Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 2
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Skáld eru ekki lengur fingur guðs að þeir hafa lifað vernduðu og góðu lífi. Sagan fjallar um þessa skrýtnu breytingu, sem verður í lífi manna, þegar þeir fullorðnast. Þetta er bók um það og eiginlega ekkert annað. Það eru misjafnar móttökur, sem menn fá, þegar þeir fullorðnast. En þær kosta alltaf eitthvað. Stundum held ég að unglingum hljóti að finnast, þegar þeir fara út í fullorðinsárin, sem þeir gangi á broddgöltum, éti broddgelti og sofi hjá broddgölt- um. Þessi saga er fyrst og fremst það sem ég held að sé rétt í að verða fullorðinn." — Þú skrifar skáldsögu. Þú ert að vinna að heimildabók um Kjarval. Þú ert að gera kvik- myndir. Þú skrifar greinar í blöð. Og svo býrðu til ljóð. Ertu ekki klofinn í herðar niður i þessu öliu saman? „Þetta er djöfuls elja. Hún kemur með fullorðinsárunum. Það er bara að halda sig við steðjann og hamra járnið dag og nótt. Ég hef fengið margvísleg skot út á það að ég sé fastlaunaður rithöfundur. Menn virðast sjá einhverjum ofsjónum yfir því, ef ég bætist í hóp um 36 þúsund manns, sem eru á opinberum launum í þessu landi. Út af þessari skothríð þá fletti ég upp í skatta- framtalinu mínu á dögunum. Og þá kom í Ijós, að 1978 voru launagreiðendur mínir 17 talsins. Ég býst við að ýmsu hæglætis fólki þætti nóg um að eiga lifi- brauð sitt svo undir sól og regni. Hitt er svo annað mál, að ég nenni ekki annað en að vinna. Það er ekki minn lífsstíll að leggjast upp í loft og deyja viljandi úr hungri. En ég erfi ekkert við þá menn sem vilja ekki skilja eðlilega sjálfsbjargarviðleitni og eru að narta í mig fyrir að deyja ekki úr hor og aumingjaskap einhvern daginn. Ég bara ber mína hluti. En þetta sýnir út af fyrir sig, hvernig það er að vera atvinnurit- höfundur á íslandi. Þetta er eins og í viðskiptum. Maður hefur kannski 17 færi úti og bara eitt skilar einhverjum afla. Og svo á ég fúlgu af pólitískum óvildar- mönnum. Það kemur niður á mér sem rithöfundi svona eftir eðli og innræti viðkomanda. En ég er nú ekki klofinn í herðar niður. Ég skipti tíma mínum vel niður. Varðandi kvik- myndina hefur minn starfi mest farið í fjármögnunina. Mér skilst að kvikmyndin gangi nú undir nafninu Lán og skuldir, en ekki Land og synir. Ég vona samt fastlega að hún fái aftur sitt rétta nafn, þegar hún kemst til sýninga eftir áramótin. Varðandi ljóð mín er nú lítið að segja. Ég yrki á servíettur, þegar mig langar til. Síðast orti ég ljóð um Sigurð Jónsson frá Brún. Hafði þá ekki ort lengi, en þetta ljóð datt niður í mig. Þannig er það nú í þessu sautján liða vafstri per ár, að maður á sínar góðu stundir. Maður hefur þessar skrýtnu adrealíninnspýtingar og fær hugmyndir. Og fyrir þær er ég þakklátur." — Er þér þetta þá auðvelt starf? „Ég skal segja þér það, að það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig að skrifa bækur og þá meina ég skáldsögur. Ég tel mig alveg fullbefarinn í blaðamennsku. En skáldsögurnar eru mér mikill þrældómur. Ég vinn þær af því að ég má bara til. Enda eru það ekki nema einstaka persónur, sem mér þykir vænt um úr sögum mínum. Sögurnar sjálfar eru mér of erfið- ar til að þær standi mér nærri eftir á. Hins vegar á ég auðvelt með að yrkja ljóð. Reyndar finnst mér það stórhættulegt hvað ég á auðvelt með að yrkja. Það er svo mikil hætta á bulli, ef maður á auðvelt með einhvern hlut. En ljóðin hafa alltaf verið mér kær. Það var að vísu alveg sama tilfinningin með fyrstu skáldsög- una. En síðan hefur skáldsagna- gerðin bara verið vinna með ein- staka kært minni sem ívaf.