekki koma við skápinn
þú getur snert brauðin (í gegnum
brotið).“ „Af hverju er þetta ekki
lagað," sagði ég þá við hana.
„Krakkarnir þurfa ekki endilega
að standa svona nálægt," var
svarið. „Gerið þið ykkur grein
fyrir slysahættunni við að hafa
þetta svona?“ „Mér kemur þetta
ekkert við,“ sagði hún „og auk þess
eru bakarar svo illa launaðir að
það er ekki hægt að laga alla
skapaða hluti.“
Ef sonur minn hefði skorið sig á
umræddu gleri hefði ég orðið að
fara upp á slysavarðstofu í
leigubíl sem gæti kostað 2000 kr.
Síðan borgaði ég 4000 kr. fyrir
aðgerðina. Vinnutap mitt gæti
verið 3 tímar, það er 6000 kr. og
færi ég svo fram á skaðabætur
yrði samanlögð upphæð ennþá
hærri. Þvi spyr ég: Hvert á fólk að
snúa sér ef einhver verður uppvís
að þvílíkum trassaskap?
Móðir sem vill
koma í veg fyrir slys.
Velvakandi vill benda bréfritara
á að snúa sér til Neytendasamtak-
anna eða lögfræðinga sem áreið-
anlega geta gefið upplýsingar um
hvert hann á að snúa sér og hvaða
rétt hann hafi hljóti bréfritari eða
barn hans meiðsli af þessu brotna
gleri.
Þessir hringdu . . .
• Gleðileg
nýjung
að Kjarvals-
stöðum
Á Kjarvalsstöðum voru fyrir
nokkru tvær myndlistarsýningar
og boðið uppá leiksýningu að
kvöldinu til. Ég dreif mig og sá
þessar sýningar og sé ekki eftir
því. Norræna sýningin var afar
skemmtileg og sérstaka ánægju
hafði ég af sýningu Finnans.
En það sem vakti mestan áhuga
minn var sýning leikmyndateikn-
ara. Ég hef aldrei komið í leikhús
baksviðs, bara horft á leiksýn-
ingar og hef aldrei séð hvernig
allir þessir hlutir eru unnir. Það
var stórkostlegt að sjá módelin á
þessari sýningu, dvergasmíð lista-
SKÁK
mannanna af heilum leiksviðum,
enda voru meðal sýnenda þjóð-
kunnir listamenn sem starfað
hafa við leikhúsin fjölda ára, og
mætti þar nafna Lárus Ingólfsson,
Gunnar Bjarnason, Birgi Engil-
berts sem allir eru kunnir fyrir
störf sín við Þjóðleikhúsið og
Steinþór Sigurðsson, sem starfað
hefur við Iðnó um árabil.
Þóru Kristjánsdóttur þakka ég
framtakið og leikmyndateiknur-
um skemmtilega sýningu.
Herdis Óskarsdóttir,
Austurbrún 2,
Reykjavík.
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á meistaramóti Rússlands í ár
kom þessi staða upp í skák þeirra
Vorotnikovs, sem hafði hvítt og
átti leik, og Mikhails Zeitlin.
51. g6! (Hvítur hótar nú 52. g7 og
51. — fxg6 er ekki mögulegt vegna
52. a7 - Ha2, 53. Hh8! - Hxa7,
54. Hh7+. Svartur reyndi því:)
IIc3+. 52. Ke2 - Hc2+, 53. Kd3 -
Hc6! (Svartur vonast eftir 54. g7?
- Hxh6, 55. g8 — D — Hxa6, 56.
Dg5+ — Kf8! og komin er upp
fræðileg jafnteflisstaða) 54. a7! —
Hd6+, 55. Kc4 og svartur gafst
upp.
HÖGNI HREKKVÍSI
n toerrA pi2 N'*JAt>TA UPPÁHAUO'iÐ- • TÓNFlStó-
^AMWOKA - ’
Væntanleg ferm-
ingarbörn 1980
Þessa dagana hafa síðustu
fermipgarbörn þessa árs gengið að
altarinu og staðfest skírnarheitið.
Og nú er verið að kveðja þau börn
til fermingarundirbúnings, sem
hyggjast gera árið 1980 að ferm-
ingarári sínu. Eiga þau börn rétt á
fermingu, sem fædd eru árið 1966.
En línum þessum fylgja tilkynn-
ingar frá prestum Reykjavíkur-
prófastsdæmis um það, hvenær
þeir biðja börnin um að koma til
hins fyrsta viðtals.
Fermingarundirbúningurinn
hefst með fyrsta tímanum og nota
prestar auk kennslubókarinnar
nýja testamentið (eða Biblíuna),
sálmabók og í sumum tilfellum
sérstakar vinnubækur. Þá er lögð
á það mikil áherzla að fræðslan sé
ekki skilin frá lífæð safnaðarins,
þar sem er sunnudagsguðsþjón-
ustan. Fermingin verður því að-
eins varanleg og grundvallandi
fyrir framtíð barnsins, að hún sé
tengd söfnuðinum, þar sem náð-
armeðul kirkjunnar eru höfð um
hönd. Leggur kirkjan því höfuðáh-
erzlu á það, að fjölskyldan öll sé
virk með fermingarbarninu og
stuðli þannig að því, að það fái
sem allra mest út úr fermingarár-
inu sínu.
Tvennt skal tekið fram að lok-
um um leið og væntanlegum
fermingarbörnum er beðið bless-
unar Guðs, en það er í fyrsta lagi,
að þau börn, sem eiga að fermast
haustið 1980 eiga að koma nú
þegar til spurninga, og í öðru lagi,
að upplýsingar um sóknarmörk er
hægt að fá hjá undirrituðum eða á
hagstofunni. .
