Morgunblaðið - 16.10.1979, Page 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
Samar aflýsa
hungurverkfalli
Ósló, 15. október, írá Jan Erik Laure, íréttaritara Mbl.
SJÖ Samar, sem verið haía í hungurverkfalli fyrir utan
norska þingið frá því á þriðjudag, til að mótmæla
framkvæmdum við vatnsorkuveri við Alta-ána í byggð-
um þeirra í Finnmörk, aflýstu í dag verkfalli sínu.
Ákvörðun sína tóku Samarnir
er Odvar Nordli forsætisráðherra
tilkynnti að vegagerðarfram-
kvæmdum á virkjunarsvæðinu
skyldi frestað um sex vikur til að
gefa þinginu frest til að kanna
stöðu málsins.
Nordli sagði, að skýrsla stjórn-
arinnar um fyrirhugaða virkjun
yrði lögð fyrir þingið innan fárra
daga. Lagði Nordli ríka áherslu á
að ekki yrði hætt við framkvæmd-
irnar, en þingið samþykkti vifkj-
unarframkvæmdirnar 30. nóvem-
ber í fyrra. Þá var reiknað með að
kostnaðurinn við virkjunina yrði
um 120 milljónir Banda-
ríkjadollarar.
Einnig sagði Nordli, að stjórnin
hefði fallist á að kanna sérstak-
lega rök Sama um eignarétt þeirra
á virkjunarlandinu.
Spánn:
Hr y ð j u ver ka-
menn GRAPO
handteknir
Valencia, Spáni, 15. okt. AP.
Lögregluyfirvöld á Spáni
skýrðu frá því um helgina að
foringi og 19 félagar í GRAPO,
skæruiiðasamtökum róttækra
vinstrimanna, hefðu verið hand-
teknir á Spáni undanfarna daga,
en fyrr í sumar höfðu átta eftir-
lýstir félagar samtakanna verið
handteknir.
Foringi samtakanna er Jose
Maria Sanchez Casas, og hafði
innanríkisráðuneytið heitið
tveggja milljóna peseta (11,6
millj. kr.) verðlaunum fyrir upp-
lýsingar, er gætu leitt til hand-
töku hans. Var Casas handtekinn
ásamt eiginkonu sinni i ibúð i
borginni Valencia á Miðjarðar-
hafsströnd Spánar á laugardag.
Að sögn lögreglunnar var
Sanchez Casas forsprakki GRAPO
og tók sjálfur þátt í sprengjuárás
á kaffihús i Madrid í maí í vor, en
í þeirri árás lefust átta manns.
Hann tók að sögn lögreglunnar
einnig þátt í 20 öðrum árásum
hryðjuverkamanna, sem urðu um
30 lögreglumönnum að bana.
í íbúð Sanchez Casas fundust
skotvopn, skotfæri og sprengiefni.
Cornfeld
sýknaður
Gcnf, Sviss. 15. okt. — AP. Reuter.
SVISSNESKUR dómstóll sýknaði
í dag bandariska fjármálamann-
inn Bernard Cornfeld af ákæru
um fjársvik.
Cornfeld var ásakaður fyrir að
hafa selt starfsmönnum sínum
hlutabréf í fjárfestingafyrirtæk-
inu IOS (Investors Overseas Serv-
ices) árið 1969, eftir að ljóst var
orðið að gjaldþrot var framundan.
Sex karla og sex kvenna kvið-
dómur kvað upp úrskurð í málinu.
Einnig fannst mikið af vopnum,
áróðursbæklingum og sprengiefni
hjá felögunum 19, sem handteknir
voru, en af þessum 19 voru tíu
konur. Öll 19 hafa að sögn lög-
reglunnar tekið þátt í morðum,
sprengjuárásum og bankaránum.
Veður
víða um heim
Akureyri 1 skýjaö
Ameterdam 15 rigning
Aþena 29 heióskírt
Barcelona 18 skýjaó
Berlín 18 heiöskírt
Brussel 18 rígning
Chicago 15 skýjaó
Feneyjar 22 léttskýjaó
Frankfurt 15 skýjaó
Genf 15 skýjaó
Heisínki 12 skýjaö
Jerúsalem 26 heióskirt
Jóhannesarb. 28 heiöskírt
Kaupmannah. 15 skýjaö
Las Palmas 25 léttskýjaó
Lissabon 20 rigning
London 17 heiðskírt
Loa Angeies 24 heiðskírt
Madrid 14 rigning
Malaga 21 skýjað
Mallorca 22 skýjaö
Míami 28 rigning
Moskva 17 heióskírt
New York 13 heiöskírt
Ósló 9 skýjað
París 17 skýjaó
Reykjavík 3 léttskýjaó
Rio De Janeiro 30 skýjaö
Rómaborg 24 heiöskírt
Stokkhólmur 10 skýjaó
Tel Aviv 27 heiðsklrt
Tókýó 24 heiöskírt
Vancouver 13 heióskírt
Vínarborg 20 skýjaó
Frá mótmælaaðgerðum Sama fyrir utan norska þingið.
Demirel skorar á
Ece vit að far a fr á
Ankara. 15. október. AP—Reuter.
