Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 14
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 1811 - 1879 - 1979 Jón Sigurðsson Og 1179 — 1241 — 1979 Snorri Sturluson Sögufélag kynnir Tvær nýjar bækur um tvö stórmenni íslandssögunnar r \ Einar Laxness: Jón Sigurðsson forseti Höfundur tekur mið af nýjum rannsókn- um og breyttum viðhorfum og býr í hendur okkar bók sem lengi hefur skort. Þetta er yfirlitsrit með yfir 200 myndum. Féla«sverð kr. 13.800 Búðarvcrð kr. 15.975 Halldór Laxness, Gunnar Karlsson, Helgi Þorláksson, Óskar Halldórsson, Ólafur Halldórsson, Bjarni Guönason: Snorri Atta alda minning Hér er svarað mörgum áleitnum spurningum um Snorra og verk hans. í bókinni er fjöldi mynda, m.a. 18 myndir af Snorra eins og ýmsir innlendir og erlendir listamenn hugsa sér hann en síðasta grein bókarinnar nefnist: Hvernig var Snorri í sjón? Félagsvcrð kr. 10.900 Búðarverð kr. 12.688 V__________________________________________ ^ Sögufelag Garðastræti 13b og i Bernhöftstorfu Ný plötupressa er komin til landsins Verður sett upp strax eftir áramót BRÁÐUM nálgast sá tími þegar íslenskar hljómplötur verða framlciddar hérlendis. Til landsins eru komin pressutæki og tilheyrandi útbúnaður og bíða þess að verða sett upp, líklega í byrjun árs 1980. ALFA heitir hlutafélagið sem heíur verið stofnað til þess að reka starfsemina sem verður í leiguhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu. Meðal hluthafa eru útgáfufyr- irtækin Fálkinn hf ok Hljóm- plötuútgáfan hf auk einstakl- inga, en meðal þeirra eru Björgvin Halldórsson tónlistar- maður og Guðmundur Óskarsson verkfræðingur, sem hefur að mestu séð um gang mála fram að þessu. Guðmundur tjáði Slagbrandi nú í vikunni, að hér væri um að ræða tvær plötupressur af bandarískri gerð sem heitir Finebilt og er það merki meðal annars notað hjá CBS, Decca og Capitol. Er hér um að ræða hálf-sjálfvirkar pressur þ.e. þeim þarf að stjórna að hluta. Auk pressanna er forhitari, sem hitar upp plastefni og skammtar það í pressurnar. Auk þess er gufuketill af Oarker- gerð, sem knýr vélarnar, auk skurðarvélar sem sker af plötun- um plast sem runnið hefur út úr mótunum við pressunina og hreinsar líka miðjuna og stillir hana. Aætlað verð þessara tækja og annar stofnkostnaður eru komin í 80 milljónir króna, en Alfa hefur fengið tilskilin iðnaðarlán til að fjármagna fyrirtækið að hluta. Gert er ráð fyrir, að um 100.000 eintök af 125.000 (u.þ.b.) plötum, sem gefnar eru út hér- lendis á ári hverju verði unnin fyrst um sinn. Gert er ráð fyrir þremur föstum starfsmönnum í upphafi, en uppsetning og þjálfun kemur erlendis frá. Þar að auki er gert ráð fyrir að bæta þurfi við fleira starfsfólki á mesta annatíma. Þess má geta, að verið er að kaupa kassettuupptökuvél að auki og mun hún bæði sjá um framleiðslu innlends efnis og á óuppteknum kassettum. Kassettuvélin er af gerðinni ASONA, og mun líklega verða fyrr í fullri framleiðslu en plötu- pressurnar. Þegar þessar vélar eru upp- settar og komnar í gang eru fáir liðir eftir sem þarf að láta vinna erlendis. Fyrst ber þó að nefna móð- urskurðinn, þ.e. rafgreiningu hljóða af segulspólum stúd- íóanna yfir á frumplötur og mót, en þessi mót eru síðan notuð í pressuna. Hér er um að ræða mjög dýr tæki miðað við þann kostnað sem það hefur í för með sér að láta vinna þetta úti þannig að horfið var frá því að festa kaup á slíkum tækjum. Einnig verður sá háttur hafður á að plastefnið, sem notað er, er keypt blandað í sekkjum í stað þess að blanda það hér. Er hér um að ræða skref í rétta átt og eykur þetta mjög hagræðingu bg minnkar um- stang útgefenda. Það kom einnig fram, að þetta ætti að reynast ódýrara en að kaupa þjónustuna erlendis frá og ekki síðra í gæðum. Þess má líka geta, að plötu- fjöldinn, sem þarf að pressa, verður mun sveigjanlegri fyrir okkar litla en góða tónlistar- markað. IIIA EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.