Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 12
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Dr. Vilhjálmur G. Skúla- son próíessor í lyfjafræði er höfundur bókarinnar „Undir merki lífsinsu', sem er nýútkomin hjá Skuggsjá. Bókin fjallar um vísindamenn, sem skip- uðu sér „undir merki lífsinsu og störfuðu í þágu læknavísindanna, — menn sem eiga ómældan þátt í því heilsufarsöryggi, sem við nútímafólk eigum við að búa tiltölulega. Þessir vísindalegu afreksmenn unnu margir störf sín við hinar erfiðustu aðstæður, en saga þeirra hefur jafn- framt orðið saga framfara á sviði lyfja- og læknis- fræði. Morgunblaðið hefur fengið leyfi höfundar til að birta kafla úr bókinni, en hér segir frá Gerhard Domagk, sem fann upp súlfalyf, en í baráttunni við ýmsa helztu og mannskæðustu smitsjúk- dóma jafngilti uppfinning þess byltingu. Gerhard Domtwk (1 $9*—1964). Eríkur Smith listmálari hefur myndskreytt bókina með teikning- um af mörgum visindamannanna sem sagt er frá. Þessi uppgötvun veitti svar við athugun, sem til þessa hafði ekki verið skýrð á viðhlítandi hátt. Þessi athugun var, að prontósíl hafði engin áhrif á keðjusýkla, sem eru ræktaðir í næringarefni í tilraunaglasi eða skál. Astæðan var nú augljóslega sú, að lyfið þurfti að klofna í líkama dýrsins í tvo hluta og losa þannig hinn virka hluta þess, súlfanílamíð. Þessi niðurstaða var studd af þeirri staðreynd, að súlfanílamíð er virkt gegn keðjusýklum, sem eru ræktaðir í næringarefni. Með öðrum orðum sagt merkir þetta, að ef prontósíl hefði ekki verið prófað í tilraunadýrum, sem voru áhrif frá Ehrlich og eru bæði miklu erfiðari og dýrari próf en prófanir í tilbúnu næringarefni, hefði hin frábæra verkun þess á örverur ekki komið í ljós á þessum tíma. Tréfouél og samverkamenn hans birtu rannsóknarniðurstöður sínar á árunum 1935—1936 og eftir það var tilraunum til breyt- inga á prontósílsameindinni beint að súlfanílamíði. Þar sem prontósíl var ekki fáaniegt á frjálsum markaði vegna einkaleyfis I.G. Farbenind- ustrie, var súlfanílamíð fáanlegt, þar eð það hafði verið framleitt í Vínarborg árið 1908 af efnafræð- ingi, sem hét Gelmo, en þá hafði Árið 1939 kom fram önnur veruleg endurbót, er súlfatíazól var samtengt samtímis af nokkr- um hópum vísindamanna. Þetta lyf er um það bil fjórum sinnum virkara en súlfanílamíð gegn keðjusýkíum í músum og um það bil fimmtán sinnum virkara gegn Eschericha coli. Þau súlfalyf, sem hafa að mörgu leyti beztu lyfjaeiginleikana og trúlega hafa verið mest notuð hér á landi eru súlfadíazín, sem var fyrst framleitt árið 1942 og súlfa- fúrazól, sem fyrst var framleitt árið 1948. Áhrif súlfalyfja og heilsufar og ævilengd Ekki fer á milli mála, að súlfaiyfin hafa haft veruleg áhrif á heiísufar og ævilengd margra manna og má því segja, að bylting hafi átt sér stað í meðferð ýmissa smitsjúkdóma með tilkomu þeirra. Prontósíl var fljótlega notað gegn barnsfararsótt, sem var tiltölu- lega mjög algeng og man'nskæð um þetta leyti. Eftir barnsburð var hinum nýorðnu mæðrum gjarnt á að smitast og gat smitun- in orðið að lífhimnubólgu og blóðeitrun, ef ekki var stemmt stigu við henni. Á fimmtíu árum, áður en prontósíl uppgötvaðist, er talið að um 100,000 ungar konur í Undir merki lífsins Árið 1932 samtengdu tveir efna- fræðingar, Mietzch og Klarer, við vinnustofur I.G. Farbenindustrie í Elberfeld, rautt azólitarefni, prontosil