Morgunblaðið - 16.10.1979, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1979
47
Kúrdar rændu sendi-
manni íransstjórnar
Tókýó, 15. október. AP.
KÚRDAR rændu háttsettum
embættismanni í bænum Maha-
bad í norðvesturhluta írans á
föstudag. samkvæmt frásögn
kinversku fréttastofunnar Hsin-
hua á sunnudag.
Embættismanninum, Sadeq Zi-
bakalam sendifulltrúa Mehdi Baz-
argans forsætisráðherra, var rænt
er áhlaup var gert á skrifstofur
borgarstjóra.
Hsinhua sagði einnig að skæru-
liðar Kúrda hefðu samdægurs gert
áhlaup á lögreglustöðina í Maha-
nad og fellt þar lögreglustjórann
og þrjá aðra.
Þá sagði fréttastofan að trúar-
leiðtoginn Ayatollah Ahmad Abb-
assi hefði horfið á síðustu dögum
og væri allt á huldu með afdrif
hans.
Allar skrifstofur, skólar og
verzlanir í Mahabad Kúrda í
Kermanshahhéraði á laugardags-
kvöld. í átökunum féllu fjórir
Kúrdar og sex Kúrdar og tíu
lögreglumenn særðust.
Einnig sló í brýnu milli her-
manna og óbreyttra í borginni
Fjölmennt á
fundi í Bonn
Bonn. 15. október. AP.
UM hundrað þúsund manns efndu
til fundar í Bonn þar sem mót-
mælt var áætlunum stjórnvalda
um byggingu kjarnorkuvera.
Fundurinn, sem fram fór í Hof-
garten-garðinum í miðborg Bonn,
fór friðsamlega fram, en auk
Þjóðverja voru þar saman komnir
hópar andstæðinga kjarnorkuvera
frá Hollandi, Belgíu, Frakklandi,
Sviss, Austurríki og Norðurlönd-
Zahedan í Baluchistan-héraði í
suðurhluta írans á laugardag.
Atökin brutust út er ein samtök
múhameðstrúarmanna ákváðu að
draga sig út úr borgarstjórnar-
kosningum sem fram fóru á föstu-
dag.
Hjálpargögn til Kambódíu
án samþykkis valdhaf a
Bangkok. 15. október. AP.
FYRSTU flugvélarnar
ferjuðu í dag hjálpargögn
til sveltandi Kambódíu-
manna án þess að valdhaf-
ar í Phnom Penh hefðu
veitt samþykki sitt fyrir
flutningunum.
Fulltrúar hjálparstofnana töldu
í dag að þrátt fyrir flutninga væri
ólíklegt að koma mætti í veg fyrir
hungursneyð í Kambódíu, en 55
smálestir af matvælum og lyfjum
voru fluttar þangað með flugvél-
unum tveimur. Talið er að flytja
þyrfti 900 smálestir af hjálpar-
gögnum til landsins á degi hverj-
um til að forða fólki frá hungur-
dauða.
Samkvæmt frásögnum thai-
lenzkra hermanna gerðu Víetnam-
ar árásir á búðir flóttamanna
skammt innan landamæra Thai-
lands í dag. p;mm fióttamenn
hefðu fallið og tólf særst. Um
34.000 flóttamenn hafa komið til
búðanna síðustu daga frá Kambó-
díu og vegna aðgerða Víetnama,
sem styðja stjórn Heng Samrins í
Phnom Penh, hafa Thailendingar
eflt heri sína við landamærin í dag
og gær.
Flóttamenn á leið frá Kambódiu til Thailands
HM íbridge:
Naum for-
ysta Banda-
ríkjamanna
Ríó de Janeró, 15. okl.
ÍTALIR unnu Bandaríkja-
menn í 11. umferð heimsmeist-
aramótsins í bridge með 15
stigum gegn 5, en þessar
sveitir eru taldar líklegar til
að heyja einvígi um heims-
meistaratitilinn að undan-
keppni lokinni. Alls verða
spilaðar 15 umferðir og að
loknum 11 umferðum eru
Bandarikin efst með 125 stig,
ítalir hafa 123'/2 stig og Ástra-
lía fylgir þeim eins og skugg-
inn með 117 stig.
