Morgunblaðið - 23.03.1980, Side 14

Morgunblaðið - 23.03.1980, Side 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1980 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Áfram með eggin, því enn má segja margt um páska- eggjagerð. Auk þess að fylla venjulega hænueggjaskurn, eins og nefnt var síðast má móta egg. Þá getum við ráðið stærðinni sjálf, en erum ekki háð duttlungum náttúrunn- ar. Það er t.d. hægt að hnoða marsipan og/eða noug- at, sem við getum keypt tilbúið í næstu búð, og hjúpað svo með súkkulaði. Eggið getur verið lagskipt, þannig að kjarninn sé t.d. úr nougati, síðan komi marsipanlag þar yfir og síðan séu herlegheit- in hjúpuð súkkulaði. Saman við þetta er svo e.t.v. hægt að setja rúsínur og/eða aðra þurrkaða ávexti. Ávextina er tilvalið að bleyta upp áður, t.d. í ávaxtasafa handa yngra fólkinu, en víni handa þeim eldri. Einnig er hægt að hakka ávextina og búa til ávaxtamassa, sem má hnoða og nota innan í egg, og þá e.t.v. með marsipani utan'um. og sultuðum eða nýrifnum appelsínuberki. Þið getið einnig mjög gjarnan notað gott appelsínumarmelaði. Appelsínulíkjör er einnig geysigóður í appelsínu- marsipan, hvort sem þið not- ið safann og börkinn eða marmelaði. Engifermarsipan: Sultuð engiferhnýði er hnossgæti, sem ég hef stundum nefnt áður. Hnýðin gefa marsipani Heslihnetur, valhnetur og möndlur eru góð viðbót við gott egg, hvort sem þetta er notað saman við einhverja fyll- ingu, eða að egginu er velt upp úr því í lokin, eða notað í skreytingu á annan hátt. Gott súkkulaðikrem er heldur ekki amaleg fylling, og uppskrift af einu sliku fylgir með. En hvers vegna að móta egg? Þeir sem eru nettir í puttunum og allir hinir geta spreytt sig á að móta héra, eða hérahaus, en hérar hafa stund " ! verið tengdir pásk- n. Hér á eftir koma nokkr- ar ábendingar um hvernig samsetning svona páska- eggs getur verið. Marsipan Eins og ég nefndi áður, fæst tilbúið marsipan í ýms- um búðum. Það er mjög mis- jafnt eins og gerist og gengur og bezt að þreifa sig áfram og kaupa ekki of mikið í einu. Stundum er marsipanið síðan hrært upp með flórsykri og svolitlum vökva, en hver og einn verður að þreifa sig áfram með blöndunina. Ef ykk- ur sýnist þið þurfa að hnoða marsipanið þannig upp, er bezt að gera það áður en það er bragðbætt, ef þið þá bragð- bætið það á annað borð. Hér á eftir fylgja nokkrar hug- myndir um hvað þið getið sett saman við marsipanið. Appelsínumarsipan: Marsipanið er hnoðað upp með svolitlu af appelsínusafa mjög gott bragð, eins og fleiru og fer auk þess einkar vel með súkkulaði. Það fer því ekki illa á að saxa hnýði Rúsínurnar í marsipanið er gott að bleyta upp, t.d. í ávaxtasafa. Þá á ég að sjálf- sögðu við hreinan ávaxta- safa, ekki gervidrykki með gervilitar- og bragðefnum. í stærri búðum er oft töluvert úrval af safa úr hinum ýmsu ávöxtum. Þrúgnasafi, plómusafi og apríkósusafi er allur mjög bragðgóður, ef var- an er góð, svo það er e.t.v. ekki úr vegi að nota hann á rúsínurnar. Og svo er auðvit- að vín, ef við viljum hafa mikið við, og eggin eru einkum ætluð fyrir hina stálpaðri. Þar má nefna portvín, sérrí, madeira og svo sterkari drykki, eins og t.d. koníak og líkjöra. En munið að það þarf engin ósköp, vínið á aðeins að gefa