Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 40

Morgunblaðið - 16.10.1979, Síða 40
Síminn á afgreiöslunm er 83033 Jdvroitnblnbib á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JMvrgunbUtbib ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTOBER 1979 Minnihlutast jórn Alþýðuflokks skipuð í gær: Þíngrof og kosningar 2. og 3. desember Á RÍKISRÁÐSFUNDI í gær var skipuö ný ríkisstjórn, minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Á þeim sama fundi var jafnframt gefið út forsetabréf um þingrof ok forsetabréf um umboð til forsætisráðherra til þess að rjúfa Álþingi og annað um almennar þingkosningar 1979. Benedikt Gröndal, sem skipaður var forsætisráðherra nýju ríkisstjórnarinnar. sagði í lok fundarins, að hann reiknaði með að rikisstjórnin yrði heldur aðgerðalítil. enda tilgangur- inn mcð myndun hennar aðallega sá að þing yrði rofið og efnt til nýrra kosninga. Ilann sagði einnig. að þingrof færi að öllum líkindum fram í dag og að kosningar væru ákveðnar 2. og 3. des. n.k. Benedikt Gröndal var einnig skipaður utanríkisráðherra. Að öðru leyti er ríkisstjórnin þannig skipuð: Kjartan Jó- hannsson sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra, Magnús H. Magnússon félagsmála-, heil- brigðis-, trygginga- og sam- gönguráðherra, Bragi Sigur- jónsson landbúnaðarráðherra, Sighvatur Björgvinsson fjár- málaráðherra og Vilmundur Gylfason dóms-, kirkju- og menntamálaráðherra. Nýju ráðherrarnir voru yfirleitt á einu máli um það í lok ríkisráðsfundarins að Benedikt var að því spurður hvernig ríkisstjórnin myndi standa að afgreiðslu þeirra bráðabirgðalaga, sem nú bíða afgreiðslu Alþingis. Hann sagði að hún myndi væntan- lega endurnýja þau. í launa- og kjaramálum sagði Benedikt að hin nýja stjórn hefði fullan hug á að leiðrétta hag hinna lægst launuðu, hvernig það yrði gert yrði að koma í ljós síðar. Leiöuhflar helstu afgreiðslumál hinnar nýju ríkisstjórnar yrðu mál- efni, sem fást þyrfti við frá degi til dags. Hún myndi ekki taka neinar veigamiklar ákvarðanir. Líkamsárás í Pósthússtræti: Saumuð 20 spor eftir barsmíðar TVEIR menn voru í gær úrskurð- aðir í gæzluvarðhald fyrir likamsárás og rán. Um klukkan 15 á laugardag var ráðist á mann í Pósthússtræti i Reykjavík, hann rændur veski sínu og honum veittir áverkar. Við aðgerð á hofði hans varð að sauma 20 spor. Um kvöldið náðust tveir menn og voru þeir í gær úrskurðaðir í gæzluvarðhald til 24. október og er nú að sögn Þóris Oddssonar unnið að rannsókn máls þessa. Leigubflar hækka um 17,3%ídag GJALDSKRÁR leigubifreiða hækka frá og með deginum í dag um 17,3% að sögn Georgs Olafssonar verðlagsstjóra. Við þessa hækkun breytist svokallað „startgjald“ úr eitt þúsund krónum í 1173 krón- ur. Gjaldið fyrir hverja klukku- stund án „startgjaldsins" hækkar úr 3751 krónu í 4400 krónur sé ekið að degi til og gjaldið á ekinn kílómetra hækkar úr 121,18 krónum í 142,14 krónur. Sé hins vegar ekið að nætur- lagi hækkar gjaldið fyrir ekinn kílómetra úr 181,77 krónum í 213,22 krónur, en gjaldið fyrir hverja klukkustund er það sama og ef ekið er að degi til, þ.e. hækkar úr 3751 krónu í 4400 krónur. Dæmdur í 16 ára fangelsi KVEÐINN hefur verið upp í Sakadómi Reykjavikur dómur í máli ákæruvaldsins gegn Þráni Hleinari Kristjánssyni, sem gefið er að sök að hafa orðið Svavari Guðmundssyni að bana hinn 1. apríl sl. í húsinu nr. 34 við Hverfisgötu i Reykjavík. Viðurkenndi Þráinn við yfir- heyrslur að hafa orðið Svavari að bana með hnífi, en miklir áverkar voru á líkinu, stungur á kviði, síðu og hálsi og var hann