SULEYMAN Demirei, helzti leið-
togi stjórnarandstöðunnar,
krafðist þess enn í dag að Bulent
Ecevit forsætisráðherra segði af
sér í ljósi úrslitanna í aukakosn-
ingunum um helgina. í kosning-
unum hlaut flokkur Demirels öll
sæti neðrideildar sem kosið var
um, alls fimm að tölu, og hefur
stjórnarandstaðan því fjögurra
sæta meirihluta í deildinni, eða
227 sæti á móti 223 sætum
stjórnarinnar, en þrjú sæti eru
auð vegna þess að þrír þingmenn
hafa fallið frá nýlega. Af sætum
stjórnarflokkanna hefur vinstri
flokkur Ecevits 208 sæti.
Leiðtogar annarra stjórnar-
andstöðuflokka skoruðu einnig á
Ecevit að segja af sér. í sjónvarps-
ræðu, er úrslitin voru kunn, sagði
Ecevit að stjórnarflokkarnir hefðu
beðið hnekki. Hann sagði að
stjórnin hefði fengið í arf vanda-
mál á við aukin hryðjuverk og
meiri háttar efnahagsöngþveiti, er
hún kom til valda fyrir 21 mánuði,
og hefði goldið þess í kosningun-
um.
I kosningum til efrideildar
þingsins, sem fóru fram samhliða
aukakosningum til neðrideildar,
hlaut miðflokkur Demirels 33 sæti
af 50. Hlaut flokkur hans 47 af
hundraði atkvæða við kosningarn-
ar til efrideildar, en hefðu al-
mennar þingkosningar farið fram
hefði sú atkvæðatala nægt flokk
hans til að mynda stjórn án
þátttöku annarra flokka. Sagði
Demirel, sem verið hefur forsætis-
ráðherra sex sinnum, að líta
mætti á úrslit aukakosninganna
sem yfirlýsingu þjóðarinnar um
að stjórnin ætti að fara frá.
Nóbelsverðlaun í
eðlis- og efnafræði
Stokkholmi, 15. okt. AP. Reuter.
TILKYNNT var í Stokk-
hólmi í dag hverjir hlytu
Nóbelsverðlaunin í ár
fyrir eðlisfræði og efna-
fræði. Eðlisfræðiverðlaun-
unum skipta með sér tveir
Bandaríkjamenn og Pak-
istani, en efnafræðiverð-
Herkostnaóurinn í heiminum 1977:
Kr. 166.000.000.000.000,-
Sovétríkin hæst með þridjung upphæðarmnar
Washington. 15. okt. — AP.
Á árinu 1977 vörðu þjóðir
heims alls sem svarar 434 millj-
örðum dollara (rúmlega 166
þúsund milljörðum króna) til
hernaðar- og varnarmála. Hæst
voru útgjöldin hjá Sovétríkjun-
um, 140 milljarðar dollara, en
Bandaríkin voru í öðru sæti
með 101 milljarð dollara. Lætur
nærri að Sovétríkin ein hafi
notað þriðjung þeirrar upphæð-
ar, sem notuð var í heiminum
til hernaðarþarfa það árið.
Kemur þetta fram i skýrslu
bandariskra stjórnvalda, sem
birt var i Washington á laugar-
dag.
I skýrslunni kemur einnig
fram, að hernaðarútgjöld
Bandaríkjanna minnkuðu lítill-
ega miðað við kaupgetu dollars á
árunum 1973 til 1977, en útgjöld
Sovétríkjanna jukust hins vegar
á sama tíma um 3% á ári.
Á árinu 1977 var Kína með
þriðju hæstu hernaðarútgjöldin,
eða 35 milljarða dollara, þá kom
Vestur-Þýzkaland með 16,3
milljarða og í fimmta sæti
Frakkland með 14,8 milljarða
dollara.
í heild er niðurstaðan sú að
heildarútgjöld NATO-ríkja og
ríkja Varsjárbandalagsins voru
nokkurn veginn jöfn. NATO-
ríkin vörðu 154,7 milljörðum
dollara til þessara mála, eða
4,5% af þjóðarframleiðslu aðild-
arríkjanna, en Varsjárbanda-
lagsríkin 163 milljörðum, sem
eru 11,7% af þjóðarframleiðsl-
unni.
launin hljóta Bandaríkja-
maður og Vestur-Þjóð-
verji.
Eðlisfræðiverðlaunin hljóta
prófessorarnir Sheldon L. Glash-
ow og Steven Weinberg, sem báðir
eru 46 ára og starfa við Harvard-
háskóla, og Abuds Salam frá
Pakistan, en hann er starfandi
eðlisfræðingur í London og Trieste
á Ítalíu. Hljóta þeir verðlaunin
fyrir rannsóknir á eðli frumeind-
anna og þeirri orku, sem heldur
þeim saman.
Efnafræðiverðlaunin hljóta
Herbert C. Brown prófessor við
Purdueháskóla í Indiana og Georg
Wittig við háskólann í Heidelberg
í Vestur-Þýzkalandi fyrir þróun á
aðferðum til framleiðslu á lífræn-
um efnasamböndum.
í fyrri viku var skýrt frá
úthlutun Nóbelsverðlauna í lækn-
isfræði, og hlutu þau Bandaríkja-
maðurinn og eðlisfræðingurinn
Alan McLeod Cormack og brezki
verkfræðingurinn Godfrey New-
bold Hounsfield fyrir þróun tölvu-
vædds röntgen-leitartækis. Af
þeim sjö vísindamönnum, sem
hljóta Nóbelsverðlaun í ár, eru því
fjórir bandarískir.