Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979
91
ren enkelvdroin. dci er nia*£tiger«'
end tusii'd virkelig:heder
DanmarkK-prerniere den 19 dc
Schlesingers, YANKS, meö
Vanessu Redgrave og Will-
iam Devane í aðalhlutverk-
um. Margir vilja telja
myndina besta verk leik-
stjórans frá því hann gerði
MIDNIGHT COWBOY.
Kanar eru ekki á þeim
buxunum að hætta að
mjólka kúna meðan von er
á einhverri nyt. Það sann-
ast á hinum fjölmörgu
framhaldsmyndaflokkum,
líkt og myndirnar um 007,
Bleika Pardusinn, Apaplán-
etuna, og ekki hvað síst
AIRPORT sanna. Og ein-
mitt sú nýjasta í síðast-
nefnda flokknum, AIR-
PORT ’80 THE CONCORD,
er aðdráttarafl kvikmynda-
húsa þar í borg um þessar
mundir. Af öðrum myndum
má nefna nýja, rómaða
mynd með Lee Remick,
THE EUROPEANS, A
LITTLE ROMANCE, RICH
KIDS, nú og svo verður
APOCALYPSE NOW frum-
sýnd.
í háborg kvikmyndaiðn-
aðarins, New York, verður
margt forvitnilegt á boð-
stólum. Ekki aðeins vegna
jólahátíðarinnar, heldur
einnig sökum þess að nú fer
hver að verða síðastur að
koma þeim myndum á
framfæri sem eiga að keppa
um Oscarsverðlaunin eftir-
sóttu í apríl. Um áramót er
línan dregin. Tvær geim-
öustin Hoffman og Meryl Streeo i KRAMER vs
KRAMER.
Sú jólavenja er altíð, að
kvikmyndahúsin, eða
kannski öllu frekar kvik-
myndadreififyrirtækin og
framleiðendur stilla upp
rjoma þessa iðnaðar um
hátíðarnar. Því er meining-
in að kynna lítillega þær
myndir sem mest eru áber-
andi í þrem nágrannalönd-
um okkar, um jólin, þ.e.
Danmörku, Englandi og
síðast en ekki síst, Banda-
ríkjunum. Á aðfangadag
verða svo kynntar hér á
síðunni jólamyndirnar sem
gleðja munu augu lands-
manna í ár.
í Kóngsins Kaupinhafn
eru tvær myndir mest áber-
andi. Annars vegar teikni-
mynd Ralph Bakhsi, LORD
OF THE RINGS, sem byggð
er á hinu himsþekkta verki
snillingsins J.R.R. Tolkien.
Margir leikstjórar hafa átt
sér þann draum að kvik-
mynda hið margslungna
ævintýr, hvað helst John
Boorman. En það fór fyrir
honum sem öðrum, illa
tókst að hemja furðuheima
Tolkiens á kvikmynda-
handriti.
Leikstjórinn Finn Hen-
riksen býður löndum sínum
uppá sannkallaða jóla-
veislu, þar sem er myndin
JULE-FROKOSTEN, með
mörgum bestu gamanleik-
urum Dana, svo sem Jörgen
Ryg, Preben Kaas og Lis-
beth Dahl. Og hinn gamal-
kunni, danski húmor skín
jafnvel í gegnum auglýs-
ingaplakatið, hvar stend-
ur... „oplev alle tiders
julefrokost uden at fá
tömmermænd"!
Af öðrum ágætum mynd-
um sem á boðstólum verða í
borginni við sundið yfir
hátíðar, má nefna Á SAMA
TÍMA AÐ ÁRI, HÁRIÐ,
LUNA Bertoluccis og síðast
en ekki síst APOCALYPSE
NOW.
Lundúnabúar munu
skemmta sér yfir myndum
á borð við STAR TREK -
THE MOTION PICTURE,
sem dyggilega fetar í fót-
spor STAR WARS, CLOSE
ENCOUNTER og ALIEN.
Hún er byggð upp á sömu
karakterum og prýða sam-
nefndan sjónvarpsþátt sem
um árabil hefur notið geysi-
legra vinsælda víðast hvar
á hnettinum — nema hér og
í Albaníu. Þá gefst kostur
að sjá nýjustu mynd John
ferðamyndir setja talsverð-
an svip á kvikmyndahús
stórborgarinnar. Það er
STAR TREK - THE MO-
TION PICTURE, sem nú
slær öll fyrri aðsóknarmet
— og var getið hér á undan,
og dýrasta Disney-myndin
sem gerð hefur verið, THE
BLACK HOLE, og gerist
einnig úti í himinhvolfinu.