í elleftu umferð töpuðu
Ástralíumenn 9—11 gegn
Brazilíu og Mið-Ameríka vann
Taiwan 11—9. Mið-Ameríka
hefir fengið 89 stig, Brazilía 66
stig og Taiwan hefir 63 V2 stig.
Sænskir kommar
Anwar Sadat forseti
Egyptalands fylgist
með hersýningu í Kairó
6. október síðastliðinn.
Sýningin var haldin til
að minnast Októbers-
stríðsins við ísraela
1973.
styrktir frá Moskvu
MÁLGAGN sænskra maóista birti nýverið grein þar sem sagt var, að
sænski kommúnistaflokkurinn, VPK, hefði þegið fjárframlög í ýmsu
formi frá Sovétmönnum. Greinin, sem var nákvæm í smáatriðum um
það hvernig peningar streyma frá Moskvu til VPK, olli mikilli
ringulreið í höfuðstöðvum VPK.
í greininni kom fram, að félags-
gjöld í VPK eru í heildina fjórum
sinnum lægri en þær tekjur sem
flokkurinn hefur af prentun fyrir
sovézka sendiráðið í Stokkhólmi.
Sendiráðið lætur prenta áróðurs-
rit, Fréttir frá Sovétríkjunum,
sem kemur út 38 sinnum á ári í
13,500 eintaka upplagi hverju
sinni, í prentsmiðju flokksins, AB
Vástermalm. Prentun fyrir sendi-
ráðið nemur fimmtungi tekna
prentsmiðjunnar, en þar er prent-
að, auk Frétta frá Sovétríkjunum,
tímarit á sænsku, sem ritstýrt er
af sovézkum embættismanni í
Prag og kemur út fjórum sinnum
á ári. Áætlað er að tekjur
prentsmiðjunnar vegna prentunar
þessara tímarita séu jafnvirði
75—80 milljóna íslenzkra króna.
Þá er því einnig haldið fram, að
Sovétmenn hafi hjálpað VPK og
ýmsum einstaklingum úr innsta
hring flokksins við að setja á stofn
inn- og útflutningsfyrirtæki er
Tvö þúsund lögreglu
menn gættu Castros
sem nú er f arinn frá N ew Y ork
New York, 15. okt. — AP, Reuter
FIDEL Castro forseti
Kúbu hélt flugleiðis frá
New York í dögun á
sunnudag að lokinni rúm-
lega þriggja sólarhringa
heimsókn til Bandaríkj-
anna, þar sem hann meðal
annars ávarpaði Allsherj-
arþing Sþ og ræddi við
bandaríska þingmenn úr
hópi blökkumanna og þrjá
menn frá Puerto Rico, sem
nýlega voru látnir lausir
úr bandarískum fangels-
um.
Þetta var fyrsta heimsókn
Castros til Bandaríkjanna í 19 ár,
og sjaldan eða aldrei hefur verið
meiru til kostað við að gæta
öryggis erlends þjóðhöfðingja,
sem heimsækir New York. Tvö
þúsund lögreglumenn höfðu það
eitt verkefni að gæta öryggis
Castros, og einnig tóku starfs-
menn öryggisþjónustunnar þátt í
gæzlunni. Mikið var um hópfundi í
New York meðan Castro dvaldist
þar, bæði til að mótmæla og fagna
komu hans. Stórt svæði í nánd við
bústað kúbönsku sendinefndar-
innar í New York var afgirt og
lokað umferð, og þangað fengu
þeir einir að koma, sem áttu brýnt
erindi.
