Morgunblaðið - 16.04.1980, Side 11

Morgunblaðið - 16.04.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980 11 Á síðastliðnu ári og það sem af er þessu hefur Jan Mayen deila Norðmanna og íslendinga verið rækilega til umfjöllunar í fjöl- miðlum. Þessi umræða hefur sérstaklega beinst að loðnuveiðum á þessu svæði. Ég mun því hér á eftir eingöngu fjalla um þann þátt í þessari deilu og freista þess að sýna fram á það, hvað loðnuveiðar við Jan Mayen skipta litlu máli fyrir Norðmenn. Loðnuveiðar Norðmanna við Jan Mayen hófust seinnihluta júlímánaðar og stóðu í um mánuð. Heildarveiðin varð tæp 130.000 tonn. Veiðarnar stunduðu 60—70 skip. Það virðist vera hægt að reikna með því að hvert skip hafi farið tvær veiðiferðir á tímabilinu og landað alls um 2000 tonnum. Nú veit ég ekki nákvæmlega um tekjur og gjöld norskrar útgerðar. Ég miða því við úthald íslenzks skips. Verð á loðnu frá 20. ágúst og til loka haustloðnuvertíðar 1979 var kr. 20.40 hvert kg. Verðið miðaðist við 16% fituinnihald og 15% fitufrítt þurrefni. Á því tímabili sem veiðar Norðmanna stóðu yfir við Jan Mayen var fituinnihald loðnunnar um 11% og fitufrítt þurrefni um 15%. Loðnu- verð á þessum tíma var því um kr. 14,65 hvert kg. Til viðbótar greið- ast 25% sem er olíugjald stofn- fjársjóður o.fl. Heildarverð er því kr. 18.31 hvert kg. Tekjur hvers loðnubáts hafa því orðið, afli 2000 tonn, verð pr. kg. kr. 18.31 eða kr. 36.620.000.- Hver er svo tilkostnaðurinn? Samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar frá 20. ágúst 1979 voru útgjöld loðnubáts á úthaldsdag sem hér segir: 1. Aflahlutir 605.751- 2. Laun og tengd gjöld 25.455.- 3. Olíur 324.171,- 4. Veiðarfaeri 277.000.- 5. Trygging skips 57.787.- 6. Trygging afla og veiðarf. 2.033.- 7. Löndunarkostnaður 20.646- 8. Skrifstofukostnaður 7.812.- 9. Laun v/skrifstofu 11.410.- 10. Akstur, ferðakostn. o.fl. 8.346,- 11. Aðstöðugjald 5.063.- 12. Ýmsar rekstrarvörur 8.574.- 13. Viðhald 207.906.- 14. Endurmetnar afskr. 140.413- 15. Vextir (152.298.-) Samtals kr. 1.854.655.- Heildarútgjöld hvers loðnubáts á mánuði eru þvi kr. 55.620.000.-. Tap hvers báts er þá kr. 55.620.000.- + 36.620.000,- = kr. 19.000.000.-. Nú hljóta eihverjir að spyrja. Eftir hverju eru norskir útgerð- armenn að sækjast þegar þeir heimta auknar loðnuveiðar við Jan Mayen: Því er þá til að svara, að þeir útreikningar sem gerðir hafa ver- ið hér að framan, miðast eins og áður segir við útgerð íslenzks loðnubáts. Eins og allir ættu að vita fær sjávarútvegur þessa lands enga styrki. I Noregi er þessu á annan veg farið. Arið 1979 námu styrkir til sjávarútvegs í Noregi um 760 millj. N.kr. eða tæplega 64 millj- örðum ísl. kr. Styrkir þessir voru greiddir á margvíslegan hátt til aðila í sjávarútvegi. Bæði til vinnslu og veiða. Það er því erfitt að henda reiður á því, hvað fór hvert. Eftir því sem ég kemst næst, munu loðnuveið- arnar við Jan Mayen hafa verið styrktar með a.m.k. 10 kr/kg. Sé þetta rétt aukast tekjur loðnubátsins um kr. 20.000.000- Ólafur Gunnarsson, Neskaupstaö: og rekstur loðnubátsins verður hallalaus. Raunverulegt aflaverðmæti loðnu frá Jan Mayen-svæðinu er þá u.þ.b. 2 milljarðar og 400 millj. kr. Ríkisstyrkur vegna þessa er samkvæmt framansögðu kr. einn milljarður og 300 millj. kr. Norsk — viðræður stjórn- valda um Jan Mayen ættu að snú- ast um að Norð- menn hætti að rík- isstyrkja sjávar- útveg sinn stjórnvöld leggja því töluvert á sig til þess að loðnuveiðar við Jan Mayen geti átt sér stað. Skynsamlegra fyrir þá að nota féð á annan hátt En væri nú ekki skynsamlegra að nota þetta fé á annan hátt. I gjaldaliðum útgerðarinnar kemur fram að laun áhafna á úthaldsdag eru samkvæmt lið 1 og 2 kr. 631.196.