Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 20
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979
Kveðja - Elínborg
Guðbrandsdóttir
Fædd 6. ágúst 1913.
Dáin 3. desember 1979.
Það var sólskins haustdagur,
sennilega snemma í október. Stór
hópur af ungu fólki hafði safnast
saman úti í góðu veðri sunnan við
Kennaraskólann í frímínútum.
Þar á meðal allra þeirra nýju,
óþekktu andlita tók ég eftir einni
stúlku. Hún hafði þykkan, dökk-
brúnan hárþyril, sem var glans-
andi og fór vel, enni fremur lágt,
breitt, svipmiklar dökkar brúnir
og stór gráblá augu, virtust stund-
um fá móleitan blæ. — Hún var há
og grönn, fagurlega vaxin í smekk-
legum skólafötum. — Hún sagði
fáein orð í gamni og alvöru,
frjálsleg eins og fas hennar var
allt, — og gerði mig dálítið hissa.
Enginn skyldi ætla, að orð hennar
væru hrjúf, þvert á móti. Þau voru
falleg en hispurslaus. Hún var
ekki hávær, eilítið hjúfrandi rödd.
Hver er þessi stúlka? spurði ég
einhvern úr bekknum.
Elínborg Guðbrandsdóttir, próf-
astsdóttir að norðan, svaraði sá,
er spurður var. — Hún sýndist
gleðinnar og gæfunnar barn. Síð-
an leið og beið. Ég efast um, að
við, sem útskrifuðumst höfum
kvatt fyrsta- og annars-bekkinga
um vorið.
En það var nokkrum árum
seinna, sem ung brúðhjón komu til
okkar Ingólfs beint frá giftingu.
Þau voru Magnús Ástmarsson
mágur minn, og Elínborg Guð-
brandsdóttir. Ég minntist þess þá,
að Magnús hefði einhverntíma
sagt mér, að Elínborg væri sá
eldskarpasti námsmaður, sem
hann hefði þekkt. Mér þótti mikið
til þess koma, þar sem hann var
ekkert ýkinn og átti sjálfur eigi
lítinn hraða til náms. Ég veitti því
oft athygli síðar, að hún hafði
óvenjulega skýra og skarpa hugs-
un.
Hún minnti mig á frú Önnu,
móður sína. Við hjónin komum
einu sinni til prófastshjónanna á
Hofsósi, og hef ég ekki gleymt,
hvað þau stuttu kynni voru góð.
Ungu brúðhjónin, þau fyrstu,
sem komu á okkar heimili, voru
glæsileg. Stúlkan, sem ég veitti
svo mikla athygli við fyrstu sýn,
meðal margra ókunnra, nýrra
nemenda, var elskuleg brúður og
hamingjusöm. — Við vorum nú öll
komin aftur til Reykjavíkur.
Og það voru góðir samfundir á
glaðri stund.
Ef gáfur og menntun gætu
tryggt lífsgæfu, þá virtust hér
fara saman mikil efni í þá átt hjá
þessum nývígðu hjónum. Þeim
gekk líka margt í haginn um langt
ævibil. Þau eignuðust sex börn.
Elstur var Björn Bragi, barnið
með skáldsaugun. Áður en barna-
hópurinn stækkaði, höfðu þau
eignast góða íbúð. Elínborg vann
ekki úti, en hugsaði með afbrigð-
um vel um heimili sitt.
Svo kom áfallið mikla, þegar
unga skáldið dó. Og árið 1970
missti Elínborg manninn sinn
eftir nokkuð langt veikinda-stríð.
Sjálf hafði hún einnig fengið
heilsubrest. En hún var andlega
sterk. Og virtist hennar trausta
skapgerð koma því skýrar í ljós,
sem meira reyndi á. Eftir því sem
ég þekki best, hafði hún allt til
þess að bera að eiga gleðilegt og
farsælt heimilislíf. Það kallar
Sigurður skólameistari „lífs-rang-
indi,“ þegar miklir hæfileikar og
kærleiksrík viðleitni bera ekki að
fullu sigur úr býtum. „En höpp og
slys bera dular líki“, (E.Ben.).
Elínborg var stillt og dagfars-
prúð og varðveitti alltaf eitthvað
af ljúfri, innri gleði, þrátt fyrir
sorgir og andstreymi. Ég hugsa,
að börn hennar gætu sagt með
Einari Benediktssyni:
En bœri ég heim min brot og minn harm
þú broatir af djúpum sefa,—
bú vógst upp björg á þinn veika arm,
ú vissir ef hik eða efa.
alheim ég þekkti einn einasta barm,
aem allt kunni að fyrirgefa.
Ég dáðist að því síðar, þegar ég
hitti Elínborgu, hvernig hún bar
harma sína og sonarmissi í
ástríkri umönnun um þá, sem eftir
lifðu.