rubrum, og jafnframt tóku þeir einkaleyfi á framleiðsl- unni. Yfirmaður líffræðiprófana í Elberfeld var Gerhard Johannes Paul Domagk. Gerhard Domagk fæddist árið 1895 og lagði stund á læknisfræði í Kiel. í fyrri heims- styrjöldinni starfaði hann í læknasveitum hersins og fékk þá að reyna, hversu hjálparvana læknar voru andspænis smitsjúk- dómum eins og kóleru, taugaveiki og blóðkreppusótt. Eftir styrjöld- ina hélt hann áfram námi og lauk því árið 1921. Árið 1923 varð hann lektor í meinafræði í Greifswald og dósent í Múnster árið eftir. Frá 1927 starfaði hann við rannsókn- arstofur I.G. Farbenindustrie í Elberfeld. Þessi stóra efnaverk- smiðja hafi rúm fjárráð og þess vegna gat Domagk fengið fé til þess að ráða sterfsfólk og kaupa tæki til þess að þoka rannsóknun- um eins langt og hann taldi skynsamlegt. Þegar Domagk hóf störf hjá I.G. Farbenindustrie höfðu þúsundir efnasambanda verið framleidd í vinnustofum fyrirtækisins og þess vegna mætti ætla, að hann hefði veíið í vandræðum með að taka ákvörðun um, hvar hann ætti að byrja. En hann, eins og fleiri vísindamenn, var undir sterkum áhrifum af þeim árangri, sem Ehrlich hafði náð með azólitarefn- um og þess vegna ákvað hann að rannsaka þennan efnaflokk nánar. Domagk hafði numið örverufræði og þess vegna leitaði hann sam- vinnu við Mietzsch og Klarer, sem framleiddu fjöldann allan af azó- litarefnum. Hann ákvað að rann- saka þessi efni nánar vegna þess, að árið 1913 hafði Eisenberg náð takmörkuðum árangri með einu slíku efni, gulu litarefni, sem kallað var chrysoidín. Þetta efni drap örverur í vinnustofutilraun- um, en áhrif þess í líkamanum ollu mönnum vonbrigðum. Ennþá mikilvægara skref hafði verið tekið árið 1909, enda þótt það virtist á þeim tíma alls óskylt uppfinningu lyfja, þegar Hörlein og samverkamenn, sem unnu að framleiðslu nýrra litarefna til þess að lita vefnað, komust að raun um, að litarefni voru miklu betri, ef þau höfðu að geyma ákveðna efnabvggingu, svokallað- an súlfónamíð hóp. Slík litarefni reyndust öðrum litarefnum betri vegna þess, hve vel þau þoldu þvott án þess að losna, en það milli litarefnanna og trefjanna í vefnaðinum. Mietzsch og Klarer ákváðu þessvegna að framleiða litarefni, sem hefði súlfónamíð hópinn að geyma. Domagk prófaði þetta efni í músum, sem höfðu verið smitaðar með keðjusýklum og komst að raun um, að það var mjög virkt. Þannig virtist vera einhver eiginleiki, sem festi súlf- ónamíð litarefni vel við vefnað, sem einnig batt þau við örverur og leiddi til dauða þeirra. Þessvegna voru fleiri efnasambönd fram- leidd, sem höfðu súlfónamíð hóp- inn að geyma, til þess að finna það efnasamband, er hefði mesta verk- un á örverur. Meðan á þessum rannsóknum stóð athuguðu efna- fræðingarnir ýmis litarefni, sem höfðu áður verið framleidd og ákváðu að rannsaka chrysoidín, sem hafði gefið góðar vonir árið 1913. Árið 1932 festu þeir félagar súlfónamíð hóp við þetta litarefni og framleiddu þannig nýtt efna- samband. Þegar Domagk prófaði þetta efni á sýktum dýrum, varð árangurinn miklu betri en áður hafði þekkzt. Fyrst þremur árum síðar, eftir mjög ítarlegar rann- sóknir, sem mörkuðu tímamót í þeim efnum, skýrði Domagk frá því, að áðurnefnt litarefni, sem Mietzsch og Klarer höfðu fram- leitt, væri óvenjulega virkt að vernda mýr gegn keðjusýklum (streptococcus), en slíkar smitanir ollu venjulega mjög hárri dauða- tíðni. Prontósíl