í ræðu sinni hjá Sameinuðu
þjóðunum hvatti Castro aðild-
arríkin eindregið til að verja 25
milljörðum dollara árlega til að
draga úr mismuninum á kjörum
ríkra þjóða og fátækra, og kvaðst
hann vera talsmaður þeirra 95
þjóða, sem stofnað hafa svonefnd
samtök óháðra ríkja.
verzluðu með sovézkan varning
svo að fela mætti fyrir lögum
rússneskan fjárstuðning. Bent var
á, að fyrrverandi ritari VPK,
Urban Karlsson, hefði sett á
laggirnar innflutningsfyrirtæki er
sérhæfði sig í innflutningi
sovezkra leikfanga og annars
neytendavarnings. Varningur
verzlunarinnar hefði venjulegast
verið notaður sem verðlaun í
happdrættum flokksins. Ungl-
ingadeild VPK, Kommunistisk
Ungdom, hefur nú yfirtekið fyrir-
tæki Karlssons, og nefnist það nú
Kominköp. Samkvæmt skatt-
framtölum voru tekjur þess á
árinu 1977 jafnvirði 25 milljóna
íslenzkra króna.
Ennfremur sagði í greininni, að
til Moskvu væri stöðugur straum-
ur félaga í VPK. Þeir færu þangað
ýmist sem gestir sovézkra stjórn-
valda eða í hópferðum sem væru
niðurgreiddar að verulegu leyti.
Annar kommúnistaflokkur,
Arbetarepartiet Kommunisterna
(APK), var myndaður er margir
félaga VPK klufu sig út úr VPK á
þeirri forsendu, að leiðtogar
flokksins væru harðir stalínistar.
Sagði í málgagni maóista, að APK
hefði enn meiri tekjur af verzlun
við Austur-Evrópu en VPK. Ræki
flokkurinn stóra verzlun við Jac-
obsgatan í Stokkhólmi er sérhæfði
sig í austur-evrópskum varningi.
Þá hefur Knut Tell, fulltrúi í
framkvæmdastjórn APK, auðgast
mjög á fyrirtæki sínu, Tellimpex,
semsérhæfir sig í innflutningi
pólskra og rúmenskra húsgagna.
Börn réðu útvarpi
Stokkhólmi. 15. októbcr. AP.
ÚTVARPSRÁÐ sænska út-
varpsins afhenti 700 barna hópi
öll völd á þremur rásum stöðv-
arinnar á laugardag í tilefni
barnaárs. Allan daginn dundi
popptónlist á rásunum þremur
og inn á milli voru umræðuþætt-
ir þar sem börnin fjölluðu um
vandamál barna og unglinga.
Honecker reynir að
fáfundmeð Schmidt
Castro í New York
Ncw York, 15. okt. AP
LEONID Brezhnev leiðtogi Sovét-
ríkjanna hefur farið þess á leit
við Erich Honecker leiðtoga
Austur-Þýzkalands að sá síðar-
nefndi leitist eftir fundi með
Helmut Schmidt kanslara Vest-
ur-Þýzkalands í þeim tilgangi að
fá Schmidt ofan af hugmyndum
um aukningu kjarnorkuvopna á
v-þýzkri grund í framhaldi af
fækkun í herjum Sovétmanna í
Austur-Evrópu, að því er tímarit-
ið Newsweek skýrir frá i nýjasta
tölublaði.
Newsweek hefur þessar fregnir
eftir diplómötum í Bonn og segir
að boð Honeckers muni koma
Schmidt í klípu þar sem hann vilji
ekki eiga það á hættu að verða
sakaður um þjónkun við Austan-
tjaldsþjóðir vegna þeirra kosninga
sem framundan eru í V-Þýzka-
landi.
Newsweek segir að tilgangur
Brezhnevs og Honeckers sé aug-
ljós. Þeir ætli sér að pína Schmidt
til að beita sér fyrir því að
kjarnorkuvopnum verði ekki fjöl-
gað í V-Þýzkalandi. Segir tímarit-
ið að mjög ólíklegt sé að Schmidt
fallist á málamiðlunarhugmyndir
af þessu tagi, ef hann á annað
borð hittir Honecker, þar sem
Vestur-Þýzkaland mundi þá í raun
vera að kljúfa sig frá NATO.