Ég geymi í huga mínum mörg
hlý orð hennar til mín. Eftir því
sem lengra leið á ævi, sýndist mér
sem hún bæri gleggri merki síns
góða heimilis frá æskunnar björtu
dögum. Það var eins og hún hefði
stækkað við að bera byrðar lífsins.
í barnæsku lærði ég eitt sinn
kvæði, sem endar á þessari
ljóðlínu: „Seint á að kvölda í
kærleikshöll". (Jak. Th.) — Það
var tekið að kvölda í ævi Elínborg-
ar, en ekki í hennar kærleikshöll.
Og hvað sem börnin syrgja hana
sárt, bæði stór og smá, þá minnist
þessara orða: Sælir eru syrgjend-
ur, því að þeir munu huggaðir
verða. Þessi orð byrja þannig, að
enginn maður dirfðist, né mætti
dirfast að segja þau, nema sá einn,
sem átti til þess vald á himni og
jörðu að láta fyrirheitið rætast,
sjálfur höfundur orðanna, Jesús
Kristur. Hann einn gat sagt þau,
— og hann segir þau enn.
Ég er sannfærð um, að hún, sem
bæði trúði þessum orðum og sýndi
það einnig í verki, „að hún elskaði
mikið", hún hefur nú fengið að
reyna, hvernig Jesús huggar
syrgjandi móður og sært hjarta.
Þegar hún hefur gengið yfir frá
dauðanum til lífsins og séð þann
trúarinnar heim, sem áður var
hulinn, opnast sem hinn eina
sanna raunheim, þá biður hún þar
fyrir börnum sínum á göngu
þeirra í gegnum lífið.
Það besta, sem börn geta gert
fyrir látna móður, er að láta sínar
bænir mæta hennar bænum í
himni Guðs, — og minnast þess
um Guð, áð „Hann heyrir sínum
himni frá, hvert hjartaslag þitt
jörðu á.“ (M. Joch.).
Rósa B. Blöndals.
Auður Jónsdótt-
ir — Kveðjuorð
Fædd 17. nóvember 1964.
Dáin 8. desember 1979.
Ung og myndarleg frænka mín
kveður lífið langt um aldur fram
og öllum að óvörum. Glöð og
ánægð gengur hún út í vinahóp og
kemur ekki aftur. Hversu sárt er
það ekki að sjá á bak góðum
ungmennum sem við höfum fylgst
með frá því þau fyrst sáu dagsins
ljós. Unglingar eru yfirleitt
bjartsýnir og takast á við vanda-
málin samkvæmt því. Það má sjá
á því að þótt ekki sé langt síðan að
ungt fólk fór fram af bryggju í'bíl
og í sjóinn á svipuðum slóðum þá
halda þessi ungmenni á sömu mið,
fullviss um að ekkert slíkt geti
hent þau. Tvö þeirra kanna nú
óþekktar slóðir. Þau hin, sem eftir
lifa, hafa hlotið meiri lífsreynslu
en margur sem eldri er. Megi
tíminn lækna sár þeirra. Það
dettur í mig sú hugsun, að ef til
vill sé ekki svo slæmt að kveðja
meðan maður er ungur og saklaus.
Draumar, vonir og þrár sem við
eigum meðan við erum ung eru
furðufljót að hverfa frá okkur og
vonbrigði, ótti, streita og alvara
fer að búa um sig í æ ríkari mæli.
Þessi tvö sem lögðu upp í ferðina
svo ung eiga enn sína drauma,
vonir og þrár. Og við sem viljum
svo gjarna trúa á líf eftir þetta líf,
vitum að þau eiga góða heimkomu.
Auður var feimin og dul að
eðlisfari en alltaf jafn indæl. Það
brást ekki að þegar ég kom í
heimsókn á heimili hennar setti ég
mig smástund inn í herbergið
hennar og leit í blað eða bók. Það
var svo þægilegt þar. Hennar er
sárt saknað af frændum og vinum.
Allar góðar óskir okkar fylgja
henni yfir móðuna miklu. Frænka
íslenskar
bækur nibri
BókabúÖin eftir breytingarnar
p Íííj riijj rr ! » 1» {
jjjTm !t \ í
Erlendar
bœkur uppi
Stærsta bókabúð landsins
býður þér allar nýju bækurnar — og þúsundir anriarra bóka
á eldra verði. Þú hefur frjálsan aðgang að öllum bókahillunum
og getur skoðað bækurnar að vild án truflana.
Njótið þess að kaupa góðar bækur í skemmtilegu umhverfi.
Verið velkomin í stærstu bókábúð landsins.
!S| BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR
hL LAUGAVEGI18 - SÍMI24242 - U LÍNUR