Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979
87
Bamakennari og söng-
kona wkkhljómsveitar
Flestir vita að Ragnhildur
Gisladóttir er ein af þremur
songkonum rokkhljómsveitar-
innar Brunaliðsins. Flestir vita
einnig að Ragnhildur söng á
sinum tíma með Lummunum.
og fiestir þekkja hana i sjón af
myndum af henni eða úr sjón-
varpi. Færri vita hins vegar að
Ragnhiidur er barnakennari að
atvinnu og kennir i Vesturbæj-
arskólanum i Reykjavik.
.„Það má segja að ég skipti
mér jafnt miili þessara starfa,
að syngja með Brunaiiðinu og
kenna í Vesturbæjarskólanum",
sagði Ragnhildur er við hittum
hana á föstudaginn. „Það fer
ágætlega saman að kenna og
syngja, enda er kennslan ekki
það mikil, og hljómsveitin kem-
ur aðeins fram um helgar. — Ég
reikna með að syngja eitthvað
með Brunaliðinu, ef það starfar
áfram alla vega hefur annað
ekki verið ákveðið, og svo er ég
líka að fara að vinna að öðru, en
það er „leyndó" enn sem komið
er, og skýrist ekki fyrr en í
janúar eða seinna, ef það verð-
ur“, sagði Ragnhildur.
Ragnhildur við kennsiu í Vesturbæjarskólanum, þar sem
hún starfar sem tónlistarkennari, en hún útskrifaðist 1977 úr
Tónlistarskóianum. Þá er hún einnig að læra pianóleik, svo hún
hefur í nógu að snúast þessa stundina.
fclk í
fréttum
Sgndi íslenskan klæðnað í Idaho
*•■***•*,
í Ricks College í Rexburg í
Idaho í Bandarikjunum er nem-
endum meðal annars kennt
hvernig klæðnaður getur verið
hluti ákveðinnar menningar og
nemendur þar, sem bæði eru víðs
vegar að úr Bandaríkjunum og
frá öðrum löndum, hafa sýnt
fatnað frá heimkynnum sínum.
í kennslustundum er síðan far-
ið yfir hvernig fötin eru gerð,
hvaða efni eru í þeim, hvaða
vísbendingu fatnaður getur gefið
um kjör þess sem honum klæðist
of svo framvegis. I bréfi sem
Morgunblaðinu hefur borist frá
skólanum segir að nemendur séu
víðs vegar að, og eru til dæmis
nefnd stúlka frá Hollandi,
Navhoindiáni frá Arizona og ung
íslensk stúlka, Helen Hreiðars-
dóttir, til heimilis að írabakka 14
í Reykjavík.
Helen Hreiðarsdóttir
og einn kennara hennar,
fröken Lamprect, sýna
dæmigerð íslensk ullarföt.
Helen sagði nemendum
skólans frá íslandi um leið
og útskýrði meðal annars á
hverju þjóðin byggði af-
komu sina.
Árni Egilsson bassaleikari, sem nú hefur sent frá sér sina fyrstu
hljómplötu, en hann hefur um árabil starfað i Bandarikjunum.
Þriðja íslenska
jassplaptan komin
Komin er út hljómplatan „Basso Erectus“, sem er fyrsta sólóplata
Árna Egilssonar bassaleikara, sem lengi hefur strafað sem „session-
maður“ í Hollywood og víðar i Bandarikjunum. Illjómplata þessi er
lilega þriðja islenska jassplatan, en áður hafa Jassvakning og Jakob
Magnússon gefið út plötur með jasstónlist.
Með Árna á þessari nýju plötu leika ýmsier þekktir bandarískir
hljóðfæraleikarar, en einnig hafa aðstoðað hann þeir Jakob Magnússon
og Sigurjón Sighvatsson, og eiginkona Árna, Dorette, sem er þýsk. Árni
Egilsson er eins og flestir vita vel þekktur og virtur tónlistarmaður í
Bandaríkjunum og hefur hann til dæmis gert talsvert af þyí að leika
tónlist inn á kvikmyndir. Hann lék til dæmis bassatónlistina í öllum
þáttunum um „Rætur", eða „Roots“ sem sýndir voru í sjónvarpi hér
fyrir nokkru síðan.
Það er Hljómplötuútgáfan h.f. sem gefur plötu Árna út, en hún er
tekin upp í Hollywood í Kaliforníu.
n »I I &
M '
ffEnginn verður
óbarinn biskup“
- segir Hrafn Gunnlaugsson um Akureyringa
„Kvikmyndatakan gekk vonum
framar, við vorum bæði heppin
með veður og aðstæður,“ sagði
Hrafn Gunnlaugsson í samtali
við blaðið nú fyrir helgina, en
hann er nýkominn frá Akureyri
þar sem tekin var upp kvik-
myndin VANDARHÖGG eftir
Jökul Jakobsson.
„Þetta var allt á áætlun hjá
okkur", sagði Hrafn ennfremur,
„myndatöku átti að ljúka 10. des.
en henni lauk þann 9. eða degi
fyrr, og öll áætlanagerð í sam-
bandi við myndina hefur staðist
hingað til. Nú, að svo miklu leyti
sem við þurftum að starfa með
Akureyringum reyndust þeir
mjög vel, en enginn verður
óbarinn biskup," sagði Hrafn að
lokum.
LjÓ8: Sigm. Örn Arthúrsson
Hópurinn sem vann að Vandarhöggi fyrir utan Norðurpól-
inn á Akureyri, en húsið fékkst lánað fyrir milligöngu Vals
Arnþórssonar kaupfélagsstjóra, en KEA á húsið. Á myndinni
eru, talið frá vinstri: Hildur Birgisdóttir, Ragnheiður Harvey,
Marinó Ólafsson, Þórarinn smiður, Hrafn Gunnlaugsson,
Björg Jónsdóttir, Gunnlaugur Jónasson og Helgi Géstsson.