En New York búar hafa úr
nógu að velja. Frumsýndar
verða myndirnar KRAMER
VS KRÁMER, með Dustin
Hoffman og Meryl Streep
(THE DEER HUNTER),
nýjasta kvikmyndagerð
leikrits eftir Neil Simon,
CHAPTER TWO, með eig-
inkonu hans, Morshu Ma-
son (AUDREY ROSE), og
gamla, góða James Caan í
aðalhlutverkum; THE
JERK, með Steve Martin,
gerð af Carl Reiner, sem
ætti að vera lesendum að
góðu kunnur eftir tvær
myndir sem sýndar voru
hérlendis með stuttu milli-
bili, OH, GOD og SÁ EINI
SANNI, sem sýnd er þessa
dagana í Háskólabíó. Og að
endingu mun líta þar dags-
ins ljós í fyrsta sinn nýjasta
mynd Bob Fosse (CÁBA-
RET, LENNY), ALL THAT
JAZZ. Þar fer með aðal-
hlutverk Roy Scheider og
Jessica Lang. Myndin er
sögð að hluta til sjálfsævi-
söguleg.
Vanessa Redgrave og William Devane í nýjustu mynd Sclesingers, YANKS.
BEROMTE EVENTYR
„Fonsi" fer á kostum
HÁSKÓLABÍÓ
SÁ EINI SANNI
(„The One And Only)
Hin bráðskemmtilega
gamanmynd, SÁ EINI
SANNI, gerist á síðari hluti
fjórða áratugsins, og segir
frá hinum forkostulega
náunga Andy Scmidt,
(Henry Winkler), er hefur
bjargfasta trú á sjálfum sér
sem afburðaleikara — þrátt
fyrir að flestir séu á ann-
arri skoðun. í rauninni
eyðileggur þessi hamslausa
sjálfumgleði alla möguleika
Ándys á leiklistarbrautinni.
Sjálfsgagnrýnin er engin og
allt þarf hann að laga og
betrumbæta að eigin dómi.
Myndin hefst er Andy
kynnist skólasystur sinni,
Mary (Kim Darby), dann-
aðri og huggulegri stúlku
frá góðu heimili, hálfgerðri
andstæðu Anry. Þau fella
hugi saman og að námi
loknu giftist hún hetjunni
sinni og eltir hann til höf-
uðborgar leiklistarinnar —
New York.
Sambúðin gengur upp og
ofan, einkum þó eftir að
bláköld tilveran hefur
hrakið stjórstjörnuefnið
niður á botn skemmtana-
bransans — fjölbragða-
glímuna (wrestling). En þar
fá einmitt sérstakir trúðs-
hæfileikar Andys og fárán-
leg skapgerðin notið sín, og
frægðin blasir við, eftir allt.
SA EINI SANNI er önn-
ur mynd hins gamalkunna
gamanmyndaleikstjóra og
háðfugls, Carl Reiner, sem
hér er sýnd á skömmum
tíma. Hin var OH, GOD,
sem gekk alltof illa í Aust-
urbæjarbíói á dögunum.
Hér hefur Reiner fengið til
liðs við sig tvo úrvalskrafta,
leikarann Henry Winkler
og handritshöfundinn Steve
Gordon. Sá fyrrnefndi er
stórefnilegur gamanleikari,
er hefur reyndar skemmt
löndum sinum um talsverða
hríð sem einn vinsælasta
sjónvarpskarakterinn þar
vestra — „The Fonz". Hér
bregst hann hvergi þeim
vonum sem við hann eru
bundnar sem framtíðar
skemmtikraft, og það er
sem handritið sé samið að
margbrotnum skophæfi-
leikum hans. Hann fer á
kostum, hvort sem hinn
heitt elskaði ég sjálfur, eða
í hringnum í gervi „Adolfs
Mittler — frá Dusseldorf",
„elskhugans", eða dáleiðar-
ans „dr. Wiesel".
En það er handritshöf-
undurinn, Steve Gordon,
sem öðrum fremur er
stjarna myndarinnar. Hann
hefur frumsamið hér eitt
fyndnasta handrit um
langa hríð — og haft vit og
tök á því að fylgja því eftir
sem framleiðandi myndar-
innar —. Það er bæði
skemmtilega framsett og
uppbyggt, auk þess sem
mörg samtölin eru hrein-
ustu brandarar. Megin
styrkur þess eru meinfynd-
in tilsvör, þar sem ensku-
mæiandi kalla „oneliners".
Aukaleikarar standa sig
vel flestir með prýði, ein-
kum þó hinn kunni Broad-
way- og kvikmyndaleik-
stjóri Gene Saks (THE
ODD COUPLE, THE LAST
OF THE RED HOT LOV-
ERS, o.s.frv.), sem hinn
geðstirði umboðsmaður
Andys, Sidney Seltzer, og
William Daniels og Polly
Hollyday sem hinir vamm-
lausu tengdaforeldrar
glímukappans. Og ekki má
gleyma dvergnum kven-
holla, Herve Villiechaize.
Þeir félagar þrír, Reiner,
Winkler og Gordon, hafa
gert myndina SÁ EINI
SANNI að hinu ágætasta
geðvítamíni, sem landanum
veitir svo sannarlega ekki
af að gleypa í sig við
skapfýlu skammdegisins.
Henry Winkler i einu hinna fjölmörgu gerva sem hann
bregður sér i i fjölbragðaglimuhringnum. Úr myndinni
SÁ EINI SANNI.
Jólamyndir í ná-
grannalöndunum