Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 83 konur sem fara út fyrir hefðbund- inn verkahring kvenna sem með- hjálp karla“. Um höfundana sem fjallað er um held ég að frekar eigi við að þeir séu börn síns tíma, mótaðir af misjafnlega þröngu umhverfi sínu, ekki síst konum sem sættu sig við hefðbundna stöðu sína í tilverunni. Þessar konur höfðu ekki kynnst neinni kvennasögu sem bragð var að. Þær ólu syni sína upp samkvæmt gömlum hugmyndum um forræði þetta gamla þjóðar- lag, það skal alltaf lifa“ Kvæðamannafél. Iðunn gefur úr 100 kvæðalög Gerð er grein fyrir vali skáld- sagnanna með þessum orðum: „Þótt sögutími og sögusvið sé hið sama í þessum verkum, eða því sem næst, er þó fleira sem skilur þau að, t.a.m. uppruni höfunda, lífsviðhorf þeirra, gerð sagnanna og frásagnarháttur. Markmiðið með að velja ólíka höfunda var að fá breidd í kvenlýsingar". Valið er eins og kemur á daginn hagkvæmt fyrir þá könnun sem er gerð. Þó verður að segja það eins og er að fæstar þessara sagna eru veigamikil skáldverk. Dægurvísa Jakobínu Sigurðardóttur er að vísu góð skáldsaga, en Halldóri hefur oft tekist betur en í Atóm- stöðinni. Dísa Mjöll er athyglis- verð kvenlýsing, en herslumuninn vantar. Sóleyjarsaga Elíasar Mar er gallað skáldverk. Sjötíu og níu af stöðinni eftir Indriða G. Þor- steinsson er dæmigert byrjanda- verk. Jökull Jakobsson var fyrst og fremst leikritahöfundur eins og Dyr standa opnar sýnir glögglega. En hvað verður um breiddina? „Af sögum Elíasar Mar, Indriða G. Þorsteinssonar og Jökuls Jak- obssonar má ráða að þeir hafa enga hugmynd um kúgun kvenna," segir Gerður í Niðurstöðum. Hún bætir við: „Á sama hátt og Elías Mar telur Indriði G. Þorsteinsson konur óbreytanlegar (ómeðvitað viðhorf). Hjá þessum tveimur rit- höfundum kemur glögglega fram kvenfyrirlitning, jafnvel kvenhat- ur, sem ekki ber á hjá öðrum höfundum sem hér eiga í hlut. Andúðar gætir hins vegar hjá öllum rithöfundunum á þeim kon- um sem ekki hafa gifst, þ.e. piparmeyjunni. Karlrithöfundarn- ir gera gys að stjórnsömum kon- um og andlegri viðleitni þeirra." Fyrir niðurstöðum sínum færir Gerður Steinþórsdóttir rök þótt deila megi um hversu gild þau séu. Þess ber til dæmis að gæta að sveitamaður að uppruna eins og Indriði G. Þorsteinsson, svo að stuðst sé við orðalag Gerðar, er ekki líklegur til að hafa mikinn skilning á vakningu kvenna, enda hún ekki að marki komin til sögu þegar Gógó tælir Ragnar leigu- bílstjóra. Annað gildir um þétt- býlisrithöfundinn Elías Mar sem er sósíalisti, „en sá sósíalismi nær ekki til kvenna," eins og Gerður segir. Eini karlhöfundurinn sem veit af kynferðismisrétti, er Hall- dór Laxness. Ég veit ekki hvort það er rétt að karlmenn „spyrni við fótum, sjálfrátt og ósjálfrátt, sé forræði þeirra ógnað" og aðferðin sé sú að „skopast að og lítillækka þær KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ Ið- unn átti fimmtiu ára afmæli 15. sept. sl. Af því tilefni tók félagið saman efni á hljómplötu, sem gefin var út með tilstyrk mennta- málaráðuneytisins. Á plötunni eru 100 kvæðalög og eru kvæðamenn- irnir niu, sjö karlar og tvær konur. £ Á bakhlið plötuumslags gerir for- seti íslands, hr. Kristján Eldjárn, nokkra grein fyrir rímum og rímnakveðskap að fornu og nýju og segir þar m.a.. „Að yrkja og kveða rímur var á fyrri öldum ákaflega veigamikill þáttur í íslenskri al- þýðumenningu, runninn