fínan keim, en ekki að yfir- gnæfa allt annað bragð. Það má gjarnan þynna vínið með vatni, svo að ávextirnir blotni vel upp. Ávaxtamarsipan: í staðinn fyrir rúsínur getið þið notað aðra þurrkaða ávexti, t.d. döðl- ur gráfíkjur og apríkósur, og meðhöndlað þá eins og rús- Samsett egg Auk þess sem þið getið haft allt eggið úr sama hráefninu, hjúpað súkkulaði, getið þið haft kjarna úr t.d. nougati og sett marsipan þar utan um, og síðan hjúpað eggið súkkulaði, eins og áður var nefnt. Þá er aðeins að gæta þess að kjarninn og það sem sett er utan um hann fari vel saman. Þið getið raðað saman því sem nefnt er hér að ofan, og eins kreminu, sem kemur á eftir. Sennilega er þægilegast að lagið undir súkkulaðihjúpnum sé úr marsipani, því það er svo auðvelt að hjúpa það með volgu súkkulaði, því ekki bráðnar marsipanið. Hafið ekki áhyggjur af þó eggið verði ekki jafn slétt og fellt og þessi sem skreyta búðar- gluggana. Ykkar verða óregluleg og þar með list- ræn útlits og greinilega heimagerð. Slíkt útlit er því auðvitað aðeins til prýði, því hver segir að eggin eigi að vera eggslétt? Þegar eggin eru hjúpuð, PASKAEGGII smátt og bianda saman við marsipanið. Ein krukka af þessu sæl- gæti er nokkuð dýr, en engi- ferhnýðin eru bragðmikil, og sírópið sömuleiðis, svo 1 krukka hrekkur langt. Sult- uð engiferhnýði fást í búðum Sláturfélagsins í Glæsibæ og Háaleitinu. Rúsínumarsipan: Rúsín- ur hafa lengi verið vinsæl viðbót í hvers kyns sælgæti, ekkki sízt súkkulaði. Það er enda ekki að ástæðulausu, því góðar rúsínur eru býsna góður matur. En rúsínur eru mjög misjafnar að gæðum, eftir því hvaðan þær koma og hvernig þær eru með- höndlaðar, rétt eins og annar matur. Ég hef áður mælt með rúsínum og reyndar þurrk- uðum ávöxtum, heslihnetum og möndlum frá dönsku fyrir- tæki, sem heitir Castus. Þess- ar vörur eru meðhöndlaðar án óæskilegra aukaefna, eftir því sem lýst er á pokunum, og eru sérstaklega bragðgóðar. Auk þess eru þær stimplað- ar með síðasta söludegi. Vör- ur frá þessu fyrirtæki fást víða, og það er svo sannar- lega þess virði að svipast um eftir þeim. ínurnar. Einnig getið þið blandað fleiri ávaxtategundum saman. Möndlumarsipan: Það er tilvalið að saxa möndlur, heslihnetur og valhnetur gróft og blanda við marsipanið. Ávaxtasafinn sem nefndur er hér að ofan, og eins vínið, er þá einnig ágætis viðbót. Avaxta- og möndlumars- ipan: Það fer ekki illa á því að blanda þurrkuðum ávöxt- um, einni eða fleiri tegund- um, og hafa möndlur eða hnetur með. Nougat Nougat fæst tilbúið í búð- um, rétt eins og marsipanið. Ef það er velgt örlítið, t.d. á miðstöðvarofni, verður það svo mjúkt að það er auð- hnoðað. Þið getið því auð- veldlega mótað það eins og ykkur lystir. Auk þess getið þið bragðbætt það á sama hátt og nefnt er um marsi- panið hér að ofan. Ef viðbótin gerir nougatið mjög mjúkt má bregða því á kaldan stað, og athuga hvort kuldinn gerir það ekki meðfærilegra. er einfaldast að hjúpa fyrst aðra hliðina láta hana þorna og harðna vel, snúa síðan egginu á hjúpuðu hliðina og hjúpa hina. Þetta er ekki tiltakanlega flókið. Síðan getið þið sem sagt skreytt eggið að utan eins og andinn blæs ykkur í brjóst. Súkkulaðikrem Þetta krem er mjög ein- falt að allri gerð, og hefur auk þess þann kost að það er auðvelt að móta það. Það er bezt að gera það með því að nota skeið sem hjálpartæki og nota síðan hendurnar eftir því sem ykkur finnst þægi- legast. Ef kremið dettur í sundur, verður of þurrt, þarf aðeins að láta það standa um stund við stofuhita. Þá mýk- ist það aftur. Kremið er auðvitað gott í fleira en súkkulaðiegg, t.d. í eða á kökur, eða sem eftirréttur. 