gefið músum I einni tilrauninni var blóðleys- andi keðjusýklum dælt í kviðar- holshimnu 26 músa og síðan var þeim skipt í tvo hópa, annar taldi 12 mýs en hinn 14. Einni og hálfri klukkustund síðar var 12 músum í fyrri hópnum gefinn einn skammtur af prontósíli, sem var gefinn í inntöku, en síðari hópur- inn, 14 mýs, fékk enga lyfjameð- ferð og var notaður til samanburð- ar. Innan þriggja daga voru 13 mýs í samanburðarhópnum dauð- ar og sú fjórtánda dó á fjórða degi. Úr hópnum, sem fékk lyfjárnéð- ferð, voru allar tólf mýsnar lifandi eftir viku. Sumar músanna, sem fengu lyfjameðferð, fengu aðeins 1/100 af því magni, sem þær gátu þolað án aukaverkana. Litarefnið var því ekki aðeins mjög virkt gegn sýklum, heldur einnig mjög öruggt í meðförum. Árið 1936 skýrðu Colebrokk og Kenny, sem báðir störfuðu við Queen Charlotte’s Hospital í London, frá árangri lyfsins við meðferð á 38 kvensjúklingum, sem þjáðust af barnsfararsótt, en það er sjúkdómur, sem á þeim tíma leiddi oft til dauða. í þessum hópi 38 kvenna voru aðeins 3 dauðsföll eða 8%, en þessi hundraðstala hafði áður verið í námunda við 25. Þó ekki væri um umfangsmiklar rannsóknir að ræða, leyndi sér ekki, að mjög mikilvæg uppgötvun hafði verið gerð og sannaöist það í ýmsum löndum á næstu árum. Strax og líffræðilegir eiginleik- ar prontósíls höfðu verið uppgötv- aðir, byrjuðu vísindamenn við Pasteurstofnunina í París að rannsaka sameindina og breyta henni til þess að rannsaka áhrif breytinganna á líffræðilega eigin- leika. Yfirmaður þessara rann- sókna var Jacques Tréfouél for- stöðumaður stofnunarinnar. Eft- irfarandi kafli er úrdráttur úr skýrslu um þessar rannsóknir, sem Tréfouél ritaði mörgum árum seinna: „Við hófum þegar í stað rannsóknir á prontósílafbrigðum. Á mjög skömmum tíma uppgötv- uðum við að hin venjulega regla um verkun gilti ekki um þennan lyfjaflokk, að minnsta kosti ekki að því er varðaði breytingar á öðrum prontósílkjarnanum, þar eð engin þeirra hafði áhrif á sýkla- verkunina. Okkur fannst rökrétt að gera ráð fyrir, að þessi kjarni þjónaði litlu eða engu hlutverki í sambandi við lyfjaverkun. Þar sem við vissum á hinn bóginn, að azóbandið er tiltölulega veikt, settum við fram þá tilgátu, að prontósíl klofnaði við azóbandið og myndaði tvær sjálfstæðar sam- eindir fyrir áhrif gerhvata í líkamanum. Þar sem síðari kjarn- inn virtist ekki þjóna neinu hlut- verki í lyfjaverkuninni, framleidd- um við súlfanílamíð og fram kvæmdum tilraunir með því á músum. Fyrstu niðúrstöðurnar voru sannfærandi og sýndu, að keðjusýklasmitun í músum var ekki mótstöðugri gegn súlfaníla- Tr>?ði en prontósíli'og var í raun og veru viðkvæmari gagnvart hinu nýja lyfi.“ engum dottið í hug að prófa verkun þess gegn smitsjúkdómum, sem ekki var von, þar eð verkun- armáti þess var þá ekki þekktur. Gelmo hafði ekki tekið einkaleyfi á sinni aðferð og þess vegna var hægt að framleiða það til al- mennra nota af hverjum sem vildi. Efnasambandið hafði mjög góða verkun á ýmsa smitsjúkdóma og bætti eða læknaði smitanir, sem stöfuðu af keðjusýklum, sem valda t.d. hálsbólgu og gigtsótt, mening- kokkum, sem valda heilahimnu- bólgu, gonokkum, sem valda lek- anda og peneumokokkum, sem valda lungnabólgu. Það kom einn- ig í ljós, að súlfalyf voru gagnleg við meðferð á smitun í þvagrás, blóðkreppusótt, sem stafar af sýklum og gegn vissum tegundum af matareitrun. Takmörkuð virkni En