Olafur Skúlason.
dómprófastur.
Árbæjarprestakall:
Væntanleg fermingarbörn í Ár-
bæjarprestakalli á árinu 1980 eru
beðin að koma í Safnaðarheimili
Árbæjarsóknar miðvikudaginn 17.
október. Stúlkur komi kl. 18:00 og
drengir kl. 18:30 og hafi börnin
með sér ritföng. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson.
Ásprestakall:
Fermingarbörn næsta árs, 1980,
komi til innritunar og viðtals í
Langholtsskóla fimmtudaginn 18.
október kl. 4—6 síðd. Sr. Grímur
Grímsson.
Væntanleg fermingarbörn í
Ölduselsskóla mæti til viðtals í
skólanum þriðjudaginn 16. októ-
ber kl. 5 e.h. og fermingarbörn í
Breiðholtsskóla mæti í skólanum
föstudaginn 19. október kl. 5 e.h.
Sóknarnefnd.
Bústaðakirkja:
Væntanleg fermingarbörn eru
beðin að koma til viðtals í kirkj-
unni kl. 6 miðvikudaginn 17.
október og hafa með sér ritföng.
Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall:
Þau börn í Digranessöfnuði sem
fermast eiga 1980 (vor og haust)
eru beðin að koma til innritunar í
safnaðarheimilinu Bjarnhólastíg
26 miðvikudaginn 17. október.
Börn úr Snælandsskóla komi kl. 4
og börn úr Víghólaskóla kl. 5.
Sóknarprestur.
Dómkirkjan:
Væntanleg fermingarbörn séra
Þóris Stephensen eru beðin að
koma til viðtals í Dómkirkjunni
n.k. fimmtudag 18. október kl. 5
síðd. Börnin hafi með sér ritföng.
Væntanleg fermingarbörn sr.
Hjalta Guðmundssonar komi
föstudaginn 19. október kl. 5 síðd.
Fella- og Ilólaprestakall:
Væntanleg fermingarbörn komi
til skráningar í safnaðarheimilið
að Keilufelli 1, föstudaginn 19.
október milli kl. 5 og 7 siðd. Sr.
Hreinn Hjartarson.
Grensáskirkja:
Væntanleg fermingarbörn komi
til viðtals þriðjudaginn 16. októ-
ber milli kl. 5 og 6 í safnaðarheim-
ilinu. Sóknarprestur.
Ilallgrímskirkja:
Væntanleg fermingarbörn í
Hallgrímskirkju komi til viðtals í
kirkjunni miðvikudaginn 17. okt-
óber kl. 6 síðd. Sr. Karl Sigur-
björnsson, sr. Ragnar Fjalar
Lárusson.
Háteigskirkja:
Fermingarbörn í Háteigspresta-
kalli vorið 1980 komi til viðtals í
Háteigskirkju þriðjudaginn 16.
október kl. 6 síðd. og hafi með sér
ritföng. Prestarnir.
Kársnesprestakall:
Væntanleg fermingarbörn sr.
Árna Pálssonar komi til viðtals í
Kópavogskirkju miðvikudaginn
17. október milli kl. 5 og 6 síðd.
Sóknarprestur.
Langholtskirkja:
Fermingarbörn, vor og haust
1980, sem ætla að sækja undirbún-
ingstíma hjá Sig. Hauki Guðjóns-
syni, mæti til viðtals í safnaðar-
heimilinu við Sólheima föstudag-
inn 19. okt. kl. 18:30 (hálf sjö). Sig.
Haukur Guðjónsson.
Laugarneskirkja:
Væntanleg fermingarbörn árs-
ins 1980 eru beðin að koma til
skráningar í Laugarneskirkju
(bakdyr) miðvikudaginn 17. októ-
ber kl. 17. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson.
Neskirkja:
Vorfermingarbörn Neskirkju
árið 1980 eru beðin að mæta í
kirkjuna n.k. miðvikudag kl. 3
síðd. Prestarnir.
Fríkirkjan í Reykjavík:
Þau fermingarbörn, sem ferm-
ast eiga næsta vor í Fríkirkjunni,
komi til viðtals í kirkjunni
fimmtudaginn 18. október kl. 6
síðd. Safnaðarprestur.
Óháði Söfnuðurinn:
Séra Emil Björnsson biður börn
í söfnuðinum, sem ætla að fermast
hjá honum, að koma til viðtals í
kirkjunni fimmtudaginn 18. októ-
ber kl. 17 síðdegis.
Islenzk bók um
yoga komin út
Bókaútgáfan Örn og Öriygur
hefur nýlega sent frá sér bók um
Hatha Yoga, þá fyrstu, sem
skrifuð er fyrir íslenzka lesend-
ur. Höfundur hennar er Skúli
Magnússon, sem stundað hefur
Hatha Yoga um margra ára skeið
og hlotið margháttaðar viður-
kenningar fyrir hæfni sína á því
sviði.
Bókin hefur að geyma 12 æf-
ingar, rækilega útskýrðar í máli
og myndum. Fjölmargar ljós-
myndir eru af yogínunni Maríu
Einarsdóttur við yoga-æfingar, og
ennfremur tugi skýringarteikn-
inga, sem Geir Ágústsson hefur
gert.
Upplag bókarinnar er 1108 tölu-
sett og árituð eintök, og er bókin
seld á kostnaðarverði.
Yogabókin þín er unnin 4
prentstofu G. Benediktssonar og
þundiu í Á/.narfelli h:f.