“ — Af hverju hefur þú þá ekki gert meira af þvi að koma ljóðum í bækur? „Ég held ég sætti mig alveg við að ljóðin mín séu ekki útflutnings- vara. Ég held að þetta séu bara servíettuljóð. En þau geta engu að síður glatt mig meira en annað. Það er viss ánægja í því einu að fá svar við því, hvað maður getur og hvað maður má. Málin hafa líka þróazt þannig, að skáldsagan hefur orðið mitt fag með tímanum." — En fyrst þctta er nú svona erfitt. Hefur það aldrei hvarflað að þér að hætta að skrifa skáld- sögur? „Mér vitanlega hefur ekki nema einn maður haft nægan kjark til að hætta að skrifa bækur. Það er Alexander Kielland, sem skrifaði bækur með glæsibrag í ein tíu ár og hætti svo og gerðist amtmaður eða sýslumaður. Það þarf mikinn kjark til að hætta að skrifa bækur, þegar það einu sinni er orðin manns staða í lífinu. Það þarf mikinn kjark til að yfirgefa sína stöðu í lífinu. Ég býst ekki við að ég fengi neina sýslu, þótt ég hætti að skrifa. Jafnvel þótt Vimmi sé dómsmálaráðherra. Eftir reynsl- una í sumar af að jarða Ólaf Einarsson frá Gilsbakka norður í Svarfaðarda!, þá gæti ég í mesta lagi orðið djákni. Ég er sannfærður um það, að hefði ég ekki kynnzt Stefáni Bjarman, þá væri ég ennþá vörubílstjóri norður á Akureyri. En nú er það mín staða að skrifa bækur. Hún hefur kostað mig meiri vinnu en ég get kastað frá mér. Þessi stóru impúls gagna manni nefnilega ekki nema í fyrstu. Þau duga manni aðeins af stað, benda til ákveðinnar getu, en svo verður maður sjálfur að taka við og vinna sig farsællega yfir í stritið. Venja hugann undir okið. Og það er svo einkennilegt, að þegar eitt verk er búið, þá er maður aldrei orðinn afþreyttur fyrr en maður er farinn að spekúlera í einhverju nýju. Þannig kallar þessi vinna á mig. Þetta er allt með öðrum hætti en sú hugljómun, sem menn fengu á 19ndu öldinni. Skáld eru ekki lengur fingur guðs. Hugsaðu þér bara þegar Matthías yrkir „Skín við sólu Skagafjörður". Hann er að fara fram að borða, maðurinn, þegar hann fær hugljómun og yrkir þetta kvæði, en, to, tre. Kemur svo fram og fer að borða og les þá kvæðið upp yfir mannskap- inn. Nú vélritar þú í tvo, þrjá mánuði. Og það er ekki hægt að gera í einni inspírasjón. Ef til vill höldum við ennþá, að skáldskapurinn sé eitthvað sem kemur að ofan. En þar hefur orðið breyting á.“ — Af hverju? „Ég hygg að verkefnin séu ólík. Það logar enginn af föðurlandsást núna. Þess í stað fara menn í Keflavíkurgöngur og hinir minn- ast ekki á fyrirbrigðið. Föður- landsást virðist virka hlægilega á okkur. í stað þessa stóra og mikla ásláttar 19ndu aldarinnar á mikl- ar hugsjónir, þá er okkar ævihlut- verk á 20. öld að fást við skáldverk út frá sjónarmiði raunsæis og sögulegs gildis. Það er sama, hvernig sem fólk reynir að vera nýtízkulegt í skáldskapnum, þá er hann fyrst og fremst söguleg minni. Þetta á efalaust rætur sínar að rekja til þess, að við