af rótum þess arfs, sem landnámsmenn komu með til landsins fyrir ellefu öldum. Hver sá, sem ann íslenskum erfðum og vill að um þær sé hirt og að þær beri ávöxt með öldum og óbornum í landi voru, hlýtur að vera þakklátur þeim mönnum, sem af ást og eldmóði hafa siðastliðin fimmtíu ár hlúð að hinni fornu íþrótt, sem svo margan dimman dag hefur stytt og gert hærra til lofts og víðara til veggja í svo margri þröngri baðstofu í landi voru á liðnum öldum." Gerður Steinþórsdóttir: KVENLÝSINGAR í SEX REYKJAVÍKURSKÁLDSÖGUM EFTIR SEINNI HEIMSSTYRJ- ÖLD Hið íslenska bókmenntafélag 1979. BÓK Gerðar Steinþórsdóttur er ávöxtur þess sem kallað hefur verið kvennasaga eða kvenna- rannsóknir: „Endanlegt markmið könnunar af þessari gerð er póli- Gerður Steinþórsdóttir tískt, kvenfrelsið“. skrifar Gerður í formála. Hún lýsir í formálanum að ætlun sín hafi verið að kynna sér lítillega „aðferðir við bókmennta- rannsóknir sem byggðust á hug- myndafræði kvenfrelsishreyf- ingarinnar", en sá lestur hafi orðið mun víðtækari en upphaf- lega var gert ráð fyrir: „Hug- myndir mínar urðu gleggri og rætur kúgunar kvenna birtust mér í sögulegu og þjóðfélagslegu samhengi. í stuttu máli var hulu svipt af karlveldisþjóðfélaginu og þeim öflum sem sjálfrátt og ósjálfrátt halda því við“. Gerður Steinþórsdóttir dregur hvergi dul á tilgang sinn. Með það sem að framan greinir að leiðar- ljósi kannar hún eftirtaldar bæk- ur: Atómstöðina (1948) eftir Hall- dór Laxness, Dísu Mjöll (1953) eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur, Sóleyjarsögu (1954 og 1959) eftir Elías Mar, Sjötíu og níu af stöð- inni (1955) eftir Indriða G. Þor- steinsson, Dyr standa opnar (1960) eftir Jökul Jakobsson og Dæg- urvísu (1965) eftir Jakobínu Sig- urðardóttur. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU og verkaskiptingu á heimilum. Hefði Gerður Steinþórsdóttir aft- ur á móti leitað til nýrri verka, skáldsagna sem standa nær okkar tíma, hefði niðurstaðan orðið önn- ur. Þá hefði komið í ljós að margt er nú orðið breytt og þá ekki síst fyrir tilstilli félagslega sinnaðra bókmenntafræðinga úr hópi kvenna. Gerður segir í bókarlok: „Það er einkennileg tilhugsun að þrátt fyrir ótal skilgreiningar á „konunni" vitum við í raun ekki hvað hún er.“ Hún lokar hringnum með Vir- giniu Wolf'sem jafnframt á mottó bókarinnar: „... hvað er kona ... Ég held að enginn geti vitað það fyrr en hún hefur túlkað það sjálf í öllum listgreinum og störfum sem mannsandinn þekkir.“ Ekki síst með orð Virginiu Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Woolf í huga ber að fagna hinum mörgu játningabókum sem konur senda frá sér. Þær hljóta að vera viðleitni í þá átt að skýra leyndar- dóminn fyrir okkur. Það skal að lokum tekið fram að Kvenlýsingar í sex Reykjavíkur- skáldsögum er hin læsilegasta bók, skipulega samin og með mörgum ágætum tilvitnunum. Þótt í henni sé þungur dómur um karlveldið er hún heiðarleg úttekt á margan hátt, samviskusamlega unnin. Hver er hræddur við Virginiu Woolí? Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af Jhagstæðum innkaupum Fyrstu jólaeplin eru komin FAGURRAUÐ DELICIOUS - ■ ■ Stór og extrastór. Rauð og glæsileg. Ljúffeng og safarík. Albestu fáanlegu eplin Opið til hádegis á laugardag STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 1 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.