250 gr suðusúkkulaði 2 msk. kakó 1% dl rjómi 1. Bræðið súkkulaðið, en varlega eins og lýst var í síðasta þætti. Bætið kakóinu saman við og hrærið í, svo það samlagist súkkulaðinu. 2. Nú kemur galdurinn við kremið. Þið fáið ykkur stóra skál og setjið ískalt vatn í hana hálfa, ásamt klaka- molum, svo vatnið verði verulega vel kalt. Setjið nú bráðið súkkulaðið og rjómann í minni skál, sem getur staðið ofan í hinni. Nú þeytið þið súkkulaðið og rjómann í vatnsbaðinu þar til súkkulaðið er orðið ljóst og svo þykkt að hægt er að móta það. Það tekur nokkrar mínútur, ef þið eruð með rafmagnsþeytara. Það er skrýtið að sjá, hvernig súkkulaðið þykknar skyndi- lega og verður stíft og fínt. Ef þið notið kremið innan í súkkulaðihjúp, er bezt að setja marsipan utan um krem- ið og hjúpa síðan marsipanið. Þetta krem getið þið reyndar bragðbætt eins og nefnt er hér að ofan um marsipanið. Ekki verður það lakara með þeim umbótum, þó það standi fyllilega fyrir sínu eitt sér. Fyllt keypt súkkulaðiegg Fyrir páska er hægt að kaupa lítil ófyllt egg. Slík egg getið þið keypt, skorið í sundur og sett í þau einhverja ofan- nefnda fyllingu, eða það annað sem ykkur dettur í hug. Eggin mega ekki vera ísköld þegar þau eru skorin, og bezt er að skera þau með mjög nettum og beittum hníf. Það auðveldar skurðinn að hita blaðið fyrst, þið fylgið sam- skeytunum á egginu. Mér finnst ekki alveg auðvelt að skera svona egg án þess að þau brotni, en þið sjáið til, hvern- ig ykkur gengur. Síðan er fylltum eggjunum þrýst sam- an og bræddu súkkulaði smurt á barmana. Þá festast þau fryggilega, þegar þau eru lögð saman. Þarna hafið þið úr ýmsu að moða ykkur til stuðnings í páskaeggjagerð og aðeins er eftir að ákveða markmið og leiðir og hefjast handa. Það er alltaf full ástæða til að óska ykkur góðrar skemmtun- ar við eldamennskuna og matargerðina, en ekki sízt við svona verkefni eins og páskaeggjagerð. Páskaeggin verða síðan vafalaust vel þegin þar sem þau lenda á páskadag ... STALHF SINDRA Fyrirliggjandi í birgöastöö Bitajárn Allar algengar stæröir U.N.P. H.E.B. I.P.E. H I Borgartúni 31 sími27222 Tilkynning Verkfæri og Járnvörur h.f. tilkynnir viöskiptavinum sínum hér meö aö viö höfum hætt sem umboösmenn fyrir EMCO vélasamstæöur frá Austurríki. Aö okkar ósk hefur Gunnar Ásgeirsson hf Suöur- landsbraut 16, tekið viö umboöinu. Viö viljum nota tækifæriö, og þakka viöskiptavinum okkar ánægju- legt samstarf. Verkfæri og Járnvörur hf. Orðsending Til minna fjölmörgu viöskiptavina út um allt land. Barnafataverslunin Lillý, sem var áöur í Verslanahöllinni Laugaveg 26 er flutt í nýtt húsnaeöi aö Laugavegi 62, horniö á Laugavegi og Vitastíg. Mikiö úrval af fallegum barnafatnaöl á góðu verði, á börn innan 14 ára aldurs Póstsendum um allt land LILLÝ Laugavegi 62 Sími: 12535

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.