Morgunblaðið - 16.04.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRIL 1980
Andvígur þessu
verkfalli sjómanna
„Ég er algjörlega andvígur þessu
verkfalli sjómanna," sagði Matthías
Vilhjáimsson, bílstjóri hjá Norður-
tanganum, í samtali við blaðamann
á ísafirði. „Ég myndi með glöðu
geði skipta á starfi og fara á sjóinn.
Þiggja þau laun fyrir þá vinnu, sem
sjómenn leggja fram. Þessir menn
hafa verið meðal tekjuhæstu
manna á landinu og það er engan
veginn tímabært fyrir þá að vera í
verkfalli nú. Ef þetta verkfall
dregst á langinn, þá er viðbúið að
maður missi vinnuna og það er
auðvitað afleitt. Ég má illa við því
— ég stend í byggingu."
Ekki ástæða að
fara í verkfall nú
Mér finnast sjómenn hafa það
miklar tekjur, að ekki sé ástæða
fyrir þá að fara í verkfall nú,“ sagði
Bryndís Bragadóttir en hún var ein
fjölmargra sem hafa látið skrá sig á
atvinnuleysisskrá vegna hráefn-
isskorts í frystihúsunum á Isafirði.
„Það er ákaflega slæmt að vera sagt
upp störfum með jafn stuttum
fyrirvara og raun var á. Hitt er svo,
að eins og málum er háttað, þá
finnst mér samstöðuleysi sjómanna
ákaflega slæmt — þeir ættu allir
sem einn að standa saman, — að
öðrum kosti ættu þeir ekki að vera í
verkfalli. En ég held að þetta mál sé
orðið svo pólitískt, að erfiðara verði
að ná samkomulagi fyrir vikið.
Anzi hart að
missa vinnuna
„Ég lét skrá mig á atvinnuleys-
isskrá í dag og fæ eitthvað um 4
þúsund krónur á dag og 750 krónur
með barni," sagði Sigríður Braga-
dóttir en hún er einstæð móðir á
Isafirði. Hvernig ferðu að því að
lifa af þessu fé? „Ég veit það ekki —
hreint út sagt. Það er anzi hart, að
missa svona vinnuna.
Ég vil ekki leggja mat á hvort
rétt sé eða rangt af sjómönnum að
fara í verkfall en það er anzi hart af
útgerðarmönnum að vilja ekki við
þá ræða. Hefðu þeir rætt við
sjómenn, þá hefði þessi harka ekki
hlaupið í verkfallið. Þá finnst mér
samstöðuleysi sjómanna á Vest-
fjörðum ákaflega slæmt — annað-
hvort áttu þeir allir að fara í
verkfali eða enginn. Ef sjómenn
hefðu verið samtaka, þá hefði það
skapað neiri þrýsting og samkomu-
lag sennilega í augsýn."
I>egar grannt er
skoðað þá eru
tekjur sjómanna
ekki miklar
„Ég heid, að þegar málin séu
skoðuð ofan í kjölinn, þá séu tekjur
sjómanna hér ekki svo miklar. Það
er aldrei stoppað meira en 24
klukkutíma, þrisvar á mánuði.
Kristján Ragnarsson sagði að sjó-
menn hefðu 19 milljónir króna í
tekjur á ári — ef svo er, þá á hann
við 12 stunda vinnu, 365 daga á ári.
Það gera 4 þúsund krónur á tímann.
Ég er anzi hræddur um, að slæg-
ingarmönnum í landi þætti það
heldur lítið, og þegar allt kemur til
alls, þá eru þeir einu mennirnir sem
við getum miðað okkur við,“ sagði
Ingvar Anton Ingvarsson, háseti á
skuttogaranum Guðbjarti í samtali
við blaðamann Mbl. á ísafirði.
„Mér finnst verkfall okkar sjó-
manna réttlætismál og sú gagnrýni,
sem fram hefur komið, ekki rétt-
mæt. Kristján Ragnarsson sagði, að
meðaltekjur sjómanna væru 19
milljónir og skilst mér að hann hafi
fengið þá tölu með því að gera ráð
fyrir að sjómaður vinni 365 daga
ársins — en sá sjómaður færi ekki á
sjóinn eftir slíkt úthald. Hann færi
beint á Klepp. Ein af meginkröfum
okkar er að fá frítt fæði. Þegar ég
var á Isafjarðartogurunum Sól-
björgu og ísbjörgu fyrir 25 árum,
þá var frítt fæði. Eins krefjumst við
að fá greiðslu fyrir vinnu á frívökt-
um. Þetta er gert á stóru togurun-
um,“ sagði Ingvar Anton ennfrem-
ur.