-. Aðrir liðir sem skipta mestu máli svo sem olíur, veiðar færi, viðhald o.fl. þarf ekki að greiða, ef loðnubátarnir eru við bryggju í Noregi. Sé með aðstoð styrkja um halla- ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Ljósm. Mbi. r.a.s. lausan rekstur að ræða, fær út- gerðin nokkra upphæð til greiðslu á fastakostnaði eins og afskrift- um, vöxtum o.fl. Ég áætla að þessi upphæð nemi kr. 300.000.- á úthaldsdag. Laun eru þá 65 skip í 30 daga kr. 631.196.- á úthaldsdag eða í allt kr. 1.230.832.000.-. í fastakostnað útgerðar hefur greiðst: 65 skip í 30 daga kr. 300.000- á úthaldsdag eða í allt kr. 585.000.000.-. Samtals kr. 1.815.832.000.-. Það vantar því aðeins kr. 515.832.000 - upp á það að ríkisstyrkirnir nægi til greiðslu á aflahlut sjómanna og fasta- kostnaði útgerðarinnar. Ef Norðmenn hafa ekki efni á að greiða þessa upphæð legg ég til að við Islendingar bjóðumst til að gera það fyrir þá. Auðvitað geta loðnuveiðar Norðmanna við Jan Mayen orðið þeim eitthvað hagkvæmari á þessu ári. Þær geta líka orðið mun óhagkvæmari. Það má því búa til margvísleg dæmi með áætluðum tekjum og gjöldum. Ég hef hér á undan reynt að velja þær stærðir sem mér finnast skynsamlegastar og byggjast á veiðum árið 1979. Heildarafla- verðmæti Norðmanna var árið 1979 um 250 milljarðar króna. Verðmæti loðnuaflans frá Jan Mayen er því aðeins um 1% af heildaraflaverðmætinu. Það er nú allt og sumt. íslenskur sjávarút- vegur í samkeppni við „þurfaling“ Líkur eru á því að ríkisstyrkir til sjávarútvegs í Noregi nemi á þessu ári a.m.k. N.kr. 1.500.000.000.- eða um 126 millj- örðum ísl. kr. Islenskur sjávarútvegur ef í samkeppni við þennan „þurfaling" Norðmanna á öllum mörkuðum. Engin erlend þjóð á meiri þátt í því en Norðmenn með þessu hátta- lagi að halda niðri lífskjörum á íslandi. Engin þjóð hefur selt okkur eins mörg fiskiskip og Norðmenn. Þeir hafa aftur á móti svo til ekkert keypt af okkur. Viðræður stjórnvalda þessara „frændþjóða" ættu því að snúast um það að Norðmenn hætti að styrkja sinn sjávarútveg og auki jafnframt kaup sín hér á landi. Mál, sem skiptir Norðmenn engu Hitt að eyða tíma þessara aðila í viðræður um mál sem skiptir Norðmenn engu tekur ekki nokkru tali. Það hvað Norðmenn hafa blásið þetta ómerkilega mál upp sýnir vel afstöðu þeirra í sam- skiptum þessara „frændþjóða". Eins og ég nefndi í upphafi er hér eingöngu fjallað um loðnu- veiðar. Hagsmunir Norðmanna varðandi aðra þætti þessarar deilu geta verið meiri. Nú standa yfir viðræður við Norðmenn um loðnu- veiðar við Jan Mayen. Ég trúi því ekki að norski utanríkisráðherrann hafi áttað sig á því að hann er að ferðast á milli landa með fjölmennt fylgdarlið til þess að tala um nokkur hundruð milljóna króna viðbótastyrki til loðnuveiða fyrir Norðmenn á sama tíma og heildarstyrkir til sjávarútvegs þeirra nema á annað hundrað milljörðum ísl. króna. Ólafur Gunnarsson Neskaupstað. Norsk útgerð á stórfelldum ríkisstyrk Philips fermingar Æ>i • áP • Segulband fyrir rafhlöður. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 54.560,- Utvarpstæki LB og MB. Aðeins fyrir rafhlöður. Verð kr. 14.217.- Sambyggt útvarp og segulband, fyrir rafhlöðu og rafmagn. LB, MB og FM. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 134.704,- Segulband fyrir bæði rafhlöður og rafmagn. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 62.240,- Plötuspilari með innbyggðum magnara Hátalarar fylgja. Verð kr. 120.215.- Morgunhani með LM, MB og FM. Gengur alveg hljóðlaust. Verð kr. 37.780,- Útvarpstæki LB MB og FM. Bæöi fyrir rafhlöður og rafmagn. Verð kr. 36.336,- heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Hárburstasett með 4 fylgihlutum. 800 W. Verð kr. 28.900.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.