talinn hafa látist mjög fljótlega. greiða málskostnað. Dóminn kvað upp Halldór Þorbjörnsson saka- dómari. Verjandi ákærða var Örn Clausen og sækjandi fyrir hönd ákæruvaldsins Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. Gæsluvarð- haldsvist hins ákærða frá 1. apríl Þráinn Hleinar Kristjánsson var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Svavari að bana og var hann jafnframt dæmdur til að sl. kemur til frádráttar. Dóminum hefur þegar verið áfrýjað svo sem skylda er til um dóma sern lengri eru en 5 ára fangelsun. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks, sem skipuð var í gær. Talið frá vinstri: Bragi Sigurjónsson, Kjartan Jóhannesson, Vilmundur Gylfason, Benedikt Gröndal. Magnús H. Magnússon og Sighvatur Björgvinsson. Ljósm. Kristján Geir Hallgrímsson um kjör þeirra lægst launuðu: „Sjálfstæðismenn krefjast leiðréttingar áyerðbótum,, SAMKVÆMT efnahagslögum fráfarandi vinstri stjórnar áttu hinir lægst launuðu að fá „Mun ekki afhenda Vilmundi lyklana” — sagði Steingrímur „ÉG MUN ekki afhenda Vil- mundi lyklana að dómsmála- ráðuneytinu — það verða aðr- ir að sjá um,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson á tröppum forsetasetursins að Bessa- stöðum í gær. Fráfarandi ráðherrar voru að því spurðir, er þeir komu af síðasta ríkisráðsfundi ríkis- stjórnar sinnar, hvenær þeir myndu afhenda nýju ráðherr- unum lyklana að ráðuneytun- um. Þeir svöruðu því til að það yrði gert árla dags í dag og Steingrímur bætti þessu við. 9% verðbætur á laun 1. des. n.k. á sama tíma og hærra launaðir áttu að fá 11%. í hádegisverðarboði Magnúsar H. Magnússonar félagsmála- ráðherra fyrir fulltrúa á Verkamannasambandsþingi á Akureyri s.l. sunnudag til- kynnti Magnús að samkomu- lag væri um að breyta lögun- um þannig að hinir lægra launuðu fengju jafnháa pró- sentutölu og aðrir. Fulltrúar á Verkamannasambandsþingi höfðu þá á orði að Sjálfstæðis- flokkinn hefði þurft inn í myndina til þess að fá þessa leiðréttingu, en þetta atriði mun hafa verið rætt manna á milli þegar fjallað var um brýnustu atriði í stjórn lands- ins á næstu vikum. Morgun- Ilornafjöröur. 15. október. MJÖG lítil síldveiði hefur verið hér í dag og í gær, síldin hefur legið alveg við botninn vegna þess hversu mikið tunglskin hef- ur verið. Það er þó ljóst að mikil síld er i sjónum. Tungufoss hefur verið að lesta hér 6 þúsund tunnur af síld fyrir Finnlandsmarkað og er það fyrsta síldin sem fer í útflutning á þessari vertíð. í því sambandi má blaðið innti Geir Hall- grímsson formann Sjálfstæð- isflokksins eftir þessu atriði. „Ekkert samkomulag var gert um eitt eða neitt málefni við Alþýðuflokkinn, en varð- andi þetta atriði var um slíkan galla að ræða í efnahagslögum vinstri stjórnarinnar, eins og við sjálfstæðismenn bentum á í vor, að það hlaut að þurfa að lagfæra þetta. Við sjálfstæð- ismenn erum sjálfum okkur samkvæmir og teljum engan veginn verjandi að þeir lægra launuðu fái lægri verðbætur 1. des. en hinir hærra launuðu. Þeim sem bera ábyrgð á þvílíkum mistökum ber skylda til að leiðrétta mistökin. Sjálf- stæðismenn gera kröfu til þess.“ geta þess, að væntanlegt er tunnu- skip að utan innan skamms með 30 þúsund tunnur. Ný tölvuvog var tekin hér í notkun í fyrradag og væntum við þess sérstaklega að hún muni koma að góðum notum í sambandi við vigtun á síldinni, því með tilkomu hennar verður síldin vigt- uð strax, en ekki löngu eftir að hún hefur verið söltuð. — Einar. Hornafjördur: Lítil síldveidi vegna tunglskins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.