Höf um há laun —
en við vinnum mikið
„Ég mótmæli því ekki, að við
höfum há laun, en við vinnum líka
mikið," sagði Jens Jónsson, mat-
sveinn á Guðbjarti, í samtali við
blaðamann Mbl. á ísafirði. „Við
sjómenn erum langtímum saman
fjarri fjölskyldum okkar. Við verð-
um að fórna félagslífi vegna at-
Amalía Manfreðsdóttir
ásamt syni sinum Ásbirni.
Ekki ástæða
til hörku
„Ég er ánægður með samkomu-
lagið. Eins og málum var háttað var
ekki ástæða til hörku, síður en svo,“
sagði Jón Sigurgeirsson, háseti á
Hugrúnu frá Bolungarvík, afla-
hæsta línubátnum á Vestfjörðum.
„Með þá samninga, sem voru í höfn,
þá var ekki ástæða til verkfalla. Á
fundum hér var svo til einróma
samþykkt að fara ekki í verkfall,"
sagði Jón ennfremur.
Ánægður með kjörin
„Ég er ánægður með þau kjör,
sem við höfum náð með þessu
samkomulagi og því var ekki
ástæða til að fara í verkfall, að
mínu mati,“ sagði Þórður Bjarna-
son, háseti á línubátnum Jakobi
Valgeir frá Bolungarvík. „Það er
svo rétt, að við höfum haft betri
skipahlut en sjómenn á ísafirði, í
vetur allavega. Mitt mat er, að
landverkafólk hefði haft betri
ástæðu til að fara í verkfall en
togarasjómennirnir, sem eru há-
tekjumenn," sagði Þórður ennfrem-
ur.
Mér fannst þessi
böggull ekki það
stór, að hann væri
þess virði
að semja um
„Mér fannst þessi böggull ekki
það stór, að hann væri þess virði að
ísfirðingar
Brvndís (framar á myndinni) og Sigrfður Bragadætur.
Jens Jónsson ásamt börnum sinum, Sigurði Smára 6 ára og Þorbjörgu
Fanneyju. — Ljósm. Mbl.: Kristján.
íngvar Anton Ingvarsson.
Matthías Vilhjálmsson.
og Bolvíkingar
um kjara- og
vinnu okkar. Þær kröfur, sem við
höfum sett fram, eru sanngirnis-
kröfur.
Útgerðarmenn hafa með aðstoð
Alþingis kroppað í laun okkar með
því að taka af skiptaprósentunni í
olíusjóð. Þar höfum við mátt þola
beina kjaraskerðingu. Við höfum
farið fram á frítt fæði og það tel ég
mannúðarmál, svo ekki sé fastara
að orði kveðið. Það þekkist alls
staðar annars staðar en hjá sjó-
mönnum.
Ég er matsveinn og þegar við
komum í land, þá er ég allt að sex
tíma að vinna í því að fá nýjan kost
fyrir næsta túr. Það er orðið anzi
lítill tími eftir af sólarhringnum,
þegar maður loks kemst heim til
sín. Þó maður gjarna vildi fara til
kunningja í heimsókn, þá er klukk-
an orðin það margt að allt of áliðið
er. Þetta fæ ég ekki greitt. Það sem
við krefjumst nú er einungis að fá
til baka það sem við höfum misst.
Ég er ákaflega óánægður með
samstöðuleysi sjómanna. Við ísfirð-
ingar höfum komið fram með
sanngirniskröfur, sem sjómönnum
hefur fundist réttlætismál, en þeg-
ar á hólminn er komið vilja menn
ekki berjast fyrir þeim. Það veldur
miklum vonbrigðum," sagði Jens
Jónson að lokum.
„Atvinnumissirinn kemur ákaf-
lega illa við mig. Ég vann að vísu
aðeins hálfan daginn og fæ því rétt
um 4000 krónur auk 1500 króna með
börnunum. Ég hef verið á bónus og
hann er ágætur. Það skakkar anzi
miklu hvort maður fær 25 þúsund
krónur á viku eða 70 þúsund
krónur," sagði Amelía Manfreðs-
dóttir í samtali við blaðamann Mbl.
á ísafirði en hún er einstæð móðir.
„Það verður að ráðast hvernig
fer, ef verkfallið dregst á langinn,
maður er svo sem vanur að moða úr
litlu. En ég vil ekki leggja dóm á
hvort það er rétt eða rangt af
sjómönnum að standa í þessu verk-
falli nú. En það styttir nú vonandi í
því eftir þetta samkomulag a Bol-
ungarvík. Þeir hljóta að fara að ná
saman — það er tími til kominn."