í mörgum tilvikum bætti lyfið aðeins ástandið, en læknaði ekki sjúkdóminn til fulls og þess vegna voru nú hafnar umfangs- miklar rannsóknir, sem miðuðu að því að breyta súlfanílamíði þann- ig, að það fengi öflugri verkun, Sem dæmi um þessa rannsóknar- starfsemi má nefna, að talið er, að meira en 10.000 afbrigði af súlf- anílamíði hafi verið framleidd í tilraunaskyni, en af þessum fjölda eru aðeins 25—30 í daglegri notk- un. Meðferð með súlfalyfjum var nánast bylting í meðferð ýmissa lífshættulegra smitsjúkdóma og þegar árið 1943 var framleiðsla súlfalyfja í Bandaríkjunum um 4300 tonn, sem var nægilegt magn handa 100 milljón sjúklingum. Fyrstu verulegu endurbótina á súlfanílamíði gerðu tveir efna- fræðingar í brezku lyfjaverk- smiðjunni May & Baker árið 1938, er þeir framleiddu afbrigðið súlfa- pyridín, sem fékk sérheitið M&B 693, en talan sýnir þann fjölda afbrigða af lyfinu, sem framleidd- ur var. Við líffræðilega rannsókn kom í ljós, að þetta lyf var meira en þrisvar sinnum virkara en súlfanílamíð í músum, sem sýktar voru með keðjusýklum og um það bil níu sinnum virkara en súlfan- ílamíð gegn smitun með öðrum sýkli, Éscherichia coli. Skömmu síðar var lyfið fáanlegt handa níftnnum li t fyr ;tr’ lyfið, sem hafði go')a verKun gegn sog- lungnabólgu Englandi og Wales hafi dáið úr barnsfararsótt. Ein fyrsta tilraun- in á mönnum með súlfalyfjum var gerð árið 1936 á barnsfararsótt, sem stafaði af blóðleysandi keðju- sýklum. Á fimm árum á undan hafði dauðatíðni á sjúkrahúsum af þessari sótt að meðaltali verið 23%. Frá janúar 1936, þegar súlfalyfjameðferð (prontósíl) var hafin og fram í ágústmánuð var dauðatíðnin aðeins 4,7%. Svipaðar tölur eiga við um Þýzkaland og önnur lönd, þar sem læknislist stóð á hvað hæstu stigi í heimin- um. Súlfalyfin höfðu einnig stór- kostleg áhrif á dauðatíðni af völdum lungnabólgu. Fyrir aðeins fjörutíu árum dóu 60—70 manns af hverjum 100,000 íbúum Banda- ríkjanna úr lungnabólgu á ári, en nú hefur þessi tala lækkað í 12—20 manns af hverjum 100,000 íbúum. Ef fjöldi dauðsfalla á ári er settur upp í línurit sést, að fyrsta meiriháttar lækkun á dauðatíðni af völdum lungnabólgu hefst, þegar súlfalyfin koma á markað og er mest árið 1938, þegar súlfapýridin kom á markað. Frekari, en ekki nálægt því eins mikil lækkun á sér stað, þegar svokölluð fúkalyf eins og penicillín og tetracyklín koma á markað. Súlfalyf höfðu einnig geysimikil áhrif á dauðatíðni og örkuml af völdum heilahimnubólgu. Þannig lækkaði þessi tala í Hamborg úr 43% árið 1936 í 12% árið 1941, en auk þess voru súlfalyf notuð gegn ýmsum öðrum sjúkdómum. Eins og áður er minnst á, er súlfadíazín trúlega það súlfalyf, sem mest hefur verið notað. Það er notað við meðferð á blóð- kreppusótt, heilahimnubólgu, kól- eru og smitun í þvagrás. Þessi lyfjaflokkur er venjulega gefinn í inntöku, t.d. töfluformi, vegna þess, að lyfin flytjast auðveldlega úr meltingarvegi yfir í blóðbraut. Þau eru ódýr í framleiðslu, hafa tiltölulega einfalda efnafræðilega byggingu og þegar þau eru komin í blóðbrautina, dreifast þau vel um allan líkamann og hafa þessvegna góða möguleika á að berast á smitunarstað án tillits til, hvar hann er. Síðast taldi eiginleikinn er mjög mikilvægur í sambandi við mcðfí'rð ' ’ himnubólgu, cn í þvi tilviki verður lyfíð að berast til heila- og mænuvökva, sem lyf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.