höfum ekki eignast neina nýja tilfinningalega sögu. Við lifum enn við neista 19ndu aldar, erum ennþá við sögulegt gildi hennar(og metum skáldskap að hluta út frá því. Það er kannski af því að hún var svo sterk og voldug og mikið af guðdómi í henni. Þetta er svo sem ágætt. Því skyldum við ekki lifa svo lengi sem fært er á innstæðu 19ndu aldarinnar? Hún er ef til vill eina hugsjónin sem við eigum." — Hvað vill Indriði G. Þor- steinsson gera á eftir Unglings- vetri? „Ég á eftir að skrifa nokkrar bækur. En ekki margar. Ég lofa því að hafa þær ekki margar. Mig hefur lengi langað að skrifa stóra skáldsögu. Langa og mikla. Hún gæti heitið Pappírsveizlan og ég ætla þar að fjalla um sögu blaðamennskunnar á íslandi 1955 til 1970. Blaðamennskan á þessum tíma er í raun aðdragandi að því sem blaðamennskan er nú, þessu frjálsræði og þeirri opnun, sem orðið hefur. Þá voru bara fáir menn, sem gengu með þetta í maganum. Og þeim var ekkert of vel tekið. Sumir voru skornir upp síðar af því að það reyndi of mikið á magann í þeim að gera þessar tilraunir í átt til frjálsræðisins. Svo hef ég líka oft verið að velta fyrir mér þeirri nauðsyn íslend- inga að eiga fræga menn í útlönd- um. Það virðist hafa verið svona lítilli þjóð óendanlega nauðsynlegt að eiga slíka menn. Það er ákveð- inn stétt að vera frægur maður í útlöndum. Ég hef verið að gæla við þá hugmynd að setja saman nokkra góða menn, sem urðu kannski ekki svo ýkja frægir, en höfðu alla tilburði til þess. Menn eins og Eggert Stefánsson söngv- ara, Asmund Jónsson frá Skúfs- stöðum, sem orti fyrir kónginn, Steindór Sigurðsson skáld, sem dó á Akureyri, og Jóhannes Birki- land, sem seldi píanó á sléttum Kanada. Ef svona menn yrðu allir settir í eina Kitchenaid-hrærivél og bakaðir svolítið saman, þannig að úr yrði ein persóna, og segðum síðan frá þeim frægðarmanni, þá held ég að við gætum eignast nokkuð góða bók. Endahnútinn ætla ég avo að reka á þetta með ættarsögu. Ég er að vona, að þegar ég orðinn eldri maður, þá verði félagsmálapakk- arnir orðnir svo ríflegir í þessu þjóðfélagi, að ég þurfi ekki að sækja laun mín til 17 aðila, heldur geti bara labbað niður í Trygg- ingastofnun. Þá ætla ég að skrifa ættarsögu úr framdölum Skaga- fjarðar. í raun og veru er þetta það eina, sem ég hlakka verulega til að gera. Ég lofaði að vísu föðursystur minni því að ég skyldi ekki skrifa þessa ættarsögu. En ég held nú að mér sé óhætt að svíkja hana.“ -fj. I |GROHE 2 VATNSNUDDTÆKI S TIL JÓLAGJAFA Gefið gjöf sem gerir öllum gott og sérstaklega þeim sem þjást af gigt og vöðvabólgu. Undratækið sem mýkir vöðva og veitir vellíðan. Hægt er að tengja vatnsnuddtækið við hvaða blöndunartæki sem er, gömul sem ný. Heimilisgjöfin í ár. B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUOURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) Jólagjöfin sem reiknað er með Er CANON vasatölva og þér getiö valiö úr 10 mismunandi geröum. Komiö meðan úrvaliö er nóg. Sendum í póstkröfu og gefum kaupendum góð ráð um val gegnum síma. CANON fyrir skólafólk CANON fyrir herra CANON ffyrir dömur CANON fyrir alla SKRIFVÉLIN hf. Suðurlandsbraut 12 sími 85277 85275. Einnig selt til jóla í Jólamagasíninu Ártúnshöföa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.