Bolungarvíkursam-
komulagið skrípa-
leikur
— segir Pétur Sigurðsson
forseti ASV
„þAÐ, SEM samið var um í Bolung-
arvík, hefðum við alltaf getað
fengið fram án uppsagna samninga
á alla línuna," sagði Pétur Sigurðs-
son, forseti Alþýðusambands Vest-
fjarða í samtali við blaðamann
Mbl. á ísafirði. „Stjórn ASV hefur
ekki tekið afstöðu til samninganna
í Bolungarvík, sem samþykkti ein-
róma í gærkveldi, að Bolvíkingar
frestuðu samningagerð. Ég get því
aðeins sagt persónulegt álit mitt á
þessum samningum."
„Það var ekkert, sem knúði
Bolvíkinga til að svíkja sig út úr
hópnum og semja við útvegsmenn í
Bolungarvík, þar sem engin vinnu-
stöðvun var yfirvofandi eða fyrir-
huguð af þeirra hálfu. Slík vinnu-
brögð í sameiginlegri samnings-
gerð hljóta að teljast forkastanleg.
Það er greinilegt, að hluti skýr-
ingar á samstöðuleysi hjá félögun-
um á Vestfjörðum er, að þar sem
línubátaútgerð er í einhverjum
mæli, eru verulegar yfirborganir.
Þær eiga raunar stærstan hlut að
rnáli."
Pétur Sigurðsson sagði ennfrem-
ur: „í sameiginlegri kröfugerð ASV
var sett inn tjllaga frá Bolvíking-
um um að fá staðfesta í samning-
um yfirborgun á línubátum. Þessar
yfirborganir hafa verið við lýði um
nokkurt skeið á Vestfjörðum, ann-
ars staðar en á ísafirði. Þetta er
ekki í samningi Bolvíkinga og er
raunverulega brot á samstöðu um
sameiginlega kröfugerð. Þetta
hlýtur að veikja samningsgerð sjó-
manna um ókomna tíð. Hafi menn
meint eitthvað með þeim kröfum,
sem settar voru fram í byrjun, þá
er þetta samkomulag skrípaleikur
og hlýtur að veikja baráttu sjó-
manna um allt land, „sagði Pétur
Sigurðsson að lokum.
semja um og fórna samfloti — ég
taldi það fremur neikvætt en já-
kvætt," sagði Hörður Snorrason,
varaformaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélagsins á Bolungarvík, í
samtali við blaðamann Mbl. á
Bolungarvík. Hörður Snorrason var
hinn eini sem greiddi atkvæði á
móti samningum við útgerðarmenn
á Bolungarvik á fundi stjórnar og
trúnaðarmannaráðs félagsins.
„En ég vil taka það skýrt fram, að
það loga engar deilur milli mín og
Karvels Pálmasonar. Ég greiddi
atkvæði gegn þessum samningum,
þar sem ég taldi það veikja stöðu
samninganefndar Alþýðusambands
Vestfjarða. Það má að vísu orða það
svo, að málin hafi verið í hnút, þar
sem deiluaðilar höfðu vart talast
við. En samkomulagið gefur það
lítið, að ekki var tímabært að ganga
til samninga. En ekkert félag eða
samtök eru sterkari en meðlimir
þeirra og samstaða meðal hinna
ýmsu félaga á Vestfjörðum er ekki
fyrir hendi. Sjómennirnir á Bolung-
arvík tóku sína afstöðu — þeir
samþykktu að ganga til samninga
og í ljósi þess tók trúnaðarráðið
sína afstöðu. Þegar þetta lá fyrir,
þá var auðvitað að semja — en mín
afstaða var, að böggullinn væri ekki
það stór að hann ,væri þess virði að
semja. Ég sætti mig alveg við þessa
niðurstöðu — þetta var vilji sjó-
manna," sagði Hörður ennfremur.
Málið var í hnút —
á hann varð að höggva
— segir Karvel Pálmason:
„Það er rétt — stjórn Alþýðu-
sambands Vestfjarða bað um frest-
un á þessu samkomulagi. Þessi ósk
var rædd á fundi stjórnar og
trúnaðarmannaráðs Verkalýðs- og
sjómannafélagsins á Bolungarvík
en niðurstaðan var sú að ósk ASV
var hafnað með tilliti til þeirrar
stöðu, sem málin voru komin í.
Málið var í hnút — á hann varð að
höggva," sagði Karvel Pálmason,
alþingismaður og formaður Verka-